Mánudagsblaðið - 09.05.1955, Blaðsíða 2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 9. maí 1955
„Sáttanefndir11 skemmta sér - hikk
Svipiiiyiidír íir Heykjavíkur-
lílinii
Það von.i óttalega þreyttir
menn, sem gengu um borð í
Gullfoss s.l. mánudag. Undan-
fama daga höfðu þeir barizt
ótrauðir fyrir eigin hagsmun-
um, lagt nætur við daga, rif-
ist, skammast og skipzt á
stóryrðum, annar aðilinn
voru atvinnurekendur undir
stjóm þeirra Björgvins Sig-
urðssonar og Kristjáns í
Kassagerðinni en hinn aðilinn
fulltrúar vinnandi stétta með
Hannibal hinn mikla Valdi-
marsson og Eggert Þorsteins-
son í fararbroddi. Framarlega
í hópnum var Ingvar Vilh.
sá eini, sem enn var í deilu-
skapi.
Nú voru allar erjur að baki,
báðir hrósuðu sigri og báðum
langaði til að gleðjast yfir
unnum sigri. Forráðamenn
Eimslcipafélags íslands höfðu
verið svo nærgætnir, að ljá
þeim flaggskip sitt til sam-
drykkju og áts, og ekki stóð
á fulltrúum vinnandi stétta,
að bragða á einhverju af góð-
gæti kapitalistanna, sem
„sugu þetta vín og góðmeti,
úr blæðandi vörum öreig-
anna“ eins og einn flokks-
maður þeirra orðaði það.
Um borð í Gullfossi biðu
hvítklæddir þjónar, skreytt
borð, veigar og allskýns aðr-
ar kræsingar. Fyrstur í hópn
um gekk Björgvin brosleitur
með blátt auga, næstur
Hannibal haukfránn á svip
en mildaðist þó er hann kom
auga á matarborðið. Næstir
'komu svo hinir óæðri menn,
og settu upp lýðræðisbros er
þeir litu verkamenn við vinnu
við höfnina.
1 fyrstu voru menn heldur
feimnir, en brátt strauk
meistari Bakkus allt feimnis-
bros af vörum og menn urðu
einarðir á svip, ákveðnir í tali,
en þó hófsamir. Maturinn
gerði og sitt til þess að ekki
sló í odda í fyrstu, þótt nóg-
ar væru glæður í eldinum.
Þegar líða tók á daginn
minntust einstakir meðlimir
þessara nefnda á fyrri fjand-
skap og mörg fáryrði. Tóku
þá að heyrast tvíræðar setn-
ingar, hnýfilyrði og skamm-
ir, en ennþá var ekki hægt að
segja að til átaka kæmi, því
þjónar voru liprir og báru
vatn á eldinn þar sem líkleg-
ast þótti að uppúr blossaði.
Voru líka margir meðal boðs-
gesta, sem reyndu allt til þess
að friður ríkti með mönnum
og sáttanefndin gengi ekki á
undan með ósætti og ill orð,
sem eflaust mætti rekja til
veitinga og þreytu. Kom svo
að lokum, að menn skildu ó-
happalaust frá.borði, og sýndi
einn þann höfðingsskap að
bjóða öllum hópnum til kvöld-
verðar á Hótel Borg.
Gestir á Hótel Borg eru
ýmsu vanir, svo og þjónustu-
lið. Þykir það vart nýlunda
þótt sláist í kekki með mönn-
um þar fremur gn á öðrum
veitingastöðum.
Á mánudagskvöld, þegar
alþýða sat undir borðum, gat
að heyra háreysti ekki all-
lítið í anddyri Hótel Borgar.
Skömmu síðar lukust upp að-
aldyrnar og inn gengu þeir
Björgvin, Hannibal og aðrir
nafnkenndir menn höfuðstað-
arins og fóru svo snúðugt að
smámenni urðu að hrökkva
undan svo ekki kæmi til á-
rekstra. Höfðu þeir háttu ber-
serkja hinna fornu og gengu
að þjónum og spurðu ef þeir
teldust jafnsnjallir sér. Þjón-
ar brostu lítillega, enda ó-
vanir slíku, en spurðu að er-
indum. „Erindið er að fá
borð“ sögðu berserkir, og var
þeim það fljótlega látið í té,
við enda „Gyllta salarins", en
þar sitja jafnan glaðværar
konur á síðkvöldum og dansa,
Sýnir þetta að þjónar hafa
gott vit á gamansemi.
En þó var það svo, að
ekki allir þeirra atvinnurek-
enda komust í salinn. Einn
þéirra hafði ekki gætt sín
nóg um borð í Gullfossi og
mátti vart teljast hæfur að
að sitja með höfðingjum sök-
um ölvímu. Vildi hann þó
ógjarnan skilja við félaga
sina, og varð nokkuð þref
milli hans og þjónaliðs og
dyravarða. Þó kom að lokum,
að hann sætti sig við orðinn
hlut og hvarf á brott. Bjugg-
| ust gestir við, að nú myndi ró
I ríkja og héldu áfram við mat
’ sinn.
En þessi von brást.
Brátt tók að heyrast mikill
undirgangur úr „gyllta sal“
glasaglaum mikil, háreisti og
orðaskak. Sást þá, að þeim
Björgvin vegnaði ekki vel við
þjóna, þótti afgreiðsla í
seinna lagi og ekki víndropi
í augsýn. Hófu sumir upp
raust sína, en aðrir slógu
mataráhöldum í borð, en Ing-
var þreyf glös hótelsins og
barði saman í ákafa. Leið
ekki nema örstutt stund, unz
Ingvar hélt á brotum tveim
milli fingra sér, en glösin iágu
í molum á gólfi en um sum
Framhald á 7. síðu.
1. árgangur
16. tölublað
sonaro
Furðuleg drykkjuveizla
Frétfabréf frá Noregi
Hákon konungur Haraldsson, sem tvisvar hefur sent
menn austur í Vermaland til jæss að heimta skatt af Arnviði
jarli skipaði Þorsteini Þórusyni, að heimta skattinn ella
skyldi hann útlægur vera. Hafa fyrri sendimenn Hákons
konungs ekki komið aftur og er j>að mál sumra að Arn-
viður hafi látið drepa þá. Egill Skallagrímsson var um þær
mundir með Þorsteini ?r sendimenn ltonimgs komu, og sá
hann gjöria hvað konungur meinti og bauðst fara fyrir hann.
Í.Er' það skemmst af að segja, að Egill er kominn aftur og
! skáttur til konungs og Þorsteinn í sátt tekinn.
: Margt gerðist í ferðum
{þeirra Egils og mun hér sagt
frá skiptum hans við Ármóð
skegg, stórauðugan bónda.
Þeir Egill voru tólf saman,
átta kónungsmenn og Egill
ásamt þremur förunautum.
Skiptu þeir liði þannig að
konungsmenn gistu hjá Arn-
aldi bónda en þeir Egill fóru
yfir tiI Ármóðs skeggs. Var
þar yfir háls að sækja, snjó-
ar miklir, svo hestar lágu í,
en að lokum komust þeir af
hálsinum, mæddir mjög eft-
ir erfiðið. Þar sáu þeir bæ
mikinn og héldu þangað.
Ármóður stóð úti og menn
. háns og undruðust allir að
þeir hefðu komist þessa leið,
því heimamenn sögðu hana
nær ófæra þó snjólaust væri.
Var Agli og förunautum hans
• boðið í stofu og setti Ármður
Egil í öndvegi á óæðra bekk
og ræddust við um stund.
Mítiökur - Skyrát
Ármóður mælti: „Þykir yð-
ur eigi sá beini beztur, að
yður séu borð sett og hafinn
náttverður, en síðan farið
þér að sofa? Munuð þér þá
hvílast bezt“
„Það likar oss allvel“, seg-
ir Egill.
Síðan voru bornir inn stór-
ir askar fullir af skyri, og lét
Ármóður sem honum þætti
illa að hann hefði ekki annað
mungát að gefa þeim. Þeir
Egill voru mjög þyrstir af
mæði. Tóku þeir upp askinn
og drukku ákaft skyrið, en
þó Egill miklu mest. Ekkert
annað var þeim boðið. Margt
var þar manna. Húsfreyja
sat á þverpalli méð konum en
dóttir þeirra ung lék á gólfi.
Húsfreyja kallaði hana til sín
og mælti í eyra henni.' Mærin
gekk til Egils og kvað vísu.
Segir í vísunni að þeir Egill
skyldu vera varir um sig svo
og að haga áti sínu með til-
liti til þess að þeir ættu betri
mat í vændum.
Ármóður laust meyna og
bað hana þegja. „Mælir þú
það jafnan, er verst gegnir.“
Egill skaut niður askinum og
var hann nær tómur. Voru nú
borð upp tekin og heimamenn
gengu til sætis. Var borinn
matur mikill og fengu þeir
Egill sinn hluta af honum sem
aðrir. Þvínæst var inn borið
öl. Var það hið sterkasta
mungát. Drukku menn ein-
menning. Var mestur gaumur
að því gefinn að Egill og sveit
ungar hans drykkju sem
mest.
Drykkjan
Egill drakk ósleitilega fyrst
langa hríð. En er förunautar
hans gerðust ófærir, þá drakk
hann fyrir þá það, er þeir eigi
máttu. Gerðust nú allir
drukknir er inni voru, en
hvért full er Ármóður drakk,
þá mælti hann: „Drekk ég til
þín Egill“. En húskarlar
drukku til förunauta Egils
og höfðu sama formála. Mað-
ur sá, sem inn bar ölið, eggj-
aði þá mjög að þeir skyldu
skjött drekka. Egill mælti þá
við förunauta sína, að þeir
skyldu þá ekki drekka, en
hann drakk fyrir þá það,
er þeir máttu eigi annan veg
undan komast
Egill fann þá, að honum
myndi ekki svo búið eix-a. Stóð
hann upp og gekk um gólf
þvert til Armóðar. Hann tók
höndum í axlir honum og
kneikti hann upp að stöfum.
Síðan þeysti Egill upp úr sér
spýju mikla, og gaus í andlit
Ármóði, í augun og nasirnar
og í munninn, rann svo ofan
um bringuna, en Ármóði varð
við andhlaup, og er hann fékk
öndinni frá sér hrundið, þá
gaus upp spýja. Urðu allir
ókvæða við þetta og mæltu
húskarlar að Egill skyldi fara
manna armastur og að hann
væri versti maður af þessu
verki, að hann skyldi ekki
ganga út til að spýja, en
verða eigi að undnim inni í
drykkjustofunni.
Veiziuiok
Egill segir: „Ekki er að
hallmæla mér um þetta, þótt
ég geri sem bóndi gerir, spýr
hann af öllu afli eigi síður
en ég.“ Síðan gekk hann til
rúms síns og bað gefa sér að
drekka. Kvað hann síðan við
raust vísu til Ármóðs. Segir
hann í vísunni að sér þyki
ljúft að bera vitni um veit-
ingar Ármóðar með spýju
sinni. Kvað marga gesti velja
sér dýrmætari gjafir fyrir
næturgreiða, og þeir fyndust
sjaldan. Öldreggjai- liggja í
skéggi Ármóðs.
Ármóður hljóp út en Egill
drakk áfram. Kvað hann vísu
til húsfreyju, sem fyllti dýrs-
horn og bað hann drekka, en
hann drakk af því í einum
teig. Kvaðst hann mundu
drekka alla nóttina ef svo
bæri undir.
Heldur var lítil gleði í stof-
unni ef tir þennan atburð, þótt
nokkrir memx sætu við
drykkju. Egill drakk um hríð,
eix síðan stóð hann upp með
förunautum shxum. Tóku þeir
vopn sín og gengu til hlöðu
þeirrar er fiestar þeirra voru
geymdir í. Lágu þeir þar á
hálmi xxm nóttina.
Egill launar
næturgreiðann
Egill stóð upp um morgun-
inn, þegar er dagaði. Bjugg-
ust þeir förunautar og fóru
þegar, er þeir voru búnir, til
bæjarins og lét leita Ármóðs.
Og er þeir komu til skemmu-
búrs þess, er Ái’móður svaf í
og kona hans og dóttir, þá
hratt Egill upp hurðinni og
gekk til rekkjunnar Ármóðs.
Hann brá þá sverði, en axxn-
ari hendi greip hann í skegg
Ármóðs og hnykkti honum á
stokk fram, en kona Ármóðs
og dóttir hljópu fram og báðu
Egil, að hann dræpi ekki Ár-
móð.
Egil segir, að hann skyldi
gera það fyrir þeirra sakir —
„Því að það er maklegt, en
hefði hann verðleika, að ég
dræpi hann“.
Síðan sneið Egill skeggið
af lionum við hökuna. Síðan
krækti hann fingrinum í
augað, svo að úti lá á kinn-
inni. Eftir það gekk Egill til
förunauta sinna og fóru þeir
allir leið sína.
Margt annað gerðist í
Vermalandsför Egils, sem
síðar kann sagt frá verða.