Morgunblaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 1
2005  FÖSTUDAGUR 1. APRÍL BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A KOMINN GLAMPI Í AUGU KEFLVÍKINGA / C4 BJARNI Guðjónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, er ekki eins alvarlega meiddur og haldið var í fyrstu en hann varð fyrir meiðslum um miðjan seinni hálf- leikinn í leiknum gegn Ítölum í Padova í fyrrakvöld. Bjarni meidd- ist í framanverðu læri í þann mund sem hann tók aukaspyrnu og varð að fara af leikvelli. ,,Bjarni var mjög aumur til að byrja með og við héldum að hann hefði rifið vöðva. En þetta lítur betur út í dag. Hann er óhaltur og meiðslin virðast vera miklu minni en við héldum í fyrstu,“ sagði Stefán Stef- ánsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins, við Morgun- blaðið í gær. Stefán býst ekki við því að Bjarni geti verið með Plymouth í leiknum gegn Cardiff í ensku 1. deildinni á morgun. Stefán sagði að meiðsli Bjarna væru mjög ámóta þeim sem bróðir hans, Jóhannes Karl, fékk í leiknum gegn Króatíu um síðustu helgi en Jóhannes gat ekki leikið á móti Ítölum sökum meiðslanna. Bjarni er ekki alvarlega meiddur Bjarni ALAN Shearer, framherji Newcastle og einn mesti markaskorari í sögu ensku knattspyrnunnar, er hættur við að hætta. Shearer, sem er 34 ára, hefur margoft sagt að tímabilið í ár yrði hans síðasta og skórnir færu á hill- una í maí en nú hefur honum snúist hugur. Shearer ætl- ar að taka eitt ár til viðbótar, stuðningsmönnum New- castle til óblandinnar ánægju. Shearer er í guða tölu hjá stuðningsmönnum félagsins en hann skortir aðeins níu mörk til að ná Jackie Milburn sem er markahæsti leik- maður Newcastle frá upphafi með 200 mörk. Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur eytt ófáum mínútum í að tala um fyrir Shearer og það hefur borið árangur því Shearer tilkynnir á blaðamannafundi í dag að ætli að framlengja samning sinn um eitt ár. Ferill Alan Shearer er glæsilegur. Hann hefur leikið 519 deildarleiki fyrir Southampton, Blackburn og New- castle og hefur skorað í þeim leikjum 273 mörk, þar af 191 fyrir Newcastle. Shearer lék 63 leiki fyrir enska landsliðið og skoraði 34 mörk fyrir það og var fyrirliði þess í 34 leikjum. Shearer sagði skilið við landsliðið fyrir fjórum árum. „Shearer er besti framherji sem England hefur átt,“ segir Graeme Souness og undir það tekur Kevin Keegan, fyrrum landsliðseinvaldur og stjóri New- castle fyrir nokkrum árum. Alan Shearer hætt- ur við að hætta Mourinho getur því ekki stýrt sínu liðiaf varamannabekknum eða haft samskipti við leikmenn sína þegar það mætir Bayern München í 8 liða úrslitum keppninnar en fyrri viðureign liðanna verð- leik og rætt Anders Frisk og þá sakaði hann Frisk um að hafa dregið taum Barce- lona í leiknum. Mourinho dró ummæli sín til baka í vikunni og sagðist ekki hafa séð Rikjaard ganga á fund dómaranna heldur hefði hann tekið aðstoðarmenn sína trúan- lega sem greindu honum frá þessu. Chelsea fékk þriggja daga frest til að áfrýja úrskurði aganefndarinnar en ekki er búist við því að forráðamenn liðsins geri það. Mourinho, fyrrverandi þjálfari Porto, hefur áður verið settur í bann hjá UEFA. Hann fékk eins leiks bann fyrir að ráðast að Lucas Castroman, leikmanni Lazio, þeg- ar hann var að taka innkast í leik gegn Porto í UEFA-keppninni 2003. Mourinho var þá einnig sektaður um 127 þúsund krónur. ur á Stamford Bridge á miðviku- daginn í næstu viku. Aganefndin komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa hlustað á skýringar forráða- manna Chelsea en UEFA kærði liðið og Mourinho fyrir að hafa skaðað knatt- spyrnuna með fram- komu sinni. Portúgalski knattspyrnustjórinn lét öll- um illum látum eftir leikinn við Börsunga. Hann mætti ekki á blaðamannafund eða leikmaður frá Chelsea. Hann sakaði Frank Rikjaard, þjálfara Börsunga, um að hafa farið inn í búningsklefa dómaranna í hálf- Chelsea sektað og Jose Mourinho í tveggja leikja bann Stjórnar Chelsea ekki gegn Bæjurum CHELSEA var í gær sektað um 75 þúsund svissneska franka, sem jafn- gildir tæpum 4 milljónum króna, af aganefnd evrópska knattspyrnu- sambandsins fyrir ósæmilega hegðun Jose Mourinho knattspyrnustjóra gagnvart sænska dómaranum Anders Frisk sem dæmdi leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni á Nou Camp í síðasta mánuði. Mourinho var úrskurðaður í tveggja leikja bann og var sektaður um 20 þúsund franka, rúma 1 milljón króna. Jose Mourinho LUCA Toni framherji Palermo, sem fékk tækifæri með Ítölum í leiknum gegn Íslendingum í Padova í fyrrakvöld, segir að markið sem hann skoraði hafi verið fullkomlega löglegt. Toni skallaði boltann í netið í fyrri hálfleik en Alain Hammer, dómari frá Lúxemborg, dæmdi markið ekki gilt – vildi meina að Toni hefði stjakað við Kristjáni Erni Sigurðs- syni. ,,Mér fannst þetta vera löglegt mark. Varnar- maðurinn var við hliðina á mér og ég náði að koma höfðinu í boltann og skalla hann í netið án þess að koma við leikmanninn. Íslendingarnir kvörtuðu ekki og ég efast um að þeir hafi búist við því að heyra flautu dómarans,“ sagði Toni. Toni notaði tækifærið í viðtali við ítölsku press- una til að kvarta undan leik íslensku leikmann- anna. „Íslendingarnir komu hingað til að verjast og gerðu það vel. Þeir voru hins vegar grófir og ótuktarlegir á köflum. Það var erfitt að koma bolt- anum inn á hættusvæðið þar sem þeir voru með tíu menn í vörn,“ sagði Toni. ÁGÚSTA Edda Björnsdóttir og samherjar hennar í Val unnu FH í fyrsta leik liðanna í 8 liða úrslitum Íslands- mótsins í gærkvöldi í kaplakrika, 22:19, eftir að hafa verið undir 16:19. Ágústa var markahæst hjá Val með fimm mörk. Þá vann ÍBV lið Víkings, 30:27, í Eyjum í sömu keppni. Sjá umsagnir um leikina á C2,C3 Morgunblaðið/Golli Endasprettur Vals „Íslendingarnir voru grófir“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.