Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 1
2005  FÖSTUDAGUR 6. MAÍ BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A KR-STRÁKARNIR URÐU DEILDABIKARMEISTARAR / C4 ÓLAFUR Ingi Skúlason, fyrirliði 21-árs lands- liðsins í knattspyrnu, hóf í gær æfingar með skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts en hann verður þar til reynslu fram á þriðjudag. Þá fer hann til Groningen í Hollandi og verður þar í fimm daga, en að þeim tíma loknum vilja Feyenoord í Hollandi og ítölsku félögin Torino og Perugia fá hann til nánari skoðunar. Ólafur Ingi er sem kunnugt er laus allra mála hjá Ars- enal nú í byrjun sumars. „Mér líst vel á mig hjá Hearts það sem komið er, þetta er gott félag í ágætri stöðu meðal 5 bestu liða Skotlands og ekki skemmir fyrir að Edinborg er glæsileg borg. En ég ætla fyrst og fremst að reyna að halda öllum möguleikum opnum fram yfir leik- ina með 21-árs landsliðinu í júní. Ef einhver til- boð koma á þeim tíma þá skoða ég þau vel,“ sagði Ólafur Ingi við Morgunblaðið í gær. Ólafur Ingi æfir með Hearts Við lékum frábæra vörn og Birk-ir Ívar var rosalega sterkur í markinu og þetta tvennt er auðvit- að það sem skóp sigurinn. Við vor- um ekki nógu sáttir við vörnina hjá okkur í tveimur fyrri leikjunum og ákváðum að taka hressilega á því í kvöld og það var nákvæmlega það sem gerðist í dag. Við vissum líka sem var að það yrði erfitt fyrir Eyjamenn að koma hingað eftir það sem gerðist í öðrum leiknum þegar við náðum að sigra. Við vorum því ákveðnir í að brjóta þá strax,“ sagði Páll sem verður áfram með Hauka- liðið en þrír af burðarásum þess fara í atvinnumennsku og verða því ekki með á næsta ári. „Já, já, ég losna við þrjá leik- menn,“ sagði Páll hlæjandi. „Það er ekkert farið að athuga með leik- mannamál hjá okkur ennþá. Við þurfum auðvitað að fá einhverja í staðinn og menn hafa aðeins hugs- að það, en það er ekkert farið að gera. Nú tökum við smá pásu þann- ig að ég komist í eitt golfmót í það minnsta! Við æfum eitthvað áfram enda einhverjir leikmenn hjá mér í landsliðinu sem fer til Færeyja og við aðstoðum þá við að halda sér í æfingu. Síðan tekur eitt við af öðru hjá okkur fram að næsta móti,“ sagði Páll Ólafsson og sagði alveg á hreinu að hann færi í golf strax um helgina. Morgunblaðið/Árni TorfasonHaukar urðu í gærkvöld Íslandsmeistarar í handknattleik karla þriðja árið í röð og í fimmta skiptið á sex árum. Ásgeir Örn Hallgrímsson var atkvæðamestur í liði Hauka en þetta var kveðjuleikur hans þar sem hann er á leið í atvinnumennsku í Þýskalandi og hér fagnar hann ásamt félögum sínum. „Við vorum gríðar- lega einbeittir“ ■ Haukar eru…/C2 „MENN mættu gríðarlega einbeittir til leiks og ég fann bara um leið og við komum inn í klefa fyrir leik að menn voru ákveðnir í að fagna Íslandsmeistaratitlinum. Baráttan og einbeitingin skein úr aug- unum á þeim og ég þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur – þurfti ekki einu sinni að tala við þá,“ sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, en neitaði því samt að þetta hefði verið rólegt. „Nei, þetta var ekkert rólegt, en ég hafði aldrei áhyggjur,“ sagði hann og þurrkaði af sér svitann eftir sigurinn á ÍBV, 28:24 að Ásvöllum í gærkvöldi. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Haukar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð ÅRHUS GF sigraði GOG, 38:35, í öðrum leik liðanna í undanúrslitunum um danska meistaratitilinn í handknatt- leik karla í gær og vann þar með einvígið gegn fráfarandi meisturunum, 2:0. Með sigrin- um tryggði Århus GF sér jafn- framt sæti í Meistaradeild Evrópu næsta vetur en þar leika tvö dönsk lið. Eins og áður var það Róbert Gunnarsson, fyrirliði Århus GF, sem skoraði flest mörkin fyrir lið sitt, eða alls ellefu mörk. Sturla Ásgeirsson náði aftur á móti ekki að skora að þessu sinni. Århus GF mætir deildarmeisturum Kolding í úrslitarimmunni um Danmerkurmeistaratitilinn, en Kolding fagnaði sigri á úti- velli í gær gegn Viborg, 37:35, og vann einvígið 2:0. Róbert skor- aði ellefu fyrir Århus SKAGAMENN hafa komist að sam- komulagi við serbneska knatt- spyrnumanninn Igor Pesic um að hann leiki með þeim í sumar. Pesic er 24 ára miðjumaður og lék síðast með Borac Cacak í serbnesku úr- valsdeildinni. Hann hefur æft með Skagamönnum að undanförnu og lék með þeim gegn Víkingi Reykja- vík í gær en ÍA vann æfingaleik lið- anna, 3:0, á grassvæðinu á Akra- nesi. Hafþór Vilhjálmsson, Andri Júlíusson og Þorsteinn Gíslason skoruðu mörkin. „Við eigum eftir að ganga end- anlega frá félagaskiptunum og þau verða vonandi í höfn í síðasta lagi á mánudag. Þá reikna ég með að við séum með okkar lið fullmótað fyrir tímabilið, það skýrist ekki fyrr en í júníbyrjun hvort einhverjir leik- menn frá Reading bætast í hóp- inn,“ sagði Eiríkur Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, við Morgunblaðið í gær. ÍA semur við Igor Pesic EYJAMENN gerðu í gær munnlegt samkomulag við enska knatt- spyrnumanninn Andrew Sam um að leika með þeim í sumar. Sam hefur stundað háskólanám í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hann er 22 ára sóknarmaður og skoraði eitt mark í sigri ÍBV, 3:1, á Fylki á gervigrasvellinum í Árbæ í gær en Matthew Platt og Stein- grímur Jóhannesson gerðu hin mörkin. „Sam hefur staðið sig mjög vel hjá okkur. Við teljum okkur vera einstaklega heppna með alla okkar erlendu leikmenn, Ian Jeffs er að spila sitt þriðja ár og þeir Platt og James Robinson falla mjög vel inn í okkar hóp,“ sagði Gísli Hjartarson hjá ÍBV. Andrew Sam leikur með ÍBV FH-ingar hafa náð samkomulagi við Atla Hilmarsson um að hann taki við þjálfun karlaliðs félagsins í handknattleik. Atli skrifar undir samning við FH-inga í dag og gild- ir samningurinn til næstu þriggja ára. Atli, sem tekur við FH-liðinu af Árna Stefánssyni, hefur verið í fríi frá þjálfun síðan hann hætti hjá þýska liðinu Friesenheim en þang- að fór hann eftir að hafa gert KA- menn að Íslandsmeisturum vorið 2002 en Atli þjálfaði KA í fimm ár. FH-ingar hyggjast styrkja leik- mannahóp sinn verulega fyrir næsta tímabil og blása til sóknar. Atli þjálfar FH-inga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.