Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 16.06.1958, Side 6

Mánudagsblaðið - 16.06.1958, Side 6
8 mAnudagsblaðið Mánudagur 16. júní 1958 var aðeins hálfur sannleik- urinn. Og' nálega á hverjum degi fékk Ellen kveðju frá hinum ungu mönnum, sem heimsóttu Benders. Nokkrum dögum seinnaá einum heitasta degi sumars- ins, þegar Ellen var að sprauta götuna til að fá hreinna loft kom bíll akandi fúllur af ungum mönnum. Einn af þeim, Hitchcoek, lét stöðva bílinn og kom til henn- ar. „Irene,“ sagði hann ¥komdu með okkur upp í sveit.“ „Mér þykir þér vera frekur, og ég heiti ekki Irene.“ En hún gat ekki varizt því að hlægja, og allir piltarnir hlógu með henni. „Eg er frekur, og það getur verið, að þér heitið ekki Irene. Þrátt fyrir það gætum við skemmt okkur svolítið, kom- izt úr þessu umhverfi •— sagði hann og veifaði hend- jnni, að öllum litlu Ijótu hús- unum þar í kring. Ellen sneri sér við og rigs- aði inn í húsiö og bar höfuðið hátt. Enginn hafði jyst á matn- um þetta kvöld. Jafnvel faðir hennar, sem venjulega át vel, -ýtti-dialmum frá sér án þess að snerta á matnum. ,,Eg held ég hafi ekki lyát neinu,“? sagði hann, „Það er of heitt til þess að maður ggti boröaóú* Ellen þvoði diskana ein eft ir kvöldverðinn. Þegar hún lagði síðasta diskinn frá sér, var komin einbeitni og harka í svip hennar. Hún leit þangað sem for- eldrár hennar sátu þegjandi fyrir utan húsið og læddist svo gegnum bakdyrnar og að girðingunni, sem var milli hús anna og kallaði Iágt: „Guineyere, Guinevere". Eftir augnablik var Guine- vere komin í gluggann. „Hver er þarna, ert það þú Ellen? Er nokkuð að?“ „Ætlarðu að fara í dans- höllina í kvöld?“ „Já. hví spyrðu“? 5,Klukkan hvað?“ „Svona um tíuleytið. Af Af hverju spyrðu?“ „Eg ætla að koma með þér. Eg kemst út seinna, þegar þau eru komin í rúmið.“ „Ágætt, ég bíð eftir þér.“ Ellen læddist aftur inn í húsið. Hún fór inn 1 herbergið sitt og lézt vera að sauma, þangað til móðir hennar kom inn með dagblaðið. Faðir henn ar var vanur að láta hana hafa það, áður en hann fór í rúmið. „Þú skalt ekki vera að sa|rma svona lengi,“ sagði mamma hennar hlýlega. „Eg held, að það sé svolítið farið að kulna. Eg ætla að reyna að sofna.“ Ellen horfði fast á sauma sína, hún treysti sér ekki að horfa í augu móður sinnar. „Farðu nú í rúmið, góða jnín,“ sagði móðir hennar, o. Efiir CLEVES KSNKEAD ,,góða nótt.“ „Góða nótt.“ Nú vissi Ellen, að hún yrði ekki ónáðuð aftur. Hún flýtti sér að skipta um föt og fór í bezta kjólinn, sem hún átti. Hann var ekki úr dýru efni, en sniðið var einfalt og átti vel við hana. Hún speglaði sig í litla speglinum, augu hennai' tindruðu, og það var léttur roði 1 andliti hennar, sem staf aði meira af spenningnum en hitanum. Hún var ánægð með útlit sitt, hún hafði aldrei litið svona vel út áður, hún óskaði bara, að hendurnar á sér væru hvítari og mýkri. Guinevere beið hennar fyrir utan hliðið. Þær flýttu sér á- fram þar til þær voru komnar í hvarf. Þó að Guinevere væri að rifna af forvitni, um að vita hvað hefði breytt ákvörð- n Ellenar, þá var hún of klók d að spyrja. Það var nóg í svipfnn, ftð hún kom. Þó Guinevere væri nógu nogu skýnsöm til að gera sér Ijóst, að Ellen gat — óviljandi — orðið henni skæður keppi- nautur, þá vissi hún líka á hinn bóglnn, að hún gat sjálf haft ýmislegt gott af að kynna hana hjá Bender. Hún ætlaði að færa sér í nyt út í yztu æsar allar þær þakkir sem hún fengi bæði frá að- dáenaum Ellenar og eins eig- anda danshallarinnar, sem var alltaf feginn, þegar falleg stúlka slóst í hópinn hjá hon- um og vakti athygli viðskipta- vinanna. Já, Bender yrði henni þakklátur, og hann borgaði alltaf skuldir sínar á sinn eigin hátt. Eg býst við, að þú sért hissa, að ég skuli hafa komið, eftir allt, sem ég er búin að segja,“ sagði Ellen másandi, því hún var svo spennt, að henni var erfitt um tal. ,,En mér fannst í kvöld, að ég gæti ekki þolað þetta lengur. Tom Hitchcock og einhverjir aðrir piltar vildu fá mig með sér í bíltúr í dag,“ bætti hún við. „Svo það er ástæðan,“ sagði Guinevere við sjálfa sig. En upphátt sagði hún: „Eg er sannarlega fegin, að þú skyld- ir loksins láta skynsemina ráða. Þetta er alveg meiniaust gaman. Nú vona ég að þú verð ir ekki reið yfir því, sem ég ætla að segja þér. En meinið við þig er það, að þú ert of stolt, eða of einræn. Þar með er ég ekki að segja, að við eigum ekki að vera vandlátar. Mig langar ekki frekar en þig til að giftast einum af þess um Ieiðinlegu piltum, sem stúlkur af okkar stétt eiga kost á. Eg gæti fyrir löngu verið gift Gus og slegizt við móður hans, eins og þú gætir verið gift Mat Staley og eldað og þvegið fyrir hann. En með- an þú hefur verið að bíða eftir, að einhver gamall ríkur maður eða kona kæmi til þín og segði: „Barnið mitt, ég veit, að þú ert eins góð og þú ert falleg, þú mátt eiga hérna nokkur þúsund pund. Farðu nú í skóla og menntaðu þig, svo að þú komist hærra,“ — á meðan hef ég verið að reyna að bjarga mér. Það er alltaf tækifæri hjá Benders. Við erum hvorug okkar svo ljót, að börnin fari í felur, þegar þau sjá okkur. Hugsaðu þér, að einn af þess- um ungu, kátu piltum skyldi allt í einu verðá svó hrifinn eitt kvöldið, að hann styngi upp á því, að við hlypumst á brott og létum pússá okkur samajL-— slíkt hefur oft kom- ið fyrir áður — og þú getur veðjað aleigu þinni, að hann þyrfíi ekki a,ð ganga iengi á eftir mér. Og ef hann svo sæi ekki -fyrir mér á þann hátt, sem peningum hans sæmdi, þá skildi ég við hann, og hann yrði að borga mér álitlega fúlgu. Auðvitað veit ég, að svona heppni hendir ekki hverja stúlku — samt sem áður, ég ætla að reyna þetta í eitt eða tvö ár, og svo er ég til með að giftast Gus eða einhverjurn öðrum, ef Gus 'hefur ekki tekizt að drekka sig í hel fyrir þann tíma. Og ég er ekkert verri, þó ég beri skyn á hluti, sem hann veit ekki um. Kannske það verði ég, sem vitki hann eitthvað.“ Um það .ieyti, sem Guine- vere hafði lýst þessari fram- tíðaráætlun, voru þær komn; ar að dyrunum á danshöllinni. Ellen varð fyrir vonbrigðum, er hún leit þar fyrst inn. Sal- urinn hafði einu sinni verið notaður sem rúlluskautahús — nú var hann upplýstur með mislitum ljósum og búinn smekklausu skrauti, svo þetta var öll dýrðin hjá Benders. En nú byrjaði hljómsveitin að spila f jörugt lag, og bráðlega fylltist dansgólfið af ungu fólki, sem hafði setið við smá borð út við veggina. Hún hló ánægjuiega með sjálfri sér, músíkkin var mjög góð, og þegar hún horfði á dansandi gólkið, gleymdi hún því, að henni hafði fundizt staðurinn tómlegur og Ijótur stundu fyrr. Gleymdi, að hún hafði stolizt að heiman, gleymdi öllu nema því, að hún var hamingjusöm. Hún var fullkomlega ánægð bara að stauda þarna og horfa á hina. En eftir augna- blik kom Guinevere og hnippti í hana. Komdu snöggvast inn- í snyrtiherbergið, ég þarf að púði-a mig. Syo er annað: ég þarf að- hitta Bender og kynna þig fyrir honum. Hann vill fá að kynnást nýju stúlk- unum, sem koma hingað, á undan Öðrum. Hann er svo nákvæmur um alla hluti. Það er gott að koma sér vel við hann. Sjáðu hópinn þarna í horninu, Archie Coakley horf ir á þig eins og augun ætli út úr hausnum á honum.“ Ellen Ieit snöggvast í átt- ina til þeirra. Nokkrir ungir menn sátu í ki-ingum borð, sem var’ þakið flöskum og glösum. Þar sem þeir horfðu allir í áttina til þeirra, gat hún ekki séð, hver hr. Coack- ley var. IJún var móðguð í garð þeirra allra, hún vissi, að þeú- mundu ekki liafa leyft sér að stara svona á stúlkur úr þeirra eigin stétt. Guineverre skildi hana eft- ir í snyrtiherberginu, meðan hún fór að leita að eígandan- um. Músikkin var nú hætt aft- ur, og þegar hún var laus und an áhrifum hennar, þá sá hún eftir að hafa komið. Ef hún hefði komizt í burtu án þess að ganga í gegnum salinn, þá hefði hún gert það. Þegar hún leit út um gluggann, sá hún, að hún gat ekki hoppað þar niður, og Guinevere hefði aldrei fyrirgefið henni, ef hún hefði farið. Og nú byrjaði músikkin aft- ur. Bender reyndist vera alger mótsetning þess, sem hún hafði hugsað sér. Hún hafði hugsað sér hann ljóshærðan og feitan, en hann reynd- ist vera dökkur yfirlitum eins og ítali með mjög dökka húð, svart hár og svört augu, og hann var eins laus við að vera feitur og æfður íþróttamaður. Hann fyllti hana óljósum ótta þrátt fyrir ísmeygilega kurt- eisi og vingjarnlegt bros. Hún kunni ekki við, hvernig hann mældi hana með augunum, eins og hann væri að vega kosti hennar og galla. Hann sagðist vera mjög á- nægður að kynnast henni, og hann sagðist vona, að hún skemmti sér svo vel, að hún kæmi oftar. Hann sagði hrein- skilnislega, að honum þætti vænt um, þegar ungu, fallegu stúlkurnar í bænum kæmu til hans. Allir karlmenn væru hrifnir af laglegum stúlkum, en stúlkur -sem væru ekki lag- legar, yrðu að vera óvenju- lega gáfaðar og kænar og vera mjög líflegar, ef þær ættu að gera lukku. „Já, og hún syngur líka,“ skaut Guinevere inn, „þú ætt- ir að láta mig fá medalíu fyrir að koma með hana hingað. Jæja, komdu Ellen, ef við verðum hérna í alla nótt, þá. færðu ekkert tækifæri til að dansa.“ En um leið og þær gengu inn í salinn, hvíslaði hún að Bender. „Heyrðu, Bender, það er út sala á silkinærfötum hjá Laug, þú manst að þú lofaðir að gefa mér eitthvað, ef ég ltæmi með hana.“ „Jæja, taktu það út í minu reikning." ,,Þú ert ágætur,“ sagði Guinevere hlæjandi og sendi honum fingurkoss. Hún tók- undir handlegg Elleníar og leiddi hana virðulega að borði, þar sém vinir hennar biðu eftir, að þær kæmu, með vaxandi óþolinmæði. Eftir að Guinevere hafði kynnt hana vinum sínum, lét hún sig falla niður í stól og sagði, að þær væru báðar að deyja úr þorsta. Það féll í Coakleys hlut að bjóða fyrstu umferð. Báðar stúlkurnar báðu um límonaði, þó að Guinevere drykki venjuíega bjór. Allir virtust vera miklir kunningjar og brandararnir fuku á milli, en Ellen sýndist ekki botna neitt í neinu. I ann að sinn óskaði hún, að hún hefði aldrei farið. En músikk- in byrjaði . aftur, og þá gleymdi hún öllu um stund, því þetta var sú bezta músikk, sem hún hafði nokkurn tíma heyrt. Hiin var í fyrstu látih afskiptalaus að mestu, svo hún gat í laumi virt mann- skapinn fyrir sér. Hún mundi ekki nöfnin nema á einum eða tveimur, og svo náttúrlega Archie Coakley, því að Guine- vere hafði svo mikið talað um hann. Ellen fann, að hún mundi aldrei geta orðið eins hrifin af honum eins og vin- kona hennar var. Þrátt fyrir það orð, sem fór af örlæti hans, fannst henni eitthvað smásálarlegt í þróttlausu and litinu. Með sjálfri sér óskaði hún, að hinn laglegi Hitchcock piltur og vinir hans kæmu. Það sem hún hafði séð til þeirra í dag, gaf henni ástæðu til áð ætla, að þeir væru fínni menn en þessir vinir Guine. vere. Það var ekki af því, að þeir væru ekki nógu almenni- kalla hana „Blómið“ og létu sem þeir myndu ekki nafn hennar. Önnur umferð af víni var pöntuð. 1 þetta sinn ákva

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.