Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.02.1956, Page 3

Mánudagsblaðið - 13.02.1956, Page 3
Mánudagur 13. febrúar 1956 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 Galdra-Loftur , Framhald af 2. síðu. eru meistaralega unnar hjá höf- undi. Dísa biskupsdóttir er öllu verr unnin persóna og sannast. er sviplaus. Fæstir hafa leikstjórarnir reynt að bæta eða breyta texta Jóhanns, jafnvel þótt gera mætti það að skaðlausu sumstaðar. Enn færri hafa hróflað við klaufalegri atriðum í leikritun hans, sem þeinlinis stinga í stúf við heildina. Má þar t. d. benda á fyrri hluta 2. þáttar en vinnu- menn koma holdvotir heim af engjum og kvarta yfir rigning- unni. Þetta atriði, sem sýnilega á að dreifa atriðinu milli feðgana er ákaflega klaufalegt og óaf- Ráð'smað'ur, Brynjólfur Jóhami- esson, Biskup, Guffjón Einarsson. sakanlega barnalegt f saman- burði við heildina og þá sérlega það, sem eftir kemur. Leikstjórn Gunnars R. Iíansens ber að venju vott natni og hag- sýni, en er samt á köflum ekki gallalaus, Ljós 1. þáttar eru of björt, skemma gerfi leikenda, sem þprfa alla mögulega hjálp til að kallast þolanleg. Þarf það ekki annað en nefna gerfi betlar- anna. Vil. ég sérstaklega benda á landshornafiakkarann, sem minnir meíra á stríðalinn gæðing, en ölmusuræfil, Gerfi Hólaráðs- manns er, að ég fæ bezt séð meira sótt til Hólbergs en Hóla. Þá er Loftur sjálfur einum of braustiegur þegar minnst er á 8 sífellu hve hann líti illa út, samariber Disa: „En hvað þú ®rt orðinn fölur og tekinn í andliti. Hefurðu legið veikur?“ Þetta er atriði, sem algjör óþarfi að flaska á og auðvelt að bæta íflr. Hér þarf ekki Robert Taylor 1—■ útlit. Gerfi vinnumanna stað- arins er líká mjög lélegt. Eru þeir furðu vel klipptir á nútíma- mæiikvarða en Ólafur, hægri hönd staðarráðsmannsins, allur phirðulegri. En einna mest verða vonbrigð- ín í sambandi við lokaatriðið í þriðja þætti, þ. e. þegar Loftur særir fram biskupana. Hér slepp- ir leikstjórinn fyrirmælum höf- umdar og fer að mestu eigin göt- ur; og bætir það ekki úr, því höfundur hefur sjálfur veigrað sér við að fara nær þjóðsögunni ®n svo, að það.minnir á kött, sem stiklar kringum eld, Vissuléga hefði atriðið með þrumum og eld- ingum höfundar orðið betra en Ijósadýrð leikstjóx-ans. Hinsvegar er rétt að láta Gottskálk ekki koma inn en fyrir undir lokin. En hér kemur gleggst fram hve veru- lega höfundinum mistekst. Hér var tækifærið til þess, að láta hið kyngimagnaða ná fullkomn- un, draga frarn römmustu forn- eskjuna — skipti Lofts og Gott- skálks grimma — „Vel er sungið sonur, og betur en ég hugði, en eigi nær þú Rauðskinnu minni“ — ásamt tilheyrandi Ögri og háði. Hinsvegar hefur leíkstjóri náð prýðilegum árangri hjá ýmsum leikendum, . Gísli Halldórsson leikur hlut- verk Galdra Lofts. Gísli hefur >sýnt það, að hann á skilið að fá erfitt hlutverk að spreyta sig á, og Loftur honum boðlegur biti. Galdra-Loftur er erfitt hlutvei'k, gerir meiri kröfur en nokkurt annað íslenzkt hlutvei'k. Það er margþætt, snúið, eigrar milli ofsa, viðkvæmni, harðmennsku og ör- væntingarfúllrar uppgjafar. Þessi sendurslitna persóna, ístöðulaus en þó einbeittur í sumu, sem berst við hinar ólíkustu tilfinn- ingum sem brjótast um i sundur- slitinní samvizku, verður í senn meðaumkvunai'leg og hrífandi pei’sóna. Og hlutvei’kið byggist á þeim sem túlkar það. Gísli nær miklum árangri, teflir djarft í leik sínum en missir hans- aldrei úr höndunum, sem krefst sérstaks taumhalds; svipbi'igðin ei’u á- stríðurík, nautnakennd en þó ekki laus við barnslega draum- kennd unglingsins t. d. í 2. þætti er hann sér Dísu aftur. Miskunn- arleysið, hugleysið og kuldinn verða honum jafnvíg. Beztur verð ur hann samt í samleik með Stein unni enda fær hann þá aðeins nægan mótleik., Steinunn er leikin af Ernu Sig'- urleifsdóttur. Sýnir leikur Ernu það, sem hér var i'itað fyrir nær tveim árum, að hún er sú bezta af öllum yngri leikkonum okkar. Steinunn er fófnardýr örlaganna, það fórnardýr, sem oftast er getið í öllum íslenzkum sögum — um- komulausa vinnukonan, sem verð ur þunguð og hlýtur af hvers manns fyrirlitningu. Þessa konu er óþarfi að kynna. En höfundur hefur hér skapað samnefnara þessarar kvenstéttar, sem ekki á sinn líka. Hann hefur gætt hana því tilfinníngalífi, sem jafnvel enn er fágætt í konu, þótt það sé ekki síður æskilegt. Frú Erna flytur Steinunni stigi hærra í túlkun sinni en höfundi tekst. Vart má telja, að betri túlkun hafi sézt hér hin síðari árin en túlkun frúarinnar á þessu hlut- verki — hún er ófelisk en jafn- framt nógu jarðnesk, til að vera sönn. Hafa þ'au Gíslf og Erna þarna stigið þrepi hærra í list sinni. Brynjólfur Jóhamiesson, ráðs- maður, er sannrn: og heill í túlkun sirrni, fulltrúi hins veraldiega í auði og metorðum, „metorða- gjai-n“, faðir, sem vill syni sínum, Lofti, allt hið bezta. Skoi’tir Brynjólf ekkert til að gera per- sónuna heilsteypta — en gerfið er mjög vafasamt. Biskupshjónin leika Guffjón Einarsson og Edda Kvaran. Guðjón nær tilhlýðilegri virðingu, er stilltur í fasi, sóma- samlegur biskup, býr yfir still- ingu kennimannsins. Frú Edda leikur konu hans af virðuleik. Ólafur, æskuvinur Lofts, er leik- inn af Rnúti Magiiússyni. Þetta er sti'embið hlutverk, óþjált í með ferð, en gerir þó of miklar kröfur til leikandans og veldur hann því ekki. Skortir betri svipbrigði, hreyfingar, festu og raddbrigði. Dísa er leikin af Helgu Bach- mann. Frú Helga er heldur að vinna sig áfram í leikstiganum, nær mörgu þokkalegu úr hlut- verkinu, en býr enn ekki yfir rlkri innlifun. Árni Tryggvason, bregður þarna upp einkennilegri mynd af blindum manni. Gerfið er nokkuð gott, en framsögn hans minnir á bóklestur. Sýnilegt er að hann leggur alúð við mimik og nær nokkru úr því. Kristín litla Waage er fallegt barn og kom vel fram á sviðinu, feimnislaust og látlaust. Um aðra leikendur er lítið að segja. Það háir mjög, að klaufalegur „maski“ í fyrsta þætti, ölmusumannaatriðinu, og of mikili ljós gera það að verk- um að sömu mennii'nir, vinnu- menn, sýnast bara ölmusumenn, sem hafa rakað sig í öðrum þætti. Tónlist Páls ísólfssonar og söngur Guffmundar Jónssonar voru ágæt, og smekklegt bragð hjá leikstjóra úr því hann kaus að breyta lokaatriði 3. þáttar. Mistök ljósanna skrifast hjá, leiktjóra. í heild var sýningin áhrifarík og mest vegna þess hve vel þeim tókst frú Ernu Sigurleifsdóttur og Gísla Halldórssyni. A. B. Eitt af nýjustu afkvæmmn Parísartízkuniiar. Mánudagsþankar Framhald af 1. síðu. áður væri bann — Croft- Baker og útgerðannemi að vernda líf brezkra sjó- manna og raunar annarra erlendra sjómanna, sem veiða við ísland ! ! Eíns og kunnugt er úr veraldarsögunni eni Bret- ar hehusmeistarar í áróðri; ]>að eru engin takmörk fyr- ir því, hve laglega þeir geta hagrætt sannleikanum. Það hafa Islendingar feng- ið að reyna á sjálfum sér í samhandi við landhelgis- deiluna. Og Croft-Baker er ekki aiveg á því, að láta morðsöguna falla niður. Nú á að fá á hana þaim endanlega stimpU sannleik- ans, sem á þykir vanta, með því að Bretar f ari frarn á við íslendinga, að þeir Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið skv. venju að innheimta fyrirfram upp í útsvör 1956, sem svarar helmingi útsvars hvers gjaldanda árið 1955. Fyrirframgreiðsluna ber að greiða með 4 afborg- unum og eru gjalddagar 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní, sem næst 12y2% af útsvari 1955 hverju sinni, þó svo að greiðslur standi jafnan á heilum eða hálfum tug kröna. ^ Reykjavík, 6. febrúar 1956. BORGARKITARINN samþykki að brezkir tog- arar geti vaðið um íslenzka landheígi með veiðarfæri sín útbyrðis til að forðast hin manndrepandi óveður við ísland. Ög ef íslending- ar samþykkja ]>etta mun Croft-Baker og öðrurn Bretmn fiimast sem þá hafi íslendingar játað á sig morðið og þar með að lönd- unarafbeldi Breta liafi ver- ið sprottið af hintim hrein- ustu hvötum. Það er alltaf þannig með Breta, að því lélegri hvatir, sem þeir Ieggja til einhvers, þvi fremur ástunda ]>eir að Iáta líta svo út sem þeim hafi ekkert annað gengið til en góðsemin ein —. Passi inn í fandhelginai En svo er önnur Mið á! þessu máli. Þó landhelgin islenzka sé, allt ineð öllu, fjórar míur, þá er það ekki langur spotti frá IandL Tog ararnir eru enga stund að búlka veiðarfæri sín, eí með þarf íog geta leitafS vars án þess að verða fyrir svo sent nokkrum töfum aí því. Það Iiefur heldur eng- um dottið í hug að fai-a frarn á heimild til að fara inn £ landlielgi með óbúlkuð veiðarfæri fyrr en Bretum dettur þetta í hug nú. En það getur vafalaust verið handliæg ástæða til að fara inn fyrir fiskveiðitalunörk; in að geta þá vísað til þess, að það sé vont veður eða líkur fyrir vont veður. Þannig gæti þessi regla, efi hún yrði tekin upp fyrir heiðni Croft-Bakers, orðið til að auðvelda landhelgis- brot stórlega. Croft-Baker gæti þá tal- að um aukna „vináttu“, efi þessi regla yi’ði tekin upp. Þá hefði hann slegið tvæí flugur í einu höggi; fengið, sannleikastimpil á morð- söguna og um leið gulara passa handa brezkiun tog-> ururn inn í íslenzka land- helgi. 11 j

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.