Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.04.1955, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 04.04.1955, Blaðsíða 2
2 l *’■* - Mánudagur 4. apríl 1955 Hii mikla kokktei!partí - Frásögn sjónarvoffs Síðastliðinn föstudag, laust eftir klukkan fjögur, þyrpt- ust prúðbúnir gestir „Verzl- unarmanna" í vistlegan kjall- ara Þjóðleikhússins. Þeir höfðu nálega tvær stundir hlustað á forkólfa viðskipta- lífsins lýsa sér og athöfnum sínum í þjóðlífinu fögrum orðum. 1 fyrstu flokkaðist hoffólkið kringum hið lipra þjónustulið Þorvaldar kjall- arameistara, enda bar það fram veigarnar óspart og undirtektar ágætar af gesta hálfu. Aftarlega í hópnum, sem tróðst í veizlusalinn, voru þeir Vilhjálmur Þór og Dr- Krist- inn ráðherra; sló ráðherrann kumpánlega á þreyttar herð- ar Vilhjálms og mælti: „Til hamingju með daginn, Vil- hjálmur". Vilhjálmur lét sér nægja að glotta; ságði fátt, enda þys og orðaskak í kring. Þegar niður í kjallara kom var margt að sjá. Á einum stað hópuðust forkólfar SÍS, þeim er boðið var, og ræddu um gamla daga. Lyftu þeir glösum og skáluðu fyrir göml- um samherjum eins og t. d. Jóni Sigurðssyni foi'seta, Skúla fógeta, Magnúsi Step- hensen og fleirum álíka Sam- bandsmönnum. I kokkteil- veizlum er það siður, að allir séu vinir og gleymi daglegum erjum a. m. k. þangað til á 3. glasi. Má þannig t. d- nefna að Jónas frá Hriflu skiftist á gamanyrðum við ráðherra og aðra, sem hann er lítill vinur daglega. Er þar bæði, að mað- urinn er vel gefinn og tungu- mjúkur. Þá er og oftast sá siður hafður að menn rotta sig saman eftir eigin mati t. d. ræddi konsúll Ira einungis við konsúla og álíka virðingar- menn; yrti lítt á krosslausa kaupmenn og alls ekki á al- þýðufólk, enda maðurinn ætt- stór og stórvel að sér um alla hluti. Þegar líða tók á fagnaðinn og öl gerði menn fölva jókst áræðið. Vilhjálmur Þór hafði í öndverðu tekið sér stöðu nær hljómsveit og ræddi þar við ýmsa kollega. Varð virð- ingamönnum tíðförult til Vil- hjálms, en hann tók öllum vel, hét vináttu sinni og bað guð geyma þá er í erfiðleik- um voru, og þá sérstaklega Alþýðuflokksmenn, sem báru yfirbragð gerfigleði vínsins. I austurhorni salarins fylktu þeir liði Einar Olgeirsson og Magnús Kjartansson ritstj.; voru hvorugir í litklæðum, en flokkur þeirra óárennilegur og harðsnúinn. Þangað leit- uðu aðallega smákaupmenn og farandsalar, og hét Einar þeim trausti sínu þá er valda- tími hans hæfist að nýju. Mátti þannig glöggt greina þrjá aðalflokka; Vilhjálms- menn diplomata og flokk þeirra Einars- Smærri hópa, sem lítt áttu undir sér, gat og að líta. Thorsara-liðið var forustulítið, því Ólafur sat ekki fagnaðinn; En sjálfstæð- ir kaupmenn, t. d. Einar Pét- ursson, Eggert Kristjánsson og smærri spámenn stóðu ut- an flokka og óvíst hvað þeir hugsuðu. I hinum vistlega barsal, sátu og stóðu svo synir og dætur heildsala, sem smogið höfðu inn í skjóli feðra sinna. Var það gjarnan gaman þeirra, eins og smá- sveina er siður, að metast um eignir feðra sinna og höfðu sumir gaman að, þegar í brýn- ur sló með sveinunum/Bar þar einna mest á Gunnari Eggertssyni, enda átti hann af miklu mest að taka. Ýmsir voru þarna líka, sem höfðu fá erindi, og gengu þeir milli manna, ræddu nokkuð við hvern og drukku ómælt. Þar var einna fremstur í hópi Erlendur Einarsson forstjóri SÍS — in nominae —. Hann hefur að eigin sögn níutíu og fimm þúsund manns á eigin framfæri, og hafði Jón Sig- urðsson forseti dumpað hóp þessum í f angið á honum með milligöngu Vilhjálms Þórs. Um fimmleytið var ölið al- tnennt farið að svífa á menn og gerðust þá sumir úr þremur aðalflokkunum liðhlaupar. Þá fór að bera á „inspirasjónum“ og varð mörgum nauðsyn á að láta Vilhjálm heyra hugdettu sína og varð mikil þröng um Vil- hjálm. Brosti hann enn alúð- legar þegar menn slógu á fag- urgala við hann og þótti flest- um mikið til koma um lipurð hans og alúð. Átti Vilhjálmur þá oft til að skotra rétta aug- anu að hinum höfuðlausa Thorsaraflokk og skapraun- aði það þeim mjög að Ólafur var ekki viðstaddur- Gripu þeir þá til þess úrræðis að flytja kjarnan af hóp sínum inn í hliðarsal, en sitja ekki lengur undir augnráði banka- stjórans. Um kl. fimm þrjátíu 'fór Villijálmur, og þótti sjónar- sviftir. Hófst nú lokaþáttur gleðinnar, sveitadrykkja og skálar margar. Framhald á 7. síðu O—★~o lfSl i róðlegt lestrarefni fyrir !t heimilisfólkið! VALH ALL ARTÍÐIN DI 1. árgangur 13. tölublað Þeir Kári 09 Björn vega átta brennumenn - Óvíst að hefndum sé hœtt Ekki er svo að sjá, sem hefndum sé lokið fyrir brennu Njáls og sona hans að Bergþórshvoli. Fréttir að austan herma, að Kári og Björn hvíti úr Mörk hafi enn vcgið átta brennumenn og sært þrjá og þykir nálega með eindæmum hreysti Kára, því Björn er að allra sögn hið mesta vesæl- menni og huglaus. Þeir Björn og Kári hafa haldið félag með sér um stund, en mun það aðallega vera að eggjan húsfreyju, því liún er hinn mesti skörungur. Kári og Björn höfðu riðið austur í Skaftártungu, og far- ið leynilega um þingmanna- sveit Flosa, því Kári hugðist fara utan í Álftafirði. Þeir létu húsfreyju í Mörk segja að ef spurt yrði um Björn, þá væri hann farinn austur und- ir Eyjaf jöll og heimta fé. Þeir Sigfússyni komu þann dag í MÖrk og spurðu úm Björn, en er þeir fengu svör húsfreyju riðu þeir austur í Skaftárt- ungu og áðu við Skaftá- Skiptu þeir þar liði og reið Ketill úr Mörk austur í Meðal- land en þeir lögðust til svefns. Vissu þeir ekki fyrr en þeir Kári komu að þeim. Bgð Kári Björn standa að baki sér, hjálpa sér þó það er hann mælti Bardaginn Þeir brennumenn stóðu skjótt upp og var fljótastur Móðólfur Ketilsson, sem lagði spjóti til Kára. Kári hafði skjöld og festi spjótið þar í. Þeir hjuggust á samtímis og brast sverð Móðólfs en sverð Kára hljóp í síðu hans og var hann þegar dauður. Grani " ■: »UH .... Gunnarsson skaut spjóti að Kára, en Kári skaut því spjóti aftur til Grana í gegnum skjöld hans og í lærið fyrir neðan smáþarmana og í völl- inn. Komst Grani eigi af spjót inu fyrr en félagar hans drógu hann af og bjuggu um hann í dæld einni með hlífum. Mað- ur einn skauzt og ætlaði að höggva fót af Kára, en Björn hjó af þessum manni hönd- ina en Kári síðan manninn sundur í miðju. Lambi Sig- urðsson hljóp að Kára og hjó til hans með sverði og kom á skjöldinn og beit ekki á. Kári lagði til hans og í brjóst- ið og út um herðarnar. Var Lambi þá þegar dauður. Skömmu seinna hjó Kári Þorstein Geirleifsson til bana og rétt á eftir Gunnar úr Skál, góðan bónda. Þá hafði Björn sært þrjá menn, sem höfðu ætlað að vinna á Kára, en var þó aldrei í hættu, því hann skauzt jafnan bak við hann. Þeir, sem éftir lifðu af brennumönnum, hljópu nú á hesta sína og hleyptu beint mmem m •víamww *-&***-' á ána- Voru þeir svo hræddir að þeir komu hvergi til bæja né þorðu að segja tíðindin fyrr en þeir komu austur til Svínafells. Öllum þótti ferð þeirra hin sv'LVÍrðilegasta. Þeir Kári riðu í Skál og sögðu tíðindin; lát bónda og svo þeirra fimm og sár Grana og kvað betra að hann yrði færður til húsa ef hann ætti að lifa. Síðan riðu þeir á braut, en Björn lét þau orð falla að hann hefði ekki nennt að drepa Grana þótt hann væri þess maklegur. Enn frá vígum Þeir Kári riðu nú niður ána með miðkvíslinni og léttu eigi fyrr en þeir komu í mýri þá, sem heitir Kringlumýri. Hraun er þar allt í kring. Kára sótti svefn og bað hann Björn vaka, en skömmu seinna hafði Björn leitt sam- an hestana og vakið Kára og sagði honum að óvinir riðu að þeim- Brátt komu þeir Ketill að þeim og hljópu af hestum sínum. Var þar fyrstur Glúm- ur Hildisson og lagði til Kára með spjóti. Björn sér það og fær höggvið spjótið af skafti en Kári fótinn sundur á lær- inu og dó Glúmur þegar. Þeir Vébrandur og Ásbrandur Þór finnssynir hlupu að Kára og urðu þar skjót umskipti, því hann rak sverðið í gegnum Vébrand en hjó síðan báða fætur undan Ásbrandi. Rétt í þessari svipan urðu þeir báð- ir sárir Kári og Björn. Ketill úr Mörk lagði til Kára með spjóti en Kári braut skaftið og tók Ketil höndum. Vildi Björn vega hann en Kári bað hann láta kyrrt. Kvaðst hann gefa Kath grið- „Og þó svo verði, Ketill, oftar, að ég eigi vald á lífi þínu, þá skal ég þig aldrei drepa.“ Ketill svaraði fáu en reið á brott eftir félögum sínum og sagði tíðindin. Þeir Káxi og Bjöi’n riðu vestur eftir vig þessi. Þeir hafa nú drepið þrettán menn alls, með þeim fimm er þeir drápu saman Kári og Þor- geir skorargeir í Holti. Geta menn sér til að Kári fari nú utan og drepi þá Kol Þor- steinsson og Gunnar Lamba- son ef færi gefur. Það er sagt að austan, að Þegar Flosi frétti frá vígum þessum hafi hann' sagt, að óvíst væxá að Kái’i hefði henft að fullu brennunnar og sagði svo: „Er Kái’i engum manni líkur, þeim sem nú eru á landi voru.“ Fréttaritari.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.