Mánudagsblaðið - 15.08.1955, Blaðsíða 4
Máttödagur 15. ágúst 1955
MÁNTJÐAGSBLAÐIÐ
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
— Blað fyrir alla —
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason.
Blaðið kcmur ut á mánudögum. —*^Vcr8 2 kr. í lausasölu.
Afgreiðala: Tjamarg. 39. — Sími ritstj. 3496.
PrentsmiÍja ÞjóSviljans h.J.
.—.--------------— -------—
Aðalfimdur Loftleida lif.
Aðalfundur Loftleiða h.f. var haldinn miðvikudaginn
2. þessa mánaðar í veitingastofu félagsins á Reykjavíkur-
flugvelli. Formaður félagsins, Kristján Guðlaugsson, hæsta-
léttarlögmaður, setti fundinn. Fundarstjóri var kjörinn Jón
I’ Emils, héraðsdómslögmaður og fundarritari Jón Magnús-
ton, héraðsdómslögmaður. Á fundinum mættu umráðamenn
hlutafjár að upphæð kr. 1.276.700,00 en allt giæitt hlutafé
er tæpar 2 milljónir króna, og var fundurinn því lögmætur.
Skýrslur félagsstjprnar og
framkvæmdastjóra
Þá fluttu skýrslur um starf-
semina á liðnu ári þeir Kristján
Guðlaugsson, formaður félags-
Síjórnar, varaformaður Sigurður
Helgason og Alfi’eð Elíasson fram
kvæmdastjóri. Hafði veltan num-
ið rúraum 28 milljónum króna
og var það rúmlega 60% aukn-
áng. miðað við árið 1952. Fluttir
voru 11 þúsund farþegar og farn
ar 115 ferðir fram og til baka
milli meginlanda Evrópu og
Ameríku.
Fram kom á fundinum að
Loftleiðir eru nú stærsti íslenzki
auglýsandinn erlendis, og í ferða
fjöida yfir Atlantshafið hefur fé-
lagið nú komizt fram úr flugfé-
lögum stærri þjóða, til dæmis
Spánverja, og eru nú farnir að
riálgast flugfélög ítala og ísraels-
manna í Atlantshafsflugi.
Félagið hefur nú byggt upp
mjög víðtækt sölukerfi erlendis,
og hefur í því sambandi opnað
nýjar skrifstofur vestan hafs og
austan.
Starfsmannafjöldi og fleira
Starfandi eru nú hjá félaginu
hérlendis og erlendis 150 manns,
þar af 85 í Reykjavík.
í fyrrasumar opnaði félagið
vistlega veitingastofu á Reykja-
víkurflugvelli, þar sem hægt er
&ð taka sgpxtímis á móti farþeg-
jum úr tveim millilandaflugvélum
en áliR þess er þar tilreiddur
allur sá matur, sem borinn er
fram í flugvélunum á ferðum
þeii'ra héðan.
Reksturinn í ár
A þessu ári hefur félagið keypt
Skymastervél, og hefur nú þrjár
slíkar vélar í förum, enda ferðum
fjölgað í vor upp í fimm á viku
milli meginlanda Amex-íku og
Evrópu.
Farþegafjöldinn frá síðast liðn
trni áramótum til júlíloka er 8.528
og er það 54% aukning, miðað
Við sama tíma í fyrra. Farnar
haía verið 94 ferðir fram og til
foaka yfir Atlantshafið, miðað við
68 á sama tíma í fyrra. Á þessu
ári var opnuð ný flugleið milli
Reykjavíkur og Luxemborgar.
Deilan við Svia
Rætt var um uppsögn. loftferða
£t ™ningsins milli Islands og Sví
þjóðar, og kom fram á fundinum
að mönnum þótti afstaða Svía í
því máli hin furðulegasta, og
vildu fundarmenn ekki tx'úa því
að Svíar væru ráðnir í að neyða
íslenzku flugfélögin til að. hætta
flugi til Svíþjóðar um næstu ára
mót.
Stjórnarkosning
Stjórn félagsins var einróma
endui'kjörin, en hana skipa:
Ki-istján Guðlaugsson, foi'maðui',
Sigurður Helgason, varaformað-
ur og meðstjói'nendur, Alfreð
Elíasson, Kristinn Olsen, og Ólaf-
ur Bjarnason. Varastjórnin var
einnig endurkjörin, en hana
skipa: Einar Ái'nason og Sveinn
Benediktsson.
Önnur mál
Rætt var almennt um rekstur
félagsins og komu í því sam-
bandi fram nokkrar tillögur frá
fundarmönnum, sem allar voru
samþykktar einróma.
Innanlandsflug'
Fulltrúi nokkurra hlutliafa í
Vestmannaeyjum kom fram með
tillögu þar sem skorað var á
stjórn félagsins að athuga mögu-
leika á að hefja innanlandsflug
að nýju, svo fljótt sem verða má,
og afla hentugra flugvéla til
rekstursins.
Nýjar flugleiðir
Samþykkt var svohljóðandi til-
laga:
Aðalfundur Lloftleiða h.f. hald-
inn 3. ágúst 1955, telur að stjói'n
félagsins hafi að undanförnu
stefnt í rétta átt með aukningu
miliilandaflugsins, og skorar á
stjórnina að athuga möguleika á
fjölgun viðkomustaða erlendis,
til dæmis í Stóra-Bretlandi.
Skattfrelsi flugfélaga
Samþykkt var eftirfarandi:
Aðalfundur Loftleiða h.f. hald
inn 3. ágúst 1955, ályktar að
nauðsyn beri til að ríkisvaldið
styrki flugstarfsemi í landinu
með því að láta flugfélög njóta
skattfrelsis. í þessu sambandi
vill fundurinn benda á að erlend
flugfélög njóta beinna og óbeinna
styrkja af opinberri hálfu.
Gistlhúsmál
Fram kom á fundinum eftir-
, Framhald á 8. sí5u
Ólafur Bansson• menntaskólahennari:
Vísindamennska og draumórar
Thor Heyerdahl hinn norski
er kominn á stúfana einu
sinni enn. Hann varð millj-
ónamæringur á Kontiki-för-
inni hér um árið, og má
kannske segja, að það hafi
verið að verðleikum, því að
sú för var mikið afrek. En
kenningar Heyerdahls í sam-
bandi við þessa ferð voru fár-
ánlegur þvættingur, sem eng-
inn vísindamaður á sviði þjóð
fræðinnar tók hið minnsta
mark á, en meðal almenn-
ings, ekki sízt hér á landi,
voru sumir stórhrifnir af
þeim. Kenning Heyerdahls
var sú, að Suðurhafseyjar
hefðu byggzt frá Ameríku,
en ekki Indónesíu. Hann þótt-
ist hafa sannað þetta með
því að láta sig reka á fleka
frá Perú til Suðurhafseyja.
Hitt lét hann sér í léttu rúmi
liggja, að óteljandi sannanir
eru fyrir þvi, að Suðurhafs-
eyjar hafa byggzt frá Indó-
nesíu. Þá landnámssögu má
meira að segja stundum
rekja all ítarlega í einstökum
atriðum. Tungumál allra Suð-
urhafseyjabúa eða Pólynesa
eru greinilega skyld málum
Indónesa, en alls óskyld
Indíánamálunum í Ameríku.
Málfræðingar telja tilraunir
Heyerdahls til að finna skyld-
leika með málum Indíána og
Suðurhafseyjabúa svo mikla
fjarstæðu, að þær séu ekki
svaraverðar. Sannleikurinn
er sá, að Heyerdahl er alger
fúskari á þeim vettvangi, sem
hann hefur hér kvatt sér
hljóðs á. Hann er dýrafræð-
ingur að menntun en hefur
ekki kynnt sér svo mikið sem
undirstöðuatriðin í þjóðfræði
og málfræði, en það eru þær
vísindagreinar, sem hljóta að
skera úr um þetta mál. Og
bæði þjóðfræðingar og mál-
fræðingar hvar sem er í
heiminum hafa fyrir löngu
talið það fullsannaða stað-
reynd, að Polynesía hafi
byggzt frá Indónesíu.
Nú undanfarið hafa ís-
lenzku blöðin verið að birta
fréttir af fyrirætlunum Hey-
erdahls, sem varpa skæru
ljósi á vísindamennsku hans.
Þau segja, að hann sé að und-
irbúa leiðangur til Páskaeyj-
ar til að sanna, að íbúar eyj-
arinnar hafi í öndverðu kom-
ið frá Suður-Ameríku og með
því sé fengin skýring á hinum
einkennilegu höggmyndum
þar á eyjunni, sem margir
hafa brotið heilann um, bæði
fyrr og síðar. Það er athygl-
isvert, að Heyerdahl fer ekki
í þessa för til hlutlausra
rannsókna og til að hafa það,
er sannara reynist, heldur er
hann fyrirfram ákveðinn í
því, að hvaða niðurstöðu
hann ætlar að komast. I þeim
„rannsóknum" skal ekkert
komast að, sem ekki fellur í
hans kram. Hvílík vísinda-
mennska! En ekki er að efa,
að þegar Heyerdahl kemur
heim frá Páskaeyju þykist
hann vera búinn að sanna, að
líkneskin miklu eigi rætur
sinar að rekja til Suður-Ame-
ríku. En gáta líkneskjanna
verður jáfn óráðin eftir sem
áður, og hún verður áreiðan-
lega ekki ráðin af neinum
fúskui’um í faginu.
Það er í sjálfu sér ekkert
nýtt, þótt menn, sem enga
sérþekkingu hafa á einhverri
fræðigrein, komi fram með
kenningar, sem stangast ger-
samlega við skoðanir allra
sérfræðinga. Það er heldur
ekkert nýtt, að talsvert af
fólki gíni við slíkum kenn-
ingum, ef þær eru bornÉfr
fram á litríkan og dramatísk-
an hátt. Þannig trúði fjöldi
manna því einu sinni, að
kenningar Svíans Rudbecks
væru heilagur sannleikur, en
hann hélt því fram, að Svíar
væru forfeður menningarþjóð
anna í fornöld, svo sem
Hellena og Rómverja. Og enn
í dag er það ekki svo fátt
fólk, sem trúir á vitleysuna
um Kensingtonsteininn, þó að
vísindamenn séu búnir að
sanna að áletranirnar á hon-
um eru bamalegar falsanir.
Við Islendingar erum
flestum þjóðum ginkeyptari
fyrir dellukenningum af
þessu tagi. Eg þekki hér
fjölda manna sem bregðast
reiðir við ef bomar eru brigð-
ur á, að kenningar Heyerdals
séu hárréttarr Og ekki alls
fyrir löngu fór einn aðdáandi
Heyerdahls á stúfana í ís-
lenzku dagblaði og byggði
mikla spilaborg á kenningum
hans. Hann dró ekki í efa, að
það væri rétt að Suðurhafs-
eyjar hefðu byggzt frá Ame-
iiku, en bætti því svo við frá
sjálfum sér, að líklega hefðu
Indíánarnir, sem byggt hefðu
Suðurhafseyjar, verið af ís-
lenzkum ættum, afkomendur
Björns Breiðvíkingakappa og
annarra Islendinga, er hrakið
hefðu til Ameríku í fymdinni.
Þessi greinarhöfundur var
auðsjáanlega verðugur læri-
sveinn Heyerdals og líkur
læriföður sínum í algerri fyr-
irlitningu á staðreyndum. En
svona kenningar em vissar
með að ganga í fólkið, sem
allt afar ginlteypt fyrir
dramatískum einfaldleika í
hlutunum. Nýlega var því
haldið fram í fullri alvöru í
íslenzku blaðið, að Snorri
Sturluson hefði skrifað Njáls-
sögu, og næstu daga á eftir
var ég alltaf að mæta mönn-
um, sem sögðu, að nú væri
gátan ráðin, íslenzkur bóndi
hefði sér skotið fræðimönn-
unum ref fyrir rass, og kenn-
ing hans væri eflaust hin
rétta. Yfirleitt eru það „rök-
þéttir“ menn, sem taka svona
kenningum fegins hendi, við
þá verður ekki rætt með
neinum rökum. En þeir eru
f jölmargir hér í voru landi og
horfa með meðaumkvunar-
brosi á fræðimennina, sem em
að velta fyrir sér hinum tor-
ráðnu gátum fornbókmennta
okkar. Þeim finnst það hlægi-
legt að vera að brjóta heil-
ann um slíkt, þegar lausnin
er svona einföld. Það kemur
líklega næst, að öll Eddu-
kvæðin séu ort af Snorra
Sturlusyni, það væri svo sém"
ekki miklu verra. En í sann-
leika sagt er svona vísinda-
mennska a la Heyerdahl að
verða plága í andlegu lífi okk
ar, miklu meiri plága en með
flestum öðmm þjóðum. Á. bak
við þetta býr andlegur níhil-
ismi, viðleitni til að draga á-
lyktanir án hins minnsta til-
lits til staðreynda, sem get-
ur orðið að andlegri farsótt
fyrr en varir. Og ef verulegur
hluti þjóðarinnar tekur slík-
um kenningum opnum örm-
um hlýtur að draga vemlega
úr þeirri virðingu sem sönn
vísindi eiga að njóta með
þjóðinni.
Ölafur Hansson.
Hvaðan var skáldið Vinje?
Árni Öla blaðamaður hef-
ur að undanförnu ritað fróð-
lega og skemmtilega ferða-
pistla frá Noregi, en þar var
hann á ferð síðastliðið vor. í
þessum pistlum er geysimik-
inn fróðleik að finna, ekki
sízt um ýmis söguleg efni. Á
einum stað í frásögninni er
þó skekkja, sem að vísu skipt-
ir ekki miklu máli. Hún er
um átthaga skáldsins mikla,
A. O. Vinje. Ámi Óla segir að
hann hafi verið frá bænura
Vinje milli Stalheim og Vors.
Þetta er byggt á misskilningi.
Vinje var frá sveitinni Vinje
á Vestur-Þelamörk. Hann
kallaði sig í æsku Aasmund
Olavsson, en síðan um hríð
A. Olsen. Eftir að hann fór
að fást við ritstörf að ráði tók
hann að kenna sig við sveit-
ina sína á Þelamörk og nefnd-
ist upp frá því Aasmund
Olafsson Vinje. A. O. Vinje
var Þelamerkingur í Húð og
hár. Það em f jöllin á Vinje á
Þelamörk, sem hann hefur í
huga í ljóðinu fræga: „Nu
ser eg atter slike f jöll og dal-
ar“, enda er það ort við
Rondaf jölhn, sem um allt eru
líkari Þelamerkurfjölhmum
en f jöllum Vestur-Noregs.
Ólafur Hansson.. j