Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.02.1956, Page 8

Mánudagsblaðið - 13.02.1956, Page 8
 QR EINU I ANNAB 100 ára fæðingarafmæli Shaw — Ljósaaugiýs- ingar — Hýmæli „Skyrfunnar'" — Undiriíún- íngur konungskomunnar - Er þefla konan ... Gott væri að vita hvort ekki sé í ráði að halda há- tíðlegt hér á landi eitt hundrað ára fæðingárár írska skáldsins Bernhards Sliaw, en hann fæddist í Dublin ár- ið 1856. Væri tilvalið að forustumenn í íslenzkum leik- listarmálum og bókmenntum minntust skáldsins til- hlýðilega, t. d. með leiksýningu og upplestri úr verkum hans og ætti Þjóðleikhúsið að hafa forgöngu um leik- sýninguna en útvarpið um upplesturinn. Þetta er aðeins uppástunga. Reykjavík er óðum að fá á sig heimsborgarblæ a. m. k. að ytra útliti, og er það vel. Að kvöldlagi verður mörgum vegfaranda um miðbæinn litið upp á gafl Reykjavíkurapóteks, en þar blasa við í ljósum og litum skreyttar auglýsingar frá fjölmörgum fyrirtækjum. Lýsir þetta upp miðbæinn og bætir úr liinni eilífu dimmu jafnframt því, sem þarna eru auglýstar ýmis- konar vörur. Forgöngumaður í þessum nýju auglýs- ingum er Ólafur G. Hallgrímsson, forstjóri, og á hann þakkið skilið fyrir nýmælið. j ★------------------;------- Húsmæður og þá líka skyrtufrekir eiginmeim geta nú rekið upp fagnaðaróp. í höfuðborginni er nú til starfa tekin þvottastofan SKYRTAN, og eins og nafn- ið bendir á hreinsar það skyrtur og auk þess sloppa, en ekki annað. Fyrirtækið lætur sækja heim skyrtur, þvær og straujar, festir á tölur etc. og sendir allt heim daginn eftir í eellofan-pappínis. Er þetta hið bezta nýmæli i þessum efnum og mun eflaust koma mörg- um vel ekki sízt þegar að er gáð að „Skyrtan" þvær ódýrar en hliðstæð fyrirtæki. ★------------------------- Friðrik komuigur og drottning hans af Danaveldi mun nú heimsækja ísland eftir skamma stund og býst hið opinbera nú í ákafa undir að taka á móti hinum tignu gestum á virðulegasta hátt. Ráðherrabústaður- imi er nú í allsherjarviðgerð og endurskoðun — Hótel Borg þvegin og pússuð eftir föngum — og Þjóðleik- húsið mun hafa í huga að pússa upp á óperuna Cavall- eria Rusticana til þess að sýna þeirra hátignum vora andlegu mennt. Er það nú vor bezta ósk, að landið skrýðist hátíðabúningi þá daga, sem konungshjónin og fylgdarlið þeirra standa hér við. ★------------------------- Dr. jiu-is. Hafþór Guðnnuidsson er allra manna samvizkusamastur og vill að allt sé rétt sem hann hefur um að sjá. Þegar kosið var um skilnaðinn við Dani þótti hlýða að þeir, sem sjúkir væm fengju að kjósa líka og voru fulltrúar frá kjörstjórn á sífelldum ferðum til rúmliggjandi kjósenda, og var dr. Hafþór meðal fulltrúanna. Seint um kvöldið fór dr. Hafþór til dr. Sigurðar Nordals, nú sendiherra, sem þá var sjúkur og hafði kjörseðil með. Dr. Sigurður lá í rúmi og kona hans, því áliðið var. Er dr. Sigurður hafði j kosið, tók dr. Hafþór við seðlinum, innsiglaði hann, sneri sér að Sigurði og segir hálf-spyrjandi: „Og þetta mun vera konan yðar, er ekki svo?“ 4 « Hvað á að gera í hvöltl? Mmynddfiús: Gíunla bíó: Ekki er ein báran stök. Farley Granger. Kl. 5,7,9. Nýja bíó: Falsljómi frægðarinnar. James Gagney. Kl. 5, 7, 9. Tjamarbíó: Hafmærin. Giynis Johns. Kl. 5, 7, 9. ÁuSturbæjarbíó: Shanghai-múrinn. Edmond O’Brien. Kl. 5, 7 og 9. Stjörnubíó: Salome. Rita Hayworth. Kl. 5, 7 og 9. Mafnavbíó: Ást, sem tortímir. José Ferrer. Kl. 5, 7 og 9. Tripolibíó: Forboðnir ávextir. Fernandel. Kl. 5, 7 og 9. iÞjóðieikhúsið: Jónsmessudraumur. Rúrik Haraldsson. Kl. 20. Iðnó: Galdra-Loftur. Gísli Halldórsson. Kl. 20. Mánudagsblaðið t- Fernandel og' Francoius AmoUl í „Forboðnir ávextir. Sérlega góð mynd í Iripoiibíói. Um þessar mundir sýnir Tri- polibíó franska mynd, sem eflaust mun vekja athygli og aðdáun áhorfenda. Myndin nefnist „Forboðnir ávextir“ (Le fruit defendu) og fjallar um hjúskaparböl hjá manni, sem þrejdtur er á ráðríki konu sinnar og glepst út í að verða ástfanginn af annarri stúlku, migri og jafnvel fal- legri, —fær óseðjandi ást til hennar og hefst þar með sorg- arleikur hjónabandsins — sem ýmsum mun finnast næsta nýstárlegur. Mynd þessi mun vekja margan eigirnnanninn til um- hugsunar og ekki siður sýna eiginkonunni fram á, að þeirra er sízt einræðið í hjú- skaparefnum, enda sýnir myndin glöggt hversu fer hjá þeim. Aðalhlutverkið ieikur hinm nafnkunni og vmsæli leikaii Femandel, sem allir kannast V við úr hlutverki Don Camillo svo og Topas, sem hér var leikið, og er leikur hans frá- bær. Þá ber og að minnast Francoise Amoul, sem einn- ig gerir hlutverki sínu beztu skil. Meðleikendur fara allir mjög vel með hlutverk sm og setja sennilegan blæ á heild- ina. Það er óhætt að f ullyrða, að þessi mynd, Forboðnir ávext- ir, er með meiri listaverkum, _ sem hér hafa sést á hvíta lér- eftinu. A. B. H afnarfj. lögreglan Úrill lögregla c Framhald af 1. síðu. Mánudagsbiaðið átti tal við vaktstjój’a lögreglu Hafnar- f jarðar um þetta mál klukk- an 4:55 e.h. s.l. laugardag. Sagði hann frásögn blaðsins rétta. Svo spurði þessi full- trúi hversvegna blaðið spyrði um atburð þennan og þegar svarað var að hann yrði birt- ur svaraði lögregluþjónninn: — „Nei — nei ég segi yður ekkert — þér hafið verið svo dónalegur við okkur“. Blaðinu leiðist að hafa ver- ið dónalegt við lögregluyfir- völd Hafnarfjarðar, en spyr hinsvegar hvort ekki sé rétt, að einhver ábyrguú maður stjómi handtökum þar syðra — í stað taugaveikra fanta, sem allt halda sér fært í skjóli einkennisbúningsins ? A söngskránni næstkom- andi miðvikudag verður meðal annas aríur eftir Halevy, Gyðingastúlkan, og Verdi, Othello. Þá syngur Ketill lög eftir íslenzku tónskáldin Emil Thoroddsen, Þórarinn Jóns- son, Sigfús Einarsson og Árna Bjömsson en önnur við- fangsefni eru eftir Scarlatti, Handel, Tosti og Denza, Ketíll Jensson beldur söngskemmbin íslenzk og eriend lög á söngskrá Næstkomandi miðvikudag efnir Ketill Jensson, tenór, til söngskemmtunar í Gamla biói kl. 7.15 síðdegis. Ketill Jensson, söngvari, er nú orðirm landsþekktur fyrir söng sinn bæði af þeim konsertum, sem hann sjálfur hefur haldið, auk þess sem hann hefur sungið á skemmtmium víða um landið og leikið í óperum hér við Þjóðleikhúsið. Ketill hefur um langt skeið stundað söngnám í landi söngsins, Italíu, nánar tiltekið Milano, en þar var hann m. a. undir handleiðslu hins kunna .kennara Mo Gallo, sem er mjög þekktur kennari í söng í Milano. Skömmu fyrir jólin kom Ketill heim frá námi og hefur undirbúið söngskemmt- un sína síðan. KetUl hélt hér söngskemmtun árið 1953 síðast og hlaut ágætar undirtektir. 1 , : ifwi 1 - •? < úi, •’. / HH f 11 “ H’ í Í $ I \Jm' j y*, J: ISNir 1 : jmgKlZÍ jg&f : I»ýzkar kvikmyndir hafa nú mjög rutt sér til rúms í lieiminum. Myndin sýnir atriði úr myndinni „Hest- (Birt án ábyrgðar) ar föður míns“, sem nú verður bráðlega sýnd.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.