Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ARNAR Sigurðsson, landsliðs- maður og margfaldur Íslands- meistari í tennis, var í gær valinn leikmaður vikunnar í fimmta skipti eftir áramót í bandarísku vesturdeildinni í háskólakeppn- inni í tennis. Nær ósigrandi í einliðaleik Arnar hefur verið nær ósigr- andi í einliðaleik í vetur og aðeins beðið lægri hlut gegn leik- mönnum úr hópi þeirra albestu yfir öll Bandaríkin. Arnar vann þrjár viðureignir í einliðaleik í síðustu viku og hefur nú unnið tólf viðureignir og aðeins tapað tveimur á leiktíðinni. Í tvíliðaleik hafa Arnar og Vladimir Zdravkovic stað- ið sig mög vel saman á keppnisvellinum – hafa fagnað sigri í ellefu viðureignir og tapað aðeins þremur. Arnar Sigurðsson heldur sínu striki Arnar LENNART Johansson, forseti knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, styður framboð Franz Beckenbauer til embættis forseta UEFA þegar Johansson hyggst láta af embætti á næsta ári. Auk Beckenbauers er ljóst að Michel Platini sækist einnig eftir taka við að Johansson. Johansson segir að Beckenbau- er hafi allt til að bera sem prýða má góðan forseta eftir sigursælan feril bæði sem leikmaður og þjálf- ari. Þá hafi hann skilað margvíslegum störfum utan knattspyrnuvallarins með miklum sóma, en hann er nú formaður skipulagsnefndar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2006. Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambands- ins, FIFA, hefur þegar lýst yfir stuðningi við Becken- bauer. Johansson styður Beckenbauer Beckenbauer FLAUTAÐ verður til leiks í úrslitakeppni kvenna í handknattleik í kvöld þegar Íslandsmeistarar ÍBV leika við Víking í Vestamanna- eyjum og FH tekur á móti Val í Kaplakrika. Báðir leikirnir hefjast kl. 19.15. Á laugardag mætast síðan deildarmeistarar Hauka og Fram annarsvegar og hins vegar bikarmeistarar Stjörnunnar og Grótta/KR í fyrstu leikjum sínum af mögulega þremur viðureignum. Þá mætast liðin sem leika fyrsta sinni í kvöld öðru sinni á laugardag. Allir leik- irnir á laugardag hefjast kl. 16.15. Áfram verður síðan haldið á mánudag. Komi til oddaleikja verða þeir háðir miðvikudaginn 6. apríl. Síðan er ráðgert að undanúrslit í kvennaflokki hefjist þriðjudaginn 12. apríl. Haukar urðu á dögunum deildarmeistarar nokkuð örugglega. Ís- landsmeistarar síðustu tveggja ára ÍBV höfnuðu í öðru sæti en liðið hefur tekið verulegum stakkaskiptum frá síðasta ári. Flautað til leiks í Eyjum og Kaplakrika Með tveimur þriggja stiga körf-um náði Birna Valgarðsdóttir að koma Keflavík í naumt forskot, sem dugði ásamt góðri vörn til að koma liðinu í ágætt forskot því Grindvík- ingar treystu meira á að Rita Williams myndi sjá um þeirra mál. Keflvíkingurinn Alex- andria Stewart og Rita sáu um að vakta hvor aðra og í öðrum leikhluta fékk Rita sína þriðju villu þegar 6 mínútur voru eftir og 6 stiga munur. Hún kom fljótlega inn á aftur en þá munaði 16 stigum. Grindvíkingar réttu kúrsinn og mættu mun grimm- ari til síðari hálfleiks. Það dugði til að saxa á forskotið en ekki ná yf- irhöndinni því hittnin sveik auk þess að Keflvíkingar voru duglegri við fráköstin. Með miklu átaki í byrjun þriðja leikhluta náðu Grindvíkingar forskotinu niður í 7 stig en sem fyrr tókst þeim ekki vel upp með skotin og Keflvíkingar tóku völdin aftur í sínar hendur. „Við áttum von á hörkuleik og mættum því vel stemmdar,“ sagði Bryndís, sem fór á kostum, var stigahæst, tók 10 fráköst og varði 3 skot. Hún er 16 ára og að spila sitt annað ár með meistaraflokki. „Ég veit ekki hvað hægt er að segja um reynsluna, ég hef enga. Það munar meiru að við erum með breiðari hóp og góða leikmenn á bekknum til að aðrir fái hvíld. Næsti leikur verður ekki auðveldur og Grindvíkingar eiga alveg möguleika en við ætlum að taka titilinn. Ef við komum með sömu einbeitingu held ég að við eig- um að geta það.“ Birna tók 10 frá- köst og Alexandria 11 en gaf auk þess 7 stoðsendingar. Liðið spilaði vel í heild svo að leikreyndir leik- menn eins og Birna og Anna María Sveinsdóttir þurftu ekki að bera uppi leik liðsins. Einbeitingin var í lagi og sem dæmi skoruðu leikmenn úr 22 af 28 vítum. Grindvíkingar voru ekki á tánum í byrjun og tókst aldrei að ná góðum takti þó stundum kæmu góðir kaflar. Einbeiting var ekki alltaf á leiknum og sem dæmi hitti liðið úr 11 af 21 vítaskoti. Rita skoraði 18 af 33 stig- um liðsins fyrir hlé og tók 10 fráköst en Svandís Sigurðardóttir tók 8. Erla Þorsteinsdóttir hirti 7 og varði 3 skot. „Það skipti mestu að við fundum ekki flæði í sóknarleiknum því vörnin var á löngum tímum ágæt þó við værum ekki nógu ákveðnar inni í teignum,“ sagði Henning Henningsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn og hyggst gera betur. „Sigur veltur líka mikið á hugarfari og Keflvíkingar voru frekar á tánum í dag, spiluðu mjög vel en við áttum í vandræðum með að stilla upp í sókn. Það þarf ekki að laga neitt sérstak- lega fyrir næsta leik nema hugarfar- ið, þetta eru álíka góð lið og það sem er með rétt hugarfar vinnur þessa keppni.“ Keflavík tók strax völdin og hélt þeim BARÁTTAN um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik hófst í Keflavík í gærkvöldi þegar Grindavík kom í heimsókn. Mesti munur á liðunum lá í að Keflvíkingar mættu einbeittari til leiks, náðu undir- tökunum og slepptu þeim ekki, sem dugði til 88:71 sigurs. Næsti leikur verður í Grindavík á laugardaginn og ef stúlkurnar þar á bæ ná að einbeita sér strax á fyrstu mínútu getur allt gerst. Stefán Stefánsson skrifar VAR sem jafna útu l irna pest var í anke riðli í. Eft hálfl Petr á 52 hann glæs eftir Mart héld sækj skor Loth land verja loka þega herj Rajc sem er ge inni. „É með sagð Kr riðil heim áhor mör inns  ÞÓRÐUR Guðjónsson lék með varaliði Stoke sem sigraði Hartle- pool, 2:1, á Britannia-leikvanginum í Stoke í gær. Þórður lagði upp fyrra mark Stoke í leiknum en Jarmaine Palmer, sem lék með Víkingum í úrvalsdeildinni í fyrra, skoraði bæði mörkin.  ÞÝSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Thomas Hitzlsperger, sem leikur á miðjunni hjá Aston Villa, er á leiðinni heim og sagði þessi 22 ára leikmaður við Stutt- garter Zeitung að mörg lið hefðu haft samband við sig og eitt þeirra væri Stuttgart. Samningur Hitzl- sperger við Aston Villa rennur út í sumar.  BRASILÍSKI knattspyrnumaður- inn Juninho yfirgefur Celtic í Skot- landi á næstu dögum og gengur á ný til liðs við sitt gamla félag Palm- eiras í heimalandinu. Juninho segir sér ekki líka skosk knattspyrna og því hafi hann ákveðið að fara. „Ég hélt að skosk knattspyrna væri lík- ari þeirri ensku en raun ber vitni þegar ég gekk til liðs við Celtic, en ég hef komist að öðru,“ segir Jun- inho sem er 32 ára.  KRISTJÁN Andrésson skoraði eitt mark fyrir GUIF sem tapaði fyrir Hammarby, 37:35, í fram- lengdum leik í úrslitakeppninni í sænsku úrvalsdeildinni í hand- knattleik í fyrrakvöld. Hammarby er 2:0 yfir í rimmunni en þrjá sigra þarf til að komast í undanúrslitin. Staffan ,,Faxi“ Olsson var drjúgur fyrir Hammarby á lokakafla leiks- ins en Olsson, sem verður 40 ára á árinu, skoraði 5 mörk.  KJARTAN Steinbach verður eft- irlitsmaður á fyrri leik norsku kvennaliðanna Tertnes og Larvik í undanúrslitum Evrópukeppni bik- arhafa í handknattleik sem fram fer á heimavelli Tertnes um aðra helgi.  ÞORRI Jensson komst ekki áfram úr riðlakeppni Evrópumeist- aramóts unglinga í snóker sem nú stendur yfir í Ekaterinburg í Rúss- landi. Þorri tapaði tveimur síðari leikjum sínum, 0:3, gegn Ross Vall- ance frá Skotlandi og 1:3 fyrir Jordan Brown frá Norður-Írlandi og varð í fjórða sæti af fimm kepp- endum í sínum riðli með einn sigur í fjórum leikjum.  MILAN Baros, tékkneski sóknar- maðurinn í liði Liverpool, er efstur á óskalista spænsku meistaranna í Valencia. Forráðamenn liðsins reyndu að kaupa Baros í fyrra en án árangurs en nú ætla þeir að gera aðra tilraun að sögn spænskra fjöl- miðla. Baros hefur ekki gengið sem skyldi í herbúðum Liverpool og komi gott tilboð er allt eins víst að Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool og fyrrum stjóri Val- encia, láti Tékkann fara. FÓLK SKÍÐI Alþjóðlegt mót Icelandair Cup, í svigi karla og kvenna, fer fram á Sauðárkróki. Fyrri umferð verður kl. 10, seinni umferð kl. 12.30. Skíðamót Íslands Keppni hefst í göngu á Sauðárkróki kl. 14. Keppt er í 15 km göngu karla, 10 km göngu karla 17–19 ára og 5 km göngu kvenna 17 ára og eldri, hefðbundin aðferð. HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni kvenna, 8-liða úrslit, fyrstu leikir: Vestmannaeyjar: ÍBV – Víkingur........19.15 Kaplakriki: FH – Valur.........................19.15 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, A-deild: Egilshöll: Valur – ÍA ..................................19 Í DAG KNATTSPYRNA Ítalía – Ísland 0:0 Padova, Ítalíu, vináttuleikur A-landsliða karla, miðvikudaginn 30. mars 2005. Markskot: Ítalía 14 (6), Ísland 4 (2). Horn: Ítalía 10, Ísland 1. Lið Ítalíu: Flavio Roma (Morgan De Sanct- is 46.) – Cristian Zaccardo, Andrea Bar- zagli, Marco Materazzi (Marco Cassetti 46.), Fabio Groso – Simone Barone (Gian- piero Pinzi 75.), Manuele Blasi (Aimo Diana 61.), Daniele De Rossi, Mauro Esposito, Luca Toni (David Di Michele 46.), Antonio Langella (Vincenzo Iaquinta 46.). Lið Íslands: Árni Gautur Arason – Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason, Hermann Hreiðarsson, Indriði Sigurðsson – Bjarni Guðjónsson (Kári Árnason 77)., Pétur Marteinsson (Stefán Gíslason 71.), Brynjar Björn Gunnarsson, Gylfi Einars- son (Gunnar Heiðar Þorvaldsson 87.), Grét- ar Rafn Steinsson (Emil Hallfreðsson 85.) – Hannes Þ. Sigurðsson (Ólafur Ingi Skúla- son 82). Gul spjöld: Manuele Blasi, Bjarni Guðjóns- son 24. Rautt spjald: Kári Árnason 80. Dómari: Alain Hammer (Lúxemborg) Áhorfendur: 16.800. Undankeppni HM 2006 1. RIÐILL: Andorra – Tékkland ............................... 0:4 Marek Jankulivski 30. vítasp., Milan Baros 39., Vratislav Lokvenc 52., Tomas Rosicky 90. vítasp. – 500. Makedónía – Rúmenía ............................1:2 Goran Maznov 31. - Nicolae Mitea 18. 58. - 12.000. Holland – Armenía .................................. 2:0 Romeo Castelen 3., Ruud van Nistelrooy 34. – 33.000. Staðan: Holland 6 5 1 0 14:3 16 Tékkland 6 5 0 1 14:5 15 Rúmenía 7 4 1 2 12:8 13 Finnland 6 3 0 3 13:10 9 Makedónía 7 1 2 4 7:9 5 Armenía 7 1 1 5 4:15 4 Andorra 7 1 1 5 3:17 4 2. RIÐILL: Úkraína – Danmörk ................................ 1:0 Andrej Voronin 67. – 55.000. Georgía – Tyrkland................................. 2:5 Alexander Amisulashvili 13., Alexander Iashvili 41. – Tolga Seyhan 12.,Fatih Tekke 19., Fatih Tekke 35., Mustafa Koray Avci 74., Tuncay Sanli 89. – 28.,000. Grikkland – Albanía.................................2:0 Angelos Charisteas 35., Giorgos Karagoun- is 85. – 33.000. Staðan: Úkraína 7 5 2 0 12:3 17 Grikkland 7 4 2 1 12:6 14 Tyrkland 7 3 3 1 13:7 12 Danmörk 7 2 3 2 10:7 9 Albanía 7 2 0 5 3:11 6 Georgía 6 1 2 3 8:13 5 Kasakstan 5 0 0 5 2:13 0 3. RIÐILL: Eistland – Rússland................................. 1:1 Sergei Terehhov 62. – Andrei Arshavin 17. – 9.300. Lettland – Lúxemborg............................ 4:0 Imants Bleidelis 33., Juris Laizans 38. vítasp.,Maris Verpakovskis 73.,90. – 8.400. Slóvakía – Portúgal................................. 1:1 Miroslav Karhan, víti, 8. – Helder Postiga 62. – 28.000. Staðan: Portúgal 6 4 2 0 21:4 14 Slóvakía 6 4 2 0 18:5 14 Rússland 6 3 2 1 13:10 11 Lettland 6 3 1 2 14:12 10 Eistland 6 2 2 2 9:12 8 Liechtenstein 6 1 1 4 9:16 4 Lúxemborg 7 0 0 7 4:28 0 4. RIÐILL: Sviss – Kýpur ............................................1:0 Alexander Frei 88. - 16.066. Ísrael – Frakkland....................................1:1 Walid Badir 83. – David Trezeguet 50. – 44.000. Staðan: Frakkland 6 2 4 0 5:1 10 Ísrael 6 2 4 0 8:6 10 Sviss 5 2 3 0 10:3 9 Írland 5 2 3 0 7:2 9 Kýpur 6 0 1 5 4:12 1 Færeyjar 4 0 1 3 3:12 1 5. RIÐILL: Moldavía – Noregur .................................0:0 6.000. Slóvenía – Hvíta-Rússland ......................1:1 Aleksandar Rodic 44. – Alexander Kulchy 49. – 7.000. Staðan: Ítalía 5 4 0 1 9:5 12 Noregur 5 2 2 1 6:3 8 Slóvenía 5 2 2 1 5:4 8 Hvíta-Rússland 4 1 2 1 9:6 5 Skotland 4 0 2 2 1:4 2 Moldavía 5 0 2 3 1:9 2 6. RIÐILL: Pólland – Norður-Írland .........................1:0 Maciej Zurawski 86. – 13.500. Austurríki – Wales ...................................1:0 Rene Aufhauser 87. – 29.500. England – Aserbaídsjan ..........................2:0 Steven Gerrard 51., David Beckham 62. – 49.046. Staðan: England 6 5 1 0 13:3 16 Pólland 6 5 0 1 19:5 15 Austurríki 6 3 2 1 11:8 11 N-Írland 6 0 3 3 5:13 3 Wales 6 0 2 4 5:11 2 Aserbaídsjan 6 0 2 4 1:14 2 7. RIÐILL: Bosnía – Litháen.......................................1:1 Elvir Bolic 21. - Marius Stankevicius 61. – 6.000. San Marino – Belgía .................................1:2 Andy Selva 40. – Timmy Simons, víti, 17., Daniel Van Buyten 65. – 861. Serbía-Svartfjallaland – Spánn ..............0:0 51.000. Staðan: Serbía-Svartfj. 5 3 2 0 10:0 11 Spánn 5 2 3 0 8:1 9 Litháen 5 2 3 0 7:2 9 Belgía 5 2 1 2 7:7 7 Bosnía 4 0 3 1 3:6 3 San Marino 6 0 0 6 1:20 0 8. RIÐILL: Króatía – Malta ........................................ 3:0 Dado Prso 24.,35., Igor Tudor 80. – 0.000. Ungverjaland – Búlgaría.........................1:1 Peter Rajczi 90. – Stilian Petrov 52. – 14.000. Staðan: Króatía 5 4 1 0 13:2 13 Svíþjóð 5 4 0 1 17:2 12 Búlgaría 5 2 2 1 10:8 8 Ungverjaland 5 2 1 2 6:9 7 Ísland 5 0 1 4 4:14 1 Malta 5 0 1 4 1:16 1 Suður-Ameríka Bólivía – Venesúela ................................. 3:1 Alejandro Cichero 1. (sjálfsm.), José Al- fredo Castillo 25., Geutilio Vaca Diez 83. – Giancarlo Maldonado 71. – 10.000. Staðan: Argentína 12 7 4 1 23:12 25 Brasilía 12 6 5 1 20:11 23 Ekvador 12 6 1 5 17:13 19 Paragvæ 12 4 4 4 14:16 16 Úrúgvæ 12 4 3 5 17:24 15 Kólumbía 12 3 5 4 12:11 14 Chile 12 3 5 4 11:12 14 Venesúela 13 4 2 7 14:20 14 Perú 12 3 4 5 13:14 13 Bólivía 13 4 1 8 15:23 13 HANDKNATTLEIKUR FH – Víkingur 29:25 Kaplakriki, Hafnarfirði, fyrri leikur um sæti í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla, miðvikudaginn 30. mars 2005. Mörk FH: Arnar Pétursson 6, Hjörleikfur Þórðarson 6, Hjörtur Hinriksson 5, Jón Helgi Jónsson 3, Valur Arnarson 3, Heiðar Arnarson 3, Guðmundur Petersen 3. Mörk Víkings: Andri Berg Haraldsson 7, Þröstur Helgason 6, Ragnar Hjaltested 5, Ásbjörn Þórarinsson 3, Benedikt Jónsson 2, Þórir Júlíusson 2 KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík – Grindavík 88:71 Íþróttahúsið í Keflavík, fyrsti úrslitaleikur Íslandsmóts kvenna, miðvikudaginn 30. mars 2005. Gangur leiksins: 0:2, 5:2, 14:8, 23.15, 30:21, 37:26, 45:29, 47:33, 53:35, 53:43, 60:48, 65:58, 72:60, 76:76, 78:69, 88:69, 88:71. Stig Keflavíkur: Bryndís Guðmundsdóttir 22, Birna Valgarðsdóttir 20, Alexandria Stewart 15, Anna María Sveinsdóttir 13, Svava Ó. Stefánsdóttir 8, Rannveig Rand- versdóttir 6, María Ben Erlingsdóttir 4. Fráköst: 27 í vörn – 21 í sókn. Stig Grindavíkur: Rita Williams 27, Erla Reynisdóttir 15, Erla Þorsteinsdóttir 9, Svandís Sigurðardóttir 7, Ólöf H. Pálsdótt- ir 7, Sólveig Gunnlaugsdóttir 2, Jóhanna Stefánsdóttir 2, Guðrún Ó. Guðmundsdótt- ir 2. Fráköst: 21 í vörn – 20 í sókn. Villur: Keflavík 21 – Grindavík 25. Dómarar: Eggert Aðalsteinsson og Rögn- valdur Hreiðarsson. Áhorfendur: Tæplega 300. NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Cleveland – LA Clippers ..................... 94:84 Miami – Toronto ................................. 103:91 Memphis – Seattle.............................. 99:102 LA Lakers – New York ................... 117:107 h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.