Mánudagsblaðið - 14.01.1957, Blaðsíða 3
Mánudagur 14. janúar 1957
mánudagsblaðið
i
Jóns Reykvíkings
Sfugu megin við göfuna Munnvafnsleysi
Með nýjum ósiðum koma
líka nýir herrar. Nokkrir
af þeim eru þegar komnir,
en fleiri eiga þó eftir að
koma. Margir árgangar af
soltnum krötmn og valda-
hungruðum kommúnistum
ryðjast nú á jöturnar.
Fyrsta jatan — sem nú
er verið að raða á, er á
Skólavörðustíg, beint á
móti tugthúsinu. Þar eru
ýmsir af þessum nýju herr-
um setztir að — öfugu
megin við götmia. Er fyrst
að nefna hinn gamla með-
hjálpara Sigurðar Jónas-
sonar úr olíuSvindlinu,
Pétur Pétursson. Pétur
hrökklaðist á sínum tíma
úr embætti verðgæzlustjóra
eftir fylgilagið við Sigurð
Jónasson, en það var allt
í lagi, þ\á Pétur hafði opna
stöðu í Landssmiðjunni, og
svo hafði hann nýtt og fal-
legt hús í smíðmn. Hann
hafði því í nóg hús að
venda — bæði í einum og
öðrum skilningi. En Pétri
líkaði samt ekki sitt hlut-
skipti. Og nú er dagur
hefndarinnar runninn upp.
Hann er aftur setztur að
— öfugumegin við götuna.
Fyrsta þrepið í stiganum
var að ná í hræðslubanda-
lagsuppbótarþingsæti á
Snæfellsnesi fyrir krata.
Næst var svo að pota sé’r
aftur upp á Skólavörðustíg
— hægra megin þegar
gengið er upp, en auðvitað
vinstra megin, þegar geng-
ið er niður. Pétur þekkt-
ist áður fyrst og fremst af
því, sem hann vaurækti að
gera. Það er líka hægt að
fara þá Ieiðina. En nú ætl-
ar hann sér sjálfsagt að
slá sér upp á hvoru
tveggja. Svo er Guðmund-
ur Hjjjartarson, kommún-
isti.. Hann er gamall
kommaspekúlant og „verk-
lýðssinni". Hann er stór og
feitur rumur, bólginn og
breiður, minnir á stóran
rassvasa — rassvasa, sem
er troðinn út með vel
fylltu seðlaveski, enda lief-
uð Guðmundur oft fundið
þessa tilfinningu, sem hon-
um finnst svo þægileg —
þegar Manunon gælir við
hann aftanverðan. Nú fær
Guðmundur sín fyrstu met-
orð utan verkalýðshreyf-
íngarinnar, þar sem hann
er búinn að berjast við
ístrvma árangurslaust, um
mörg ár.
Svo er Kristján Gíslason,
hiim nýi verðgæzlustjóri,
sem var iramkvæmda-
stjóri Alþýðubandalagsins
í sumar. Þessum manni
verður bezt iýst með einu
orði — verkfæri.
En svo eru allir hinir,
sem eiga eftir að koma.
Það vejrða feitir bitar í
bankanefndinni. Hver veit,
nema að einn vænn blóð-
mörskeppur renni ofan í
Friðfinn Ólafsson, en Frið-
finnur breytist sjálfsagt
ekki mikið við það. Og svo
er nefndin, sem á að
stjórna útflutningnum. —
Það er ekki mikið orðið
eftir af munnvatni — sér-
staklega hjá mörgum
ki'ötum, endja var sú á-
stæðan að þá brást kjark
til að henda kommúnistum
út úr ríkisstjórninni nú í
liaust. Hvað geta meim
gert mgð svo þurran munn
og kverkar? AIls ekki hróp
að — en sá maður, sein
ekki getur hrópað, vegna
þess að timga hans er
skrælnuð, hann er mátt-
laus til alls. En svo þegar
bitinn er kominn í munn-
inn og saf ar velliðunariim-
ar famir að streyma — þá
er það orðið um seinan.
Vesalings Alþýðuflokkur-
inn — þetta em hans ör-
lög.
ig menn bjuggu, þegar
Reykjavík var á unga
aldri. Þar rnætti svo liafa
hliðsjón af stéttum —
velja t.d. gamalt embætt-
ismannshús, hús iðnaðar-
manns, verkamanna o. s.
frv. Svo þyrfti að halda til
haga húsgögnum og bús-
munum, eins og þau gerð-
ust áður en rafmagnsöldin
komst í algleyming. Slík-
ur byggðarreitur gæti orð-
ið fagur og skrautlegur.
Byggðarreitur
Um daginn varð mér
gengið um gamla götu hér
í bænum. Þar gat að líta
sömu gömlu húsin, sem ég
mundi eftir frá æsku. En á
stöku stað var komið nýtt
hús og ellimörkin á hinum
leyndu sér ekki. Þau vora
fulltrúar tíma, sem er að
hverfa eða horfinn. Mér
datt í hug — og það er
sjálfsagt ekkert nýtt — að
velja þyrfti úr nokkur
„typisk“ hús hér í bænum
og varðveita þau í sérstök-
um byggðarreit. Þar ætti
að vera gamalt verzlunar-
hús, gömul íbúðarhús, sem
gefa hugmynd um, hvern-
ORÐSENDING
frá Skattstofunni í Reykjavík
Með því að mikil brögð hafa verið að því á undanförn-
um árum, að framteljendur tilgreindu aðeins nafn atvinnu-
veitanda á skattframtali sínu en eigi upphæð launa, er þess
hér með krafizt, að launafjárhæð sé jafnan tilgreind, ella
verður framtal talið ófullnægjandi, og tekjur áætlaðar. Er
þeim, sem notfæra ætla sér aðstoð skattstofunnar við út-
fyllingu skattframtala, bent á, a ðhafa með sér fullnægjandi
sundurliðun á launum sínum, svo og að sjálfsögðu aðrar
nauðsynlegar upplýsingar.
SKATTSTOFAN í REYKJAVÍK
i -,,'M ms4§ý- 1 S -»m
.11
„Dauðinn í Café Intime'
Eflir Walter C. Karrigan
Leynilögreglusaga í myndum
1) Með sínum unga vini, Guy
Trent verkfræðingi, leitar hinn
heimskunni leynilögreglumað-
ur George Ready inn í hið fræga
„Café Intíme“ til þess að fá sér
glas.
2) Það er nýbúið að vísa þeim
til borðs, þegar ungur maður
með sælubros á vör, gengur
fram hjá þeim og kastar kveðju
á Trent. „Hver er þetta?“ spyr
leynilögreglumaðurinn.
3) Joe Kennon heitir hann.
Þetta er einn úr hinum stóra
hóp aðdáenda leikkonunnar
Evelyn Addison. „Vesalings
pilturinn!" — „Hvers vegna
vesalings?" — „Af því að hann
er vonlaus!“
4) „Annars var þetta aðlaðandt
og fríður, ungur maður að sjá.
Dálítið taugaveiklaður....“. —
„En hún kærir sig ekki um
hann. Það er ,annar'!“
1) Getur Evelyn ltannske ekki
fengið þennan „annan“? — „Nei,
hann er kvæntur!“ svaraði
Trent og í sama bili heilsar hann
mjög virðulegum manni, sem
situr skáhalt við þá og hefur
konu sér. við hlið.
2) Þau sitja hinumegin við mið-
ganginn í einskonar afkima,
sem skyggður er birkitrjám. Af
konunni sést aðeins önnur
höndin, sem hvílir á bríkinni á
hinum djúpa hægindastól, sem
hún situr í.
3) „Ég spyr enn!“ sagði George
Ready brosandi. „Þetta er efna-
fræðingurinn og nóbelsverð-
launamaðurinn Vilkins prófes-
sor og konan hans“. — „Er það
af feimni að hann leitar í leynd-
asta afkima veitingastofunnar?"
„Þarna situr hann alltaf — í
fagurri einangrun!"
4) „Fóik er ailtaf öðru hverju
forvitið um hagi nóbelsverð-
launamanna!" sagði Ready og
kinkaði kolli. — „Þetta er nú
öllu heldur konunnar hans
vegna. Hún er eitthvað smá-
skrýtin. Er víst líka hjartveik".
1) „Þá reykir hún líklega of
mikið“, sagði Ready, „höndin á
henni er í helzti nánum tengsl-
um við öskubakkann“. — „Já,
það er einn af löstum hennar".
— „Kannski ekki sá eini?“
2) „Hún er sem sagt smáskrýt-
in..... En þér hafið þá ekki
heyrt um hana áður. Hún á
systir, sem líka var ástfangin
af prófessornum. En hún sigr-
aði“. — „í krafti hvers?“
3) „Sagt er: I krafti peninga
sinna. Systir hennar er sögð
hafa sóað sínum peningum á
fáum árum, en Ora Wilkins hef-
ur alltaf verið útsjónarsöm og
hefur orðið í'íkari og riKari".
4) „Það er fyrir peningank
hennar, að komið var fótunn
undir hinar frægu rannsóknar-
stofur hans“. — Þær elskast þá
ekki, systurnar?" — „Eiginlega,
ekki“, sagði Trent hlæjandi. (
i