Morgunblaðið - 27.04.2005, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 27.04.2005, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 C 3 THIERRY Henry, sókn- armaður Arsenal, gæti misst af úrslitaleiknum gegn Manchester Unit- ed í enska bikarnum 21. maí. Henry hefur átt við meiðsli í nára að stríða og sagði Arsene Weng- er, stjóri Arsenal, í gær að ekki væri víst að hann yrði orðinn góður fyrir úrslitaleikinn í bik- arnum. Freddie Ljungberg er einnig meiddur en báðir ætla að reyna að byrja að æfa rólega í dag. „Henry er gríðarlega mikilvægur hlekkur í lið- inu en við verðum fyrst og fremst að huga að heilsu og velferð leikmanna okkar. Ef við teljum hann ekki fullkomlega tilbúinn í úrslitaleikinn þá spilar hann ekki – jafnvel þó það sé á móti United. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að meiðsli hans eru ekki það alvarleg að hann verði frá í þrjá mánuði eins og við töldum í fyrstu. Þetta eru álagsmeiðsli eða þreyta og greinilegt að hann hef- ur ofgert líkama sínum. Franska landsliðið hefði átt að hvíla hann eitthvað í sumar. Menn verða einhvern tíma að fá hvíld,“ sagði Wenger.   Henry gæti misst af úrslitaleiknum Thierry Henry HEIMIR Örn Árnason, hand- knattleiksmaður frá Akur- eyri, er hættur í Val eftir tveggja ára dvöl þar. Heimir sagði við Morgunblaðið í gær að það skýrðist endanlega í vikunni með hvaða liði hann myndi spila næsta vetur. „Þetta er búinn að vera ágætur tími hjá Val en mig langaði til að breyta til,“ sagði Heimir. Samkvæmt heimildum blaðsins eru mestar líkur á að Heimir gangi til liðs við Fylki, sem hefur end- urvakið meistaraflokk sinn með Sigurð Val Sveinsson sem þjálfara. Heimir er 25 ára miðjumaður, uppalinn hjá KA og lék þar með meistaraflokki um árabil. Hann fór til Noregs og spilaði þar eitt ár með Haslum og hefur síðan leikið með Val tvö síðustu tímabil. Heimir var þriðji markahæsti leikmaður liðsins í úrvalsdeildinni með 51 mark í 14 leikjum og gerði síðan 27 mörk í 5 leikjum í úrslitakeppn- inni.. Heimir Örn Árnason er á förum frá Val EVERTON tekur þátt í Evrópukeppni í knatt- spyrnu í fyrsta skipti í tíu ár síðar á þessu ári. Það varð endanlega ljóst með sigri Arsenal á Totten- ham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld, 1:0, en þar með var sæti Everton meðal sjö efstu liða í deildinni gulltryggt. Sjö efstu lið deildarinnar komast í Evrópukeppni næsta haust. Ekki liggur endanlega fyrir hvort fjórða sætið, sem Everton á góða möguleika á að ná, nægir til að komast í undankeppni Meist- aradeildar Evrópu. Það myndi að öllu eðlilegu vera nóg, en nú gæti frammistaða Liverpool í Meist- aradeildinni haft áhrif á það. Ef Liverpool vinnur Meistaradeildina, gæti farið svo að Everton yrði að sætta sig við sæti í UEFA-bikarnum. Evrópusæti í höfn hjá Everton ALEX Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segist vera rétti maðurinn til að stjórna liði United og þvertekur fyrir þær sögusagnir að völd hans hjá félaginu hafi minnkað upp á síðkastið. Ferguson hefur mátt horfa á Chelsea hlaupa í burt með meistaratitilinn í Englandi auk þess sem lið hans féll út úr Meistaradeildinni. „Mér fannst dá- lítið furðulegt að þegar Newcastle rak Bobby Rob- son var talað um að félagið hefði losað sig við gríð- arlega reynslu og mönnum fannst það ekki gæfulegt. En í Manchester virðist reynslan ekki teljast til tekna. En ég mun komast í gegnum þetta allt og einnig Manchester United,“ sagði Ferguson. Stjórinn hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir leikaðferð sína, sérstaklega 4-5-1 en Skotinn snjalli segir að Akkilesarhæll liðsins í vetur hafi verið að skora ekki nægilega mörg mörk – færin hefði liðið fengið. „Það hafa verið margar kenningar um hvernig við eigum að leika og hvernig ég eigi að stjórna liðinu. En þegar öllu er á botninn hvolft þá hefur veikleiki okkar verið að nýta ekki nægilega mörg færi sem við fáum. Við höfum tapað 16 stig- um til liða í neðri hluta deildarinnar vegna þess að við höfum ekki náð að nýta færin nægilega vel.“ Ferguson segist rétti maðurinn fyrir United Reuters Sir Alex Ferguson  ÓLAFUR Stefánsson skoraði 1 mark í 27:25 sigri Ciudad Real gegn Barcelona í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld en leikið var í Barcelona. Um 3.500 áhorfend- ur voru á leiknum, Barcelona var 15:12 yfir í hálfleik en Ólafur og fé- lagar voru mun sterkari í síðari hálf- leik. Ciudad Real er í öðru sæti deild- arinnar með 49 stig en Portland San Antonio er efst með 50 stig. Barce- lona er í þriðja sæti með 48 stig.  LOGI Geirsson var markahæstur í liði Lemgo sem tapaði gegn Essen á útivelli í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik í kvöld, 33:30. Logi skoraði alls 9 mörk í leiknum og þar af fjögur úr vítaköstum, en Guðjón Valur Sig- urðsson skoraði 5 mörk fyrir Essen. Lemgo er í fjórða sæti deildarinnar með 40 stig en Essen í því fimmta einu stigi á eftir.  EINAR Örn Jónsson komst ekki á blað þegar lið hans Wallau tapaði 35:32 á heimavelli gegn Flensburg.  JÓHANNES Karl Guðjónsson kom inn á sem varamaður á 77. mín- útu í liði Leicester í ensku 1. deildinni gegn Derby í gær. Leicester sigraði 1:0.  HJÁLMAR Jónsson var í liði Gautaborgar sem lagði Pétur Mar- teinsson og lið hans Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær, 1:0. Hjálmar og Pétur voru báðir í byrjunarliði sinna liða og léku allan leikinn.  STEFÁN Þórðarson lék með Norrköping í næstefstu deild sænsku knattspyrnunnar í gær er liðið vann AIK 2:0 á heimavelli.  STEVE Davis, gamla goðsögnin í snókerheiminum, gerði sér lítið fyrir og komst í átta manna úrslit heims- meistaramótsins sem nú stendur yfir í Crucible-leikhúsinu í Sheffield. Davis, sem er 47 ára og hefur ekki náð svona langt í níu ár, lagði Michael Holt að velli, 13:10, eftir að andstæð- ingur hans komst í 8:2. Davis spilar við lítt þekktan mótherja, Shaun Murphy, í átta manna úrslitum og var undir, 1:7, eftir fyrri hlutann í gær.  FÆRRI komust að en vildu á opið golfmót sem fram fór um síðustu helgi á Hólmsvelli í Leiru og léku margir kylfingar mjög vel. Sigurpáll Geir Sveinsson, sem nú leikur fyrir Kjöl í Mosfellsbæ, sigraði án forgjaf- ar en hann lék á 4 höggum undir pari. Helgi Dan Steinsson úr Golfklúbbi Suðurnesja varð annar á 3 undir pari og Davíð Jónsson úr GS varð þriðji á 2 undir pari. Alls tóku 173 keppendur þátt á mótinu.  NORSKA handknattleikssam- bandið ákvað á ársþingi sínu um síð- ustu helgi að afnema takmarkanir á fjölda erlendra leikmanna á næstu leiktíð. Áður máttu norsk lið aðeins hafa einn leikmann í sínum röðum sem kom frá landi utan EES en nú verður fjöldi þeirra ótakmarkaður. FÓLK eikmenn Liverpool verða vel mdir og staðráðnir í að sigra . Þeir eru með fullt af góðum önnum, eins og Steven Gerr- Milan Baros og Jamie Carr- , svo einhverjir séu nefndir. erum mikla virðingu fyrir liði pool sem vill örugglega koma hefndum eftir tapið gegn okk- úrslitaleik deildabikarsins,“ Terry í gær. rirliðinn er þó á því að það muni skilja á milli félaganna ja sé knattspyrnustjóri ea, José Mourinho. að er mikið framundan hjá en við eigum góða möguleika einhver getur stýrt liði í gegn- vona verkefni þá er það okkar spyrnustjóri. Við eigum tvo leiki fyrir höndum gegn Liv- l, sem leikur mjög sterkan rleik, rétt eins og við. En von- náum við tveggja marka for- á Stamford Bridge og ljúkum nu á þeirra velli. Ég er viss um náum að brjóta þá á bak aft- agði John Terry. lsea er ekki ósigrandi lið ð lítum á þetta sem hvern annan Evrópuleik. Það er alltaf öðruvísi að spila í Meistaradeild- inni. Chelsea hefur verið geysilega öflugt í úrvalsdeildinni en við höf- um verið nálægt sigri í öllum þrem- ur leikjum liðanna. Þetta er ekki ósigrandi lið – í Englandi geta allir unnið alla. Það er mikilvægt að skora mark á útivelli en það gerir ekki endilega útslagið. Juventus skoraði gegn okkur á Anfield en komst samt ekki áfram. Við verðum að vera mjög þéttir og með sterka liðsheild,“ sagði Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool. Ætlar að stöðva Lampard Xabi Alonso, spænski miðjumað- urinn hjá Liverpool, segir að Frank Lampard sé maðurinn sem hans lið þurfi að stöðva í leiknum í kvöld. Alonso ökklabrotnaði á nýársdag í samstuði við Lampard og var frá í þrjá mánuði en segist ekki bera neinn kala til hans. „Lampard hefur átt frábært tímabil svo það er mikilvægt að halda honum í skefjum. Hann er magnaður í því að sækja hratt af miðjunni, skora mörk og skapa mörk fyrir félaga sína. Ég mun reyna að sjá til þess að hann fái ekki boltann og gera honum lífið eins leitt og mögulegt er. Við ætlum að ná góðum úrslitum í London, skora a.m.k. eitt mark þar, og ljúka verkinu á Anfield. Það er enginn galdur að vinna Chelsea. Þetta er frábært lið en ekki ósigrandi,“ sagði Alonso. og Liverpool á Stamford Bridge m mikla virð- ir Liverpool“ Eiði Smára Guðjohnsen og veginn að innbyrða enska mæta þeir Liverpool í ein- eign liðanna í undan- am fer á heimavelli ur Smári verður vafalítið í m Frank Lampard og t undanfarnar vikur. ÍTALSKA liðið AC Milan var stál- heppið að leggja PSV frá Hollandi 2:0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á San Síró í gær. Knattspyrnumaður Evrópu, Andrei Shevchenko frá Úkraínu, skoraði fyrra markið undir lok fyrri hálfleiks og var þetta sjötta mark hans í keppninni. Danski landsliðs- framherjinn Jon Dahl Tomasson bætti við öðru marki rétt fyrir leiks- lok en hann hafði komið inn á sem varamaður. Leikmenn PSV geta nag- að sig í handarbökin fram í næstu viku er liðin eigast við að nýju í Eindhoven enda fengu leikmenn liðs- ins fjölmörg færi í leiknum en flest skot þeirra fóru á mitt markið og beint í fangið á Dida, markverði. „Ég er mjög ánægður og að auki mjög þreyttur þar sem leikurinn var gríðarlega erfiður. Það var erfitt að hlaupa svona mikið í 90 mínútur. PSV leikur knettinum mikið sín á milli og það er erfitt að leika gegn slíkum lið- um. En leikaðferð okkar gekk upp, skyndisóknirnar áttu að gefa okkur tækifæri til þess að skora. Markið hjá Tomasson var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og vörnin hélt velli,“ sagði Shevchenko en AC Milan er líklegt til þess að leika til úrslita í keppninni í annað sinn á þremur árum en liðið varð Evrópumeistari í sjötta sinn árið 2003. Hollenska liðið, sem tryggði sér tit- ilinn í heimalandi sínu um síðustu helgi, fékk eins og áður segir fjölmörg færi í leiknum og sérstaklega í þeim síðari en leikmönnum PSV var fyr- irmunað að ná nægum krafti í skot sín. Guus Hiddink, þjálfari PSV, er gríðarlega óvinsæll á Ítalíu eftir að hann stjórnaði landsliði Suður-Kóreu til sigurs gegn Ítalíu á Heimsmeist- aramótinu í Kóreu árið 2002. En Hiddink gat stillt upp sínu sterkasta liði í leiknum en það dugði ekki til að þessu sinni. Stuðningsmenn liðsins höfðu vonast til þess að liðið endur- tæki leikinn frá árinu 1987 er liðið sigraði í deild og bikar í heimalandi sínu og varð einnig Evrópumeistari. Hernan Crespo, landsliðsmaður frá Argentínu, fékk tvö upplögð færi fyr- ir AC Milan á fyrstu tíu mínútum leiksins en Brasilíumaðurinn Heur- elho Gomes, í marki PSV, var vel á verði. Og Lee Young-Pyo, varnar- maður PSV, bjargaði einnig á mark- línu eftir skot frá Crespo. „Þetta eru frábær úrslit. Með 2:0 í farteskinu getur fátt farið úrskeiðis hjá okkur og við erum á leið í úrslita- leikinn,“ sagði Tomasson eftir leikinn en hann hafði ekki skorað í Meistara- deildinni í tvö ár. Reuters lendingurinn Clarence Seedorf fagna marki þess fyrr- yrir AC Milan gegn PSV í gær. Heppnin í liði með AC Milan Heimir Örn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.