Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.09.1957, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 09.09.1957, Blaðsíða 8
OR EINU I ANNAD Harka Unnsfeins — Erindi Einars — öpinberir endurskoSendur — Verndið Geysi — Aðal-| íundir Póla — Pressan Uimsteinn Beck, yfirmaður tollvarða, gerist nú ærið umfangsmikill í starfi. Nýjasta afrek hans í tollgæzlu mun þó nálega einsdæmi. Það er haft fyrir satt, að Unnsteinn hafi gengið um borð í eitt kaupskipanna og sagt við skipstjórann, að ef ekki yrði skilað ,,á stund- inni“ einni milljón og átta hundruð sigarettum yrði skipið kyrrsett á kostnað útgerðarinnar. Kvaðst hann hafa fulla vissu fyrir máli sínu. Svo illa vildi til að tals- verðu af magninu hafði verið smyglað í land og urðu skipverjar að smygla því aftur um borð — unz mælir Unnsteins varð fullur. | *--------------------------------- Fyrsti nemandinn eftir „Fnlbrightu- samningnum Fyrsti íslendingurinn, sem stunda mun nám í Bandaríkjun- um i samræmi við hinn nýundir- ritaða ,,Fulbright“samning milli Bandarikjanna og íslands um menningarskipti þjóðanna, fór til Bandaríkjanna hinn 4. sept. sl. Fræðslustofnun Bandaríkjanna (U.S. Education Foundation)- á íslandi mun borga ferðakostnað styrkþegans, Jóns G. Þórarins- sonar, tónlistarkennara í Reykja vík. Einnig mun Jón fá laun frá Bandaríkjastjórn til þess að kynna sér tónlistarkennsluaðferð ir víðsvegar í Bandaríkjunum, en þar mun hann dveljast í sex mánuði. Gaman væri að vita hvort meðal annarra erinda Einars Olgeirssonar til Moskvu væri það, að fá sement og timbur í stað umsamins innflutnings á Moskvich- j bílum, en flytja á 300 bifreiðir inn á ári. Stjórnin er( í mesta vanda með innflutning og greiðslu nauðþurfta og segja menn að Einar hafi verið beðinn reyna að fá þennan nauðsynjavarning í stað bifreiða. Nú er ináii Ingimars skólastjóra lokið í bráð. En ná engin lög yfir þá menn, sem eiga að líta eftir hinum miklu sjóðum sem ískðlar hafa 1 vörzlum sínum. Skólastjórinn virðist hafa óáreittur getað ráðstafað sjóðunum í 10—12 ár — án allrar endurskoðunar. Virð- ist full ástæða til að endurskoðendur sæti fullri ábyrgð fyrir vanrækslu. J»að er haft eftir dr. Sigurði Þórarinssyni, jarðfræð- ingi, að æskilegt yrði að Geysir yrði nú látinn í friði Samningurinn um stofnun þessa var undirritaður af hálfu íslands og Bandaríkjanna hinn 23. febrúar 1957. Samkvæmt hon- um getur stofnunin greitt ferða- kostnað íslendinga, sem fara til námsdvalar í Bandaríkjunum, og ferða- og dvalarkostnað Banda- ríkjamanna, sem veljast kunna til þess.að stunda nám, halda fyrir- lestra eða vinna að rannsóknum á íslandi. Nokkrir aðrir ísl. kennarar munu feta í fótspor Jóns Þórarins sonar til Bandaríkjanna þetta há- skólaár, og mun Fulbright-stofn unin greiða ferðakostnað þeirra. Næsta háskólaár munu væntan- lega verða gagnkvæm skipti á námsmönnum og er búizt við, að nokkrir Bandaríkjamenn komi til íslands í samræmi við ákvæði í nokkur ár svo hann ekki eyðilegðist með öllu. Vitað er, að um mjög fá, ef nokkur, gos hafi verið að ræða í sumar og kann ástæðan að vera sú, að sápu og öðru er sífellt hellt í hverinn. Hver útlendingur, sem hingað kemur, er teymdur austur til að sjá „the great Geysir“ en fæstir munu hafa séð annað en bullandi hver en ekkert gos. ★------------------------- Stjórn „Póla h.f. virðist hafa hið rétta form á hlut- unum þegar til aðalfunda kemur. Nýlega hélt stjórnin þriðja framhaldsaðalfund sinn — í Vetrargarðinum. Ekki er annars getið, en meðlimir stjórnarinnar hafi skilið sáttir og ánægðir, allir reikningar samþykktir í hvelli — og tillaga, utan dagskrár, að halda enn einn auka-aðalfund. ★------------------------- Sumir brostu í kampinn s.l. fimmtudag er Morgun- blaðið birti á öftustu síðu í feitletraðri fyrirsögn •— BÍRÆFINN ÞJÓFUR STAL DRÁTTARVÉLINNI MEÐAN BÓNDINN SVAF. Háðslegasta fyrirsögnin var þó í sama blaði. ísland hafði 1:0 eftir 15 sek. — en Belgiumenn áttu svo leildnn. samningsins. Styrkir þeir, sem stofnunin hef ur yfir að ráða, eru heimilaðir í Bandariskum lögum, sem kennd eru við höfund þeirra, öldunga- deildarþingmannin J. W. Ful- bright. Þar er svo fyrir mælt, að fé því, sem kemur vegna sölu á umframbirgðum úr stríðinu, skuli verja til alþjóðlegrar menn- ingarstarfsemi. í nefnd þeirri, sem komið hefur verið á fót samkvæmt 4. gr. samn ingsins, eiga þessir menn sæti: John J. Muccio, ambassador Bandaríkjanna, heiðursformaður; Birgir Thorlacius, ráðuneytisstj., formaður; Mr. D. Wilson, for- stöðumaður upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna; dr. Þorkell Jó- hannesson, háskólarektor; frú Dóris Finnsson; dr. Halldór Hall dórsson, prófessor og Mr. Edgar I S. Borup, starfsmaður í upplýs- ingaþjónustu Bandaríkjanna. Mánudagur 9. septcmber 1957. Guðrún Á. Simosiísr komin heim úr frœgðorför Fer með hlwfverk Toscu í ÞjóðSeikbifsinu Hin víðreista söngkona, ungfrú Guðrún Á Síinonar, kom flugleiðis frá Lundúnum til Reykjavíkur fyrra föstu- dag. Að bessu sinni er hún lieim komin m. a. til þess að fara með hið slóra og dramatíska hlutverk Toscu í samnefndri ópera eftir Puccini, sem flutt verður í Þjóðleikhúsinu á liausti komanda. Guðrún var síðast hér heima fyrir 1% ári. Þá fór 'hún með þrjú hlutverk í óper- um, Santuzzu í „Cavalleria Rustieana“, Mimi í „La Bo- héme“ og Serpinu í „La Serva Padrona“ (Ráðskonuríki), en 1952 söng hún hlutverk Rósa- lindu í óperettunni „Leður- blakan“. Á því tímabili, sem hún nú var erlendis, hafði hún hæki- stöð sina í Lundúnum. Þaðan fór 'hún um England og söng á konsertum, einnig kom 'hún þar fram í útvarpi og sjón- varpi. Á hljómplötur, er seld- ar eru á heimsmarkaði, söng hún létt lög fyrir His Mast- er’s Voice, en þær urðu met- söluplötur hér heima á síðast- liðnu ári, og erlendis hafa þær vakið mikla eftirtekt, enda gengur salan þar einnig vel. Nokkru áður en hún fór frá Lundúnum, söng hún þar á segulband fyrir brezka út- varpið, BBC, og verður söng hennar útvarpað þaðan í næsta mánuði. Einnig fór Guðrún á þessu tímabili í hið mikla tíu þús- und kílómetra söngferðalag um Sovétríkin og hélt þar fiölda konserta í mörgum stórborgum, auk þess sem ’nín söng þar í útvarp og sjón • arp eins og kunnugt er. Þó að hér hafi verið stiklað \ stóru, má öllum það ljóst vera, hvílík afrek Guorún hef i;r uimið á erlendum vett- •. :mgi á svo skömmum tíma. Tlvarvetna, þar sem hún kom vam, austan jámtjalds sem /estan, hlaut hún hið mesta ' >f fyrir list sína og fram- imu alla. Auk þess að kynna íenzka sönglist, lét hún .udrei undir höfuð leggjast að flytja tónsmiðar íslenzkra tón skálda. Slík kynning á menn- ingaiverðmætimi þjóðarinnar er ómetanleg, einhver sú bezta, sem hugsast getur. Að þessu sinni verður ekki getið fyrri afreka Guðrúnar, sem þó eru mörg og glæsileg, bæði hér heima og erlendis, svo sem kunnugt er. Þó má minnast söngsigra hennar á Norðurlöndum haustið 1954. Veri Guðrún velkomin heim. Ný bókavezrlun, Bókhlaðan, opnnð að Laugavegi 47. Sl. fösfcudag var opnuð ný bókaverzlun, Bókhlaðan, að Laugavegi 47, og verða þar á boðstólum flestar fáanlegar inn- og erlendar bækur, ritföng og annað er slíkar verzlanir selja. Er verzlunin mjög smekklega innréttuð og sá Sveinn Kjarvel um það. Hvað á að gera í kvi&M? Xvikmyndahús: Gamla bíó: Perla suðurhafseyja. V. Mayo. Kl. 5, 7 og 9.. Nýja bíó: Raddir vorsins. Þýzk. Kl. 5, 7 og 9. Tjamarbíó: Gef mér barnið aftur. C. Borchers. Kl. 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó: Tommy Steel. T. Steel. KI. 5, 7 og 9. Tripolibíó: Greifinn af Monte Christo. Kl. 5, 7 og 9. Stjörnubíó: Maðurinn frá Lorraine. Kl. 5, 7 og 9. Eaugarásbíó: Undir merki ástargyðjunnar. S. Loren. Kl. 5, 7 og 9. Jlafnarbíó: Til heljar og heim aftur. Kl. 5, 7 og 9. (Birt án ábyrgðar.) Omakleg.... framhald aí 3. síðu urrar fáfræði og áberandi smekk leysis, þykist ég þess fullviss, að þar muni hvorugur „feðganna“ vera á ferð. — Hver sem hann annars er höfundurinn, sem kall ar sig „Kolbein kaldaljós". — Þá virðist einna nærtækast, ef á jannað borð á að kenna hann við „ljós“, að þát ætti hann að kalla sig „mýrarljós"! — En þeir sem kunnugir eru þjóðsögunum, vita gjörla hversu farsæl leiðarljós það voru. S. K. Steindórs. (Dálítið stytt. Ritstj.). Gólfplássið er 90 fm, af- greiðsluborðum er haganlega og þægilega komið f.yrir, út- stillingagluggar óvenjustórir oig rúmgóðir. í verzluninni er sér-stök barnadeild og fást þar bæði leikföng og barna- bækur. Þá eru og flest blöð og timarit til sölu. Forráðamenn verzlunar- innar skýrðu svo frá, að sér- stök áherzla yrði lögð á að hafa sem fjölbreyttast úrval íslenzkra bóka m. a. Norðra- bækurnar að meðtöldum Is- lendingasögunum, riddarasög unum o. s. frv. með afborgun- arskilmálum. Þá er og mikið úi'val útlendrá bóka bæði í varaútgáfum og vönduðum útgáfum. Framkvæmdastjóii Bók- hlöðunnar er Arnbjörn Krist- insson en verzlunarstjóri Kristján Amgrínvsson. Auk Sveins Kjarvals unnu að inn- réttingu Bokhlöðmmar Össur Sigurvinsson, trésmíði, Finn- ur Kristjánsson, raflögn, og Lúther Salomonsson, mið- stöðvarlögn. Eins og-að ofan getur er búðin öll hin smekklegasta og frágangur hentugur og vand- aður.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.