Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 C 3 ðu sér liðsmuninn vel í nyt. Vendi- ktur leiksins var líklega mark- la Birkis Ívars í stöðunni, 19:18, kjölfarið skoruðu Haukar þrjú k í röð og eftir það varð ekki aftur ð hjá meisturunum. Þeir komust mörkum yfir á ný og voru byrjaðir fagna ásamt stuðningsmönnum m löngu áður en leiktíminn var Birkir Ívar varði eins og berserkur irkir Ívar Guðmundsson og Ás- Örn Hallgrímsson fóru fyrir kaliðinu í gær eins og oft áður á tíðinni. Birkir sýndi allar sínu u hliðar og varði eins og berserk- llan tímann og Ásgeir bar sókn- ik sinna manna uppi. Þórir Ólafs- stóð fyrir sínu og sömu sögu er að a um Vigni Svavarsson, hinn fei- luga línu- og varnarmann. Hauk- r sýndu og sönnuðu hvers megn- þeir eru og þeir bera með réttu mdarheitið besta handknattleiks- landsins. Haukar urðu deildar- starar, unnu alla sjö leiki sína í úr- keppninni og toppuðu svo sannarlega á réttum tíma eins og góðu liði sæmir. Eyjamenn geta borið höfuðið hátt Eyjamenn þurfa svo sannarlega ekkert að skammast sín. Þeirra frammistaða á tímabilinu var frábær og þeir geta borið höfuðið hátt. Í fyrstu tveimur úrslitaleikjunum mátti engu muna að þeir færu með sigur af hólmi en í gær virtist eins og þeir hefðu ekki trú á verkefninu. Tite Ka- landadze, hin magnaða stórskytta ÍBV, mátti ekki við margnum en í hvert skipti sem hann reyndi að at- hafna sig stukku tveir til þrír varn- armenn Hauka og þegar honum tókst ekki að koma boltanum á markið var enginn af útileikmönnunum sem tók af skarið. Robert Bognar átti afleitan leik, Sigurður Ari var slakur og enn einn lykilmaðurinn í liði ÍBV, Roland Eradze, náði sér ekki á strik í mark- inu. Þetta var of stór biti fyrir Eyja- menn en þeirra langbesti maður í gær var línumaðurinn Svavar Vignisson og þá átti Björgvin Rúnarsson góða innkomu í seinni hálfleik. ÍBV er spútniklið ársins og silfurverðlaun á Íslandsmótinu er mikið afrek hjá liði sem hefur átt á brattann að sækja og hefur nær undantekningalaust þurft að skipta um marga leikmenn eftir hvert tímabil. GILBERT Arenas tryggði í fyrri- nótt Washington Wizards 112:110 sigur á Chicago Bulls með því að skora tveggja stiga körfu um leið og flautan gall. Washington er þar með komið með vænlega stöðu, er 3-2 yfir og næsti leikur er á þeirra heimavelli. „Mann dreymir um svona körfu þegar maður er strák- ur og loksins þegar tækifærið gefst lætur maður það sér ekki úr hendi sleppa,“ sagði Arenas eftir leikinn. Washington náði 22 stiga forystu en Chicago náði að jafna 110:110 þegar Jannero Pargo skoraði þriggja stiga körfu þegar 5,2 sek- úndur vour eftir. Þetta var þriðja þriggja stiga karfa Pargo í fjórða leikhluta. Washington tók tíma, Arsenas fékk boltann, fór með hann aðeins yfir á vinstri vænginn rétt utan vítateigsins og skoraði um leið og flautan gall. „Þetta var erfitt skot sem hann tók og ég reyndi eins og ég gat að verjast því án þess þó að brjóta á honum,“ sagði Kirk Hinrich, sem gætti Arenas. Chicago virðist því á leið út úr úrslitakeppninni, en þetta er í fyrsta sinn sem liðið kemst þangað síðan Michael Jordan vann sinn sjötta og síðasta NBA titil með lið- inu. San Antonio Spurs vann Denver 99:89 og rimmuna því 4-1 og er komið í næstu umferð þar sem liðið mætir Seattle. Spurs tapaði fyrsta leiknum fyrir Denver en vann næstu fjóra og er komið áfram. Arenas var hetja Washington Wizards KEFLVÍKINGURINN Haraldur Freyr Guð- mundsson skoraði sitt fyrsta mark í norsku úr- valsdeildinni í gær. Nýliðar Aalesund fengu óskabyrjun gegn hinu sterka liði Vålerenga í Ósló þegar Haraldur skoraði beint úr auka- spyrnu strax á 2. mínútu leiksins. Hann þrum- aði boltanum í markið af 25 metra færi, með viðkomu í varnarmanni, þannig að Árni Gautur Arason í marki Vålerenga fékk ekki við neitt ráðið. En félagar Árna Gauts svöruðu þrívegis, sigruðu 3:1, og náðu með því forystunni í deild- inni með 12 stig eftir fimm leiki.  Meistararnir í Rosenborg skutu nýliða Start af toppnum með öruggum sigri í Þrándheimi, 3:0. Jóhannes Harðarson var í liði Start en var skipt af velli á 62. mínútu.  Stefán Gíslason lék allan leikinn með Lyn og Hannes Þ. Sigurðsson síðustu 15 mínúturnar með Viking þegar lið þeirra gerðu markalaust jafntefli í Stavanger.  Ólafur Örn Bjarnason lék allan leikinn með Brann og Kristján Örn Sigurðsson síðustu 15 mínúturnar þegar lið þeirra tapaði á heima- velli, 2:3, fyrir Bodö/Glimt.  Veigar Páll Gunnarsson náði ekki að skora þegar Stabæk gerði markalaust jafntefli við Moss á útivelli í 1. deild. Stabæk er á toppi deildarinnar ásamt Bryne og Sandefjord með 11 stig eftir fimm umferðir. Veigar er annar markahæsti leikmaður deildarinnar með þrjú mörk. Haraldur skoraði hjá Árna Gauti CSKA Moskva og Sporting Lissabon mætast í úrslitaleik UEFA-bikarsins í knattspyrnu þann 18. maí. CSKA varð aðeins annað rússneska lið- ið í sögunni og það fyrsta í 33 ár til að komast í úrslit í Evrópukeppni þegar Rússarnir unnu sannfærandi sigur á Parma frá Ítalíu, 3:0. Bras- ilíumaðurinn Daniel Carvalho skoraði tvö marka Moskvuliðsins. Mikil dramatík var í Alkmaar í Hollandi, sem hafði tapað 2:1 fyrir Sporting í Portúgal. Alkmaar, sem aðeins getur tekið við 8.600 áhorfendum á heimavöll sinn, var yfir, 2:1, eftir venjulegan leiktíma og komst í 3:1 í framleng- ingu. En á lokasekúndunum skoraði Angelo Miguel Garcia fyrir Sporting, lokatölur urðu 3:2, og þar með komust Portúgalirnir í úrslita- leikinn á mörkunum sem þeir gerðu á útivelli. CSKA og Sporting í úrslitaleikinn LÁRUS Jónsson, körfuknattleiksmaður, sem lék með KR í vetur, er genginn til liðs við Fjölni. Frá þessu var greint á vef KR í gær. Lárus er frá Hveragerði og lék með Hamri um árabil þar til hann fór yfir til KR-inga fyrir síð- asta tímabil. Hann er leikstjórnandi og skoraði að meðaltali 7,2 stig og átti 6 stoðsendingar í leik með Vesturbæjarliðinu á nýliðnu tímabili. Lárus til Fjölnis Morgunblaðið/Árni Torfason num liðsins þegar Íslands- með á nótunum. eru stir                          !"    #$ %$ &          #'(  ( ()      ANTAL Lörinc, ungverskur knattspyrnumað- ur, er kominn til KA-manna og verður þar til reynslu næstu dagana. Lörinc er 33 ára varn- armaður með mikla reynslu, samkvæmt vef KA hefur hann leikið 278 leiki í efstu deild í heima- landi sínu. Þar hefur hann spilað með Kispest- Honvéd, Ferencváros, Videoton, Gázszer og Pécsi og einnig hefur hann leikið með finnsku liðunum Jazz Pori og Kotkan TP. Með KA leika tveir aðrir Ungverjar, markvörðurinn Sándor Matus og varnarmaðurinn Sándor Zoltán For- izs sem kom til liðsins frá Leiftri/Dalvík í vetur. Þriðji Ungverjinn er kominn til KA ÞRÍR leikir unnust hjá íslensku liðinum á Norð- urlandamóti unglinga í körfuknattleik í Svíþjóð í gær. Eldra stúlknaliðið lagði Dani að velli 82:65. Pálína Gunnlaugsdóttir fór á kostum í leiknum og setti 24 stig. Bæði drengjaliðin unnu – yngra liðið lagði Svía 65:61 og gerðu Hjörtur Hrafn Einarsson og Þröstur Jóhannsson 20 stig hvor. Eldra liðið vann Norðmenn 76:68 og voru þeir Brynjar Þór Björnsson og Ólafur Torfason stigahæstir, með 16 stig hvor. 16 ára lið stúlkna tapaði sínum leik, 75:42, gegn Dönum. Þrír sigrar í Svíþjóð ÍÞRÓTTIR Sumir hafa sagt að Haukarhefðu verið heppnir að vera 2:0 yfir eftir tvo hörkuleiki við Eyjamenn þar sem sigurinn lentu Haukamegin í báðum tilvikum. „Menn skapa sér sína heppni. Það eru bara þeir sem tapa sem tala um heppni hjá hinu liðinu en það var engin heppni í þessu hjá okkur núna í kvöld. Að koma hingað á Ásvelli og vera 2:0 en ætla sér að vinna er auðvitað hámark bjartsýninnar og ekkert annað. Það er ekki hægt! Við erum búnir að vera bestir í vetur og það sýna titlarnir. Vörnin var frábær og Birkir Ívar þar fyrir aftan. Sóknin var ekkert sérstök en við gerðum það sem þurfti þar,“ sagði Ásgeir Örn, sem sagðist hlakka til atvinnu- mennskunnar hjá Lemgo í Þýska- landi. „Þar verður maður að láta sig hafa það að spila með FH-ingi!“ sagði hann en Logi Geirsson er á mála hjá Lemgo. „Ég var mjög vel stemmdur og náði mér vel á strik í markinu, enda var vörnin fyrir framan mig mjög góð,“ sagði Birkir Ívar Guðmunds- son markvörður sem átti stórleik. „Við vorum sterkari, vorum í smá basli í sókninni framan af leik en mér fannst þetta bara spurning um hvenær þeir brotnuðu – ekki hvort. Ég sagði fyrir þennan leik að það gæti vel farið þannig að Eyjamenn næðu að vinna 3-2. Liðin eru áþekk og í rauninni getur allt gerst þegar þannig leikir eru. Fyrstu tveir leik- irnir féllu okkar megin enda er gríðarleg reynsla hjá liðinu þó það sé ungt,“ sagði Birkir Ívar. „Við vorum búnir að ákveða að kveðja liðið með titli þannig að það kom ekkert annað til greina en að vinna í kvöld,“ sagði Þórir Ólafsson hornamaður sem verður atvinnu- maður í Þýskalandi næsta vetur líkt og Ásgeir Örn og Vignir Svav- arsson línumaður. Þess má til gam- ans geta hér að þeir þremenningar gerðu 10 af 13 mörkum Hauka í fyrri hálfleik. „Menn voru alveg ákveðnir að leyfa Eyjamönnum ekki að komast inn í leikinn, það sást á vörninni hjá okkur í fyrri hálfleiknum og hvern- ig menn voru ákveðnir í að fara ekki aftur til Eyja. Fyrst við unn- um hina tvö leikina kom ekki annað til greina en sigur í kvöld. Það er erfitt að fara til Eyja og við hefðum getað tapað þar og staðan þá orðin 2:2. Við vildum það ekki,“ sagði Þórir. Vart hægt að hugsa sér betri kveðjuleik ÞAÐ er vart hægt að hugsa sér betri loka- og kveðjuleik,“ sagði Áseir Örn Hallgrímssson skytta í liði Hauka sem heldur í atvinnu- mennsku í sumar og kvaddi því félagið í gær – í bili altént. „Það var aldrei spurning hvernig þessi leikur færi – við vorum alveg harð- ákveðnir í að vinna,“ sagði Ásgeir Örn. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is NORÐURLANDAMÓTIÐ í júdó verður haldið í TBR-húsinu í Reykjavík á morgun, laugardag. Keppendur eru 115 frá öllum Norð- urlöndunum og þar af eru um 40 Ís- lendingar. Keppni fullorðinna hefst klukkan 10 að morgni og úrslit hefjast klukkan 16. Í framhaldi af mótinu verða æfingabúðir á vegum Júdósambands Íslands og gesta- þjálfarar þar verða Kenzo Nakam- ura og Daniel Lascau, fyrrverandi heims- og ólympíumeistarar. Norðurlanda- mótið í júdó BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylf- ingur úr GKG, lék á einu höggi yf- ir pari vallarins á sínu fyrsta móti á evrópsku mótaröðinni í gær, en keppt er á Ítalíu. Birgir Leifur lék fyrri níu holurnar á tveimur högg- um yfir pari, fékk síðan fugl á tí- undu holu og par það sem eftir var. Ekki náðist að ljúka leik í gær vegna veðurs og því eiga nokkrir eftir að klára en Birgir Leifur er í 85.-107. sæti af 155 keppendum. Birgir Leifur byrjar ágætlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.