Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.08.1955, Page 3

Mánudagsblaðið - 22.08.1955, Page 3
Mánudagur 22. ágúst 1955 MÁNUDAGSBLAÐIÐ S Smásap Hámicfagsbiaðsins: og UökudeÍQ Stefanie kom að síðasta bakarofninum í röðinni og leit á rjúkandi rústirnar og svo á Bob McCall. Hlýrárnir á svuntunni hans voru svo stuttir, að orðin „Chatcombe húsmæðraskóli“ náði næstum því kringum hálsinn á lion- um. Hann rétti upp hendurn- ar sem merki um það að hann gæfíst uipp og hún sá, að hann var útataður í kpku- deigi upp að háls. „Ekki nóg bökunarduft og þér voruð of fljótur," sagði hún með dóm- arasvip. En með sjálfri sér bætti hún við: „Og seg þú ekki neitt, Bob McCall, því annars fer ég að gráta!“ Hún gekk hratt til baka að skrif- borðinu sínu. Þetta var síðasta námstund Bob McCall. Hann var jarð- fræðingur, sem var að leggja upp í norðurheimsskautsferð og ætlaði að setjast að á ísn- um í tvö ár. Því varð hann að læra matreiðslu, sagði hann Stefanie, því annars yrði hann að lifa á hvalspiki. Þetta var fyrir mánuði. Og síðustu tvær vikurnar hafði Stepanie verið ástfangin af honum. Þetta var einmitt einn af þessum vonlausu hlut- um, sem henti stúlkur eins og hana, var það sem hún hugs- aði núna. Þarna eyddi hún ævinni í það að kenna öðrum stúlkum að matreiða og verða góðar húsmæður, og þegar hún varð hrifinn af manni, þá þurfti hann að fara og setjast að á ísjaka í tvö ár. Ekki svo að skilja, að jafn- vel 20 ár hefðu ekki gert nokkurn mun — hún hefði samt beðið eftir honum, ef hann bæði hana um það. En hann var ekki líklegur til að biðja hana, því að því frá- skildu, að hann hafði fylgt henni heim tvisvar, hafði hann ekki sýnt henni sams- konar áleitni og karlmenn voru vanir, ef því var að skipta. Að vísu hafði hann skrifað „BM elskar kennar- ann“ á kökuna — og síðast þegar hann fylgdi henni heim, hafði hann að vísu kysst hana. En það var ekki ástarkoss. Bara þægi- legur o g hlýr vinarkoss. },Koma isér í mjúkinn hjá kennaranum“, hafði hann sagt hlæjandi. Þegar hún leit til hans núna, sá hún, að dökkt hárið hans var úfið og brúnirnar hnyklaðar er hann einbeitti sér að nýju viðfangsefni. Allt í einu varð honum litið upp, hann sá að hún var að horfa á hann og hann veifaði til hennar með mélugri hend- inni. Hún hálfbrosti og leit undan. Einhversstaðar fyrir aftan flissaði einstúlkan. Stefanie roðnaði lítilsháttar. Eftir tiu mínútur hafði Bob Mc Call eyðilagt aðra kökuna og tíminn var á enda. Stef- anie gekk á milli bekkjanna. Þegar hún nálgaðist Bob Mc- Call, stakk hún höndunum í vasana á sloppnum sínum og reyndi að vera eins kæruleys- isleg eins og ástfangin stúlka getur mögulega verið. Hann hafði kropið niður og var að þurrka ofnplötuna. Það hafði alltaf verið 1 þess- ari sömu stillingu, sem hann hafði beðið um að fá að fylgja henni heim. Stefanie hélt niðri í sér andanum, er hann leit upp til hennar og sagði hálfglottandi: „Engin verðíaun handa mér. Eg býst við, að ég neyðist til að fiska í soðið gegmmi vök á ísnum.“ „Eg er hálfhrædd um það,“ sagði Stefanie léttum rómi og flýtti sér burt. Hann ætlaði ekki að bjóða henni út í þetta skipti, og það var nú það. Engin verðlaun fyrir Bob McCall, hugsaði hún, en fyrstu verðlaun fyrir Stef- anie Smith fyrir að vera mesti asni hér á jörðu. Hún kreppti hnefan a, þangað til hana verkjaði. Þegar hún kom að skrifborðinu sínu, fóru nemendurnir að týnast út. Hún hallaðist að borðinu og sneri baki við þeim. Guð minn, láttu hann ekki koma til að kveðja, bað hún, — ég veit ég geri eitthvað kjána- legt. Hún beið um stund, nið- urlút, og hlustaði á skellina og glamrið í bekknum. Svo heyrði hún dyrnar opnast og hlátur í göngun- um. Einhversstaðar nálægt henni sagði stúlka: „Góða nótt, úngfrú Smith,“ og liún kinkaði kolli án þess að líta við. Þegar allur hávaðinn var hljóðnaður, opnaði hún skrif- borðið sitt og lét skrifbókina niður í skúffuna. Hún tók fram töskuna sína og þreifaði eftir púðurdósinni sinni. Og enn hafði hún ekki vogað að líta upp. Eg veit hann er far- inn, hugsaði hún með sér, og vonaði að svo væri ekki. Hún opnaði dósina og tók fram varalit og bar á sig. Um leið og hún gerði þetta, sýndi spegillinn í dósinni henni, að herbergið fyrir aftan hana var autt. Þar var ekki lifandi sála. Döpur í huga gekk hún fram milli bekjanna og út ganginn. Ævintýrið á enda, aftur til starfa, var hún að hugsa. Frægðin er vegur karlmann- anna. Hún gekk niður tröpp- urnar og út á götuna. Bob hafði kropið á kné nokkrum metrum fyrir framan hana og var að skoða granitveggi húss ins. Stefanie nam staðar ráða laus og langaði til að hlaupa inn aftur. Þá leit hann upp og sá hana. Hún sá glampa á hvítar tennur hans í rökkr- inu. „Fróðlegt efni .... gran- ít,“ sagði hann. „Ef maður ímyndar sér kökudeik bakað í nokkur hundruð ár .., . “ „Þarf ég að ímynda mér kökudeig?” spurði hún full eftirvæntingar. Hann rétti úr sér, tweedfrakkinn hans flaxaðist fyrir vindinum. Stepanie sá blett af köku- reigi á enninu á honum og hún átti bágt með að stilla sig um að þurrka hann af. Hann leit á hana og sagði: „Eg ætla að bjóða þér upp á kaffi á heimleiðinni. Til að halda upp á prófið.“ Hún leit skáhallt upp til hans. „Óþarfi að koma sér í mjúkinn hjá kennaranum lengur,“ sagði hún. Hann svaraði ekki, en tók undir arm hennar. „Það sem ég fæ ekki skil- ið,“ sagði hann, „er að stúlka, sem lifir og hræri&t innan um kökur, skuli samt ekki vera ' orðin eins og rúgtunna í vexti.“ Ánægjutilfinning fór um Stefanie, en um leið fann hún til samvizkubits. Hún minnt- ist þess, að vegur karlmann- anna er vegur frægðarinnar! Hún færði sig aðeins fjær honum. „Hvenær leggur rann sóknarleiðangurinn af stað?“ Bob McCall dró hana að sér og smellti fingrum. „Því fvar ég búinn að gleyma." Hann gekk þegjandi með henni ,að næsta ljósastaur. Svo sagði hann: „Hann fer ekki. Það stóð aldrei til, að færi. Eg er hræddur um, að ég hafi skrökvað illilega að yður.“ Stefanie lokaði augunum. Hún fann hve hjartað bai’ðist ákaft í brjóti sér. „Þér eigið við, að þér farið þangað ekki ? Farið alls ekki neitt?“ „Nei, og það var ekki held- ur ástæðan til þess, að vildi læra matreiðslu.“ Stefanie lagaði á sér hár- i ið með annarri hendinni. „Hvað var það þá ?“ spurði | hún óstyrk. í þetta skipti gengu þau j framhjá tveimur ljósastaur- j um, áður en hann svaraði. j Svo sagði hann: „Nú mála- j vextir eru þessir: Það er satt, j að ég er jarðfræðingur, en * líka var ég hálftrúlofaður j stúlku sem vinnur sjálf fyrir j sér. Venjulega, þegar ég er j ekki í rannsóknarferðum, sit j ég heima við skriftir, svo að : þessi stúlka hélt, að það gæti orðið góð hugmynd, ef ég tæki að mér matreiðsluna. Það er að segja, eftir að við erum gift.“ Stefanie leit á hann, en sá aðeins vangasvipinn, því hann horfði hugsi fram fyrir sig. „Allavega", hélt hann á- fram, „þá leit þetta ekki út fyrir að ætla að lukkast. Og nú hefur hún ákveðið að gift- ast vinnuveitanda sínum, sem hefur efni á að halda heila tylft af kokkum.“ Stefanie leit undan. „Mér þykir það leitt yðar vegna,“ ságði hún. Bob Mc Call tók fast um hönd henni og sneri henni að sér. „Það sem ég er að reyna að segja þér er þetta, Stef- anie: Hún sleit trúlofuninni fyrir nokkrum vikum.“ Stefanie sagði lágri röddu:: „En hvers vegna hélztu þá á* fram að koma ....?“ Húa hætti við spurninguna, sem lá á vörum hennar. Haríh ságði: „Eg skal segja þér hyersvegna: Vegna þess,. að mér varð Ijóst, að ég hafði hvort eð var aldrei elskað þessa stúlku. Vegna þess aó allan tímann var hugur mina hjá annarri stúlku með dökk- jarpt hár og bros, sem komi við hjartarætui’nar í mér.“ .! ;Stefanie fór hjá sér og í’eyndi að færa sig fjær, ea hann hélt henni því fastar og allt í einu fann hún hökuna á honum snerta gagnaugu síii. „Ekki hérna á götunni.' sagði hún. “ „Jú, einmitt hérna á got- xmni,“ sagði hann ákvéðirtu. British European Áirways Deufsche Luffhansa i !•' Finnish Áiriines I m m •» K. L. M. Roya! Dufch Airlines » m Sabena Beigian Áirlines !« li m m- Scandinavian Áiriines Sysfem 1 Swissair r- m Irans World áirlines SELJUM FÁRMKÐA TIL ALLRA HEIMSÁLFA ij * '* ■" • m v

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.