Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.01.1957, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 14.01.1957, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGrSBLAÐlÐ Mánudagur 14» janúar 1957 Eftir á óskaði hún þess, að hún hefði aldrei spurt þessar- ar spurningar, en þá varð hún ekki aftur tekin, því um augnablik, sem aldrei virtist ætla að taka enda, lá Judith kyrr og starði á hana, náföl og með skelfingu í augunum. Svo hrópaði hún skyndilega upp yfir sig, svo að hjúkrun- arkonan kom hlaupandi í of- boði: „Ó, Blair. Ó, Blair, nú veit ég það. Bréfið. Þú og Bar- bara. Ö, Blair“. Hjúkrunarkonan rak Susan út úr herberginu. Henni hafði aldrei verið mikið um yngri systur frú Dorset, og sízt af öllu núna, þó hún gæti ekki gert sér grein fyrir hvers vegna. Þegar Blair kom heim, vildi Judith hvorki sjá hann né heyra. Hún lá með lokuð aug- un og samanbitnar varir. — Hvorki Blair né hjúkrunar- konan vissu, að aðeins með þögninni gat hún haldið tár- unum aftur. Að ef hún hefði mælt orð frá vörum, hefði gráturinn brotizt út og að- eins stoltið bjargaði henni. 20. kapítuli. Að lokum, þegar hann gat ekki togað orð út úr Judith tók Blair Susan tali. Hjúkrun- arkonan sagði að síðast þegar hún vissi til, hefði Judith ver- ið eins og hún átti að sér og hún og ungfrú Weatherby hefðu verið að ræða konsert- inn, sem halda átti til styrkt- ar hinum nýju byggingarfyr- irætlunum bæjarins, en svo hefði hún allt í einu heyrt hana reka upp ámátlegt óp, og þegar hún kom á vettvang, var Judith náhvít eins og hún hefði séð svip, en ungfrú Weatherby starði á hana með augljósri hræðslu. Þegar hún reyndi að komast að því hjá ungfrú Weatherby, hvað gerzt hefði, sagðist stúlkan ekki vita það og þar sem ná- vist hennar hefði auðsjáan- lega bakað frú Dorset óþæg- ándi, hefði hún látið hana fara og sent eftir Blair. Blair reyndi eftir beztu getu, að komast að því, hvað væri að, en þegar Judith neit- aði að sjá hann eða tala við, heldur lá bara með augun aft- ur, þá fór hann beint þangað, sem Susan var, og krafðist viðtals. Frú Wetherby, sem mætti honum í ganginum, sagði: ,,Ég held, að það séu kunn- ingjar hjá Susan, Blair. Hún er uppi í herbergi sínu. Þarftu endilega að tala við hana? Hún er eitthvað svo skrýtin þessa dagana....“. „Ég verð að tala við hana, hvort sem hún er skrýtin eða ekki“, sagði Blair. Frú Wetherby sá, að hon- um var mikið niðri fyrir og hún var óvön því, að heyra hann svo hranalegan. „Það mætti segja mér, að hún yrði ennþá undarlegri eftir að ég hef talað við hana. Mér þyk- Jeitt að þurfa að vera stífur á 34. FRAMHALDSSAGA þessu, frú Wetherby, en ég verð að tala við hana. Ég verð að fá að vita, hvað fór á milli hennar og Judith seinni part- inn í dag“. *■ „Milli hennar og Judy“, sagði frú Wetherby. Hún varð vandræðaleg og hálfhrædd á svipinn. Hún átti það til að verða hrædd af litlu tilefni þessa dagana. Allt var með svo undarlegum hætti. Svo ógnvekjandi. Hvergi festa, svo hægt væri að átta sig. Ekkert öryggi, og stúlkur voru svo undarlegar. Hún botnaði ekki í neinni þeirra nema Bunty. Hinar voru svo skrýtnar, eirðarlausar, óá- nægðar og taumlausar. Fyrst og fremst Judith með þetta ábyrgðarlausa skilnaðartal sitt, sem aðeins slysið hafði, að því er virtist, bundið endi á. Svo Susan, mislynd og mót- sagnakennd, alltaf með leik- araskap og að fara í fýlu, og hinir kynlegu vinir hennar. Og svo loks Barbara, sem haf ði komið heim einn daginn og alveg af tilefnislausu lýst yfir þeirri fyrirætlun sinni að fara til London. Fara til Lon- don og fá sér vinn, sem eng- inn vissi neitt um, hver var, og hafði meira að segja ekki látið sér nægja orðin tóm, og þverneitað að láta sansast af skynsamlegum rökum og f or- tölum. Hafði ekki getað kom- ið með eina einustu lögmæta ástæðu fyrir breytingu, en sat við sinn keip næstum móð- ursýkislegri ástríðu, og hafði að lokum farið. Nú mátti al- veg gera ráð fyrir, að Susan hefði gert eitthvert glappa- skotið. Susan kom niður með fýlu- svip, en fýlusvipurinn leyndi einhverju, sem líktist ótta. Hún sagði: „Mér er illa við að vera trufluð þegar ég er upptekin. Hvað í ósköpunum hefur komið fyrir þig, Blair ?“ En Blair tók í hnakkadramb- ið á henni og ýtti henni á und- an sér inn í borðstofuna. „Hvað sagðir þú við Judy?“ spurði hann. Rödd hans var hörð sem stál. „Það er óþarfi að Ijúga að mér, því ég skal fá þig til að segja sannleik- ann, þó ég verði að vera hér í alla nótt. Þú ert óhræsis- stelpa, Susan, og þess vegna kom ég beint hingað. Það var allt í lagi með Judy, þangað til þú komst og sagðir eitt- hvað við hana. Ætlarðu að segja mér, af frjálsum vilja, hvað það var, eða verð ég að eftir E. Carfrae neyða það út úr þér?“ „Mér þætti gaman að sjá þig reyna það!“ sagði Susan. „Láttu ekki svona kjánalega, Blair. Hvað heldurðu svo sem að ég hefði getað sagt við Judy. .. .“. „Það er einmitt það, sem ég er kominn til að vita. Hann færði sig feti nær, og henni varð litið á hendurnar á hon- um. Hún sá, að hann kreppti fingurna og rétti úr þeim á víxl, eins og hann langaði til að grípa um hálsinn á henni, og hún missti alla stjórn á sjálfri sér._ Hvernig vogaði hann sér að koma hingað? Með hótanir í hennar garð. Horfandi á hana eins og hún væri morðingi. Hvernig vog- aði hann það? Þegar hann og Barbara...... Hún sneri sér beint að hon- um. „Ég skal víst segja þé'r það“, sagði hún. „Ég spurði hana, hvort hún hefði fengið bréfið mitt. Bréfið, sem ég skrifaði henni kvöldið fyrir slysið. Svo þú ert búinn að gleyma öllu, er það? Eða þú heldur, að ég viti ekki neitt. Þú veizt ekki, að ég kom nið- ur aftur þá um kvöldið og sá þig og Barböru. Svo þú hélzt þú slyppir með það. Þú hélzt þú gætir daðrað við hana og Judith mundi ekkert vita. En ég sá þig og ég skrifaði henni og sagði henni alla söguna. Ég gat ekki skilið, að þú mættir fara öllu fram eins og þér þóknaðist. Þú vildir ekki gefa henni kost á að losna þegar hana langaði mest til að fara, en þegar hún er í fríi, notar þú tæki- f ærið á lúalegan hátt til þess að taka fram hjá henni með Barböru. Og ef þú manst, þá sagði ég þér, að ég skyldi ná mér niðri á þér. Að ég skyldi láta þig sjá eftir því að hafa blandað þér í mín málefni. Manstu það? Ég sagði þér það, eða hvað? Jæj a,ég er búin að láta þig sjá eftir því. Ég sagði Judy þett, og ég vona, að hún skilji við þig. Ég vona, að hún geri þér líf- ið svo leitt hér, að þú farir og komir aldrei aftur; svo fólk sjái, hvern mann þú hef- ur að geyma. Ég vona, að þið Barbara eigið eftir að líða eins mikið og þið hafið látið hana líða og mig líka,.. „Haltu þér saman“, sagði Blair. Skjálftinn var farinn úr höndum hans. Hann stóð kyrr núna og horfði fram fyr- ir sig á myndir, sem liðu fyrir hugskotssjónum hans, hver af annarri. —■ Hann minntist, hvernig Judith hafði af fremsta megni verið að safna saman brotunum úr lífi sínu, hvemig hún hafði barizt gegn örvæntingu og vonbrigð- um og tekizt að öðlast nokk- urskonar sálarró, með því að beita kjarki, sem hann grun- aði ekki að átti til, hafði henni að nokkru leyti tekizt að byggja nýtt líf á rústum for- tíðarinnar, reynt að finna með hans hjálp og hvatningu og félagsskap eitthvað stærra og varanlegri, heldur en ástríðu- ofsann, sem hafði hrifið þau beint í hjónabandið. Og hún hefði ekki aðeins reynt, henni hafði líka orðið nokkuð á- gengt, og nú gat hún horft fram á veg, sem enn gaf fyr- irheit um hamingju og kyrr- láta, heiðríka fegurð. En þá kemur þessi móðursjúka, hefnigjarna stélpa í spilið og brýtur allt til grunna með spurningu sinni, vegna þess sem hún hafði sagt við hann mörgum mánuðum áður. „Ég get ekki varizt því, að mér finnst sem eitthvað ótta- legt hafi skeð milli þín og mín, Blair. En ég kem því ekki fyrir mig, hvað það var. Það sem skeði fyrir slysið er alveg dottið úr mér, en ég verð að fá að vita það. Blairv gerðu það fyrir mig að segja mér það. Var það eitthvað voðalegt?" Auðvitað hafði hún fengið bréfið. Sjálfsagt samdægúrs, og guð má vita, hvað þessi stelpukind hefur fundið upþ 4 að segja. Hve langt hún hefði látið leiðast af ástríðu og í- myndunarafli. En einhvern- veginn — vegna eins af þess- um duttlungum náttúrunnar — hafði Judy gleymt því. Að- eins skugginn af því hafði orðið eftir, og nú var jafnvel skugginn horfinn. Þangað til Susan í hefnisýki sinni og langrækni hafði dregið það fram í meðvitund hennar aft- ur. Honum fannst þegar hann leit á hana, sem hann hefði aldrei fyrr kennt jafn óstjórnlegs..haturs, og þegar hann hlustaði á hana og sá hina nýfundnu ham- ingju Judithar tætta sund- ur fyrir augunum á sér. Hann þurfti ekki einu sinni að spyrja hana, hvað hún hefði sagt í bréfinu. Það gat hann sagt sér sjálfur. Hann og Bar bara ein saman í herberginu, Og svo Susan, standandi í dyr unum, þögul, hvorugt þeirra hafði heyrt eða séð til henn- ar, og hún hafði horft á þau og síðan læðzt aftur til her- bergis síns og skrifað bréfið, þá þóttist hún hafa jafnað metin við hann. Um tíma hafði hann langað til að grípa fyrir kverkar henni og þagga niður í henni fyrir fullt og allt — ekki vegna lyg- anna, sem hún hafði skrifað, heldur fyrir það, sem hún hafði nú gert. En svo létti þessari rauðu þoku, sem hafðx nær blindað hann, og hann bjó sig til að fara. Það vai’ ekkert, sem hann gat sagt við Susan. Ekkert sem talí tók. Ekkert gat afmáð það, sem hún hafði gert. Allt AUGLYSING nr. 6/1956 fiá Innfluiningsskiifstofumii Samkvæmt heimild í 22. gr. reglugerðar frá 28. desember 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfest- ingarmála o. fl., hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðlum, er gildi frá 1. janúar til og með 31. marz 1957. Nefnist hann „FYRSTI SKÖMMTUNARSEÐILL 1957“, prentaður á hvítan pappír með fjólubláum og brún- um lit. Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir: REITIRNIR: Smjörlíki 1—5 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmum af smjörlíki, hver reitur. REITIRNIR: Smjör gildi hver fyrir sig fyrir 250 grömmum af smjöri (einnig bögglasmjöri). Verð á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólkur- og rjómabússmjör, eins og verið hefur. „FYRSTI SKÖMMTUNARSEÐILL 1957“ afhendist að- eins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „FJÓRÐI SKÖMMTUNARSEÐILL 1956“ með á- rituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Reykjavík, 31. desember 1956. INNFLUTNIN GSSKRIFSTOFAN.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.