Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.08.1955, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 22.08.1955, Blaðsíða 5
5 Manudargsttr 22. ágóst 1955 m ’ib iMbb ?jUiO; i?iikM Ðagirm, sem ég komst að því að ég var orðin kvenskratti Njög afhygiisverð grein - og prófraun— sem aiiar giffar konur verða að iesa — það gæti jafnvel bjargað hjónabandinu — Yfir se xmilljónir kvenna — meðlimir í Þjóðarráði amerískra kvenna -— hafa verið hvattar til þess að s.já kvikmyndina „The Shrike“» sem fjaUar um aðkallandi sáí- fræðilegt vandamál, sem steðja að eiginkonum og eigin- mönnmn. Shrike —- nafn kvikinyndarinnar þýðir fugl, sem rekur fórnardýr sín í gegn með þymum. Hann er líka kall- aður Slátrarinn. (Nú hefur nafnið færst yfir á eina tegund eiginkvenna). Hefur ykkur nokkurntíma dottið í hug, að það sem þið hélduð að væri aðeins saklaust ástarbragð 1 garð r eiginmanns yðar - myndi snúast í vopn, sem eyðilagt gæti alla hamingju ykkar? Stundum getur það, sem virtist fegurst atlæti eigin- konunnar í garð manns hennar, orðið til þess að eitrar líf ykkar og eyðileggja manninn, sem þið elskið. Fyrir nokkrum mánuðum, var eiginmaður minn, Dick Powell, að fara á skrifstofu sína að morgni dags. Hann er bæði fallegur og vel klæddur — draumamaður minn. Ég var stolt af að vera eiginkona hans, stolt yfir því, að hann var fræg- ur leikari og mikilsháttar leikstjóri. Um leið og ég kyssti hann í kveðjuskyni, sagði ég: „Mundu nu að hringja í mig í dag“. Svipbrigði Ef þið aðeins hefð- uð þekkt Dick vel, þá hefð- uð þið séð að skugga brá yf- ir bros hans um leið og hann Eftir banda- rísku leib- stjörnuna JIINE AILYSOX sagði: „Það er stundum dá' lítið óþægilegt“. „Þá það“, sagði ég. Ég hringi þá í þig ...“ Skyndi- lega greip ég höndinni fyrir munninn og sneri mér und- an. ,Hvað er að elskan mín“ spurði hann. „Ekkert“ sagði ég. En eft- ir að hann var farinn, settist ég niður og reyndi að róa hjartsláttinn, sem ég hafði fengið. Því án þess að hugsa FRANSKUR VARALITUR Heildsölubirgðir: IsL-erlenda verzlunarfélagið hi. Garðastrætí % Sími 5333. út í það, þá hafði ég næstum endurtekið setningu úr kvik- myndahandritinu ,The Shri- ke“, en þar lék ég hlutverk. Þtta er kvikmyndahandrit úr mjög vinsælu leikriti, sem Jóse Ferrer lék aðal- hlutverkið í. Það er sagan um konu, sem lítur út fyrir að vera góðlynd; venjulega eiginkonu, sem verður svo eigingjörn í garð bónda síns, að hann gerir tilraun til sjálfsmorðs. Góð eiginkona Ég er venjulega „góða eiginkonan“ í kvikmynd- um. Ég er róleg og yndisleg, og hef ágætan skilning á hvaða vandræð- um , sem kvikmyndaeigin- maður minn kemst í. Á a.m. k. einum stað í slíkri mynd segi ég. „Hafðu ekki áhyggj- ur elskan, þetta fer allt vel“. Eftir að hafa lesið kvik- mynda handritið af „The Shrike“, þá fór ég að hugsa umum hverskonar fyrir- myndareiginkonur ég væri að leika. En það var önnur meira truflandi spurning, sem ég spurði sjálfa mig að. Hverskonar fyrirmyndar- eiginkona var ég eiginmanni mínum í lífinu sjálfu? Ég fékk fékk svarið þenn- an morgun þegar ég bað hann að hringja í mig. Ég sá fljótt, að það er dálítill kvenskratti í hverri konu. Ég hafði ekki athugað að beiðni mín var bara ein byrði í viðbót fyrir mann minn. Ég hafði ekki athug- að það, að verið gæti, að þeg-. ar að hann afsakaði sig á skrifstofunni til þess að síma til mín, þá myndi aðrir á skrifstofunni fnugsa: Vesa- lings Dick — hann er eins og hundur í bandi hjá kon- unni sinni“. Ég fór að hugsa um allar eiginkonurnar, sem ég þekki. Margar eru einmitt alveg einstaklega hjálplegar, eins og allar konur eiga að vera. En hinar eru kvenn- skrattar — konur sem láta eiginmenn sína og alla aðra vita hver hefur valdið bak við kórónuna. Það eru kon- ur, sem piðurlægja eigin- menn sína til að upphefja sjálfa sig. Slíkir kvenskratt- ar geta allstaðar verið við iðju sína, en sérstaklega þeg- ar aðrir eru viðstaddir. Þá geta þær logið og gert hvert illverkið á fætur öðru — til- tölulega öruggar. Ég rauk upp Ef fleiri menn tækju sömu ákveðnu afstöðuna og Dick gerði einu sinni, þá mundi kvenskröttum fækka að mun. • ■* Ég hafiði' .yerið "burtu \-ið myndatöku. Þegar ég kom aftur, sagði Dick mér, með- an við vorum með gestum, að hann hefði sett Pamelu -- sex ára dóttur okkar í nýj- an skóla. Ég rauk upp eins og naðra og þó hann segði að við mundum ræða þetta seinna, þá hélt ég málinu til streitu. Ég rausaði áfram og áfram og sagði að lokum alveg ó- fyrirgefanlegan hlut. Ég sagði að Dick væri barnalegur. Á almanna færi } Hann stóð á fætur rólega og gekk út. Við sættumst seinna, en þegar ég hugsa um þennan atburð, þá skil ég bezt að svona skapofsi á almannafæri um málefni, sem ræða átti í einrúmi, var dæmi um hreinan og ó- mengaðan ;t a kvenskratta- hátt. . Við konurnar erum ákafá- méiri, • gefnari fyrir geðs- hræringar og öryggislausari en karlmenn. Við þörfnumst svo mikið að vera elskaðar, að við grípum það sem við ættum að bíða eftir að taka við með virðuleik. Engin afsökun En það að vita hvers vegna við högum okkur svona, er engin afsökun fyrir því að halda því áfram. Það er þess vegna og af mörgum öðrum ástæðum, sem mér er nú ljóst, að hverju getur stefnt og ég bið til guðs að mig hendi það aldrei aftur. Reyndu nú þessa prófraun .. Hvernig getið þið verið vissar um, að ekki leynist einhver kvenskratta-tilfinn- ing í ykkur? June Allyson prófar ykkur á einfaldan hátt: 1. Ef einhver spyr eigin- mann yðar einhvers , en hann er seinn til svars; svar- ið þér fyrir hann? 2. Njótið þér þess að hann biður afsökunar eftir að þér hafið reitt hann til reiði, og og hann komið yður til að gráta? 3. Hrósið þér, í viðurvist annarra, kostum annarra manna, sem vildu kvongast yður? 4. Verðið þér sárar, ef sloppurinn, sem hann keypti handa yður er gulur, þegar hann átti að vita að uppá- haldsliturinn yðar var blátt? 5. Hafið þér reynt að „breyta“ lífsháttum hans? ö.Látið þér hann alltafl heyra það, ef eiginmaður vinkonu yðar fær kaup- hækkun? 7. Segið þér þá hluti á! Framliald á 8. síðu M ánudagsblaðsins firossgáta Lárétt: 1. Lelegur lestur — 5. Klæðnaður — Notað til að þekja með — 9. Þorp — 10. Amboð — 11. Notuð í dúka — 12. Glufa — 14. Elskar — 15. Á skipum — 18. Háspil —• 20. Gróðurblettur — 22. Sleip — 24. Hvílist — 26. Lestaroo- ið — 28. Skemmtun — 29. Sögupersóna í Þokan rauða —> 30 Gælunafn (karlm.). Lóðrétt: 1. Logn — 2. Hjara — 3. Gróði — 4. Ósam- stæðir — 5. Gráni — 6. Upphafsstafir — 7. Frumefni — 9. Byggðir — 13. Lengdarmál — 16. Alþjóðasamband (skst.) — 17. Hestur — 19. Óhreinindi — 21. Fugl — 23, Þunnt — 25. Blekking — 27. Atviksorð.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.