Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.09.1957, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 09.09.1957, Blaðsíða 3
Mánuclagur 9. sept. 1957 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 1 blaðinu „Frjáls þjóð“ — sem írægt mun verða að endemum í sögu íslands fyrir það eitt, að háfa verið hinn leyndardómsfulli •móðurkviður þeirrar lánlausustu og óvinsælustu vandræða ríkis- stjórnar, sem setið hefur að völd um í voru landi, birtist nú fyrir nókkru (10. 8.) ritgerð undir yfirskriftinni: „Konungsskugg- sjá“. — Er þar um að ræða óvið- felldna og ómakiega árás á for- seta íslands. — Nú er það að vísu mitt sjónarmið, að forsetaemb- ættið hvorki sé né eigi áð vera það „tabu“, sem enginn megi minnast á, né heldur að orð eða gjörðir forsetans séu hafnar yfir alla gagnrýni, ef ástæða er til. En það verður að gjörast með virðuleika og sanngirni, sem hvort tveggja er af mjög skorn- um skammti i umræddri grein. nánasarviðhorf geta líka stund- um orðið of dýr sparsemi. — Enginn verðmæti fást án tilkostn aðar — án greiðslu í öðrum verð- mætum. — Þannig fylgir því eðli lega og óhjákvæmilega margs- konar tilkostnaður óg umstang að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð, sem hjáleigu ríki geta losn- að við. — En borgar það sig? Einn tilkostnaðarliður sjálf- stæðrar þjóðar er einskonar aug- lýsingarstarfsemi, en áhrifamesta og heiilavænlegasta aðferðin er einmitt gagnkvæmar, vinsamleg- ar þjóðhöfðingjaheimsóknir, sem eru, ef vel tekst til, öllu öðru fremur vel til þess falinar að efla samúð og vinsemd þjóða í milli og eru blátt áfram stórkostlegri auglýsing' en nokkuð annað. — Þannig hefur og verið, með hin ar éinkar vel heppnuðu þjóðhöfð r Effir S. K. STEiKDÓRS Það er vist um það, að núver- andi forseti vor og frú hans eru hinir ágætustu og virðulegustu fulltrúar þjóðarinnar, bæði á inn lendum og erlendum vettvangi, og farsælir samnefnarar þeirra eiginda, sem við metum hvað mest með þjóðinni. Enda hef- ur vegur þeirra og ástsæld með þjóðinni mjög farið vaxandi með hverju ári, sem liðið hefur, síð- an þau hlutu þessa tignarstöðu. Er því óviðfeldið að sjá árás- argrein um forseta á borð við „Konungsskuggs,tó“ þessa, sem þrútin er af skætingshroka og óviðurkvæmilegum stráksskap. Greinarhöfundur telur sig vera þesk umkominn að vitna í, að „al menningur" á Norðurlöndum geri „grín“ að þjóðhöfðingja héimsóknum hingað til lands. — Áreiðanlegt er þó, að ofmælt og ósatt er, að þannig sé viðhorf almennings til þessa máls í þeim löndum, heldur myndi sanni nær, að tala um að hægt væri að finna fáa einstaklinga, sem þannig væri ástatt um. — Menn, sem væru eins konar „bekkjarbræð- ur“ höfundar „Konungsskugg sjár hinnar nýrri. — Því auðvitað finnast með öllum þjóðum af- brigði, sem að mannrænu og sið- gæðisvitund þroskast aldrei upp úr fyrsta bekk, eða undirbúnings deild mannlífsins. Sum sparnarðarsjónarmið eru misskilin umhyggja fyrir skatt- greiðendunum, og stundum jafn- vel yfirskinið eitt og blindings- ieikur. — „Bárðar-á-Búrfelli“ ingjaheimsóknir hingað, að þær hafa vakið inikla athygli á okk- ur, blöð bæði á Norðurlöndum og víðar, hafa á mjög vinsamleg- an hátt (yfirleitt) vakið athygli á landi og þjóð. — Kostnaðarhlið in við slíkar heimsóknir er hverf andi lítil og að nokkur levti auka atriði, sökum þess að hér er eink um um innan lands eyðslu að ræða, — þannig að kalla má, að peningarnir skipti um vasa. — Gjaldeyriseyðslan er ekki stór- vægileg og gefur auk þess nokk- uð í aðra hönd, því útlendingar þeir, bæði blaðamenn og aðrir, sem hingað koma í sambandi við þjóðhöfðingjaheimsóknirnar, eyða líka hér, eigi alllitlum er- lendum gja’deyri. — Svo alveg er óvíst, að hallist verulega á í þessu efni, má því nánast íull- yrða að slíkar heimsóknir borgi sig bæði beint og óbeint. — En hvað sem því líður, er ekki hægt að einangra sig frá umheiminum. En undarlegur boðskapur er það, að herra Ásgeir Ásgeirsson forseti, maður gæddur í jafnrík- um mæli' meðfæddri háttvísi og tillærðri siðfágun, kunm ekki skil á samskiptaháttum þjóðhöfð- ingja, og furðuleg er sú falskenn ing, í umræddri grein, að forset- ar og konungar, iðki ekki opinber vinsemdarheimboð hvor til ann- ars. — Eru ýmis nærtæk dæmi því til sönnunar, þannig heim- sóknir Danakonungs og Breta- drottningar til Frakklandsfor- seta og gagnkvæmar heimsóknir hans svo aftur, einnig nú alveg um þessar mundir, heimsókn Finnlandsforseta til Danakon- ungs og einnig nú á næstunni, væntanleg heimsókn Bretadrottn ingar til forseta Bandaríkjanna. Að undanförnu hafa þúsundir íslendinga farið til útlanda,. og er að mörgu leyti gott til þess að vita, enda þótt margt af því fólki séu séu einkum baðsiranda- striplarar og nætúrklúbbagátta- þefarar, eða leggji að minnsta kosti meiri alúð við hin léttari viðfangsefni en þau sem hafa. meira og varanlegra menningar- gildi, -— er það að sjálfsögðu, al- veg látið óátálið. — En þegar forseti vor fer í nokkurra daga ,,prívat“ ferðalag til útlanda, þá lætur hið ,,siðavanda“ blað: „Frjáls þjóð“ sér sæma, að tala um „ferðastúss" forsetans, — og gefið í skyn, að hann hafi ekki kunnað .fótum sínum forráð og Brezkar sýningadönmr velja undirföt, sem þær æt!a að sýna á mikilli kvenfatasýningu í Moskvu í haust. allt að því leitt hættu og vand- ræði yfir þjóðina. — Já! og jafn- vel fundið upp á þeim ósónia að bjóða páfanum í heimsókn hing- 1 að. Þar sem vanþekking höfundar „Konungsskuggsjár“ er á því stigi, að hann veit ekki að Lux- emburg, er ekki lýðveldi, heldur arfgengt stórhertogadæmi, er þess varla að vænta,.að hann viti fremur, að það er nær því und- antekningarlaús regla, að þjóð- höfðingjar, sem.koraa til Kóma- borgar, sæki fund páfa, ýmist „privat" eða að um opinbera heimsókn er að ræða, og það engu síður þótt þeir séu mótmæl- endatrúar, svo seni könungar Danmerkur og Svíþjóðar og brezka konungsfjölskyldan. Svo þannig er harla fánýt ástæða til að álíta, að forseti vor hafi farið út fyrir takmörk þess sæmilega, ! með þvi að heimsækja hinn „héilaga föður“ — eða að skop- ast að því. Þannig horfir nefnilega við, að mjög víða í löndum er litið á páf- ann bæði sem trúarlegan leiðtoga og einnig sem þjóðhöfðingja, ehda munu um eða yfir 50 þjóð- lönd, hafa- fullgildar sendisveitir við páfastólinn, (af Norðurlönd- um þó ekki önnur en Finnland) þar af 20—30, ambassadora, hitt sendiherra, utan fárra, sem eru „persónulegir sendiherrar“ svo sem fulltrúi hennar hátignar Bretadrottningar. — Einnig má geta þess, að nú alveg nýlega, skipaði Taili Selassie Eþiópiu- (Ábessiniu) keisari, sendiherra við páfastólinn, —- en „diplömat- iskt“ samband hafi ekki verið þar á milli síðustu 14—15 hundr- Uð árin. — En slepþum því. Það eru engin gamanmál og ætti sízt að vera fallið til vin- sælda að veitast að ósekju að for seta vorum, með óþverralegri »ætni, jafnvel þó gert sé með vandlætingarhelgislepju undir yfirskini sparnaðár og ráðdeild- ar, einkurn þar sem um er að i-æða mann sem nýtUr mikils á- lits og menn eru á einu máli um, að verið Jhafi okkur í hví- vetna til sóma. Ekki rennir mig grun í hver 'muni vera höfundur þessarar „Konungsskuggsjár“ í „Frjálsri þjóð“. — En bæði sökum nokk- Framhald á 8 siðu. Heimdellingar sprengja sápukéSur Það sprakk ómerkileg sápu kúla i Sjálfstæðishúsinu er Leikhús Heinidallar frum- sýndi g'amanleikinn „Sápukúl ur“ þar. Höfundurinn George Kelly hefur að sönnu hlotið Pulizter-verðlaunin, en þau voru fyrir annað og veiga- meira verk en þetta og undr- ar engan. Sápukúlur hafa það til síns ágætis að vera stutt, en þar með er upptalið. Efnið er frá- munalega lélegt, leikurinn fremur óvandaður og vart vottar fyrir leikstjórn. Má segja að til alls hafi verið höndum kastað nema þýðing- arinnar sem er mjög þokka- leg. Það er öldungis óskiljan- legt, að kunnur leikstjóri og þrír þekktir leikarar skyldu taka í mál að „færa upp“ svona lélegt verk — hafandi i þokkabót hið andlega leiðar- ljós Heimdallarmanna sér til aðstoðar. Því síður þegar þess er gætt, að fyrri sýningar L. H. hafa verið mjög frambæri- legar. Leikstjóii hefur sýnilega lítið lagt til málanna og leik- endur ekki tekið á sínum stóra til að bjarga — „ein- hverju". Kóbert Arnfinsson, Piper, leikur þokkalega, með góðum svipbrigðum; Herdís Þorvaldsdóttir; Amy, reyndi IDREHGJAHÚFURl I ÚRVALI með og án eyrnahlífa Verð frá kr. 11.10 lítið til að leika hlutverk sitt — sýnilega leið á því öllu og Ariidís Björnsdóttir, Fisher, fór aðeins þokkaiega með það — sem hún kunni. Hressandi blær í þessari lognmollu var Kristbjörg Kjeld, Cole, fríð stúlka, frjálsleg í framkomu. Skaut þessi nýliði samleikend urn í skuggann ■— enda orðið næsta fátitt að sjá frambæri- lega stúlku á sviði hér. Fátt var á sýningunni —■ eldri Heimdellingar flestir ytra — og lítið um klapp. Eg held að Flóra. hafi lánað blóm- vendi í leikslok — þeir voru svo fallegir. A. B. PORLINFRAKKAR nýkomnir KR. 516 jiP. EVPEI.D i !| Ingólfsstr. 2. Sími 10199 |P. EYFElDj [ Ingólfsstr. 2. Sími 10199 j KJfHPlT 1 5:SÍM11ÍZ287Z13

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.