Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
2 C FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Þjálfarastyrkir ÍSÍ
Verkefnasjóður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands auglýsir hér með til umsóknar
styrki fyrir íþróttaþjálfara til að sækja sér menntun eða kynna sér þjálfun erlendis.
Veittir verða 8 styrkir, hver að upphæð kr. 50.000,-
Við úthlutun verður leitast við að styrkja sem flestar íþróttagreinar. Þjálfarar hvers kyns
hópa (afreksmanna, barna og unglinga o.s.frv.) koma jafnt til greina við úthlutun. Konur
eru sérstaklega hvattar til að sækja um styrkina.
Umsóknum með lýsingu á náms- og starfsferli, auk greinargóðrar lýsingar á fyrirhugaðri
ráðstöfun styrksins og ávinningi íþróttahreyfingarinnar af henni, skal skilað til skrifstofu
ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fyrir mánudaginn 11. apríl n.k.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni Laugardal og á
heimasíðu ÍSÍ – www.isisport.is
Vor 2005
BRANN og Vålerenga skildu jöfn, 2:2, í Skandinav-
íudeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið var
innandyra í Vesturlandshöllinni í Bergen að við-
stöddum rúmlega 3.000 manns en leikurinn var
færður undir þak vegna ísingar á leikvangi Brann-
liðsins.
Ólafur Örn Bjarnson og Kristján Örn Sigurðsson
léku allan leikinn í vörn Brann sem komst í 2:0 eftir
hálftíma leik. Martin Knudsen skoraði á 4. mínútu
og Charlie Miller á þeirri 30. Vålerenga, með Árna
Gaut Arason á milli stanganna, neitaði að gefast
upp. Stefan Isizhaki minnkaði muninn á 65. mínútu
og fjórum mínútum fyrir leikslok jafnaði Morten
Berre og þar við sat.
Hjálmar Jónsson og félagar hans í liði Gauta-
borgar eru efstir í riðlinum með 3 stig eftir sigur á
Brann en Vålerenga og Brann hafa bæði eitt,
Vålerenga eftir einn leik en Brann hefur leikið tvo
leiki.
Jafntefli í
Íslendingaslag
KR-ingar munu að öllum líkindum semja við Helmis
Matute, 24 ára gamlan bakvörð frá Hondúras, sem ver-
ið hefur til reynslu hjá liðinu síðustu daga. Matute lék
með vesturbæjarliðinu gegn HK í deildabikarnum í
gærkvöld og að sögn Sigurðar Helgasonar, fram-
kvæmdastjóra KR-Sports, þá eru KR-ingar spenntir að
fá leikmanninn í sínar raðir og líklegt að gengið verði
til samningaviðræðna við hann. Bandaríski sóknarmað-
urinn Mychal Turpin lék sömuleiðis með KR-ingum
gegn HK en hann hefur einnig verið til reynslu hjá KR-
ingum undanfarna daga. Frekar ólíklegt er að honum
verði boðinn samningur en samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hafa Keflvíkingar boðið leikmanninum
að koma til reynslu.
KR-ingar höfðu betur gegn HK, 4:1, þar sem þeir
gerðu fjögur mörk á fyrsta hálftíma leiksins. Rógvi
Jacobsen tvö og þeir Bjarki Gunnlaugsson og Sigurvin
Ólafsson eitt hver. Hörður Már Magnússon svaraði
fyrir HK í seinni hálfleik.
Helmis Matute
á leið til KR-inga
SVÍAR hafa oft verið íslenska
landsliðinu í handknattleik þyrnir í
augum, enda gengið afskaplega illa
að leggja frændur okkar að velli á
handboltavellinum. Eftir að Viggó
tók við landsliðinu hefur hann feng-
ið sænskan markmannsþjálfara
hingað og nú eru Svíar á leiðinni til
landsins til að spila tvo landsleiki
og æfa með íslenska liðinu. Er verið
að vingast við Svía?
„Já, já. Ég kynntist þjálfara
þeirra úti í Túnis og við höfum átt
ágætt samstarf, miðluðum upplýs-
ingum hvor í annan þar. Hann er
mjög jákvæð persóna og svo skuld-
uðu þeir okkur heimboð þannig að
þeir urðu náttúrlega að koma hvort
sem þeim líkaði það betur eða verr.
Svo eru þeir að fara að spila við
Pólverja og fínt fyrir þá að skoða
leiki okkar við þá.
Ég ætla samt ekki að bera mikið
þar á milli því við höfum auðvitað
taugar til Pólverja líka,“ sagði
Viggó og vísaði til þess þegar
Bogdan Kowalczyk var þjálfari hér
á landi.
Góð samvinna
við Svía
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, lokaumferð:
Framhús: Fram - FH............................19.15
Sigurvegari fer beint í úrslitakeppnina,
tapliðið leikur um sæti þar við næstneðsta
liðið í úrvalsdeild.
Ásgarður: Stjarnan - Selfoss................19.15
Varmá: Afturelding - Grótta/KR .........19.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla, úrslitakeppni, undanúrslit,
fyrstu leikir:
Egilsstaðir: Höttur - Stjarnan .............20.30
Hlíðarendi: Valur - Breiðablik .............20.30
KNATTSPYRNA
Deildabikarkeppni karla
Reykjaneshöllin: Keflavík - Þróttur R. ....19
Boginn: Völsungur - FH .......................19.15
Egilshöll: Selfoss - ÍR ................................19
Egilshöll: Víðir - Leiknir R........................21
Boginn: Leif./Dalvík - Fjarðabyggð ....21.15
Deildabikarkeppni kvenna
Fífan: Breiðablik - FH...............................21
FIMLEIKAR
Íslandsmótið í hópfimleikum í Laugardals-
höll kl. 18.30 til 20.10
SUND
Íslandsmótið í sundi í 50 m laug hefst í
Laugardalslauginni í kvöld og stendur
fram á sunnudag.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Keflavík – ÍS 77:71
Íþróttahúsið í Keflavík, 1. deild kvenna, úr-
slitakeppnin, fyrsti leikur í undanúrslitum,
fimmtudagur 17. mars 2005.
Keflavík – Ís 77:71
Gangur leiksins: 4:5, 13:9, 21:19, 25:25,
29:30, 36:35, 38:37, 42:43, 50:55, 60:64,
64:64, 69:69, 73:71, 77:71.
Stig Keflavíkur: Alex Stewart 19, Birna
Valgarðsdóttir 19, Anna María Sveinsdótt-
ir 14, Bryndís Guðmundsdóttir 13, Rann-
veig Randversdóttir 9, Svava Stefánsdóttir
3.
Fráköst: Sókn 17. Vörn 33.
Stig ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 28, Signý Her-
mannsdóttir 16, Angel Mason 7, Hafdís
Helgadóttir 6, Erna Rún Magnúsdóttir 5,
Stella Kristjánsdóttir 5, Þórunn Bjarna-
dóttir 5.
Fráköst: Sókn 16, Vörn 37.
Villur: Keflavík 16, ÍS 15.
Dómarar: Sigmundur Herbertsson og
Halldór Jensson.
Signý Hermannsdóttir varði 11 skot
Keflvíkinga í leiknum.
Áhorfendur: Um 70 manns.
Keflavík er yfir 1:0.
Grindavík – Haukar 71:70
Grindavík:
Gangur leiksins: 3:6, 11:8, 13:14, 19:17,
24:19, 38:19, 40:28, 44:32, 44:41, 49:44, 53:46
53:51, 53:59, 61:61, 67:61, 71:70.
Stig Grindavíkur: Rita Williams 32, Svan-
dís Sigurðardóttir 11, Ólöf Helga Pálsdóttir
9, Sólveig Gunnlaugsdóttir 7, María Guð-
mundsdóttir 6, Erla Þorsteinsdóttir 2, Erla
Reynisdóttir 4,.
Fráköst: 15 í vörn – 13 í sókn.
Stig Hauka: Ebony Shaw 25, Helena
Sverrisdóttir 18, Kristrún Sigurjónsdóttir
16, Hanna Hálfdánardóttir 4, Ragnheiður
Theodórsdóttir 4, Pálína Gunnlaugsd. 3.
Fráköst: 25 í vörn – 7 í sókn.
Villur: Grindavík 17, Haukar 17
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Lárus
Magnússon.
Áhorfendur: Um 140.
Grindavík er yfir 1:0.
NBA deildin
Leikir í fyrrinótt:
Indiana – Utah.....................................103:84
Washington – Atlanta .........................122:93
Detroit – Seattle ..................................102:95
New Jersey – Chicago ........................100:84
Milwaukee – Cleveland.........................96:88
Memphis – New Orleans ......................88:82
Houston – Portland.............................198:77
Denver – Charlotte ...........................120:101
San Antonio – Minnesota......................89:73
LA Clippers – Orlando......................110:102
KNATTSPYRNA
UEFA-bikarinn
Seinni leikir í 16 liða úrslitum:
CSKA Moskva – Partizan Belgrad........ 2:0
Corvalho 69., Vagner Love 85. vítasp.
CSKA vann samtals 3:1.
Auxerre – Lille......................................... 0:0
Auxerre vann samtals 1:0.
Parma – Sevilla........................................ 1:0
Cardone 18. - 7.654.
Parma vann samtals 1:0.
Sporting Lissbon – Middlesbrough....... 1:0
Barbosa 90. - 21.217.
Sporting vann samtals 4:2.
Zaragoza – Austria Vín .......................... 2:2
Villa 58., Galletti 62. – Papac 5., Dosunmu
11. - 27.000.
Samanlögð staða, 3:3, en Austria Vín fer
áfram á útimarkareglunni.
Deildabikar karla
A-DEILD, 1. RIÐILL:
Víkingur R. – Grindavík ......................... 3:0
Davíð Rúnarsson 57., 58., Jóhann Guð-
mundsson 89.
Staðan:
Breiðablik 4 4 0 0 12:4 12
Valur 3 3 0 0 9:4 9
ÍA 3 2 0 1 7:5 6
Víkingur R. 4 2 0 2 8:9 6
ÍBV 3 1 1 1 6:3 4
Fylkir 4 1 1 2 9:8 4
Grindavík 4 0 0 4 5:13 0
Þór 3 0 0 3 4:10 0
A-DEILD, 2. RIÐILL:
HK – KR.................................................... 1:4
Hörður Már Magnússon 48. – Rógvi Jacob-
sen 12.,30., Bjarki Gunnlaugsson 17., Sig-
urvin Ólafsson 18.
Staðan:
KR 4 2 2 0 8:4 8
Keflavík 4 2 2 0 8:5 8
HK 4 2 0 2 6:5 6
KA 3 1 2 0 8:6 5
Völsungur 4 1 1 2 2:4 4
FH 3 0 2 1 2:5 2
Fram 4 0 2 2 3:7 2
Þróttur R. 2 0 1 1 2:4 1
Skandinavíudeildin
1. MILLIRIÐILL
Malmö FF – FC Köbenhavn ................... 1:0
Staðan:
Rosenborg 2 1 1 0 4:2 4
Malmö FF 2 1 0 1 1:2 3
Köbenhavn 2 0 1 1 2:3 1
2. MILLIRIÐILL
Brann – Vålerenga ................................... 2:2
Staðan:
Gautaborg 1 1 0 0 2:0 3
Vålerenga 1 0 1 0 2:2 1
Brann 2 0 1 1 2:4 1
Leikin er tvöföld umferð í riðlunum og
sigurliðin leika síðan til úrslita í maí.
Ítalía
Bikarkeppnin, 8 liða úrslit, seinni leikur:
Sampdoria – Cagliari.............................. 3:2
Doni 19., 42., Kutuzov 37. – Esposito 22., 79.
Cagliarri vann samtals, 4:3.
Holland
Groningen – PSV Eindhoven .................. 0:1
Staðan:
PSV Eindhoven 25 20 4 1 66:13 64
Alkmaar 24 17 6 1 56:18 57
Ajax 24 16 5 3 51:21 53
Feyenoord 24 14 5 5 66:28 47
Vitesse 25 13 4 8 43:33 43
Twente 25 11 5 9 33:28 38
Heerenveen 25 11 5 9 41:42 38
Utrecht 25 10 6 9 29:28 36
Waalwijk 25 9 7 9 31:34 34
Groningen 25 9 5 11 34:40 32
Roda 25 8 6 11 42:43 30
Breda 25 8 6 11 33:49 30
Den Haag 25 7 5 13 29:41 26
Willem II 25 7 5 13 27:48 26
Nijmegen 25 5 8 12 25:35 23
De Graafschap 25 4 6 15 26:57 18
Roosendaal 25 5 2 18 24:57 17
Den Bosch 24 2 4 18 13:54 10
Í KVÖLD
Sem dæmi um styrkleika Pól-verja benti Viggó á að tveir
leikmenn þeirra væru burðarásar í
liði Magdeburgar í
Þýskalandi og væru
þeir báðir ungir að
árum, Grzegorz
Tkaczyk og Karol
Bielecki, sem Viggó sagði eina
bestu skyttu í heimi um þessar
mundir.
Spurður um hvort það hefði ekk-
ert vafist fyrir honum að velja hóp-
inn að þessu sinni sagði Viggó:
„Nei, alls ekki. Það var svo sem
ljóst að þetta er ekkert mikið
breyttur hópur frá HM og í raun
framhald af því sem ég hef verið að
gera við að byggja hópinn upp.
Núna koma Þórir Ólafsson og
Bjarni Fritzson inn í hópinn en
þeir hafa leikið vel að undanförnu.
Þetta var ekkert vandamál, en það
var mikið hugsað samt.
Ég íhugaði að velja Ingimund
ekki enda lék hann ekki vel í Tún-
is. En hann hefur spilað mjög vel í
deildinni á meðan Vilhjálmur Hall-
dórsson hefur spilað illa. Ég held
samt Vilhjálmi inni þó svo hann
hafi verið í lægð að undanförnu.
Ég hef mikla trú á honum og hann
er áfram inn í myndinni.“
– Það eru þrír nýliðar í hópnum,
einhver sérstök ástæða fyrir því að
þú velur þá?
„Já, þeir hafa allir spilað vel í
vetur og eiga skilið að fá að reyna
sig með landsliðinu. Þú tekur eftir
því að Einar Örn er ekki í hópnum.
Það hefur stundum verið þannig að
það dugi að vera í útlöndum til að
leika með landsliðinu.
Ég er ekki sammála þeirri
stefnu og nú sjá þeir strákar sem
leika hér heima að það er fylgst
með þeim og að þeir eiga mögu-
leika á landsliðssæti leiki þeir vel.
Ég horfi fyrst og fremst á hvernig
menn leika en ekki hvar þeir leika.
Ég hef verið feykilega ánægður
með Ólaf Víði, hann hefur mikinn
sprengikraft og er útsjónasamur
leikmaður. Ólafur Gíslason hefur
leikið rosalega vel með ÍR og það
er nokkuð sérstakt að vera með tvo
markverði úr sama liðinu í hópn-
um.
Árni hefur leikið vel og við vitum
að það eru erlend lið að fylgjast
með honum þannig að hann verður
sjálfsagt ekki lengi hér. Hann
verður reyndar með yngra liðinu
en fær séns í A-liðinu í síðasta
leiknum og ef til vill tveimur þeim
síðustu ef mál æxlast þannig hjá
unglingaliðinu að það verði búið að
tryggja sér sigur fyrir síðasta leik.
Snorri Steinn kemur inn í hópinn
á ný, en hann hefur leikið vel með
Grosswallstadt eftir nokkra lægð.
Sigfús er á góðum batavegi og ég
vona að við fáum hann inn í liðið
fyrir leikinn við Hvít-Rússa.“
– Var ekkert mál að fá erlendu
leikmennina lausa í þessa leiki?
„Það eru bara reglur sem segja
það að við getum fengið þá og liðin
geta ekkert sagt við því. Hins veg-
ar hafa þjálfarar nokkurra liða haft
samband og beðið um að ekki verði
lagt of mikið á menn og ég mun
standa við það sem ég hef lofað
þjálfurunum. Einar Hólmgeirsson
hefur til dæmis verið slæmur í há-
sin og Garcia er slæmur í hnénu
eftir hvern leik.
Ólafur Stefánsson verður ekki
með vegna þess að hann á mik-
ilvægan leik á miðvikudaginn og
um helgina er síðan fjáröflunarleik-
ur í Ciudad og forráðamenn félags-
ins lögðu mikla áherslu á að Óli
yrði þar. Svo er aftur leikur á
þriðjudag hjá honum í deildinni
þannig að ég ákvað að gefa honum
frí. Þetta hefði verið of mikið, flug
fram og til baka og fimm leikir á
viku. En Óli verður tilbúinn í önn-
ur verkefni hjá okkur,“ sagði
Viggó.
Þegar landsleikjahrinunni við
Pólverja lýkur fara leikmenn til fé-
lagsliða sinna en svo verður vænt-
anlega farið til Færeyja í maí. „Við
vonumst til að fara til Færeyja í
kringum 20. maí og spila þar þrjá
til fjóra leiki og æfa þar líka. Þá
höfum við ekki þá leikmenn sem
leika erlendis og því mun ég
blanda saman þeim tveimur liðum
sem verða að leika hér um
páskana, A-liðinu og ungmennalið-
inu.
Næst fáum við Svía hingað heim
og hugsanlega tökum við æfingar
með þeim líka. Svo eru það Hvít-
Rússarnir í júní,“ sagði Viggó.
Fyrsti leikur Íslands og Póllands
verður í Laugardalshöll á föstudag-
inn langa, síðan verður leikið aftur
á laugardeginum á sama stað og á
páskadag verður síðasti leikurinn.
Pólverjar með
öflugan hóp
„PÓLVERJAR eru með rosalega öflugan hóp og þeir hafa verið á
siglingu upp á við á ný í handboltanum eftir nokkur mögur ár,“ sagði
Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari í handknattleik um mótherja Ís-
lands um páskana, en þá verða þrír vináttulandsleikir í Laugardals-
höll við Pólverja.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
Le
inga
gekk
kafla
vörn
þar
man
leið
isvör
bili
óski
man
Kefl
hún
Þeg
stað
sem
skot
Kefl
en h
ar s
körf
ur o
inn
T
SUÐ
í un
voru
76:7
Ban
leik
Davíð
Viðar
skrifa