Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.02.1956, Page 6

Mánudagsblaðið - 13.02.1956, Page 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 13. febrúar 1956 inni; að lokum kom tímarit hr. Mannings út, og allir litlir og stórir í bókmenntaheimin- um stóðu þögulir og hlustuðu á rödd meistarans. Ritdómur hans um bók Ednu var undir yfirskriftinni „Enginn efar að þið eruð fólk- ið, og vísdómurinn deyr með ykkur“, eins og Job svaraði sjálfsánægðu ritskoðurunum sínum. Greinin sýndi taum- lausa fyrirlitningu og vítur á þá, sem hefðu svo kæruleys- islega reynt að drepa niður hinn unga rithöfund. Hr. Manning reit um bókina af algjöru hlutleysi, sem gerði ritdóm hans svo mikils virði — reit um hana eins og hún hefði verið rituð af algerlega ókunnugri persónu. Hann rakti hana nákvæmlega í sundur, og um leið og hann benti á nokkur alvarleg mis- 41. FRAMHAUDSSAGA A. J. EVAN TTILSON: »EÐNA« uði fyrr, en tafðist vegna giftingar Estelle“. Edna leit utan við sig á velgerðarkonu sína, og varir hennar fölnuðu enn meira er hún spurði: . „Sagðirðu að Estelle--- hefði gifst? „Já, góða mín — hún er nú í New.Yörk með manni sínum. Þau ætla til Parísar------“ „Giftist hún — —Hún tök, sem öllum hafði sést yf- hneygði höfuð sitt á brjóst ir nema honum, þá gaf hann nokkrum köflum þau hrós yrði, sem enginn amerískur höfundur hafði fengið hjá honum, og spáði svo fyrir, að þeir myndu lifa þegar þeir, sem nú reyndu að skopast að þeim væru algerlega gleymd- ir í gröfum sínum. 1 Edna jáíar ást sína. Dag einn í desember, nokkr- um mánuðum eftir að þau höfðu komið heim aftur frá ströndinni, sátu þau Felix og Edna saman í bókaherberg- inu. Drengurinn hafði rétt lokið við Filipus II. eftir Prescott og Edna hafði lofað honum að lesa fyrir hann Don Carlos eftir Schiller og Eg- mont eftir Goethe í þeim til- gangi að kynna honum sem bezt hina miklu menn í bók- menntaheiminum. Hún tók íipp eintakið af Don Carl- os en hann krosslagði hand- leggi sína á hækjur sínar, eins og hans var vani, og hvessti augunum á hana. Þau höfðu lesið nm það bil hálfa stund, þegar Felix iheyrði hvislað við dyrnar, og er hann leit við, sá hann ó- ikunna konu standa við dyrn- ;ar. Hann var nærri staðinn á fætur, og hreyfing hans vakti athygli Ednu og er hún leit upp, rak hún upp fagnaðaróp. Hún lét bókina falla og hljóp til hennar með útrétta arm- ana. „Kæra frú Murry, kæra yina min“. Þær föðmuðust í nokkur íaugnablik og um leið og Felix staulaðist út úr herberginu heyrði hann Ednu snökta. Frú Murray ýtti stúlkunni aðeins frá sér og um leið og hún sá þreytt og fölt andlit hennar, sagði hún: „Vesalings Edna mín, litla stúlkan mín; hversvegna sagðir þú mér ekki að þú vær- ir svona veik? Þú ert eins og skugginn af sjálfri þér. Því komstu ekki heim, barnið mitt, fyrir löngu síðan? Eg í$tlaði að koma hingað mán- frú Murrays, og eins og i draumi heyrði hún svarið: — „Estelle giftist þessum unga Frakka, Victor de Saus- sure, sem hún kynntist í Ev- rópu. Edna, hvað er að þér, barnið mitt? Er -------“ Þegar hún sá að Edna bærðist ekki kallaði hún ótta- slegin á hjálp. Frú Andrew kom strax með þau meðul, sem læknirinn ."aafði ráðlagt, en það leið Iöng stund áður en Edna náði sér, og þá lá hún með lokuð augun og hélt höndum um höfuð sér. Frú Murray sat hjá henni á legubekknum og grét hljótt, meðan frú Andrews skýrði henni frá vanheilsu hennar og aðsvifunum. Þegar kallað var í frú Andrews og hún fór úr herberginu þá var algjör þögn og Edna leit á frú Murray og með tár í augum sagði hún: „Ég var svo glöð að sjá þig, að tilfinningin bar mig ofurliði. Ég er ekki eins hraust og ég var í gamla góðu dagana heima á Le Bocage, en ég næ mér alveg bráðlega. Legðu höndina á ennið mitt og þá finnst mér ég vera orðin lítil stúlka af tur. Mér finnst svo ósegjan- lega gaman að vera með þér enn einusinni“. „Svona ekki tala meira núna, þú ert enn svo eftir þig“. Frú Murray kyssti hana og lagfærði hárið hennar, ýtti því frá enni hennar og fölum kinnunum. Edna horfði rannsakandi augum á frú Murray nokkra stund og í svip hennar sá hún andlitsdrætti annars og miklu kærara andlits. Þvínæst lok- aði hún augunum og lítið bros kom á varir hennar, er hún heyrði röddina og henni fannst það vera rödd hr. Murrays. „Edna, ég fyrirgef þér aldrei fyrir að hafa.ekki skrif- að mér og skýrt mér frá heilsufari þínu. Ég vissi að skilnaður okkar myndi vita á illt. Þú tilheyrir mér og ég ætla mér að halda þér og hugsa um þig í framtíðmm. Hugmynd þín að vinna þig í hel, til gamans fyrir þá, sem alveg sfendur á sama um þig er hryllileg og ég ætla mér að binda enda á allt slíkt“. „Frú Murray, hvers vegna hefurðu ekki minnzt á séra Hammond?“ „Af þvi, að þú átt ekki skilið að heyra frá honum.Þú hefur reynst þakklátur nem- andi eða hitt þó heldur. Hvað hefur komið yfir þig', barnið mitt? Ertu svo hrifin af þín um eigin sigi'um, að þú hafir algjörlega gleymt þínum fyrri vinum, sem elskuðu þig þegar þú varst óþekkt í héiminum? Ég hélt það fyrst. Ég hélt að þú værir tilfinningalaus, eins og hinir í stéttinni, og ekkert skipti þig máli nema áhuga mál þitt. En, elskan mín, ég sé uð ég hefi haft þig fyrir rangri sök. Föla andlitið þitt sýnir gleggst óréttlæti mitt í þinn garð, þvi ég er viss um að lánið hefur ekki eyðilagt þig; að þú ert enn Edna litla — litla Edna mín — dóttir mín. Vertu nú alveg róleg, hlustaðu á mig og hættu að láta varirnar á þér vipra svona. Séra Hammond er ekki verri til heilsunnar en hann hefur verið í marga mánuði, en hann er svo veiklulegur, að hann getur vart lifað lengi úr þessu. Þú veizt, að honum þykir svo afar vænt um þig og segir alltaf, að hann geti ekki dáið í friði án þess að sjá þig einu sinni enn. 1 hvert skipti þegar ég fer yfir til prest- setursins er fyrsta spurningin hans: Ellen, er hún að koma? -^~hefurðu heyrt frá henni? Þú hlýtur a ðvita, að hann og St. Elmo eru að fullu sáttir. Ég vildi óska að þú hefðir séð hann þegar St. Elmo var að lesa bókina þína fyrir hann. Það var eintakið, sem þú sendir, og þegar við lásum upphátt sameiginlega tileink- un þína til mín og hans, grét gamli maðurinn, bað um gler- augu sín og reyndi að lesa tileinkunina, en gat það ekki. Hann . . . .“. Edna rétti út hendina og frú Murray skildi við hvað hún átti og hætti að tala, en Edna snéri sér til veggjar og grét hljóðlega, en reyndi jafn- framt að ná tökum á geði sínu. Tíu mínútur liðu og þá sagði hún: • „Viltu halda áfram núna frú Murray, og segja mér allt sem hann sagði. Þú getur ekki ímyndað þér hve ég hefi þráð að vita hyað ykkur öllum þeima fyndist um bók mína. Mig hefur þyrst svo í hlýleg orð að heiman. Ég sendi fyrstu entökin til þín og sr. Hammond og mér leið svo illa að heyra ekkert frá ykkur um hana. „Góða mín, það var mér að kenna og ég játa það með glöðu geði.. Sr. Hammon gat auðvitað ekki skrifað, en hann treysti mér til þess að þakka þér í sínu nafni fyrir bókina og tileinkunina, Ég var þér verulega reið fyrir að koma ekki heim þegar ég minnist á það bréflega, og ég var afbrýðisöm út í bókina þína og vildi ekki lofa hana vegrta þess, að ég vissi að þú bjóst við því. En heldurðu ekki að ég hafi verið stolt af litlu stúlkunni minni, þótt ég hafi ekki haft orð á því? Góða min, það er ómögulegt að lýsa ánægju sr. Hamm- onds, þegar við lásum söguna þína fyrir hann. Oft sagði hann: St Elmo, lestu þennan kafla aftur. Ég vissi að hún var vel gáfum gædd, en aldrei trúði ég því, að hún myndi skrifa slíka bók, sem þessa —. Þegar við lásum síðasta kafl- ann, þá varð hann alveg frá sér numinn og endurtók í sífellu: Guð blessi litlu Ednu mína •— þetta er göfug bók, hún mun leiða til góðs------ mikils góðs. — Frá mínu sjón- armiði virðist þá næstum ó- mögulegt að hinn vinsæli höf- undur skuli vera sami lamaði munaðarleysinginn, sem ég lyfti úr grasinu við slyssstað- inn fyrir sjö árum síðan. Edna hafði risið upp, og sat nú á sófaröndinni, með hönd undir kinn og milt og fagurt bro's á vör er hún hlustaði á lof þeirra, sem hún elskaði mest í heiminum. „Enda, því sagðir þú mér ekki allt af létta? Hversvegna léztu mig komast að því af tilviljun, sem þú hefðir átt að trúa mér fyrir?“. Stúlkan titraði og blóð hljóp fram í kinnar hennar er hún hjúfraði sig að frú Murray og spurði . . . .: „Um hvað ertu að tala?“ „Hvers vegna sagðírðu mér ekki að sonur minn elskaði þig, og óskaði eftir að kvong- ast þér? Ég hafði ekki minnstu hugmynd um hvað fór ykkar á milli fyrr en um það bil fyrir mánuði síðan ,og þá var það sr. Hammond, sem sagði mér það. Þó ég undr- aðist að St. Elmo hefði fylgt þér alla leið til Chattan- ooga, þegar þú fórst til Nesw York, þá datt mér ekki í hug að hann hefði sérstakan áhuga á þér, því ekkert var á honum að sjá, þegar hann kom aftur; hann sagði aðeins, að hann hefði ekki séð neinn í lestinni, sem hann hefði viljað treysta til að hugsa um þig. Nú veit ég allt — hvers vegna þú fórst frá Le Bocage, og ég veit líka, að þú hefur verið handbendi guðs í að snúa St. Elmo aftur til skyldna sinna — til sinna gömlu göfug- mennsku. Edna, barnið mitt, ef þú aðeins vissir hve mikið ég elska þig og er þér þakklát, og hve mikið ég þráði að faðma þig að mér og kalla þig dóttur mína-------Ednu Murray — konu St. Elmo — ó hvað ég verð þá stolt af dóttir minni. Hvemig gat mér dottið i hug, að þegar ég tók í hús mitt fátæklega litla stúlku, einstæðing, að það yrði engill, sem skapaði aftur gleði i hjarta sonar míns og frið í sál mína“. Hún faðmaði hana að sér, „Edna, dugmikla stúlkan mín, hversu fékkstu staðist beiðni St. Elmals? Hvernig gaztu farið burt frá honum. Er það vegna þess, að þú óttaðist, að ég myndi ekki taka viljandi við þér eins og tengdadóttur minni? Titraðu ekki svona— svaraðu mér . • „Spurðu mig ekki, frú Murray — hlífðu mér. Þetta er málefni, sem ég get ekki rætt við þig“. „Edna, ég verð að tala við þig um mál, sem eitt samarl kom mér’til að koma til New York. Hamingja sonar míns er mér dýrmætari en lif mitt, og ég er komin til að þrábiðja þig, fyrir mina sök, ef ekki þína, að minnsta kosti reyna ....“. „Það er þýðingarlaust. Nefndu ekki nafn hans aftur, Ó, frú Mun’ay, ég er svo lasiU í dag — hlífðu mér. Hafðtf miskun vegna lasleika míns“, Hún rétti biðjandi eu áranguslaust út hendina. „Það er eitt, sem þú verðuí að segja mér. Hvers vegng, hryggbraust þú hann?“ „Vegna þess, að ég bar ekkj virðingu fyrir skapgerð hans, Þú verður að fyrirgefa mér, þú neyddir mig að segja þettai — vegna þess að ég vissi a<$ hann var ekki þess virði að nokkur kona bindi sig hon- iun“. Andlit móður hans roðnaði af reiði, og hún reis á fætur, reigði aftur höfuðið og svip« urinn var ógnandi. „Edna, Earl, hvernig dirf« ustu að tala svona við mig um son minn? Það er ekkj til sú kona á allri jörðinni,- sem ekki myndi vera heiðruð,, ef hannn vildi ganga að eigá hana. Hvaða rétt hefur þú að lýsa hann óverðugan traustS konu. Svaraðu mér“. Máaudagsblaðmu

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.