Mánudagsblaðið - 30.03.1959, Qupperneq 8
OR EINU I ANNAÐ
- í - ■ c'
Sýning Sigfúsar - Bondinn og frakforinn -
Bak við járnfjaldið
'Sigfús Halldórsson, hinn vinsæli listamaður, hefur
páskavikuna haldið málverkasýningu í Vestmanna-
eyjum. Myndirnar eru allar frá Vestmannaeyjum og
hefur verið mikil aðsókn og myndirnar flestar selst.
□----------------------
Skáldið Cristopher Isherwood, sem ferðast hefur
í hált ár um Suður-Ameríku, hefur gefið út bók um
ferðalag sitt. |
I bókinni er margs getið um háttu S- Ameríku-
mannaog meðal annars eftirfarandi:
Isherwood var á ferð í einu smáríki Suður- Amer-
íku og dvaldist þar í þorpi einu. þetta var um pásk-
ana — og voru mikil hátíðahöld hjá íbúunum.
Fremst í skrúðgöngunni var mikið líkneski af Jesú
Kristi, en þeir innfæddu höfðu fundið upp á því
að setja á hann skáta hatt, en á eftir líkneskinu
gekk hljómsveit þorpsins og lék hið alkunna „I can’t
gíve you anything but love, baby.“
Margir kannast við auglýsingar hér í blöðunum
'frá einmana mönnum eða stúlkum, sem vilja kynn-
ast með giftingu fyrir augum. I blaðinu Magna í
Utha, Bandaríkjunum stóð eftirfarandi auglýsing:
„Bóndi, 38 ára, óskar eftir að kynnast stúlku um
þrítugt, sem á traktor. Gjörið svo vel og sendið
mynd af traktornum í box 7, „Magna".
□----------------------
Maður einn kom með ungum syni sínum í stræt-
isvagn. Strákurinn var óstýrilátur og vildi alltaf
standa uppi í sætinu þrátt fyrir bann föðurins. Loks
brast föðurinn þolinmæðina og sagði: „Geturðu aldr-
ei hlýtt mér, strákur?"
Þá gall í kauða:,, Aldrei hlýðir þú mömmu, þegar
hún bannar þér að pissa í vaskinn."
Lítinn rnann og heldur óframfærinn var verið að
rannsaka vegna lífsábyrgðar. „Þú drabbar ekki, eða
hvað?,“ spurði læknirinn. „Þú nýtur ekki lífsins of
ört, drekkur ekki of mikið, eða neitt af því taginu?“
Litli maðurinn hikaði augnablik, en svaraði síðan
skjálfandi röddu: „ Ja, hér, ég tygg stundum svolítið
gúmmí.“
Þetta skeði á kaffistofu í Varsjá:
„Ó, það var öðruvísi í gamla daga“, hvíslaði gam-
all prófessor, og leit varlega í kring um sig. „Þá
gátum við logið alveg eins og okkur sýndist. Núna
er okkur sagt hverju við eigum að Ijúga."
HvaS á a<5 gera i kvöld?
Kvikmyndshús:
Gamla bíó:
Riddarar hringborðsins —- Robert Taylor, Ava Gardner.
Nýja bíó:
Kóngurinn og ég. —■ Yul Brynner, Deborah Kerr.
Austurbæjarbíó:
Ungfrú Pigalle. —• Birgitte Bardot.
Stjörnubíó:
Systir min, Eileen. — Jack Lemmon, Janet Leigh.
Tripoli;
Sumar og sól íTýról. — Gerhard Rieimann.
Hafnarbíó:
Gotti getur allt. — June Allyson, David Niven,
Tjarnarbíó:
St. Louis Biues. — Nat „King“ Cole. Ella Eitzgerald.
teikhús:
Þjóðleikhúsið:
Fjárhættuspilarar og Kvöldverður kardínálanna.
Iðnó:
Deleriuni búbónis.
(Birt án ábyrgðar)'.
Félagsbréf ÁB
11. liefti.
Út er komið 11. hefti Félags-
bréfa Almenna bókafélagsins.
Efni þess er að þessu sinni sem
hér segir:
Viðtal við Loft Guðmundsson
um síðustu skáldsögu hans, Gang
rimlahjólið, o. fl. Bjarni Bene-
diktsson, ritstjóri, og dr. Alex-
ander Jóhannesson, prófessor,
rita um Einar Benediktsson,
Lárus Sigurbjörnsson á þarna
grein, er hann nefnir Þjóðleik-
hús í deiglu, en um bækur rita
þeir Affalgeir Kristjánsson, Þórff-
ur Einarsson, Njörffur P. Njarff
vík og Baldur Jónsson
Þá flytur ritið allmikið af
skáldskap. Njörffur P. Njarðvík á
þarna smásögu, er hann nefnir
Spor, en ljóð eru eftir Björn
Daníelsson, Indriffa G. Þorsteins-
son, Ingimar Erlend Sigurðsson
og Sigurff A. Magnússon. Þau
Guffrún Árnadóttir frá Oddsstöð-
um og Jóhann Garðar Jóhanns
son eiga stökur í ritinu.
Einnig flytur heftið tilkynn-
ingu um tvær næstu mánaðar-
bækur bókafélagsins, apríl-bók
og maí-bók. Nefnist apríl-bókin
Maðurinn og máttarvöldin og er
eftir norska skáldið Olav Duun,
þýðandi er Guðmundur G. Haga-
lín, en maí-bókin er úrval úr
smásögum Gunnars Gunnarsson-
ar valið af þeim Guðmundi G.
Hagalin ‘og Tómasi Guðmunds-
syni.
* I
--------------------------!
Ásgríms
Páskamessa
Framhald af 4. síðu.
ræð lagaskylda til að endur-
heimta listaverk landsins úr
stjórnarskrfstofunum og gera
safnið sanna mynd af íslenzkri
listþróun. Þar næst ber mennta-
málaráði að hrista af sér for-
heimskandi áhrif fákunnandi og
lítt megandi klessukarla, sem þar
hafa vaðið uppi í borg og byggð
landi og lýð til vanvirðu. Það
verður að hætta að gefa eftirlegu
kindum listþroskans tækifæri til
að útiloka Ríkarð Jónsson, Gunn-
laug Blöndal og nálega 20 aðra
snilldarmenn frá skiptum við
landið. Listasafn íslands verður
að vera sönn og ófölsuð mynd af
þróun málara og og höggmynda
listar frá byrjun yfirstandandi
alda, en á því eru nú mikil mis-
smíði. Atómlýðurinn má vel vita
að ekki hafa þeir dregið björg í
bú íslenzka listasafnsins og mun
tæplega leyft öllu lengur að
gera listamál landsins að athlægi
innan lands og utan.
Páskamessa Ásgríms, stórhug-
ur hans, snilld, þjóðrækni og
frábær fórnarlund í málefnum
íslenzkrra listar eru vel fallin
til að marka tímamót í listasögú
landsins. Fordæmi hans verður
lengi leiðarstjarna í íslenzkri list.
Auglýssð
Mánudagsblaðinu
Mánudagur 30. marz 1959
Páskamynd Trípolibíós heitir Sumar og sól í Tyrol, þýzk
söngva- og gamanmynd, sem tekin er í tyrólsku Ölpunum.
Myndin f jallar um unga elskendur, bráðskemmtileg „vand-
ræði“, árekstra og æfintýri, unz allt fellur í ljúfa löð. Gam-
anatriðin eru mörg og góð, söngur og kátína ríkja. Aðal-
lilutverk leikh Gerhard Rierdmann og Doris Kirchner.
Mjög skemmtileg og létt mynd.
Páskamynd Gamla bíós er að þessu sinni Riddarar hring-
ÍK)rðsins, byggð á skáldsögu Sir Thomas Malory, Dauði
Arthurs konungs. Mynd þessi hefur allt það til að bera, sem
nauðsynlegt er slíkum riddaramyndum, ástir, bard&ga,
burtreiðar og auðvitað úrslitaátökin. Myndin er litrík og
ýmsir kaflar ákaflega spennandi. Aðalhlutverk leilta Robert
Taylor, Ava Gardner og Mel Ferrer, en auk þeirra ýmsir
ágætir m'enn í smærri hlutverkum.
Æska ogr fegurð.