Morgunblaðið - 02.05.2005, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
V
eruleg umskipti sýnast í
vændum í Chile sem
fullyrða má að sé heldur
íhaldssamt þjóðfélag.
Allt bendir til þess nú að
kona verði í fyrsta skipti kjörin for-
seti landsins þegar kosningar fara
fram í desembermánuði.
Þar ræðir um þær Michelle Bach-
elet og Soledad Alvear. Sú fyrrnefnda
tilheyrir flokki sósíalista en Alvear er
kristilegur demókrati. Önnur hvor
þeirra verður útnefnd frambjóðandi
samsteypustjórnarinnar sem nú ræð-
ur ríkjum í Chile. Sigurvegarinn mun
síðan mæta Joaquín Lavín, frambjóð-
anda hægri flokkanna.
Stjórnmál í Chile hafa skipast með
heldur óhefðbundnum hætti. Þrír
stórir flokkar fara fyrir sam-
steypustjórninni í Chile, sem jafnan
er nefnd „Concertación“ á spænskri
tungu en það orð vísar til samvinnu
og sátta. Stærstur er flokkur kristi-
legra demókrata („Partido Demó-
crata Cristiano“), þá kemur Sósíal-
istaflokkurinn („Partido Socialista“)
og loks Lýðræðisflokkurinn eða
„Partido por la Democracia“. Þeir
tveir síðastnefndu eru til vinstri svo
stuðst sé við viðteknar skilgreiningar
í stjórnmálum en flokk hinna kristi-
legu má staðsetja á miðjunni í stjórn-
málum Chile.
Tveir hægri flokkar bera uppi
stjórnarandstöðuna. Þar ræðir ann-
ars vegar um Bandalag óháðra lýð-
ræðissinna („Unión Demócrata In-
dependiente“) og Endurnýjunar-
flokkinn („Renovación Nacional“).
Saman mynda þessir flokkar „Banda-
lag vegna Chile“ („Alianza por
Chile“).
Fráfarandi forseti landsins, Ric-
ardo Lagos Escobar, tilheyrir „sátta-
bandalagi“ stjórnarflokkanna og nú
er baráttan hafin um hver fyllir sæti
hans.
Sögulegt sjónvarpseinvígi
Í liðinni viku mættust þær Michelle
Bachelet og Soledad Alvear í sjón-
varpskappræðu sem talið er að um
fjórar milljónir manna, fjórðungur
íbúa Chile, hafi fylgst með. Þetta er í
fyrsta skiptið sem slíku „einvígi“ er
sjónvarpað í Chile. Margir telja að
kappræða þessi marki þáttaskil í
stjórnmálalífi landsmanna. Og víst er
að gangi spár eftir eru mikil umskipti
í vændum í desembermánuði því
staða „Concertación“ er talin mjög
sterk í aðdraganda forsetakosning-
anna. Hafa ber í huga að Chile hefur
um flest verið heldur íhaldssamt sam-
félag fram á síðustu ár. Þannig hefur
þátttaka kvenna í atvinnulífinu verið
heldur lítil þó svo konurnar hafi verið
í sókn í stjórnmálum landsmanna.
Michelle Bachelat þótti fara með
sigur af hólmi í sjónvarpseinvíginu.
Af fréttum að dæma einnkenndist
það þó af fremur litlum málefna-
legum ágreiningi. Þær Alvear og
Bachelet hyggjast ekki láta þar við
sitja. Alls hafa 13 slíkar kappræður
verið skipulagðar fram að prófkjörinu
sem fram fer 31. júlí. Áhuginn sýnist
mikill og sjálfur lýsti Lagos forseti
þessum umskiptum sem „mikilvægu
framlagi til lýðræðisins“.
Málsvari millistéttarinnar
Soledad Alvear er lögfræðingur að
mennt og hefur mikla stjórnmála-
reynslu. Hún hefur m.a. verið utan-
ríkisráðherra og ráðherra dómsmála.
Hún er fædd 1950 og á einnig að baki
nokkurn feril í háskólasamfélaginu.
Þegar vefsíða hennar er skoðuð kem-
ur fram áhersla á heldur viðtekin og
lítt umdeild gildi; á þjóðfélagslega
sátt og samstarf auk þess sem mál-
efni fjölskyldunnar eru henni of-
arlega í huga. „Chile okkar – ein fjöl-
skylda“ er raunar slagorð hennar.
Athyglisverð er ennfremur sú nálgun
Alvear að stórir þjóðfélagshópar í
Chile eigi sér enga málsvara. „Ég
verð forseti millistéttarinnar, meiri-
hlutans sem á sér engan málsvara,“
sagði hún m.a. á fundi í borginni
Concepción á dögunum.
Varnarmálaráð-
herra fyrst kvenna
Michelle Bachelet leggur hins veg-
ar mun ríkari áherslu á að brugðist
verði af auknum þunga við misskipt-
ingu auðsins í Chile. Flest sýnast bar-
áttumál hennar heldur viðtekin þegar
um frambjóðanda sósíalista er ræða.
Menntastigið er henni áhyggjuefni og
hún vill beita sér fyrir réttnefndu
„þjóðarátaki“ í velferðar- og trygg-
ingakerfinu. Slagorð hennar er
„Bachelet – við sigrum öll“.
Bachelet er sömuleiðis mennta-
kona, fædd í Santiago árið 1951. Hún
er læknir að mennt en hefur einnig
gráðu í herfræðum. Bachelet er sýni-
lega tungumálagarpur hinn mesti,
hún kveðst tala þýsku, frönsku og
portúgölsku reiprennandi auk ensku.
Raunar stundaði hún einnig nám í
Þýskalandi en þangað flúði fjöl-
skyldan eftir að hafa sætt marg-
víslegum þvingunum í heimalandinu
á dögum herforingjastjórnarinnar
sökum stjórnmálaskoðana sinna.
Árið 1990 þegar lýðræðið var end-
urreist í Chile eftir 17 ára herfor-
ingjastjórn sneri Bachelet aftur og
tók að taka virkan þátt í stjórnmálum
á vettvangi Sósíalistaflokksins. Hún
var skipuð heilbrigðisráðherra árið
2000 í kjölfar sigurs Lagos í for-
setakosningunum það ár. Því starfi
sinnti hún í tæp tvö ár en 7. janúar
2002 var hún skipuð ráðherra land-
varna fyrst kvenna ekki aðeins í Chile
heldur í gjörvallri Rómönsku Am-
eríku.
Sigra báðar andstæðinginn
Ljóst er því að öflugir frambjóð-
endur takast á í forkosningum
„Concertación“. Og sigurlíkur þess-
ara kvenna eru miklar. Skoðanakann-
anir hafa leitt í ljós að báðar myndu
þær sigra Joaquín Lavín sem er
fæddur árið 1953 og er fyrrum borg-
arstjóri Santiago. Samkvæmt þeirri
nýjustu myndi Bachelet fá 49% at-
kvæða gegn 38% Lavíns. Alvear
myndi sigra hann 44–36.
Og hvor fer með sigur af hólmi?
Michelle Bachelet ef marka má kann-
anir. Þær hafa ítrekað leitt í ljós að
hún hafi verulegt forskot á keppinaut
sinn. Í þeirri síðustu mældist fylgi
hennar 61% en Alvear 26%.
Konur keppa
um forsetaemb-
ættið í Chile
APSoledad Alvear (t.h.) og Michelle Bachelet takast á í sjónvarpseinvíginu.
asv@mbl.is
Fréttaskýring | Tvær konur keppa nú um að verða útnefndar frambjóðandi stjórnarflokkanna í forseta-
kosningunum í Chile. Ásgeir Sverrisson segir frá frambjóðendunum.
FIMM menn sem handteknir voru í
Írak í gær eru sagðir hafa viður-
kennt að hafa tekið af lífi Margaret
Hassan, forstöðukonu Care-hjálp-
arsamtakanna.
Hassan, sem var 59 ára gömul,
var rænt í október í fyrra. Mynd-
band sem sýndi aftöku hennar var
birt um mánuði síðar en lík hennar
hefur ekki fundist. Hún hafði búið í
Írak í 30 ár og var gift Íraka.
Talsmaður breska sendiráðsins í
Bagdad sagði að ýmsir munir sem
talið væri að verið hefðu í eigu
Margaret Hassan hefðu fundist í
húsinu þar sem mennirnir voru í fel-
um. Þar mun ræða um fatnað í eigu
hennar, skjöl og tösku.
Embættismaður í innanríkis-
ráðuneyti Íraks sagði í samtali við
AFP-fréttastofuna að alls hefðu 11
menn verið handteknir. Fimm
þeirra hefðu viðurkennt að hafa
tekið þátt í ráninu á Hassan og af-
töku hennar. Þessar upplýsingar
höfðu þó ekki fengist staðfestar í
gærkvöldi og ekki var fyllilega ljóst
hversu margir voru handteknir.
Mannfall í Bagdad
Fjórtán Írakar, þar af fimm lög-
reglumenn og ung stúlka, týndu lífi
í árásum í Bagdad í gær. Byssu-
menn tóku lögreglumennina af lífi
þar sem þeir sváfu í varðstöð í suð-
urhluta borgarinnar. En stúlkan
týndi lífi ásamt fimm öðrum er bíl-
sprengja sprakk í borginni þegar
bandarísk herbílalest fór um.
1.500 Kúrdar í fjöldagröf
Sérfræðingar rannsaka nú
fjöldagröf sem fundist hefur í suð-
urhluta Írak. Talið er að hún geymi
jarðneskar leifar um 1.500 Kúrda
sem Saddam Hússein, þáverandi
einræðisherra í Írak, lét taka af lífi.
Fjöldagröfin samanstendur af 18
grunnum skurðum nærri bænum
Samawa. Talið er að fólkið hafi ver-
ið tekið af lífi seint á níunda áratug
liðinnar aldar, sennilega árið 1988.
Það var handtekið og flutt frá Norð-
ur-Írak og er það hald sérfróðra að
fórnarlömbin hafi verið látin stilla
sér upp á barmi skurðanna. Síðan
hafi Kúrdarnir verið teknir af lífi
með mikilli vélbyssuskothríð.
Börn og konur eru mikill meiri-
hluti fórnarlambanna ef marka má
þær upplýsingar sem nú liggja fyr-
ir. Af 113 líkum sem grafin hafa ver-
ið upp hafa öll nema fimm þeirra
verið af konum og börnum. Klæðn-
aður fólksins tekur af allan vafa um
það að fórnarlömbin voru Kúrdar.
Saddam Hússein lét einnig beita
efnavopnum gegn Kúrdum árið
1988 þegar þúsundir manna voru
myrtar í árás á bæinn Halabja.
300 fjöldagrafir í Írak
Bærinn Samawa er um 300 kíló-
metra suður af höfuðborginni,
Bagdad. Fjöldagröfin fannst í fyrra
en rannsókn á henni hófst nú í apr-
ílmánuði. Íraskir embættismenn
segja að í landinu sé að finna tæp-
lega 300 fjöldagrafir, sem geyma
líkamsleifar fórnarlamba Saddams
Hússeins. Fráfarandi mannrétt-
indaráðherra írösku bráðabirgða-
stjórnarinnar, Bakhtiar Amin,
sagði í janúarmánuði að um 300.000
lík væri að finna í fjöldagröfum í
Írak.
Sagðir hafa játað á sig
morðið á Margaret Hassan
Reuters
Margaret Hassan
Kaíró. AP. | Rúmlega tvö hundruð
manns voru í gær handteknir eða
færðir til yfirheyrslu í Egyptalandi
vegna tveggja árása á ferðamanna-
staði í Kaíró á laugardag. Þrír
herskáir íslamistar létu þá lífið og sjö
særðust.
Talsmaður lögreglu sagði að meira
en 200 manns hefðu verið handteknir
í fátækrahverfum Kaíró þar sem fjöl-
skyldur tilræðismannanna búa.
Tilræðismaður sprengdi sig í loft
upp við egypska þjóðminjasafnið í
Kaíró á laugardag, og særðust m.a.
ísraelskt par, ítölsk kona og sænskur
karl. Tæpri klukkustund síðar létu
systir mannsins og unnusta hans lífið
eftir að hafa hafið skothríð á rútu
með ferðamönnum annars staðar í
borginni.
Hinn 7. apríl týndu tveir Frakkar
og einn Bandaríkjamaður lífi í
sprengjutilræði á stærsta markaði
Kaíró en talið er að tilræðismennirn-
ir á laugardag hafi komið að þeirri
árás.
200 teknir
höndum
í Kaíró