Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.08.1955, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 15.08.1955, Blaðsíða 2
MÁNUDAGSBLAÐJB Mánudagur 15. ágúst 1955 m&m Ungfrú Helen Davis vekur mikla athygíi Þeir eru ekki fáir skemmti- kraftarnir erlendis frá, sem skemmt hafa á veitingastöðum og hljómleikastöðum Reykjavík- ur síðustu árin. Flestir hafa þeir að.vísu verið frá Norðurlöndum og Englandi, en nokkrir hafa verið víðar að t. d. allt frá Suð- urhafseyjum. Um þessar mundir vekur ung stúlka, söngkonan Ifelen Davis, 26 ára, mikla athygli og fögnuð á einum. aðal skemmtistað bæj- arins Hótel Borg. Hingað kemur hún beint frá skemmtistöðum Lundúna og má segja, án þess að rýrð sé kastað á þá :aðra skemmtikrafta, sem hingað hafa komið, að ungfrú Davis hafi vakið einna mesta athygli bæði sem ágæt söngkona og svo með ýmsum brögðum, sem hún beitir á sviði meðan á söng hennar stendur. íslenzka danshljómsveitarmenn hefur alltaf skort það, sem enskumæiandi koltegar þeirra kalla ,,showmanship“, þ. e. a. s. þeir hafa lítið gert að því að hreyfa sig og sýna ýmsar kúnst- ir á meðan á leik þeirra stendur á hljómsveitarpalli. Ungfrú Da- vis hefur nú tekið upp þann sið þegar kvölda tekur „á Borg“, að „lífga“ upp á Þorvald Steingríms son & Co., fá þá til að syngja og dansa við sig á pallinum, gefa dömunum auga, varpa spaugsyrðum á gesti; í stuttu máli lífgað upp á fólkið, sem kvöld hvert situr á‘ palli og þar af leiðandi gesti þá, sem þangað koma. Hefur þetta nýmæli spurzt vel út, enda laust við allt „klúrt“ og fráhrindandi — aðeins gaman eitt. ,,Ég hef nú verið fimmtán ár að skemmta" segir Helen Davis, „og á þeim tíma komið viða við, sungið og dansað, leikið í kvik- myndum og sjónvarpi". Verið í mörgum löndum? Hótel Borg, því þær i hafa verið hinar alúðlegustu". Auðvitað hefur hún, sem aðrir hér í sum- ar, sitt að segja um veðurfarið, en að öðru leyti líst henni prýði- lega á höfuðborgina og það, sem henni hefur gefizt kostur á að sjá. Ungfrú Davis (frúarheitið er sjaldnast brúkað meðal listaj- kvenna, sem koma fram til leika eða söngs) hefur ekki farið Var- hluta af því, að vera boðin í kvöldverð af hinum yngri mönn- um áður en vinpa hennar hefst og lýkur á , þá hinu bezta órði, en um skemmtanir eftir vinnu- tíma er lítið, enda oft þreytt. að afloknu dagsverki. Framh. á 7. síðu „Já, ég var 10 mánuði í Bandaríkjunum, fékk þar góða dóma, en auk þess. hef ég skemmt í Þýzkalandi, Austur- ríki, Frakklandi, Hollandi, á Norðurlöndum og víðar; nú ný- lega í Lúxemborg". Ungfrú Davies, sem er fríð kona sýnum, hörundsdökk nokk- uð á okkar mælikvarða, er fædd í Skotlandi, en býr nú í London ásamt eiginmanni sínum og einu barni þeirra hjóna. í London skemmtir hún á merkum skemmtistöðum, þar sem heims- borgararnir koma saman yfir góðu vínglasi og glöðum konum t. d. Stork-Room, og Mayfair- hverfinu. Maður hennar, sem er ættaður úr Suður Englandi er nú einn af hljómsv&tarstjórunum á Queen Máry, hinu mikla skemmtiferðaskipi, sem aðallega, ef ekki einungis, siglir á Ame- ríku. Reyna þau hjón að haga svo vinnu sinni, að þau geti sem mest verið saman, en eins og gefur að skilja er það erfið- leikum bundið þar sem bæði eru oft fastráðin vikum saman erlendis. „Það hefur verið mikil ánægja að koma til íslands. Fólkið hefur reynzt mér vel og ekki get ég kvartað um móttökurnar hér á VILJA ÞÆR Fæsf hjá öllum bóksölum! lízku- og handavinnublaðið frábsra með lifprenluðu sniðaörkinni! 1. árgangur 29. apríl 1237 28. tölublað Þrjátíu falla að Bæ í Sturla Sighvatsson og Þorleifur í Görðum herfast Bæ, 28. apríl — Frá fréttaritara. I dag börðust þeir hér Sturla Sighvatsson og Þorleif- nr í»órðarson úr Görðum. Var mannfall mikið og létust af 1‘orleifi nær 30 manns, en tveir af Sturlu, en 23 urðu sárír. Yinátta þeirra Sturlu og Þorleifs fór mjög út um þúfur eftir meiðingar Órækju, og margt annað bar til þessa bardaga. Snorri Sturluson, sem verið hefur austur í Skál hjá Ormi Syínfelling, síðan Sturla lagði undir sig Keykholt og Borgar- f jörð, var kominn suðttr á nes aftur og hafði safnað Iiði gegn Sturlu ásamt Þorleifi. Yiðbúnaður Sfurlu Þegar Sturla hafði grun um samdrátt þeirra Snorra og Þor- leifs Þórðarsonar, gerði hann menn úr Reykholti vestur á fjörðu eftir liði og norður í Reykjadal eftir Kolbeini, bróð- ur sínum, og Hrafnssonum, og dreif að honum mikið lið. I páskavikunni kom vestan Gísli af Sandi og Ásgrímur Bergþórs son og mikið fjölmenni úr öll- um sveitum vestan. Hann dró og lið að sér um Borgarfjörð og hafði eigi færra en sex hundruð manna. Viðbúnaður Snorra og Þorleifs Snorri kom sunnan i páska- vikunni, og drógu þeir Þorleif- ur þá lið saman af Rosmhvala- nesi og um öll nes fyrir sunn- an Borgarfjörð, og höfðu um fjögur hundruð og áttatíu manns, er þeir fóru utan á Skarðsheiði. Námu þeir staðar á miðri Skarðsheiði, Miðfitjum, og gerðu ráð sín. Vildi Snorri ríða upp þegar um nóttina og láta skipta um með þeim., — sagði vera mega að þeir yrðu ekki við búnir eða komi sér eigi saman, ef þá bæri skjótt að. En Þorleifi þótti það ó- færa að hætta á svo mikinn liðsmun sem hann hugði, að vera mundi. Þá vildi Snorri að þeir hyrfu aftur. En Þorleifur vildi það ekki og kvað þá mundu herja út á Akranes, og sagði þá mundu engu eira. Vildi Þorleifur ríða upp í hér- að og fara í vígi og sættast ef auðið yrði. Snorri kvaðst aldrei mundu ganga á vald Sturlu eða annarra óvina sinna, og töluðu þeir svo þar til Snorri reið burtu við annan mann suður á nes, en Þorleif- ur reið um kveldið í kletta- borgina hjá Vatnahömrum, og j komu þeir Oddur Sveinbjam- arson og Ólafur frá Borg með sveit manna til hans í Borgar- firði, og var lið Þorleifs vel bú- ið vopnum og röskum mönnum. i ! Liðin mæfasf i | 1 gær reið Sturla frá Reyk- holti og er hann kom í Kálfa- nes var Þorleifur þar fyrír með flokkinn. Var nú leitað um sættir og fór Böðvar Þórðar- son í Bæ á milli. Vildi Þor- leifur ekki selja Sturlu sjálf- dæmi, og lauk milligöngum en Þorleifur reið með flokk sinn hingað í Bæ, og skipaði liði sínu til varnar í húsum og kirkjugarði og höfðu þeir mik- inn viðbúnað. Sturla bað menn sína ríða eftir þeim, en Böðv- ar reið með Sturlu og leitaði jafnan um sættir. En er Sturla sá viðbúnaðinn skipaði hann mönnum sínum til atlögu, en lét tvo menn taka Böðvar og gæta hans. Skipuðu menn sér til aðsóknar og hófst bardag- inn. Bardaginn Þorleifur skaut af handboga og var allskeinuhættur og hélt Þórður djákn Símonarson skildi fyrir hann. Var bardaginn harður mjög og gekk mest grjót öndverðan bardaga. — Snemma fundarins lagði Ei- ríkur birkibeinn í gegnum Mána Ivarsson, en Aron Hail- dórsson gekk fyrstur á húsin og menn á eftir honum. Brast þá flótti á nesjamenn, sem flestir höfðu skipað sér í hús- in, en þó varð enn hörð hríð, áður en þeir flúðu í kirkju- garðinn. Jörundur hinn mikli flýði eigi og var særður ólífis á forskálanum og varðist drengilega. Þórður er skildi hélt fyrir Þorleifi, fékk steins- högg og kom á skjöldinn, og bar hann að andlitinu, og lamdist. tanngarðurinn, og varð síðan lítið af honum. Var þá flóttinn -kominn í kirkjugarð- iim. Sá Þorleifur það, að eigi var auðvelt að komast í kirkj- una svo og að um skipt var sigrinum. Fór hánn þá . til kirkju og komst inn lítt sár og flúðu þá allir sem gátu i kirkj- una. En svo var þröngt í kirkj- unni, að eigi komst helmingur þeirra er vildu og , lá allur valurinn fyrir dyrum kirkjunn- ar, en Sturlu menn gengu á þá og hjuggu eins: og þeir mest máttu. Lézt þar þá margt manna en fjöldi var sár, áður en Sturla skipaði að hætta skildi áverkum við menn. Tuttugu og níu menn létust þar af Þorleifi, en f jöldi maima varð sár. — Tveir létust af mönnum Sturlu, en tuttugu og fjórir særðust. Um morguninn gengu þeir Þorleifur og menn hans úr kirkju til griða og seldu allir Sturlu sjálfdæmi. Var þá á- kveðið, að Þorleifur skyldi utan fara og Ólafur Þórðarson og enn fleiri. Sturla er riðinn á brott út til Garða.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.