Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 1
2005  FIMMTUDAGUR 31. MARS BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A KEFLAVÍK VANN GRINDAVÍK ÖRUGGLEGA Á HEIMAVELLI / C2 JÓN Arnór Stefánsson, körfu- knattleiksmaður, hefur verið val- inn í úrvalslið Evrópu í körfuknatt- leik sem leikur við heimsúrvalið í stjörnuleik FIBA Europe League á Kýpur 14. apríl. Jón Arnór er einn þriggja leikmanna frá Dynamo St. Petersburg í Rússlandi sem er í Evrópuliðinu sem verður undir stjórn þjálfara Dynamo-liðsins. Frá þessu var greint á Eurobasket- vefnum í gær en opinber tilkynn- ing um val liðsins verður ekki gefin út fyrr en á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur körfuknattleiks- maður er valinn í úrvalslið Evrópu, en kosning í liðið hef- ur staðið yfir á Netinu síðustu vikur. Ljóst er kosningin er mikill heiður fyrir Jón Arnór sem leikið hefur ein- staklega vel fyrir Dynamo St. Petersburg í vetur, jafnt í rússnesku deildinni sem og í Evrópukeppninni. Jón Arnór valinn í úrvalslið Evrópu Jón Arnór EYJAMENN hafa fengið tvo leik- menn frá vinafélagi sínu í ensku knattspyrnunni, 1. deildarliðinu Crewe. Þeir heita James Robinson og Matthew Platt og koma til móts við lið ÍBV í æfingaferð þess í Portú- gal í næstu viku. Báðir eru lausir undan samningum sínum við Crewe. Robinson er 22 ára miðju- eða sóknarmaður og Platt er 21 árs sóknarmaður. Báðir eru þeir uppald- ir hjá Crewe og spila með varaliði fé- lagsins, og Robinson á að baki 10 leiki með liðinu í 1. deild, engan þó á þessu tímabili, og hefur skorað eitt mark en Platt hefur leikið einn leik í deildinni í vetur. ÍBV hefur áður fengið þrjá leik- menn frá Crewe. Ian Jeffs hefur ílengst í Eyjum og spilar þar sitt þriðja tímabil í ár. Tom Betts lék sumarið 2003 og Matt Garner í fyrra. Til stóð að Garner kæmi aftur í ár en hann þarf að gangast undir aðgerð vegna nárameiðsla og er því að öllum líkindum úr leik. Hann hefur leikið með enska 4. deildarliðinu North- wich Victoria í vetur. Gísli Hjartar- son hjá knattspyrnudeild ÍBV sagði við Morgunblaðið að ekki væri loku fyrir það skotið að einn eða tveir leikmenn í viðbót kæmu frá Crewe til Eyja áður en Íslandsmótið hefst. ÍBV komið með tvo leikmenn frá Crewe Bjarni sagði við Morgunblaðið ígær að félagið hefði gert sér óformlegt tilboð og ef allt gengi upp myndi hann gera samning við liðið á næstu vikum. ,,Mér leist mjög vel á félagið og þjálfararnir voru ánægðir með mig og sögðust vilja fá mig í liðið fyrir næsta tímabil. Nú er næsta skrefið að komast að einhverri niðurstöðu með samning. Það er ekkert orðið klárt ennþá en ég er nokkuð bjart- sýnn á að við náum saman. Þetta er gott lið sem verið hefur meðal þeirra bestu í Frakklandi í mörg ár og hef- ur mikla reynslu í Evrópukeppn- inni,“ sagði Bjarni við Morgunblaðið í gær. Créteil er sem stendur í fjórða sæti frönsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Mont- pellier. Liðið var með Íslandsmeist- urum Hauka í riðlakeppni Meistara- deildarinnar í vetur. Haukar töpuðu fyrir Créteil í París, 34:31, en höfðu betur á Ásvöllum, 37:30. Bjarni vongóður um að ná samningi við Créteil Morgunblaðið/Golli Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR. BJARNI Fritzson landsliðsmaður í handknattleik og fyrirliði bikar- meistara ÍR kom til landsins í gær eftir stutta heimsókn hjá franska liðinu Créteil. Þangað var honum boðið að koma til skoðunar og mætti hann á þrjár æfingar hjá liðinu á þeim tveimur dögum sem hann dvaldi hjá því. Reuters Árni Gautur Arason og Hermann Hreiðarsson ná hér að stöðva Daniele De Rossi í vináttulands- leiknum í Padova, þar sem Ítalía og Ísland gerðu jafntefli, 0:0. Sjá nánar um leikinn á C3. SKAGAMENN mæta varaliði spænska félagsins Espanyol frá Barcelona í æfingaferð sinni til Spánar í næstu viku. Ólafur Þórð- arson, þjálfari ÍA, sagði við Morg- unblaðið að líklega yrði spilað á að- alleikvangi félagsins, en hann heitir Montjuic og rúmar 56 þúsund áhorfendur. Það væri þó ekki end- anlega ljóst. Aðallið Espanyol er í 6. sæti 1. deildar, tveimur stigum á eftir Real Betis sem er í þriðja sæti, og hefur komið nokkuð á óvart í vetur. Varaliðið leikur í 3. deild og er þar í 6. sæti í sínum riðli og á möguleika á að komast upp í 2. deild en á Spáni mega varaliðin leika einni deild neðar en aðalliðin. „Þetta ætti að geta orðið skemmtilegt verkefni,“ sagði Ólaf- ur en ÍA leikur einnig gegn sænska 3. deildarliðinu Ratslätts í ferðinni. Skagamenn hafa komið sér upp tengslum við enska 1. deildarliðið Reading og vonast eftir því að fá leikmenn þaðan fyrir sumarið. Ekk- ert verður þó af því að þeir verði með í Spánarferðinni. „Við vorum að vonast eftir því að fá stráka frá Reading þangað en nú er ljóst að það skýrist ekki fyrr en í lok apríl hvort og þá hvaða leikmenn við fáum þaðan,“ sagði Ólafur Þórðar- son og sagði jafnframt að enginn erlendur leikmaður væri í sigtinu hjá félaginu að svo stöddu. ÍA mætir vara- liði Espanyol

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.