Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.09.1957, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 09.09.1957, Blaðsíða 4
» MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 9. sept. 1957 Bl&éfyrir atla Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 2 kr. í lausasölu. Afgreiðsla: Tjarnarg. 39 — Sími ritstj. 13496. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ÁÍSalverklakar sakaðir om smygl.. Framhald af 1. siðu. eins og aimannarómur herm- jx. Varhugaverf Það er nokkuð varhugavert fyrir þetta fyrirtæki að forjóta þannig trúnað og hygla vinafólki sínu á þennan íiátt. Verktakarnir kafna ekki í vinsældum nú fremur en áður og mega þessir piltar vara sig mjög, svo ekki sé trangar að orði kveðið. Hér er um lögbrot að ræða — misnotkun verðmæta af frekasta tagi. Yfirvöldin ættu nú þegar að grípa í taumana og rannsaka þetta mál til hlýtar. Jónas Jónsson, írá Hriílu: „Þegar býður þjóðarsómi n Haustkjóll. . i *« ORLOF! ÍTV EKT EANGAB YÐlIIt? I Fet ðabóh ORLOFS FINNH) ÞÉR FERÐ VIÐ YÍ) AK HÆFI BOKIN ER ÓKEYPIS, ! skrifið, hringið eða komið. 1 |" ORLOF H.F. T Alþjóffleg ferffaskrifstofa Simi 82265-6-7 AUGLÝSIÐ I MANUDAGSBLAÐINU Tveim sinnum í lífstíð þeirra manna, sem byggja höfuðstaðinn hafa öll blöð og svo að segja allir menn stað- ið hlið við hlið eins og þeir væru gæddir einni sál. Það var vorið 1944 þegar borgar- búar gengu að kjörborði og leystu sjö alda kúgunarhelsi af þjóðinni. Næst gerðist and leg sambræðsla með öllum dagblöðum Reykjaviicur og nálega öllum sæmilegum mönnum í bænum um eitt til- tekið atriði, að fáeinir van- þroskaðir sjálfsbyrgingar hefðu gert sér sjáifum og þó einkum þjóðinni allri varan- lega skömm með því að befja óundirbúnir og lítilsmegandi einskonar stríð við tvær vold- ugustu þjóðir heimins. Og í ofanálag þessa óvirðulegu og þjóðskemmandi framkomu höfðu l>es3i andlegu undir- máísfiskar harðneitað að þiggja þá einu hjálp sem unt var að veita þeim, ef hugsan- legt væri að skera þá niður úr þeirri snöru sem þeir höfðu vafið að hálsi sér og allri þjóð inni. Þegar hinir seku leyfðu sér að segja undir vitni að Al- bert Guðmundsson væri ekki hæfur til að taka þátt í kapp- rauninni við erlendu leikmenn ina fyrir hönd þjóðar sinnar var þolinmæði Reykvíkinga þrotin. Inn á skrifstofur allra blaðanna og úr fjölmörgum vinnustöðum streymdu mót- mæli gegn hinum yfirlætis- miklu en lítils megandi knatt- spyrnuforkólfum. Menn heimtuðu að allir færustu menn bæjarins væru kvaddir í leikinn til að freista að bjarga sæmd landsins og fyrstan kvaddi Reykvíkingur inn sinn nobelmann í knatt- spyrnu, Albert Guðmundsson. Þessari kröfu fylgdu harðorð ar yfirlýsingar um að knatt- spyma sem væri undirbúin með þessum hætti skyldi ekki vera sótt. Menn sögðust ekki kæra sig um að kaupa háðung lands og þjóðar dýrum dóm- um. Kunnugir telja að mót- mæli og gremja fólksins hafi svift knattspyrnumennina fé sem nemur tugum þúsunda. Viðvaningar Hin óafmáanlega synd þeirra Islendinga er að hafa beðið um íþróttastríð milli Is- lands og tveggja mestu stór- velda heimsins. I báðum þess um löndum er við hendina mjög fjölmennt lið sem er fyrsta úrval í sínu landi og þar næst þjálfað dag eftir dag Auglýsrð í Mánudagsbiaðinu sem raunverulegir atvinnu- menn við hin fullkomnustu skilyrði. Móti þessu þaulæfða stórþjóðaliði átti að kasta önnum köfnum og lítið æfð- um starfsmönnum íslenzkra atvinnuvega. Stríðsyfirlýsing íslenzku knattspymuforkólf- anna vakti þegar í stað spott og hlátur erlendis hjá öllum sem til þekktu. Eftir ósigr- an fyrir Frökkum, Rússum og Belgíumönnum varð spott- ið og háðsglósurnar sem dundu yfir íslenzku þjóðina enn háværari. Sigurvegaram- ir sögðu okkar mönnum opin- berloga að það væri ekki að- eins óhjákvæmilegt að ger- | sigra þá, heldur væri úrvalið ! íslenzka svo miklir viðvaning- ! ar að það væri leiðinlegt nð spila við þá. Wffl erf Eg er einn af fleiri mönnum | sem hef í sumar unnið að því að rita dálitla bók um knatt- ! spyrnuferil Alberts Guð- ‘ mundssonar. Hann var eins og flestir drengir í bænum | himin hrifinn af knattspyrnu. Hann kemur í KFUM og verð ur þar fyrir djúpum og var- anlegum áhrifum frá sr. Frið- rik. Albert fer til náms í Skot landi og er þar uppgötvaður af knattspyrnuleiðtog'um. Þar fær hann heiðurssess í bezta félagi Skota. Þaðan. liggur leiðin til Lundúna og í framröð frægustu kappa. Breta í Arsenal. Næst er hann fenginn til að ala upp knattspyrnulið í Nancy 1 Frakklandi. Albert tekst að koma því í mikið álit úr nið- urlægingu. Þar næst gengur hann í úi’valslið Itala í Milano en það félag var fremst í sínu landi. Þaðan biður höfuðfélag Frakka Albert að koma til Parísar. Þar er hann raun- verulegur nobelmaður vest- rænnar knattspyrnu í nokkur misseri. Þaðan fær Arsenal í Lonþon Albert, einan út- lendinga, til að fara með Bret um í herferð móti Brasilíu- mönnum, sem voru þá harð- snúin toppþjóð í knattspymu. 1 Parísarfélaginu kom upp öfund og minnimáttarkennd hjá innbornum manni móti rnjög dáðum og sigursælum útlendingi. Albert Iét þá leika. I eina um stund, en um leið og Parísarfélagið liafði misst •sinn íslending, missti það for- ’ otu.aos cóouna. Almungi manns í Reykja- vík hefur upphafið mótmæla- rödd *gegn heimskupörum lít- ilsigldra og nálega ómennt- aðra viðvaninga í knatt- spyrnumálum. Maðurinn á verkstæðinu, á skútunni eða að baki sláttuvélinni hafa byrjað réttmætar uppeldisað- gei'ðir í hinu máttvana en drembna íþróttalífi landsins. Oft er það sannmæli að rödd íþjóðarínnar er rödd giiðs. (Innifyrirsagnir eru blaðsins. Ritstj.). NÆSTUM ALLAR VILJA ÞÆR bujM'dii t lízku- og handavinnublaðið frálæra með lifprenfuðu sniðaörkinni! Fæsf hjá ðllum bóksöluml

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.