Morgunblaðið - 13.04.2005, Qupperneq 2
ÍÞRÓTTIR
2 C MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
Haukar – Valur 33:19
Ásvellir, Hafnarfirði, undanúrslit 1. deildar
kvenna, DHL-deildar, fyrri leikur, þriðju-
daginn 12. apríl 2005.
Gangur leiksins: 2:0, 6:2, 8:4, 13:4, 15:6,
16:9, 18:12, 20:14, 27:14, 29:15, 29:19, 33:19.
Mörk Hauka: Hanna G. Stefánsdóttir 11/1,
Ramune Pekarskyte 7, Inga Fríða
Tryggvadóttir 4, Harpa Melsteð 4, Erna
Þráinsdóttir 2, Ragnhildur Guðmundsdótt-
ir 2/1, Anna Halldórsdóttir 1, Áslaug Þor-
geirsdóttir 1, Martha Helgadóttir 1.
Varin skot: Helga Torfadóttir 12/1 (þar af
fóru 5 aftur til mótherja), Kristina Matu-
zeviciute 2.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Vals: Ágústa Edda Björnsdóttir 7/5,
Arna Grímsdóttir 3, Katrín Andrésdóttir 3,
Lilja Valdimarsdóttir 2, Hafrún Kristjáns-
dóttir 2, Díana Guðjónsdóttir 1, Soffía Rut
Gísladóttir 1.
Varin skot: Berglind Hansdóttir 15/1 (þar
af fóru 7/1 aftur til mótherja).
Utan vallar: 14 mínútur.
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elí-
asson.
Áhorfendur: Um 220.
Staðan er 1:0 fyrir Hauka.
ÍBV – Stjarnan 20:19
Vestmannaeyjar:
Gangur leiksins: 0:1, 3:2, 5:4, 8:7, 9:10,
12:11, 12:12, 13:13, 16:15, 18:16, 18:19,
20:19.
Mörk ÍBV: Alla Gorkorian 6/3, Eva Hlöð-
versdóttir 5/4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4,
Tatjana Zukovska 2, Darinka Stefanovic 2,
Anastasia Patsiou 1.
Varin skot: Florentina Grecu 20/1 þar af 5
aftur til mótherja.
Utan vallar: 8 mínútur, Alla Gorkorian
rautt spjald vegna þriggja brottvísana.
Mörk Stjörnunnar: Anna Blöndal 5, Hekla
Daðadóttir 4/4, Ásdís Sigurðardóttir 3,
Kristín Guðmundsdóttir 3, Hind Hannes-
dóttir 2, Elíasabeta Kovac 1, Elísabet
Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Jelena Javonovic 19, þar af 2
aftur til mótherja. Helga V. Jónsdóttir 2/2.
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Helgi Rafn Hallsson og Hilmar
Guðlaugsson.
Áhorfendur: 350.
Staðan er 1:0 fyrir ÍBV.
Þýskaland
Flensburg – Magdeburg.......................35:29
Sigfús Sigurðsson var ekki á markalist-
anum hjá Magdeburg.
Staðan:
Flensburg 27 22 2 3 835:692 46
Kiel 26 22 2 2 824:698 46
Magdeburg 26 19 0 7 855:764 38
Nordhorn 27 17 2 8 809:751 36
Lemgo 26 17 0 9 795:699 34
Essen 25 15 3 7 708:659 33
Hamburg 26 15 2 9 729:694 32
Gummersb. 26 14 2 10 748:693 30
Wallau 26 13 3 10 760:759 29
Göppingen 27 13 2 12 760:750 28
Wilhelmshav. 27 11 1 15 726:789 23
Lübbecke 26 9 2 15 770:801 20
Wetzlar 26 9 1 16 721:784 19
Großwallst. 27 8 1 18 700:761 17
Düsseldorf 27 6 2 19 698:783 14
Minden 26 4 4 18 697:790 12
Pfullingen 27 5 1 21 692:803 11
Schwerin 26 3 0 23 665:822 6
KNATTSPYRNA
Meistaradeild Evrópu
8 liða úrslit, síðari leikir:
Bayern München – Chelsea.....................3:2
Claudio Pizarro 65., Paolo Guerrero 90.,
Mehmet Scholl 90. – Frank Lampard 30.,
Didier Drogba 81. –
Chelsea áfram, 6:5 samanlagt, og mætir
Liverpool eða Juventus í undanúrslitum.
Inter Mílanó – AC Milan ..........................0:1
Andrei Shevchenko 30. –
AC Milan áfram 3:0 samanlagt og mætir
PSV Eindhoven eða Lyon.
England
1. deild:
Nottingham Forest – Sheffield Utd ........1:1
2. deild:
Brentford – Tranmere..............................1:0
Stockport – Blackpool...............................0:1
Skotland
Inverness – Motherwell............................1:0
Rangers – Dundee United........................0:1
Svíþjóð
Assyriska – Hammarby............................1:2
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Úrslit í fyrrinótt:
Orlando – Cleveland......................... 106:114
Washington – Milwaukee ................ 119:112
Toronto – Indiana................................. 90:94
Atlanta – Charlotte .......................... 105:110
Eftir framlengingu.
Chicago – Detroit ................................. 84:85
Eftir framlengingu.
Dallas – Memphis ............................... 110:89
Denver – Golden State..................... 122:106
Denver tryggði sér sæti í úrslitakeppn-
inni.
Seattle – Houston ................................. 78:90
LA Lakers – Phoenix ......................... 97:108
frá sér og Eyjakonur fögnuðu naum-
um sigri. Alla Gorkorian og Eva Hlöð-
versdóttir báru uppi sóknarleik ÍBV-
liðsins en Florentina var sein í gang í
markinu en varði mikilvæg skot á
lokamínútunum. Jelena var öflug í
markinu hjá Stjörnunni og þá sér-
staklega í fyrri hálfleik. Anna Blöndal
átti góðan leik en einnig Ásdís Sigurð-
ardóttir, bæði í vörn og sókn.
Hrikalegt að tapa þessu í lokin
Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörn-
unnar, var fámáll í leikslok. „Þetta var
bara svona leikur. Við klikkum á víti í
lokin en þetta er bara svona. Þetta
var svolítið klaufalegt sóknarlega hjá
báðum en það var hrikalegt að tapa
þessu hérna í lokin. Það er bara hver
leikur úrslitaleikur og nú koma þær í
heimsókn heim á fimmtudaginn og þá
verður bara fjör.“
Sýndum hvað í okkur býr
„Þetta var hörkuleikur eins og við
var að búast en við sýndum hvað í
okkur býr með því að ljúka við verk-
efnið, sérstaklega eftir að við misstum
Öllu út af en hún er gríðarlega mik-
ilvægur hlekkur í þessu liði. Þegar við
erum komnar svona langt, þá þurfum
við að berjast fyrir öllu og það gerð-
um við í kvöld. “ sagði Guðbjörg Guð-
mannsdóttir úr liði ÍBV.
Stjarnan skoraði fyrstu tvö mörkinog náði forystunni en ÍBV svar-
aði jafnharðan. Þær náðu síðan undir-
tökunum um miðbik hálfleiksins og í
fyrsta skipti munaði tveimur mörkum
á liðunum, 17:15. Stjarnan skoraði
næsta mark. Eyjakonur sóttu en
misstu boltann og Alla Gorkorian
braut illa á leikmanni Stjörnunnar og
fékk sína þriðju brottvísun og þar
með útilokun frá frekari þátttöku.
Þetta var mikil blóðtaka fyrir ÍBV
enda hafði hún verið þeirra besti mað-
ur. Enn voru tíu mínútur eftir af
leiknum. Eyjakonur náðu aftur
tveggja marka forystu en síðan leið
langur tími í næsta mark liðsins og á
meðan skoraði Stjarnan þrívegis og
komst yfir, 18:19, þegar þrjár mínút-
ur voru eftir. Eyjakonur sóttu og fór
Guðbjörg Guðmannsdóttir inn úr
horninu og jafnaði metin. Í næstu
sókn fékk Stjarnan víti og mínúta eft-
ir af leiknum. Florentina Grecu varði
vítakast Heklu Daðadóttur og ÍBV
fékk tækifæri til að ná forystunni.
Þær fengu einnig vítakast og nú að-
eins tuttugu sekúndur eftir. Eva
Hlöðversdóttir skoraði úr vítakastinu
og Stjarnan tók leikhlé. Þær skiptu
markverði sínum út af og settu auka-
mann í sóknina en þær misstu boltann
H
þann
sókn
þá a
skila
ar
fóru
arar
heim
í álin
ir a
móti
ekki
leikm
unni
Hau
tóks
mörk
leik
mörk
úrsli
„V
móts
smey
lang
stres
Ing
þe
E
ÞRJ
liðin
leik
leik
atla
fá tæ
end
hörk
Eftir
ste@m
EFTIR langdregna deildakeppni er
úrslitakeppnin í handknattleik
komin nokkuð á veg. Átta liða úr-
slitum karla og kvenna er lokið og í
gærkvöld hófust undanúrslit
kvenna. Undanúrslit karla hefjast
hins vegar ekki fyrr en næsta
þriðjudag, þremur dögum eftir að
undanúrslitum kvenna lýkur, komi
til oddaleikja í viðureignum Hauka
og Vals annars vegar og ÍBV og
Stjörnunnar hinsvegar. Þegar
flautað verður til leiks í undan-
úrslitum karla á þriðjudaginn
verða liðnir tólf dagar frá því að
Haukar og ÍR tryggðu sér sæti í
undanúrslitum, tíu dagar síðan Val-
ur náði þeim áfanga og níu dagar
liðnir frá því að ÍBV
tókst að hrista Fram-
ara af sér að loknum
mögnuðum þremur
leikjum.
Sagt er að hinn langi
tími sem líður frá lok-
um 8 liða úrslita karla
og þar til undanúrslit
hefjast gefi mönnum
tíma til að búa sig bet-
ur undir leikina. Það
eru haldlítil rök þar
sem félögin fjögur sem
leika í undanúrslitum
karla hófu undirbún-
ing á síðasta sumri.
Menn hafa fyrir löngu
fengið nóg af öllu sem
heitir undirbúningur,
eftir að hafa stundað
æfingar í a.m.k. níu
mánuði. Úr því að
undirbúningstíminn er skyndilega
orðinn svona mikilvægur, hvernig
stendur þá á því að konurnar fá
ekki jafnlangan tíma til að búa sig
undir undanúrslitin og karlarnir?
Hin langa bið eftir að karla-
keppnin hefjist hefur m.a. verið
réttlætt með að þannig sé kvenna-
handboltanum sýnd aukin virðing,
hann eigi sviðið og njóti þar af leið-
andi óskiptrar athygli. Virðingin er
nú ekki meiri en svo þegar kemur
að úrslitaleikjunum í kvennaflokki
þá getur fjórða og fimmta viður-
eignin, komi til þeirra, farið fram á
milli fyrsta og annars og annars og
þriðja úrslitaleiks karla. Þá gleym-
ist allt tal um virðingu.
Sama á við um fyrsta úrslitaleik
um Íslandsmeistaratitil kvenna sem
ráðgerður er 23. maí, daginn áður
en ráðgert er að leika oddaleiki í
undanúrslitum karla, komi til
þeirra sem áhugamenn um hand-
knattleik hljóta að vona.
Þá er virðingin fyrir kvenna-
handknattleiknum skyndilega horf-
in út í veður og vind enda eru rök
HSÍ ótrúverðug. Rökin eru sett
fram til að slá ryki í augu fólks og
fela þá staðreynd að HSÍ er svo
veikt að það hefur ekki lengur for-
ræði yfir hápunkti Íslandsmótsins.
Mótsstjórn HSÍ hefur verið flutt
upp í Efstaleiti. Ríkissjónvarpið
(RÚV) ræður hvenær leikið er í úr-
slitakeppni karla og kvenna. Þegar
það hentar RÚV að vera með kapp-
leiki á dagskrá þá skal leika, þegar
það hentar ekki skulu menn halda
undirbúningi áfram. Það liggur
skýrt fyrir og þess vegna hefjast
undanúrslit karla ekki í þessari
viku þar sem ljóst er að RÚV gæti
aldrei réttlætt fyrir áhorfendum
sínum að hafabeinar útsendingar
frá handboltaleikjum öll kvöld
þessa vikuna á milli klukkan átta og
níu. Þess vegna er leikið í undan-
úrslitum kvenna þessa vikuna, í
undanúrslitum karla í næstu viku.
Þá leggja konurnar stund á undir-
búning á meðan.
Auðvitað á það að
vera eitt af hlutverkum
HSÍ að sem mest sé
fjallað um handknatt-
leik í íslenskum fjöl-
miðlum. Með því að
snerpa úrslitakeppnina
af krafti í stuttan tíma
tel ég að íþróttin fengi
betri auglýsingu en
eins og málum er nú
háttað. Auk þess er
harla lítið um að vera í
íþróttalífi landans um
þessar mundir og upp-
lagt að láta handknatt-
leikinn í heild eiga
sviðið, tækifærin til
þess eru ekki svo
mörg.
Með fyrirliggjandi
leikjaskipulagi er
skásti hluta Íslandsmótsins í hand-
knattleik þynntur út, lopinn teygð-
ur fram á vor þegar fólk er farið að
langa til annars en sitja inni í
íþróttahúsum eða heima í stofu fyr-
ir framan viðtækin með skyldu-
áskriftinni. Virðingarleysi fyrir
áhorfendum sem mæta á leiki er
mikið.
Það er mikill misskilningur að
réttlæta fyrirkomulag úrslita-
keppninnar með því að halda að
sömu áhorfendur komi á leiki karla
og kvenna og því sé rétt að dreifa
leikjunum. Það hefur sýnt sig í
gegnum tíðina að fæstir þeirra sem
mæta á leiki Vals og Hauka í
kvennaflokki koma á leiki karlanna
og öfugt. Helst er að slíkur sam-
gangur eigi sér stað í Vestmanna-
eyjum. Stuðningsmenn ÍR fá nærri
hálfan mánuð til að safna kröftum
sem hugsanlega getur orðið aðeins
einn og það að kvöldi fyrsta sum-
ardags. Þá verða liðnir 16 dagar
frá síðasta heimaleik liðsins, gegn
KA, þriðjudaginn 5. apríl.
Víst er að snörp úrslitakeppni
þar sem leikið er dag eftir dag í
skamman tíma, með hugsanlega
þriggja til fjögurra daga hlé á milli
stiga, þ.e. frá 8 liða úrslitum að
undanúrslitum og síðan frá undan-
úrslitum að úrslitum, væri mun beri
kynning fyrir handknattleikinn en
sú flatneskja sem nú stendur fyrir
dyrum. Loks þegar vonlausu fyrir-
komulagi deildarkeppni hefur ver-
ið kastað fyrir róða þá ætlar HSÍ að
kveðja úrslitakeppnina með sann-
kölluðum svanasöng.
Virðing og
virðingarleysi
’ Mótsstjórn HSÍ hefur verið flutt upp íEfstaleiti. Ríkissjónvarpið (RÚV) ræður
hvenær leikið er í úrslitakeppni karla og
kvenna. Þegar það hentar RÚV að vera
með kappleiki á dagskrá þá skal leika,
þegar það hentar ekki skulu menn halda
undirbúningi áfram. ‘
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Á VELLINUM
Fannar Örn Þor-
björnsson, ÍR-
ingur, í kröppum
dansi á línunni.
Eva tryggði
ÍBV sigur
KVENNALIÐ ÍBV náði forystunni í viðureign liðsins við Stjörnuna í
undanúrslitum Íslandsmótsins, DHL-deildinni í handknattleik, með
20:19 sigri í hörkuleik þar sem Eva Hlöðversdóttir skoraði sigur-
markið tuttugu sekúndum fyrir leikslok. Varnarleikur beggja liða
var í fyrirrúmi og var hart tekist á. Liðin skiptust á að hafa forystuna
í fyrri hálfleik og munaði aldrei meira en einu marki á liðunum. ÍBV
var 12:11 yfir í hálfleik. Baráttan hélt áfram í síðari hálfleik en það
lið sem fyrr sigrar í tveimur leikjum kemst í úrslit Íslandsmótsins.
Eftir Sigursvein Þórðarson