Morgunblaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
MEÐFERÐ ÞUNGLYNDIS
Notkun serótónín-geðdeyfðar-lyfja hefur aukist verulegahér á landi á undanförnum
einum og hálfum áratug. Serótónín-
lyfjum var fagnað mjög þegar þau
komu fyrst fram, enda fylgdu þeim
minni aukaverkanir en þeim lyfjum,
sem þá tíðkaðist að gefa til að vinna
á þunglyndi. Til merkis um aukn-
inguna má nefna að árið 1989 var
söluverðmæti þessara lyfja 17,5
milljónir, en 779 milljónir árið 2004. Í
fyrstu fengu einkum fullorðnir lyfin,
en á síðustu árum hefur færst mjög í
vöxt að þau hafi verið gefin börnum
og unglingum. Að mati Landlækn-
isembættisins neyttu rúmlega 900
börn og unglingar 19 ára og yngri
SSRI-lyfja árið 2004.
Í grein eftir Helgu Kristínu Ein-
arsdóttur í Tímariti Morgunblaðsins
í gær var fjallað um „serótónín-
sprenginguna“ og þá umræðu, sem
nú á sér stað um úrræði við þung-
lyndi og meðferðarkosti.
Það er áhyggjuefni hvað mörg
börn á Íslandi nota geðdeyfðarlyf. Í
greininni er rætt við Benedikt Jó-
hannsson sálfræðing, sem segir með-
al annars frá því að byrjað hafi verið
að nota SSRI-lyf við geðdeyfð og
þunglyndi hjá börnum og unglingum
án þess að þau hafi verið prófuð með
fullnægjandi hætti, en í fyrra sendi
Landlæknisembættið frá sér viðvör-
un þar sem sagði að tiltekin gerð
serótónín-lyfja gæti aukið tíðni
sjálfsvígshugsana og sjálfskaðandi
atferlis hjá unglingum. „Nýverið hafa
komið fram upplýsingar um slíkar
rannsóknir og kerfisbundinn saman-
burð á því hvernig þessi lyf virka á
börn og unglinga og voru niðurstöður
ekki jafnhagstæðar og hjá fullorðn-
um,“ segir Benedikt. „Notkun geð-
deyfðarlyfja hefur stóraukist á fáum
árum og ávísun ýmiss konar geðlyfja
til barna og unglinga hefur farið
hratt vaxandi. Undanfarin ár hefur
orðið mikil aukning á notkun geð-
deyfðarlyfja fyrir börn, sem var mjög
fátíð áður fyrr, og ef við förum 20 ár
aftur í tímann var einungis eitt og
eitt barn að fá lyf. Reyndar eigum
við Norðurlandamet í notkun geð-
deyfðarlyfja, hvort sem um fullorðna
eða börn er að ræða og eru lyfin gef-
in allt niður í forskólaaldur.“
Í greininni er vitnað í tímaritið
Scientific American Mind þar sem
segir að undanfarið hafi þróast nýjar
aðferðir, sem verið geti að séu „allt
eins góðar til þess að lina bráða van-
líðan í öllum nema alvarlegustu
þunglyndistilfellunum. Sumar þeirra
taka lyfjum líka fram með því að
bæta samband viðkomandi [við sína
nánustu] og draga úr líkum á því að
einkenni geri vart við sig á ný …
[Þunglyndi] er yfirleitt þrálátt og
þeir sem eru meðhöndlaðir með lyfj-
um einvörðungu geta þurft að taka
þau árum saman, ef ekki alla ævi til
þess að varna því að veikjast aftur.
Með því að tvinna saman sálfræði- og
lyfjameðferð, það er lyfjum við bráð-
ustu einkennunum og sálrænum að-
ferðum til þess að gera áhrifin víð-
tækari, eru hugsanlega mestar líkur
á því að hægt sé að ná fullum og end-
anlegum bata.“
Matthías Halldórsson aðstoðar-
landlæknir ræðir þessi mál í grein-
inni: „Ég vil ekki draga úr því að
þessi nýju þunglyndislyf voru mjög
til bóta þegar þau komu á markað.
En spurningin er sú hversu langt á
að ganga. Það má ekki ganga svo
langt að allar aðrar lausnir séu nán-
ast útilokaðar og fjármunir til ann-
arra aðferða séu ekki fyrir hendi.
Lyfjagjöf hentar sumum mjög vel, en
svo eru aðrir sem þessi lyf virka
mjög lítið á og þeir þurfa önnur úr-
ræði.“
Þunglyndi virðist vaxa með hverri
kynslóð og sömuleiðis notkun geð-
deyfðarlyfja. Mjög líklegt er að
breyttir lífshættir í nútímaþjóðfélagi
eigi þar hlut að máli. Það er nauð-
synlegt að leita rótanna að þessum
vanda og um leið ber að taka undir
þau orð aðstoðarlandlæknis að ein
aðferð megi ekki útiloka aðrar lausn-
ir. Eins og hann bendir á er þung-
lyndi af ýmsum toga og hver sjúk-
lingur á rétt á þeirri meðferð, sem
hentar honum best.
FJÖLSKYLDAN OG ATVINNULÍFIÐ
Þótt jafnréttisumræða fari fram hérá landi og bæði karlar og konur
eigi að njóta lögbundinna réttinda á
vinnumarkaði virðist sú alls ekki vera
raunin. Í rannsókn Gyðu Margrétar
Pétursdóttur, sem kynnt var á morg-
unverðarfundi Félagsfræðingafélags
Íslands í liðinni viku og greint var frá í
Morgunblaðinu á laugardag, koma
fram vísbendingar um að konur virðist
ekki jafneftirsóttar í vinnu og karlar
vegna hugmynda um ólíkt eðli
kynjanna og þess að konur geti gengið
með og fætt börn. Gyða skoðaði við-
horf yfirmanna til kynjanna og tók
viðtöl við sjö yfirmenn, sem hún sagði
að teldu karla verðmætari starfs-
krafta en konur. „Ég get ekkert ráðið
svoleiðis fólk vegna þess að það passar
ekkert hérna inn,“ sagði einn viðmæl-
andi hennar og átti við konur.
Hildur Friðriksdóttir, félags- og at-
vinnulífsfræðingur, kynnti rannsóknir
sínar á atvinnulífi og fjölskyldu á
fundinum. Hennar niðurstöður sýna
að hvorki karlar né konur vilji vera
neydd til að útiloka fjölskyldu sína
þrátt fyrir að vinnan sé góð og
skemmtileg. Hins vegar bendi svör
viðmælenda hennar til þess að fólk líti
á langan vinnudag sem dyggð og óttist
jafnvel að ná ekki frama í starfi ef það
er ekki sýnilegt á vinnustaðnum eða
sýnir að það leggur fjölskylduna til
jafns við vinnuna.
Þau vandamál, sem rannsóknir
Gyðu Margrétar Pétursdóttur og
Hildar Friðriksdóttur draga fram, eru
alvarleg. Það er hægt að setja lög og
fjalla um jafnrétti af miklum móð, en
það er til lítils ef ekki tekst að vinna á
því hugarfari, sem lýst er hér að ofan.
Ekkert fyrirtæki starfar í tómarúmi.
Það er hluti af þjóðfélaginu og á vöxt
sinn og viðgang undir því að þar ríki
heilbrigt ástand. Ef starfsmaður er
neyddur til að vanrækja fjölskylduna
vegna vinnunnar bitnar það á endan-
um ekki bara á fjölskyldunni heldur
starfinu. Þá er ljóst að það fyrirtæki
er á alvarlegum villigötum, sem telur
sig hafa efni á að útiloka „svoleiðis
fólk“ og þar með helming þjóðfélags-
ins þegar það leitar að starfskrafti.
M
ikil fjölgun hefur
orðið á „blogg-
urum“ hér á landi
undanfarin ár.
Síðan vefsetrin
blog.central.is og www.folk.is (nú
Blogg á Vísi.is) hófu að bjóða fólki
upp á ókeypis vistun á bloggum hef-
ur bloggum einnig fjölgað gríð-
arlega. Nú er svo komið að stærstur
hluti þeirra sem skráðir eru gestir á
Vísi.is eru í raun að skoða blogg en
ekki fréttir, slíkt er umfang blogg-
heimsins og áhugi Íslendinga á
bloggum.
Ómögulegt er að fullyrða hversu
margir Íslendinga blogga og enn
erfiðara að sjá hversu margir
bloggarar eru virkir í úthaldi sínu á
bloggi, en nokkuð ljóst þykir að tala
íslenskra blogga er komin yfir tíu
þúsund og vex ört.
Óhætt er að segja að bloggmenn-
ingin sé að ná vissu hámarki hér á
landi, en fyrir þá sem ekki eru enn
orðnir sjóaðir í vefheimum eru
blogg nokkurs konar útfærsla á
dagbókum eða leiðarbókum á Net-
inu. Slík skilgreining nær þó engan
veginn utan um veruleika blogg-
anna, sem gegna afar fjölbreyttu
hlutverki og eiga sér gríðarlega
ólíkar útfærslur. Netfróðir vilja
margir skilgreina blogg sem sjálfs-
útgáfu hvers konar. Blogg hafa líka
tekið gríðarlegri þróun á und-
anförnum árum í ýmsar áttir, þau
þjóna nú gjarnan mikilvægu stoð-
hlutverki í kringum alls kyns út-
gáfu, nokkurs konar hliðs milli út-
gefanda og þeirra sem vilja fylgjast
með framlagi hans.
Bloggvæðingin hefur ekki aðeins
náð til fólks undir þrítugu, heldur
teygir hún sig upp í gegnum aldurs-
hópana og ræðst af tölvulæsi frekar
en aldri. Rétt eins og allir sem geta
lesið og skrifað geta haldið venju-
lega dagbók geta allir sem eru
nokkurn veginn tölvulæsir haldið
úti bloggi. Dreifingin er þó ekki
jöfn, enda er tölvulæsi mest meðal
yngra fólks. Þannig má ímynda sér
nokkurs konar píramídalaga ald-
ursdreifingu í bloggheimum.
Meðal áhugaverðra bloggara sem
komnir eru af unglingsárum má
nefna Nönnu Rögnvaldardóttur,
blaðamann Gestgjafans, sem á það
jafnvel til að deila með gestum sín-
um áhugaverðum uppskriftum. Siv
Friðleifsdóttir, þingkona og fyrr-
verandi umhverfisráðherra, er
einnig afar dugleg við að segja frá
daglegu lífi sínu og birtir einnig
fjölda mynda úr ferðum sínum og
fundum. Þá má nefna Sverri Jak-
obsson og Stefán Pálsson sagnfræð-
inga sem láta stjórnmál og fræði-
mennsku oft lönd og leið á bloggum
sínum og rabba um daglegt líf og
jafnvel fótbolta. Jón Ólafsson tón-
listarmaður bloggar einnig og deilir
tónlist með lesendum sínum og Sig-
urður Harðarson, hjúkrunarfræð-
ingur og pönkari, deilir út heim-
speki sinni og vísar á áhugaverða
tónlist.
Fleiri stjórnmálamenn halda úti
bloggum, m.a. Ögmundur Jónasson
og Björn Bjarnason, en sá síð
nefndi var fyrstur íslenskra s
málamanna til að hefja netskr
hefur haldið þeim ötullega við
ið frá upphafi.
Ólík og fjölbreytt
Einnig hefur Gunnar Hjálm
arsson, betur þekktur sem Dr
Mikil fjölgun blogga á Íslandi samfara útvíkkun blog
Gegnir
fjölbreyttu
hlutverki
Bloggum hefur fjölgað afar ört undanfarin ár.
Svavar Knútur Kristinsson skoðaði stöðu
bloggsins í dag og ræddi við bloggfróða
einstaklinga um þróun bloggheima.
MÁR Örlygsson, vefhönnuður og ráðgjafi,
hefur um árabil starfað innan vefgeirans og
fylgst náið með þeirri þróun sem á sér stað í
upplýsingasamfélaginu. Segir hann mikil-
vægt að þróa orðræðu um upplýsinga-
samfélagið.
„Stundum er talað um blogg sem persónu-
lega útgáfu, sem er kannski ekki besta orðið,
því það dregur svolítið mikla athygli að ein-
staklingnum, á meðan blogg getur líka verið
framkvæmt af fyrirtæki,“ segir Már. „Þá er
kannski frekar hægt að tala um sjálfsútgáfu
eða örútgáfu. Þetta eru allt hugtök sem eiga
eftir að mótast. Orðræðan um útgáfu á vefn-
um á eftir að þróast mikið og þroskast. Hún
er á köflum í dag bæði óþarflega tæknihlaðin
og gildishlaðin.“
Már segir orðið „blog“ hafa fest sig í sessi
bæði í ensku og íslensku af því það er ferskt
og ekki klyfjað af myndlíkingum sem eiga
ekki við það. „Það er kannski eitt af fyrstu
skrefunum í að búa til orðræðugrundvöll
fyrir vefútgáfu á eigin forsendum. Það er
gott af því að það er orð út í loftið, sér-
staklega á íslensku. Orðið „útgáfa“ fær
mann strax til að hugsa um ritstjóra, forlög
og prentun. Orðið „blogg“ er mun sjálfstæð-
ara.“
Þeir möguleikar sem vefurinn gefur fólki
eru nú óðum að renna upp fyrir almenningi
og segir Már augu fólks vera að opnast. „Það
að setja hlut á vefinn er ígildi þess að gefa
hann út. Áður hefði það kostað dreifing-
arnet, vörubíla og prentsmiðjur, en í dag er
þetta spu
eru uppl
gengileg
sem fæð
gefur síð
Augun að opnast fyrir
möguleikunum
Már Örly
SALVÖR Gissurardóttir, lektor í tölvu- og
upplýsingatækni við KHÍ og fyrrum sér-
fræðingur í málefnum upplýsingasamfélags-
ins hjá forsætisráðuneytinu, heldur úti síðu
þar sem hún fjallar um ýmis málefni, m.a.
veruleika bloggheima. Hún hélt upp á fjög-
urra ára „bloggafmæli“ sitt 1. apríl sl.
Segir Salvör helstu breytingar sem orðið
hafa á bloggum undanfarin ár vera þær að
þau eru orðin mun fjölbreyttari, en fyrst hafi
bloggin næstum verið einkamál stráka sem
höfðu tölvur og tæknibúnað fyrir sitt helsta
áhugamál. „Það er líka orðið áberandi að
stjórnmálamenn eru farnir að líta á þetta
sem verkfæri sitt. Ef þú fylgist með stjórn-
málaumræðu er iðulega vitnað í það sem
stjórnmálamenn skrifa á blogginu sínu. T.d.
efast ég um að Freyjumálið í Kópavogi hefði
orðið neitt mál hefði Siv ekki fjallað um það
á blogginu sínu og birt myndir. Stjórn-
málamenn hafa sumir reynt að byrja á vefn-
um og gefist upp, en ég held að þetta sé eins
og allar breytingar, þetta gerist smám sam-
an. En mér sýnist í dag að ef þú ætlar að
hafa rödd í stjórnmálum, náirðu ekki til ein-
hvers hluta fólks ef þú ert ekki með blogg.“
Björn Bjarnason er án efa fyrsti íslenski
stjórnmálamaðurinn sem bloggaði og segir
Salvör hann í raun fyrir vikið hafa verið
mjög mikið í umræðunni. „Fyrir nokkrum
árum hefði þögn verið góð strategía fyrir
stjórnmálamenn í óþægilegum málum. Þeg-
ar stjórnmálamenn verja t.d. gjörðir sínar í
bloggi og rökstyðja hvað þeir hafa gert, þá
halda þeir málunum vakandi í lengri tíma.
Það hafa kannski verið meiri árásir á Björn
af því hann hefur verið svo duglegur að tjá
sig. Að sumu leyti hefur Björn verið í far-
arbroddi
sem hald
verða að
inn. Nú h
Salvör
„En það
Mikilvægur vettvangur
fyrir stjórnmálamenn
Salvör G
ORÐIÐ Blog er, eins og mar
lesendur vita án efa, dregið
enska orðinu „Weblog“, sem
mætti þýða Vefskrá. Samkv
vefalfræðiorðabókinni Wiki
.org var það Jorn Barger se
fyrstur fram með orðið Web
desember 1997. Barger hélt
skrá yfir vefinn, þar sem ha
aði á áhugaverða hluti á vef
En það var Peter Merholz s
smíðaði orðið „blog“ í apríl
maí 1999, en þá braut hann
orðið weblog upp í We blog
weblog, weblogging og web
er voru öll tekin inn í Oxfor
English Dictionary árið 200
Blog náðu mikilli lýðhylli
um heim árið 2001 í kjölfar
anna 11. september, þar sem
vildi tjá sig um stöðu mála o
og framreiða upplýsingar u
stríðið gegn hryðjuverkum.
„Við blogg