Morgunblaðið - 06.04.2005, Side 1

Morgunblaðið - 06.04.2005, Side 1
2005  MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HAUKAR, ÍR OG VALUR UNNU HEIMALEIKI SÍNA / C2, C3, C4 JOSÉ Mourinho knatt- spyrnustjóri Chelsea verður ekki á Stamford Bridge í kvöld þegar hans menn mæta Bayern München í Meistaradeild Evrópu. Mour- inho, sem er í tveggja leikja banni í Evrópukeppninni, ætlar ekki að fylgjast með leiknum úr áhorfendastúk- unni heldur ætlar hann að horfa á leikinn í sjónvarpi á rólegum stað að sögn aðstoð- armanna Portúgalans. Steve Clarke aðstoðarmaður hans stjórnar liðinu í leiknum. Talsmaður Knattspyrnu- sambands Evrópu sagði í gær að Mourinho kæmist ekki hjá því að ræða við fjöl- miðla fyrir og eftir leik. Það sé einfaldlega í reglum keppninnar og við það verði þjálfarar og knattspyrnu- stjórar að sætta sig. Mour- inho hefur ekki ekki rætt við fjölmiðla frá því í síðustu viku að Knattspyrnu- samband Evrópu, UEFA, dæmdi hann til greiðslu sektar og í tveggja leikja keppnisbann í meistaradeild- inni vegna ummæla sem hann lét falla um Anders Frisk dómara og Frank Rijkaard, eftir fyrri leik Chelsea og Barcelona í 16 liða úrslitum keppninnar. Þar sem Portúgalinn ætlar ekki að vera á Stamford Bridge er ljóst að hann verð- ur ekki til viðtals, hvorki fyrir eða eftir leikinn. Finnski framherjinn Mikael Forssell verður á varamanna- bekknum hjá Chelsea en Jose Mour- inho, knattspyrnustjóri Chelsea, ákvað að kalla Forssell inn í hópinn þar sem Mateja Kezman er í leik- banni og Arjen Robben er meiddur. Forssell, sem var í láni hjá Birming- ham á síðustu leiktíð, er nýstiginn upp meiðslum - hefur verið frá í sjö mánuði.  Chelsea og Bayern München hafa aldrei áður mæst í Evrópuleik. Chelsea hefur sjö sinnum leikið gegn þýskum liðum í Evrópukeppni, unnið fjóra, gert tvö jafntefli og tapað ein- um, gegn Herthu Berlin, 2:1. Í þrem- ur heimaleikjum gegn þýskum liðum í Evrópukeppni hefur Chelsea haldið hreinu.  Bayern München hefur leikið fjór- tán sinnum á Englandi í Evrópu- keppni. Liðið hefur unnið tvo leiki, gert sjö jafntefli og tapað fimm sinn- um. Bayern hefur spilað samtals 31 leik gegn ensku liði í Evrópukeppni. Liðið hefur unnið 11 þeirra, gert 12 jafntefli og tapað 8.  Chelsea er ósigrað í níu leikjum í röð á heimavelli í Meistaradeildinni. Síðast tapaði það á Stamford Bridge fyrir tyrkneska liðinu Besiktas, 2:0, í október 2003.  Mateja Kezman, Chelsea, og Martin Demichelis, Bayern, eru í banni. Glen Johnson og Alexei Smertin, Chelsea, og Michael Ball- ack, Robert Kovac og Hasan Sal- ihamidzic, Bayern, verða í banni í seinni leiknum fái þeir gult spjald í leiknum í kvöld.  Chelsea hefur tapað tveimur leikj- um af 50 á heimavelli í Evrópu- keppni.  Bayern hefur aðeins unnið einn af síðustu 14 útileikjum sínum í Meist- aradeildinni – gegn Maccabi Tel Aviv á þessari leiktíð.  Líkleg byrjunarlið: Chelsea: Peter Cech - Glen John- son, Ricardo Carvalho, John Terry, William Gallas - Tiago, Claude Make- lele, Frank Lampard - Damien Duff, Eiður Smári Guðjohnsen, Joe Cole. Bayern München: Oliver Kahn - Willy Sagnol, Lucio, Robert Kovac, Bixente Lizarazu - Sebastian Deisler, Torsten Frings, Michael Ballack, Bastian Schweinsteiger - Roy Mak- aay, Paolo Guerro. Dómari: Rene Temming, Hollandi. Reuters Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki gegn Southampton. Antti Niemi mark- vörður mátti hirða knöttinn tvisvar úr netinu hjá sér eftir skot Eiðs. Skorar Eiður Smári hjá Kahn? EIÐUR Smári Guðjohnsen verður nær örugglega í byrjunarliði Chelsea gegn Bayern München í Meistaradeildinni í knattspyrnu í kvöld. Eiður var á skotskónum gegn Southampton um síðustu helgi. Hann skoraði tvö mörk framhjá Finnanum Antti Niemi en í kvöld fær hann það erfiða verkefni að koma knettinum framhjá markverð- inum snjalla Oliver Kahn, sem er oftast bestur þegar mest á reynir. Mourinho verður ekki á Stamford Bridge EYJAMENN halda áfram að horfa til Bretlandseyja varðandi styrkingu á liði sínu fyrir komandi átök í sumar. Í síðustu viku var frá því gengið að Matthew Platt og James Robinson, leikmenn frá Crewe, vina- félagi ÍBV, kæmu til móts við liðið í æfingaferð þess til Portúgals og þriðji Bretinn, Lawrence Briggs, mun verða til skoðunar hjá ÍBV í Portúgal. Hann hefur í vetur leikið með enska 4. deildarliðinu Nortwich Vikt- oria, sama liði og Matt Garner hefur leikið með en Garner lék með ÍBV á síðustu leiktíð en getur ekki spil- að með Eyjamönnum í sumar vegna meiðsla. ÍBV hélt til Portúgals í gær ásamt Grindavík, Val og FH. Ásamt því að æfa munu liðin taka þar þátt í minn- ingarmóti um Þóri Jónsson. Á morgun mætast FH og Grindavík og ÍBV leikur gegn Val. Sigurliðin leika síð- an til úrslita en tapliðin spila um þriðja sætið. Eyjamenn skoða Briggs í Portúgal EINAR Örn Jónsson, hand- knattleiksmaður hjá Wallau Massenheim, mun vera á óskalista hjá forráðamönnum þýska 1. deildarliðsins TuS N-Lübbecke eftir því sem fram kemur í Mindener Tageblatt í gær. „Ég veit af þessum áhuga og umboðs- maður minn fékk í hendur til- boð frá Lübbecke fyrir skömmu en það var svo lágt að því var vísað á bug, síðan hef ég ekkert heyrt frá félag- inu. Það má vel vera að það hafi ennþá áhuga,“ sagði Ein- ar Örn í samtali við Morgun- blaðið í gær. Einari stendur til boða nýr samningur við Wallau og segir hann við- ræður standa yfir þessa daga. Vonir standi til að komin verði niðurstaða í þær um eða eftir næstu helgi. Wallau hefur ekki greitt leikmönnum sínum og þjálfara laun allt þetta ár vegna fjárhagsþrenginga og var félagið nærri gjaldþrota fyrir skömmu. Þá tókst nokkrum gömlum félögum að blása lífi í glæðurnar safna pen- ingum til að bjarga málum á þessari leiktíð. Einar segir þá peninga vera í innheimtu og vonast hann til að laun verði greidd út á næstu dögum ásamt öðrum skuldum sem félagið hefur ekki greitt af. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á mánudag- inn hefur Þórir Ólafsson, hornamaður úr Haukum, orð- ið var við áhuga forráðamanna TuS N-Lübbecke á sér en hann leikur sömu stöðu og Einar Örn og tók við hlutverki hans hjá Haukum fyrir þremur árum þegar Einar flutti til Þýskalands. Einar undir smásjá TuS N-Lübbecke Einar Örn KEFLVÍKINGAR ákváðu í gærkvöldi að draga kæru þá sem þeir sendu til Körfuknattleikssambandsins í gær til baka. Það er því ljóst að úrslit úr leik þeirra og Snæfells í fyrrakvöld standa óhögguð og staðan 1:1 í einvígi félaganna um Íslandsmeistaratitilinn í körfu- knattleik karla. Keflvíkingar töldu að löglega skoruð karfa þeirra á lokakaflanum í þriðja leikhluta hafi ekki verið færð á leikskýrslu og því hefði staðan í raun átt að vera jöfn þegar hálf mínúta var eftir og þeir með boltann, í stað þess að Snæfell væri með tveggja stiga forystu. Keflvíkingar draga kæruna til baka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.