Mánudagsblaðið - 30.03.1959, Side 4
4
MÁNUDAGSBI-iAÐIÐ
Mánudagur 30. marz 1953
t v 31 aéfynr alla
Riistjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason
Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 3 kr. í lausasölu.
Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Sími ritstj. 13496.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Jónas Jónsson, írá Hriílu;
Páskamessa
Ás^pfms Jóitsseiftar
Nú er fimm daga hátíð. Prestar
syngja tíðir í öíllum kirkjum
landsins og í útvarpinu. Æsku-
fólk messar á skíðagöngum um
háfjöll og öræfi. í Reykjavík
messar Ásgrimur málari að forn-
um sið. Þar verða alla helgindag-
ana og lengur til sýnis næstum
tvö hundruð málverk af þeim
mikla auði sem hann hefir á-
nafnað landinu. Þúsundir höfuð-
staðarbúa sækja þessa messu, vel
vitandi að um alla fyrirsjáanlega
framtíð eiga þeir og niðjar þeirra
kost á að sjá safn Ásgríms. Auk
þess eru enn fleiri listaverk eftir
þennan meistara dreifð milli ó-
tölulegra heimila um land allt.
Nú vaknar sú spurning hvert
muni verða viðhorf þjóðarinnar
í þessum efnum. Ásgrímur mælir
svo fyrir að gjafaverk hans skuli
varðveitt í öruggri geymslu í
húsi hans ýið Bergstaðas'træti
þar til landið ,en það er þjóðin
öll, reisir hæfilega safnbyggingu
yfir þessi listaverk.
Ef til vill verður þess langt að
híða. Sjá’ft Alþingi er húsvana
og býr að inngangi sem ekki
á sinn líka í öðrum höfuðborgum.
Stjórnarráðið er raunverulega
húsvillt. Skáli þess getur brunn-
ið á hálfri stundu með mikils-
verðum skjölum. Alþingi hefur
veitt nokkrar milljónir í nýja
stjórnarráðsbyggingu og Tr. Þ.
keypti glæsilega lóð fyrir stjórn
arráð við Lækjargötu. Samt er
ekki byggt yfir heimili þjóðar-
innar. Og höfuðstaðurinn lenti
í enn meiri vanda þegar hann
reyndi að bæta úr sínu húsleysi.
Hvað mun þá verða um safn Ás-
gríms Jónssonar .Hve lengi mega
málverk hans bíða í hinum ágæta
eldtrygga kjallara undir vinnu-
stofu hins látna meistara.
Hér er um tvö mál að ræða.
Safnhús Ásgríms og hús fyrir al-
mennt listasafn. Sumir af vinum
og vandamönnum Ásgríms vilja
ekki loka safn hans inni áratug-
um saman heldur opna það þjóð-
inni. Þeir mæla með bráðabirgð-
arúrræði. Að reisa fremur ódýr-
an sýningarskála á lóð Ásgríms
og halda þar uppi sumarsýning-
um á verkum hans, meðan mest
er umferð í bænum. Vel mætti
una við að sýna 30 málverk í
senn og láta þjóðina með þeim
hætti fá tækifæri til að sjá alla
gjöfina á einu eða tveimur miss-
irum. Hið mikla og góða safn
Einars Jónssonar er að öllum
jafnaði lokað mikinn hluta
skammdegisins. Með þessu móti
mundi þjóðin njóta listar Ás-
gríms og öðlast áhuga til að
byggja yfir hina miklu og ein-
stæðu gjöf.
Annað merkismál íslenzkra list
vina er sjálft listasafnið. For-
dæmi Ásgríms er þar eggjandi og
vekjandi. Hann fer ungur til út-
landa, fátækur og lítt búinn að
ytri gæðum og stefnir að full-
komnu listnámi. Hann er meira
en sjálfbjarga í fjármálum á
námsárunum þó að hann eigi
ekki að efnaða vandamenn eða
vakandi umhyggjusamt þjóðfé-
lag. Ásgrímur málar hús í sum-
arleyfinu og þykir þar vaskur
maður. Hann vinnur fyrir vetrar
eyðslu sinni og lánar auk þess
j öðrum ágætum listamanni af
| sinni fátækt. Síðan málar Ásgrím
! ur fegurð landsins í hálfa öld og
opnar nýja undraheima fyrir
; allri islenzku þjóðinni. Hann
; biður aldrei um hjálp kemur ekki
í hug að skipuleggja allsherjar-
verkfall sinna samferðarmanna
til að kúga mannfélagið með
féfangaklóm. Þegar Alþingi býð-
ur honum lán til að byggja vinnu
stofu tekur hann framréttri hönd
en borgar lánið með ómetanleg-
um snilldarverkum sem prýða nú
hið frumstæða listasafn ríkisins
og í vertíðarlokin gefur hann
þjóðinni hús sitt og heimili. Þar
getur verið öruggur geymslustað
ur fyrir myndir hans meðan þjóð
in hefur ekki efni á að byggja
eins og með þarf yfir dánargjöf-
ina.
Hin þögla páskamessa og for-
dæmi Ásgríms ættu að hafa skjót
og góð áhrif á stjórnarvöld lands-
ins og menntamálaráð. Það ætti
að hætta þeim leiða sið að neita
mannlegum skiptum við betri
helming allra listamanna í land-
inu. Listaverk þeirra eru ekki
keypt og ekki eru þau heldur
[ send á erlendar sýningar. Mennta
málaráði ber fortakslaust skylda
að sækja í veizlusal landsins
í Tjarnargötu öll hin dýru mál-
verk sem eru þar í yfirvofandi
eldhættu og skila þeim í lista-
safnið. Sjórnarráðið eyðir í
margt óþarfara en að kaupa á
listauppboðum ágætar myndir í
veizlusal sinn. Fyrir fáum dögum
voru til sölu prýðilegar myndir
eftir Ásgrím, Kjarval og Jón
Stefánsson svo að ekki séu fleiri
nefndir þó að þar séaf miklu að
taka. Menntamálaráði ber ótví-
Framhald á 7. síðu.
Yfirlýsing frá Barnaverndarnefnd
varðandi mysþyrmingar á ungbarni
Vegna blaðaskrifa og umtais,
er orðið hefur hér í bænum að
undanförnu, varðandi grunsemd-
ir um misþyrmingu á ungbarni,
þykir barnaverndarnefnd Rvík-
ur rétt að birta eftirfarandi grein
argerð um mál þetta:
í byrjun febrúarmánaðar s.l.
barst nefndinni orðsending frá
Birni Guðbrandssyni lækni, þess
efnis, að í sjúkrahúsi hér í bæn-
um lægi sveinbarn, rúmlega
tveggja ára gamalt og hefði barn
ið, er það kom í sjúkrahúsið verið
mjög illa útlítandi og vanhaldið.
Lýsing læknisins var á þá lund,
að á barninu hefðu verið mar-
blettir, tennur brotnar og útlit
þess allt á þann veg, að hugsan-
legt væri, að því hefði verið mis-
þyrmt.
Rúmlega tvítug kona hér í bæn
um átti dreng þennan með
manni, er hún mun hafa verið
heitbundin, en þau slitu samvist-
ir áður en drengurinn fæddist.
Nú býr kona þessi með öðrum
manni og hefur drengurinn verið
á heimili móður sinnar og sam-
býlismanns hennar að undan-
förnu.
Barnið var lagt inn í sjúkrahús
þ. 29. jan. s.l. og var það þá með
lungnabólgu, er það hafði fengið
upp úr mislingum og einnig mun
það hafa haft munnangur.
Daginn sem barnið var flutt í
sjúkrahús var móðir þess veik og
rúmliggjandi og bað hún því
konu nokkra, er býr í sömu íbúð
að kalla í lækni og var það Egg-
ert Steinþórsson, er þá kom til
barnsins. Sá læknirinn þegar að
j barnið var mikið veikt og kom
því samdægurs í sjúkrahús, ,en
þar hefur Björn Guðbrandsson
læknir stundað það síðan.
Nefndin tók mál þetta til at-
hugunar sama dag og fyrrgreind-
ar upplýsingar bárust frá Birni
Guðbrandssyni.
Var farið heim til móðurinnar
og hún spurð ítarlega um aðbún
barnsins og aðstæður hennar all-
ar rannsakaðar á þann hátt, sem
venja er, þegar nefndinni berast
kærur um, að eitthvað skorti á
um aðbúnað og aðhlynningu
barna. Þessi rannsókn leiddi ekk-
ert í ijós, er bent gæti til þess að
barnið hefði sætt illri meðferð
eða því verið misþyrmt. Hins
vegar upplýstist, að barnið hafi
á fyrsta skeiði ævinnar tekið
litlum framförum, enda var það
fætt fyrir tímann og hafði því
m. a. af þeim sökum verið komið
fyrir á barnaheimili x nokkra
mánuði, að beiðni móður þess.
Mun barnið alla tíð hafa verið
pasturslítið og lasburða.
Við athugun kom í ljós að
móðir barnsins hafði heimsótt
það reglulega, er það var á barna
heimilinu og, að þvi er virtist lát
ið sér mjög annt um það og hefur
nefndinni ekki áður gefizt neitt
tilefnk til afskipta eða eftirlits
hvorki með barninu né móður
þess.
Barnið fór þó ekki heim af
sjúkrahúsinu, er hér var komið
athugun málsins og var hvort
tveggja, að það hafði ekki náð
sér að fullu eftir veikindin og að
skömmu eftir mánaðamót bár-
ust nefndinni nýjar upplýsingar,
er gáfu tilefni til frekari athug-
unar á málinu.
Upplýsingar þessar bárust frá
konu, sem kunnug er barnsmóð-
urinni. Taldi kona þessi, að óverj
andi væri að heimila móðurinni
að taka við barninu á ný að lók-
inni sjúkrahúsvist, þar sem henni
væri kunnugt um, að barnið
sætti illri meðferð af hálfu móð-
urinnar og hafi hið slærna útlit
barnsins, er það kom í sjúkrahús-
ið ekki aðeins stafað af veikind-
um þess, heldur einnig af mis-
þyrmingum. Hélt konan því
fram, að barnið hefði verið bund-
ið niður í rúm heima hjá sér,
meðan það lá veikt og móðir þess
lítt hirt um að sinna því, haft
við það kuldalegt orðbragð og
framkoma hennar að öðru leyti
verið þannig, að líkast væri sem
hana skorti algjörlega eðiilegar
móðurtilfinningar.
Jafnframt bái’ust nefndinni til
eyrna frá aðilum, er hún hafði
ástæðu til að taka nokkurt mark
á, þær fregnir að á barninu hefðu
sézt brunasár, sem bent gætu til
þess, að drepið hfeði verið í síg-
arettu á andliti þess.
Þegar hér var komið gerði
nefndin þegar í stað ráðstafanir
til þess að meina móðurinni að
taka barnið í sína vörzlu, þar til
:má|lið væri að fuli|u upplýst.
Jafnframt var þess farið á leit
við sakadómara, að hann tæki
málið væri að fullu upplýst.
Að rannsókn lokinni voru mál-
skjölin send dómsmálaráðuneyt-
inu til fyrirsagnar og hefur ráðu-
neytið tilkynnt sakadómara með
bréfi, dags. 23. þ: m., að það fyrir
skipi ékki frekari aðgerðir í mál-
inu.
Við rannsókn þessa hefur ekk-
ert komið í ljós um það, að full-
yrðingar þær og getsakir, er
fram hafa verið bornar um mis-
þyrmingar á umræddu barni,
hafi við rök að styðjast.
Við yfirheyrslur rannsóknar-
lögreglunnar hefur kona sú, er
kærði barnsmóðurina, dregið
mjög úr fyrri staðhæfingum sín-
um um þá meðferð, er barnið átti
að hafa sætt. Fullyrðir hún, að
ekki komi til mála áð brunasár
hafi verið á andliti barnsins, eftir
logandi sígarettu, er það fór í
sjúkrahúsið. Þá lætur hún þess
einnig getið að barnsmóðirin
neyti hvorki áfengis né tóbaks
og sambýlismaður hennar ekki
heldur, en á hann hafa raunar
engar sakir verið bornar í þessu
máli. Er þessa sérstaklega getið
vegna frásagnar í einu vikublaði
þess efnis, að hér hafi verið xxm
drykkjusjúklinga að í'æða. í yfir
heyrslum hefur það ennfremur
komið fram, að drengurinn hef-
ur, daginn áður en hann fór \
sjúkrahúsið, dottið fram úr í'úmi
sínu og brotnuðu þá úr honum
tvær tennur í neðri góm. Skýrii’
^móðirin svo frá, að þetta hafi
skeð um morguninn, áður en hún
vaknaði. Segist hún hafa verið
vön að taka drenginn upp í rúm
sitt á morgnana og telur hún, að
drengurinn hafi verið að reyna
að komast þetta af eigin ramm-
leik, er hann féll á gólfið með
þeim afleiðingum, er áður getui’.
í vottorði, er Björn Guðbrands-
son læknir hefur gefið rannsókn-
arlögreglunni um ástand drengs-
ins, er hann konx í sjúkrahúsið,
segir hann drenginn hafa verið
með lungnabólgu vinstra megin,
hann hafi verið magur og illa
útlítandi. Dreifðir marblettir hafi
verið um kroppinn og sái’, frem-
ur lítil en samfelld fyrir neðan
nef og kinnar. Drengurinn hafi
verið mjög hræddur og aumui’.
Síðan segir orðrétt í vottorði
’ læknisins: „Ekkert er hægt að
Isegja af hvaða orsökum þessii’
, marblettir komu eða sárin á and
! liti. Engin einkenni voru á hönd
! um eða fótum, sem benda á, að
drengurinn hafi verið bundinn.
| Ekkert ákveðið er hægt að segja
| um hvox-t sárin í andliti stafi af
! meiðslum eða sár, sem oft mynd-
i ast af langvai’andi kvefi, þar eð
kaunin voru gömul og hrúðruð.
Mai’blettirnir gætu eins stafað
af vítamínskorti eins og áverka
eða hvorttveggja.“
Ennfremur lágu fyrir við rann
sókn málsins vottorð lælcnanna
Eggerts Steinþórssonar og Esra
Péturssonar, sem er heimilis-
læknir móðurinnar.
Lýsa þeir báðir ákomurn þeirn,
er á barninu voru og ásigkomu-
lági þess að öðru leyti, mjög á
sama hátt og Björn, en ljóst er a£
vottorðum þeirra, að þeir hafa
ekki talið, að um misþyrmingu á
barninu væri að ræða.
Enda þótt rannsókxl málsins
hafi, eins og áður segir ekki leitt
tál þess, að fyrirskipaðar séu
frekari aðgerðir í því af opin-
berri hálfu, mun barnaverndax--
nefnd hafa eftirlit með aðbúnaðx
barnsins eftir að það kemur heirrx
af sjúkrahúsinu, enda hefur móð-
i ir þess óskað eftir því að. svo
yrði.
&UGLÝSID Í MÍNUDAGSBLADINU
3/tié fyrv tílla