Morgunblaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
VÖRUSKIPTIN við útlönd voru
óhagstæð um 5,9 milljarða króna í
marsmánuði. Í sama mánuði í fyrra
voru þau óhagstæð um 0,9 milljarða
á föstu gengi og versnuðu þau því um
5,0 milljarða milli ára. Fluttar voru
út vörur fyrir 16,4 milljarða í mars á
þessu ári og inn fyrir 22,3 milljarða
króna fob. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá Hagstofu Íslands.
Á fyrstu þremur mánuðum þessa
árs eru vöruskiptin óhagstæð um
11,6 milljarða. Fluttar voru út vörur
fyrir 46,7 milljarða en inn fyrir 58,3
milljarða. Á sama tímabili árið áður
voru vöruskiptin óhagstæð um 0,5
milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn
var því 11,1 milljarði króna lakari en
á sama tíma árið áður.
Vaxandi viðskiptahalli milli ára
skýrist bæði af auknum innflutningi
og minni útflutningstekjum.
Sjávarafurðir 61% útflutnings
Fram kemur í tilkynningu Hag-
stofunnar að verðmæti vöruútflutn-
ings fyrstu þrjá mánuði þessa árs
var 0,6 milljörðum eða 1,2% minna á
föstu gengi en á sama tíma árið áður.
Sjávarafurðir voru 61% alls útflutn-
ings og var verðmæti þeirra nær hið
sama og á sama tíma árið áður. Út-
fluttar iðnaðarvörur voru 35% alls
útflutnings og var verðmæti þeirra
4,3% minna en árið áður. Útflutning-
ur lyfja og lækningatækja dróst
saman en útflutningur á frystum
heilum fiski og áli jókst.
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu
þrjá mánuði þessa árs var 10,5 millj-
örðum eða 22,0% meira á föstu gengi
en árið áður. Mest varð aukning í
innflutningi á flutningatækjum, fjár-
festingarvöru og eldsneyti og smur-
olíu.
Vöruskiptajöfnuður
versnar milli ára
ÖRTRÖÐ myndaðist fyrir framan
nýja Apple-verslun í Lyngby í Dan-
mörku þegar að verslunin var opn-
uð. Um 200 manns biðu alla nóttina
eftir að verslunin yrði opnuð og
klukkan tíu í gærmorgun beið á
fimmta hundrað manns fyrir utan
hana. Hamagangurinn var slíkur að
lögreglan sá ástæðu til að vera við-
stödd og hleypti hún fólkinu inn í
hollum.
Verslunin er í eigu Íslendinga og
segir Bjarni Ákason, framkvæmda-
stjóri og einn eigenda Apple-
búðanna á Íslandi og í Danmörku,
að móttökurnar hafi verið mun
kröftugri en hann hafi búist við.
„Þetta er góð hvatning fyrir
framhaldið,“ en fyrirhuguð er
opnun fleiri sérhæfðra Apple-
verslana á Norðurlöndum. Versl-
unin í Lyngby er önnur Apple-
verslunin sem íslensku aðilarnir
opna í Danmörku en fyrir reka þeir
verslun í hjarta Kaupmannahafnar,
við Gammel Mønt.
Örtröð við nýja
Apple-verslun
● MATSFYRIRTÆKIÐ Moody’s
Investors Service hefur tilkynnt að
það hyggist endurmeta lánshæf-
ismat opinberra fyrirtækja og
stofnana víðs vegar um heiminn á
næstu mánuðum og nota við það
nýja aðferð.
Samktæmt því sem fram kemur
í tilkynningu til Kauphallar Íslands
telur Moody’s að líklega muni
þetta endurmat leiða til þess að
matseinkunn flestra opinberra fyr-
irtækja og stofnana muni ann-
aðhvort verða staðfest eða
hækka, en þó geti verið að ein-
hverjar einkunnir kunni að verða
lækkaðar.
Íbúðalánasjóður er eitt þeirra
opinberu fyrirtækja sem er á lista
þeim sem Moody’s birti yfir þau
fyrirtæki sem þessar nýju mats-
aðferðir muni ná til.
Moody’s
notar nýja aðferð
● FRANSKI fjarskiptarisinn Alcatel
jók hagnað sinn lítillega á fyrsta
fjórðungi árs-
ins. Sérfræð-
ingar telja
hagnaðinn
hins vegar
vera minni en vænst var. Tekjur fé-
lagsins á tímabilinu voru um 2,6
milljarðar evra, um 213 milljarðar
króna, og jukust um 3,7% frá
sama tímabili síðasta árs. Nettó-
tekjur félagsins minnkuðu hins
vegar um helming og voru 124
milljónir evra eða rúmir 10 millj-
arðar króna.
Í tilkynningu frá Alcatel segir að
mikill vöxtur sé í uppbyggingu fjar-
skiptaneta á nýjum mörkuðum,
svo sem í Kína, Rússlandi, Ind-
landi og Brasilíu. Í Vestur-Evrópu
hafi þróun og útbreiðsla þriðju kyn-
slóðar farsíma skilað hagnaði.
Rekstrarhagnaður farsímakerfa
hafi numið 5,4 milljörðum króna.
Alcatel skilar hagnaði
BRESKA verslunarkeðjan Somerfield hefur keypt 13
þjónustustöðvar af Texaco og mun leigja 105 verslanir til
viðbótar, að því er greint er frá í breskum dagblöðum.
Somerfield mun alls greiða 15,3 milljónir punda, nærri
1,9 milljarða króna, fyrir verslanirnar 13 en leigan verður
greidd með hlutabréfum. Texaco selur hinar verslanirnar
aftur á móti til nýs fyrirtækis, Azure Property LLP, sem
leigir þær áfram til Somerfield. Þar með rekur Somer-
field 162 þjónustustöðvar, þar sem kaupa má eldsneyti og
hvers konar þægindavöru.
Yfirtökutilboð hækkað
Á sama tíma harðnar baráttan um yfirtöku á Somer-
field. Á fréttavef breska blaðsins Times er greint frá því
að fasteignafélagið London & Regional, sem er í eigu
Richards Livingstones og nýtur stuðnings japanska
bankans Nomura, hafi hækkað tilboð sitt í Somerfield og
þar með jafnað tilboðið sem Baugur stendur að ásamt
Robert Tchengui, sem munu tilbúnir til að greiða 1,12
milljarða punda fyrir keðjuna, nærri 136 milljarða króna,
eða 205 pens á hlut. Livingstone hafði áður lýst því yfir að
hann væri tilbúinn til að greiða 190 pens á hlut.
Nú er talið mjög líklegt að stórmarkaðskeðjan Asda
blandi sér í baráttuna um Somerfield. Asda hefur nú
fengið fjárfestingabankann Lazard til ráðgjafar í tilboðs-
gerðinni. Asda er í eigu Wal-Mart, stærstu smásöluversl-
unar heims, og er talið að kaup á Somerfield myndu
styrkja mjög stoðir Asda í samkeppninni við Tesco sem
er stærsta smásölukeðja Bretlands.
Somerfield kaupir
verslanir af Texaco
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Borgarfjörður Fyrsta menningar-
tengda hótelið á Íslandi var opnað 28.
apríl sl. í Reykholti en það er þrett-
ánda Fosshótel landsins. Af tilefni
opnunarinnar var mikið um dýrðir í
Reykholti. Gestum var fyrst boðið til
Snorrastofu þar sem starfsemin var
kynnt fyrir þeim en því næst var mót-
taka í Ásgarði, veitingasal hótelsins,
og gefinn kostur á að skoða húsa-
kynni.
Aðdragandi þess að hótelið í Reyk-
holti bættist við Fosshótelkeðjuna er
sá að eignarfélagið Helgaland, keypti
Reykholt sl. haust og fór þess fljót-
lega á leit við Fosshótel að það tæki
að sér rekstur og langtímaleigu á hót-
elinu. Fosshótelkeðjan verður 10 ára
á næsta ári en hún byrjaði með
rekstri á Fosshóteli Lind í maí 1996.
Þróun í ferðaþjónustu
Sigrún Hjartardóttir varð fyrir
svörum þegar fréttaritari heimsótti
nýja hótelið. Sigrún bjó lengi í Banda-
ríkjunum, rak m.a. hótel í Flórída í 10
ár. Núna er hún hótelstjóri á Foss-
hóteli Lind og sér jafnframt um al-
mannatengsl fyrir hótelkeðjuna. Að
sögn Sigrúnar er hótelið í Reykholti
einstakt í þessari keðju vegna þess að
það er menningartengt. ,,Ferða-
málaráð og Samtök ferðaþjónust-
unnar hafa mælt með vöruþróun í
ferðageiranum. Náttúra Íslands hef-
ur auðvitað mikið aðdráttarafl en
fleira er hægt að gera og kom fljót-
lega upp sú hugmynd að þar sem
Reykholt er á þessu mikla menning-
arsetri yrði hótelið menningartengt,
og vildum við kynna goðafræðina og
hinar merkilegu íslensku bók-
menntir, við undirspil klassískrar
tónlistar.“
Renato Grunenfelder, fram-
kvæmdastjóri hótelkeðjunnar, á og
vann þessar hugmyndir. Allir list-
munir og myndir tengjast þessu
þema. Allir álmar og gangar hafa sitt
þema t.d. er einn gangurinn tileink-
aður Freyju en þar er brúðkaups-
svítan ,,Lokrekkja Freyju“. Sigrún
segir að Renato hafi eytt drjúgum
stundum á Netinu, en marga ef ekki
flesta þá muni sem nú prýða veggi og
sali hótelsins fann hann á E-Bay en
annað var fundið á landinu með hjálp
Snorrastofu, Árnasafns, bóksala og
annarra fróðra manna og stofnana.
Listamennirnir Haukur Halldórsson
og Sigrún Lára Shalko eiga nokkur
verk á hótelinu; veggteppi, púða og
myndverk.
,,Breytingar á hótelinu byrjuðu í
nóvember á síðasta ári og eru gíf-
urlegar. Tunglstofa, þar sem þemað
er tunglið og allt því tengt, var byggð
þar sem áður var svið. Gangar og her-
bergi voru teppalögð, veggir voru
brotnir niður og t.d. þar sem áður
voru tvö lítil herbergi og baðlaus er
nú eitt 24 fermetra herbergi með
baði. Allar skreytingar og listaverk í
anda goðafræðinnar eru nýjar.“
Aðspurð segir Sigrún að bókanir
séu óðum að taka við sér, en enn sem
komið er er nóg til af herbergjum á
Reykholti í sumar. ,,Þegar á heildina
er litið eru bókanir sumarsins um
10% færri en voru á sama tíma í fyrra
en bókunarhegðun gesta er mikið að
breytast. Nú bókar fólk ferðir sínar
og gistingu með æ styttri fyrirvara,
og gerir það á Netinu.“ Á hótelinu eru
58 herbergi með baði og 15 baðlaus,
og gætu alls gist þar u.þ.b. 130 gestir.
Verð á herbergjum er frá 7.800 fyrir
tveggja manna herbergi án baðs, og
upp í 17.000 kr. fyrir tveggja manna
herbergi með baði á háannatíma.
Morgunmatur er alltaf innifalinn í
gistingu á Fosshótelum. Áform eru
um að reyna að ná stöðugri nýtingu á
hótelinu allt árið um kring.
Fyrir fólk sem
vill vera í ró og næði
,,Okkar markhópur er það fólk sem
vill fara út á land og njóta þess að
vera í ró og næði og hlaða sig orku
bæði á líkama og sál. Í vetur verður
opið fyrir hópa því við stefnum að því
að halda hin ýmsu námskeið, svo sem
hópeflis-, framsögu- og bókmennta-
námskeið, svo og ýmislegt sem varð-
ar andleg málefni. Femin.is hefur t.d.
lýst yfir áhuga á að vera með nám-
skeið hjá okkur og kórar vilja koma í
æfingabúðir. Framtíðarsýn okkar á
Reykholti er að nýta allt ónýtta pláss-
ið sem er í kjallara hótelsins til heilsu-
lindar; bað, nudd og sauna. Úti er
stefnt að því að byggja þrjár laugar í
stíl við Snorralaug.“
Veitingastaðurinn Ásgarður er op-
inn á kvöldin. Á matseðlinum er boðið
upp á rétti dagsins, sem á Fosshót-
elum er alltaf á verðbilinu 1.090–1.390
kr., og svo allt frá pastaréttum til
höfðinglegra steika auk barnamat-
seðils. Frá 1. maí verður einnig boðið
upp á hlaðborð í hádeginu. Um tutt-
ugu manns vinna við hótelið og er
rúmur helmingur starfsmanna úr
héraði og er búið að ráða allt starfs-
fólk sumarsins. Einar Valur Þorvarð-
arson er hótelstjóri í Reykholti og
hefur hann stýrt hótelinu í gegnum
endurbæturnar. Hann er afar ánægð-
ur með hversu miklum stakkaskipt-
um hótelið hefur tekið og hlakkar til
að fá sem flesta í heimsókn.
Endurbætt hótel Frá vinstri Valdís Jóhannsdóttir, sölu- og markaðsstjóri
Fosshótela, Einar Valur Þorvarðarson, hótelstjóri Reykholts, Renato
Gruenenfelder, framkvæmdastjóri Fosshótela ehf., og Sigrún Hjartar-
dóttir, hótelstjóri Lindar og umsjónarmaður almannatengsla keðjunnar.
Fyrsta menningar-
tengda hótelið
opnað í Reykholti
Goðafræði og bókmenntir skipa ákveðinn sess
í hinu endurnýjaða hóteli í Reykholti í Borg-
arfirði. Guðrún Vala Elísdóttir kynnti sér
starfsemina og ræddi við forráðamenn þess.
VESTURLAND