Morgunblaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÞAÐ þótti ekki tiltökumál hér á árum áður, að æfa tvær, og jafnvel þrjár íþróttagreinar. Þess voru dæmi hér á landi að snjallir íþróttamenn væru landsliðsmenn í tveimur greinum og einhverjir náðu því að keppa fyr- ir Íslands hönd í þremur. Þetta er liðin tíð – og þó. Svissneska íþróttakonan Kathrin Lehrmann virðist ekki vera á því að velja á milli sinna uppáhaldsgreina. Hún er skæður sóknar- maður í svissneska landsliðinu í íshokkíi, hefur spilað þar 112 landsleiki, og liðið hefur tryggt sér keppnisrétt á næstu Ólympíuleikum. Lehrmann er jafnframt markvörður svissneska landsliðsins í knattspyrnu. Hún spilar með þýskum lið- um í báðum greinum, með Wacker München í knatt- spyrnunni og með Lady Kodiaks Kornwestheim í ís- hokkíinu. Fyrir nokkrum árum var Lehrmann valin knatt- spyrnukona ársins í Sviss og í síðustu viku vann hún til silfurverðlauna með liði sínu í íshokkíinu, í efstu deild í Þýskalandi. Afrekskona í tveimur greinum NORÐMENN hafa hug á að leggja gervigras á þjóð- arleikvang sinn í knattspyrnunni, Ullevall í Ósló, og jafnframt setja yfir hann þak sem hægt er að opna, líkt og á Millenium-leikvanginum í Cardiff og Amsterdam ArenA hjá Ajax í Hollandi. Jack Hemmestad, fram- kvæmdastjóri Ullevall, sagði við dagblaðið Aftenposten að raunhæft væri að breytingarnar á vellinum væru yfirstaðnar árið 2007 eða 2008. Þegar hefur verið ákveðið að byggja yfir Lerkendal, leikvang Rosenborg í Þrándheimi. Tvö úrvalsdeildarfélög, Lyn og Våle- renga, leika heimaleiki sína á Ullevall, sem rúmar í dag um 25 þúsund áhorfendur en áætlað er að hann rúmi ríflega 30 þúsund eftir breytingarnar. Hugmyndirnar falla ekki í góðan jarðveg hjá leikmönnum Vålerenga og þjálfari liðsins, Kjetil Rekdal, telur að slíkar breyt- ingar hefðu bæði sína kosti og galla. „Fjárhagshliðin er vissulega stórt atriði og það getur komið landsliðinu til góða að spila heimaleikina við þessar aðstæður. En það yrði fyrir vikið helmingi erfiðara að fara og spila úti- leiki á venjulegu grasi,“ sagði Rekdal. Þak og gervigras á Ullevall í Ósló? GUÐBJÖRG Guðmannsdóttir, sem býr í Reykjavík en spilar með ÍBV, kom til Eyja í leikinn í gær- kvöld á síðustu stundu til leiks ásamt Önu Perez og eyddi mest- um hluta af fyrri hálfleik í að hita upp. Hún kom svo sterk til leiks í þeim síðari og skoraði fjögur mörk og var mjög góð í framliggj- andi vörn ÍBV. „Við vorum seinar í gang, við vorum ekkert að van- meta þær en það tók tíma að kom- ast inn í þetta. Um leið og vörnin fór að smella, þá fór þetta að koma,“ sagði Guðbjörg í samtali við Morgunblaðið eftir sigurinn á Víkingi í úrslitakeppninni í hand- knattleik í gærkvöld. „Víkingar eru með mjög gott lið, gömlu félagarnir mínir og það þýðir ekkert að vanmeta þær,“ segir Guðbjörg og bætir við að ÍBV liðið sé harðákveðið í að vinna rimmuna við Víking í tveimur leikjum. „Við verðum að fara með því hugarfari að klára þetta og fá þannig lengri tíma til að undirbúa okkur fyrir næsta verkefni. Við höfum verið að glíma við meiðsli hjá nokkrum leikmönnum en það hrjáir öll lið og við erum heppnar að hafa svona eldri leikmenn eins og Ingi- björgu Jónsdóttur og Vigdísi Sig- urðardóttur sem eru tilbúnar að hoppa inn í þetta með okkur þeg- ar þess gerist þörf,“ sagði Guð- björg Guðmannsdóttir, leikmaður ÍBV. „Ekkert vanmat í gangi“ GUÐMUNDUR E. Stephensen, Íslandsmei ari í borðtennis, mátti þola tap í 1. umferð einliðaleik á Evrópumótinu, sem fer fram Árósum í Danmörku. Hann tapaði í gær fy Rúmenanum Andrei Filimon, 1:4 – 5-11, 7 11-5, 9-11 og 14-16. Þá féll Guð- mundur úr leik í 16manna úrslitum í tvíliðaleik ásamt félaga sínum Bojan Milosevic í gær- kvöld þegar þeir töpuðu fyrir Rúss- unum Alexei Smirnov og Dmitri Mazunov, 3:1 – 11-8, 4-11, 1-11, 7- 11. Þeir komust í gærmorgun í aðra umferð með því að leggja Þjóðverjana Fejer-Konnerth og Wozik að velli 3:1 – 17-15, 16-14, 5-11 og 11-8. Í þriðju umferðinni komust þeir a veldlega áfram eftir að andstæðingar þeir frá Belgíu, drógu sig úr leik vegna meiðsl Þar með komust Guðmundur og Milosevic sextán manna úrslit og léku þá við fyrr- greinda Rússa. Að komast í 16 manna úrsl er besti árangur Íslendings á EM í borð- tennis. Guðrún Björnsdóttir er úr keppni í einli leik – tapaði fyrir belgískri konu, 0:4 – 1-1 5-11, 1-11 og 6-11. Bæði lið mættu ákveðin til leiksog fyrstu tíu mínúturnar var varnarleikur þeirra í fyrirrúmi. Leikurinn var í járnum fram í miðjan hálfleikinn en þá kom frá- bær kafli Víkinga og skoruðu þær sjö mörk í röð og breyttu stöðunni úr 10:9 í 10:16. Eyjakonur virtust heillum horfnar og minnti leikur þeirra um margt á síðasta leik þeirra í deildinni gegn Haukum. Alfreð Finnsson, þjálfari ÍBV, tók leikhlé og eftir það lagaðist leikur ÍBV nokkuð og náðu þær að minnka muninn niður í þrjú mörk fyrir leikhlé. Margrét stal senunni Margrét Egilsdóttir, hægri hornamaður Víkinga, stal senunni í fyrri hálfleik með sjö mörkum úr átta tilraunum og gekk ekkert hjá ÍBV að verjast henni. Strax í upp- hafi síðari hálfleiks fór að draga frekar saman með liðunum og eftir tíu mínútna leik höfðu heimakonur jafnað metin, 20:20. Jafnt var á með liðunum þar til tíu mínútur voru eftir og staðan 25:25. Þá komu tvö Eyjamörk í röð og eftir það var róðurinn erfiður fyrir gest- ina. Eyjastúlkur héldu haus og inn- byrtu dýrmætan sigur í hörku- spennandi leik. Víkingsstúlkur sýndu að þær eru langt í frá auðsigraðar og áttu hornamenn liðsins, áðurnefnd Mar- grét og Ásta Agnarsdóttir stórleik í liði þeirra og skoruðu samtals sautján mörk. Alla Gorkorian sýndi mátt sinn í síðari hálfleik sérstak- lega fyrir ÍBV og var þeirra besti leikmaður. Guðbjörg Guðmanns- dóttir átti einnig góðan leik. Vigdís Sigurðardóttir lék í marki ÍBV í fjarveru Florentinu Grecu sem er meidd. Hún varði alls sextán skot í leiknum sem verður að teljast nokkuð gott hjá henni í fyrsta heila leik sínum í nokkur ár. Gerum ráð fyrir að koma aftur til Eyja Eva Halldórsdóttir, þjálfari Vík- ings, sagði að kannski hefðu sínar konur orðið fyrir ákveðnu spennu- falli í síðari hálfleik eftir frábæran fyrri hálfleik. „Við áttum ekki von á því að keyra svona yfir þær í fyrri hálfleik en við misstum damp- inn í vörninni í þeim síðari og þeg- ar upp er staðið voru þær betri í dag,“ Guðbjörg dró vagninn Eva bætti við að það hefði mun- að mikið um það hjá ÍBV þegar Guðbjörg Guðmannsdóttir kom inn á undir lok fyrri hálfleiks. „Mér fannst hún draga vagninn fyrir sitt lið í dag og Alla fór að finna sig í síðari hálfleik.“ Spurð hvort henni finnist minni munur á liðunum en lokastaða deildarinnar sagði til um sagði hún að deildin væri svo jöfn að allir gætu unnið alla. „Ég held líka að þegar í úrslitakeppnina er komið þá sé margt annað sem spil- ar inn í.“ Eva tók við liðinu fyrir skömmu og eftir það hefur leikur þess stór- batnað. „Við urðum að gera eitt- hvað, brjóta þetta upp og við ætl- um að keyra á karakternum, við erum þekktar fyrir það í Víking og við mætum ákveðnar til leiks á laugardag. Við skulum vona að við vinnum þann leik, allavega gerum við ráð fyrir að koma aftur að heimsækja Eyjamenn, hingað er alltaf gaman að koma,“ sagði Eva Halldórsdóttir, þjálfari Víkings. Víkingar fá Eyjastúlkur í heim- sókn í Víkina á morgun. Eyjamenn fengu mjög óvænta mótspyrnu á heimavelli ÍBV lenti í kröppum dansi gegn Víkingi ÞAÐ var hörkuleikur sem ÍBV og Víkingur buðu upp á í Vest- mannaeyjum í gær en þetta var sá fyrsti í viðureign liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik. Víkingar mættu afar ákveðnir til leiks og blésu á allar hrakspár og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14. Íslandsmeisturum ÍBV tókst að ná sér á strik í síðari hálfleik, ná forystu og vinna þriggja marka sigur, 30:27, en óhætt er að segja að meistararnir frá Eyjum hafi lent í kröppum dansi og það óvæntum. Eftir Sigursvein Þórðarson Allir úr leik á EM Guðmundur Stephensen SKÍÐI Skíðamót Íslands á Sauðárkróki:  Keppni í svigi karla og kvenna. Fyrri verð kl. 10, seinni ferð 12.30.  Keppni í göngu með frjálsri aðferð karla og kvenna verður kl. 11.  Sprettganga karla og kvenna kl. 17. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, fyrsti leikur: Keflavík: Keflavík - Snæfell ......................19 1. deild karla, úrslitakeppni um sæti í úr- valsdeild, fyrsti leikur: Hlíðarendi: Valur - Höttur ...................19.15 HANDKNATTLEIKUR Seinni leikur um sæti í 8-liða úrslitum karla: Víkin: Víkingur - FH.............................18.45 KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla: KR-völlur: KR - KA ..............................17.15 Fylkisvöllur: Fylkir - Víkingur R. .......18.30 Reykjaneshöllin: GG - Ægir.................20.30 Í DAG SKÍÐI Alþjóðlegt mót Icelandair Cup á Sauðárkróki: Svig karla: mín. James Leuzinger, Bretlandi..............1.30,99 Jure Kosir, Slóveníu...........................1.31,02 Andrej Sporn, Slóveníu......................1.31,37 Kristján Uni Óskarsson.....................1.34,29 Svig kvenna: Lea Dabic, Slóveníu ...........................1.39,49 Salome Tómasdóttir...........................1.39,95 Helga B. Árnadóttir ...........................1.40,90 Skíðamót Íslands Sauðárkrókur, 10 km ganga karla, h.aðferð: Jakob Einar Jakobsson, Ísafirði..........33.12 Andri Steindórsson, Akureyri..............33.48 Ólafur H. Björnsson, Akureyri ............34.23 10 km ganga 17–19 ára karla: Sævar Birgisson. Sauðárkróki.............33.15 5 km ganga kvenna: Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ólafsfirði ......18.45 Stella Hjaltadóttir, Ísafirði ..................19.49 Sólveig Guðmundsdóttir, Ísafirði ........20.23 KNATTSPYRNA HM í Suður-Ameríku Úrúgvæ – Brasilía ....................................1:1 Diego Forlan 49. – Emerson 68. - 60.000. Paragvæ – Chile .......................................2:1 Gustavo Morinigo 36. Jose Cardozo 60. – Luis Fuentes 73. Argentína – Kólumbía .............................1:0 Hernán Crespo 65. – 50.000. Perú – Ekvador ........................................2:2 Deildabikarkeppni karla A-DEILD, 1. RIÐILL: Valur – ÍA..................................................4:1 HANDKNATTLEIKUR FH – Valur 19:22 Kaplakriki, úrslitakeppni kvenna, fyrsti leikur í 8 liða úrslitum, fimmtudaginn 31. mars 2005: Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 3:3, 3:5, 5:5, 8:7, 8:9, 9:10, 10:11, 10:13, 11:14, 14:14, 16:15, 19:16, 19:22. Mörk FH: Gunnur Sveinsdóttir 5, Bjarný Þorvarðardóttir 4, Björk Ægisdóttir 4/4, Dröfn Sæmundsdóttir 3, Guðrún Hólm- geirsdóttir 2, Berglind Björgvinsdóttir 1. Varin skot: Kristín María Guðjónsdóttir 15 (þar af fóru 6 aftur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Vals: Katrín Andrésdóttir 5, Ágústa Edda Björnsdóttir 5/4, Soffía Rut Gísla- dóttir 4, Berglind Íris Hansdóttir 2, Hafrún Kristjánsdóttir 2, Arna Grímsdóttir 2, Lilja Valdimarsdóttir 2. Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 25/2 (þar af fóru 7 aftur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Bjarni Ingimarsson og Júlíus Sigurjónsson. Áhorfendur: Um 120. ÍBV – Víkingur 30:27 Vestmannaeyjar: Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 4:4, 7:4, 8:8, 10:13, 10:16, 14:17, 15:17, 17:18, 20:20, 21:22, 25.24, 27:25, 30:27. Mörk ÍBV: Alla Gorkorian 12/5, Anastasia Patsiou 6, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Ingibjörg Jónsdóttir 3, Elísa Sigurðardótt- ir 2, Tatjana Zukovska 1, Eva B. Hlöðvers- dóttir 1, Edda Eggertsdóttir 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 16 (þar af 3 aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mín. Mörk Víkings: Margrét Egilsdóttir 10, Ásta Agnarsdóttir 7, Helga B. Brynjólfs- dóttir 4/3, Helga Guðmundsdóttir 3, Natsja Damlijanovic 2, Eygló Jónsdóttir 1. Varin skot: Erna M. Eiríksdóttir 12 (þar af 2 aftur til mótherja). Utan vallar: 14 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Áhorfendur: 130

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.