Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.06.1959, Side 5

Mánudagsblaðið - 22.06.1959, Side 5
Mámidagtir 22. júní 1959 MANUDAGSBUUÐIÐ Kjördæmi 09 framboð . Pramhald af 5. síðu inu nú, þegar Framsókn styður hann ekki. Að vísu á Áki fornJ ítök í Siglfirðingum, og hann hef- ur gert ýmislegt f>TÍr kjördæmið. Eins og fleiri fyrrverandi komm- únistar, sem; hafa brotið sína guði, má Áki vara sig á því að fá ekki kommúnistahatrið á heil- ann. Sumir slíkir komast á það stig, að þeir þykjast sjá skugga- leg vélræði kommúnismans, hvert sem litið er. Og þá getur svo farið, að síðari villan verði engu betri hinni fyrri. Einar Ingimundarson ætti að hafa góð tromp á hendinni núna. Þó er talið óvíst, að hann nái kosningu. Einhver urgur er í sumum siglfirzkúm Sjálfstæðis- mönnum út af kjördæmabreyt- ingunni. Ekki er óhugsandi, að Gunnar Jóhannsson geti unnið Siglu- fjörð nú. í kjördæmamálinu halda kommúnistar yfirleitt sínu liði betur saman en Sjálfstæðis- menn. Sumir kommúnistar vildu bjóða fram Ármann Jakobsson bankastjóra í stað Gunnars, og það hefði verið sterkara fram- boð, það er anzi mikill munur á intelligenskvóta Ármanns og Gunnars. Svo er Ármann líka hressilegúr maður og gengur ekki með þennan voðalega Weltschmerz, sem alltaf drýpur af Gunnari Jóhannssyni. Jón Kjartansson forstjóri Áfeng isverzlunar ríkisins er frambjóð' andi Framsóknar, en hann var áður bæjarstjóri á Siglufirði. Jón er íhaldssamur maður, og það er eins víst, að hann kræki í atkvæði einhverra loðinna Sjálf- stæðismanna, sem vilja, að Siglu- fjörður sé áfram sérstakt kjör- dæmi. Ef Jón mætti bjóða Sigl- firðingum nóg af vöru sinni úr yerzluninni syðra, væri ekki að sökum að spyrja, hver yrði kos- jnn. En þetta má Jón ekki, hann er stúkumaður og má ekki veita áfengi. EyjafjarÖarsýsla Til eru svo bjartsýnir Fram- .sóknarmenn, að þeir halda, að flokkurinn fái nú bæði sætin 1 Eyjafirði. En þó að Framsókn sé mjög sterk á þessum slóðum, held ég tæplega, að þessi draum Ur rætist, Bernharð Stefánsson verður enn fyrsti þingmaður Eyfirðinga. Hann er kominn á áttræðisaldur, en hefur lítið breytzt síðan hann var um fertugt og hefur þó margt ævintýralegt á daga hans drifið .síðan þá. Framsóknarmenn í Eyj'afirði lcgðu hart að Bernharð að vera X kjöri, þvi að vitað var, að höi-ð barátta mundi verða um eftirmann hans. Svo á gamli mað urinn líka rótgrónar vinsældir í héraðinu,- sem ná langt út fyrir xaðir Eramsóknairflokksins.. i ‘it EnginnÝEanar .eýfirzkur Fram- ■óknarmaður á slíkum vinsæld- iagaa, nemfl efyUl - vill Þórarinn Eldjárn. Ýmsir siða- postular hafa reyndar verið að narta í Bernharð, en það hefur ekki hrinið á honum. Jafnvel hans veiku hliðar eru svo ramm islenzkar, að manni þykir bara vænna um hann fyrir þær, Bern" harð er svo blessunarlega mennskur. Talsverð átök urðu um það í Eyjafirði, hver ætti að skipa ann- að sæti Framsóknarlistans. Svo fór, að Garðar Ilalldórsson á Rif- kellsstöðum hlaut hnossið. Um Garðar hefur alltaf staðið styrr í Eyjafirði, einnig meðal flokks- manna. hans. Margir hinna yngri manna vildu hafa Eddu Eiríks- dóttur í öðru sæti, en hún hlaut hið þriðja. Þetta kvað vera glæsi lega gefin ung kona, og húh á til gáfufólks að telja, úr Skaga- firði og af Suðurlandi. Magnús Jónsson frá Mel er efstur á Sjálfstæðislistanum og mun ná kosningu, þó að ef til vill muni mjóu. Ekki er Magnús vor gefinn fyr ir þessa heims lystisemdir, en sú er bót í máli, að Bernharð skemmtir sér fyrir þá báða. Árni Jónsson, annar maður list ans, er á hinn bóginn enginn meinlætamaður, eða ekki var hann það á meðan hann dvaldist hér sunnanlands. Þriðji maðurinn, Vésteinn Guð- mundsson, mun vera gamall krati. Bragi Sigurjónsson er nú efst ur á lista Alþýðuflokksins í Eyja firði, en fór síðast fram í Áustui” Húnavatnssýslu studdur af Fram sókn. Bragi verður alltaf forhertur ídealisti og mannbótamaður, við þeim ósköpum verður ekki gert. Efstur á lista Alþýðubandalags ins er Tryggvi iíelgason frá Ak- ureyri. Við síðustu kosningar mun hafa komið til mála, að Tryggvi færi fram á Akureyri í stað Björns Jónssonar, enda mundi það hafa verið sterkara framboð. Tryggvi er vinsæll og þaulkunnugur öllu, er að sjávarútvegi lýtur. Horður-Múlasýsla í vetur var það altalað, að Páll Zophóníasson ætlaði nú að hætta á þingi. Hefði þá Halldór Ás- grímsson o'rðið efstur á lista Framsóknar, en miklar deilur hefðu orðið um annað sætið, því að margir voru ólmir að hljóta það. Til að firra vandræðum Var Páll fenginn í framboð einu sinni enn. Sveitafólkinu mundi líka bregða við, ef Páll hyrfi af þingi, því að Halldór er miklu svifa- seinni í öllum útréttingum. - Ekki mun hið ótrúlega minni Páls vera neitt farið að föríast, hann veit ekki áðéins, hvernig hver manneskja i kjördæmihú kýs, héldur og hváð kýriiar og ærnar heita á bæjunum. Réyndar einskorðuð við kjördæmi hans. Hann er að þessu leyti líkur séra Brynjólfi á Ólafsvöllum, móður- bróður sínum, sem meðal annars kunni allar aðalsættir í Evrópn utanbókar og leiðrétti skakkar ættfærslur í Svensk Statskalend- er. Þegar Páll er farinn að gleyma því, hvað forustuærin á Arnórsstöðum heitir, á hann að hætta þingmennsku en fyrr ekki Halldór Ásgrímsson hefur ekki nærri eins mikinn áhuga á kúm og ám og Páll, en þar með er ekki sagt, að hann sé áhugalaus um allt kvenkyns. Halldór hefur ástina að leiðarvísi í sínu lífi allt frá ungling'saldri og fram yfir sextúgt, Og víst getur verið gam- an að elska, er það ekki, Hall- dór? Nú er Sveinn Jónsson á Egils- stöðum efstur. á lista Sjálfstæðis- flokksins, Sunnmýlingurinn er settur fyrir ofan innanhéraðs- menn. Sveinn er hressilegur karl, þó að hann sé varla skörungur á við föður sinn, Jón Bergsson. Seydisfjörður Því var spáð í vetur, að Björg- vin Jónsson mundi nú falla. At- vinnumálin á Seyðisfirði væru komin í óefni, og honum yrði kennt um það. Svo mundi hann missa stuðning Alþýðuflokksins, sem oftast hefur verið sterkari á Seyðisfirði en Framsókn. En lík- lega hefur Björgvin í kjördæma- málinu fengið tromp, sem dugar. Óvíða á landinu mun það vera jafnmikið bg á Seyðisfirði. Forsvarsmenn kjördæmamáls- ins hafa haldið Seyðisfirði hátt á loft sem grýlu, hann hefur verið rotten borough par excellence. Og slíkt bitur á jafnstoltaralega lókalpatríóta og Seyðfirðingar eru. Líklega kemst Björgvin að á kjördæmamálinu, hvað sem öll- um fiskiðjuverum líður. Erlendur Björnsson sýslumað- ur fer fram fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Líklega er Lárus Jó- hannesson búinn að draga sig alveg út úr pólitík. Eg hef litla trú á því, að Er- lendur komizt að. Jónas Guðmundsson er nú aft- ur kominn heim til sinna gömlu beitarhúsa í Alþýðuflokknum eftir langa eyðimerkurgöngu.' Hann var einn af helztu foi” ingjum Lýðveldisflokksins, sem nú er líklega úr sögunni. Jónas hefui’ sérkennilegar skoðanir á flesturrr hlutum, eins og alþjóð er kunnugt, sá heimur, sem hann lif ir og hrærist í, er okkur hinum lítt skiljanlegur. En hann er ham ingjusamur í sinni trú, og það er aðalatriðið. Jónas mun eiga talsvert fylgi á Seyðisfirði, sínum gömlu æsku- slóðum, én ég hef ekki trú á, að hann felli Björgvin. Frambjóðandi Alþýðubandalags ins, Baldur Böðvarsson, 'ér líÚ þekktur ihaður. Hvers vegna er þessl fcunn&tta PálS álís; ekkl: ekki senda þá ágætu konu Sig ríðl Hannesdóttur fíam aftúr. Suður-Múlasýsla Tekst Framsókn að fella Lúð- vík? Þessi spurning er nú á margra vörum. Sennilega verður hér mjótt á munununi, en ég held, að Lúðvík verði kosinn. Hann hlaut mikinn prestige við ráðherradóm sinn og afskipti sín af landhelgismál- inu. Og kjördæmamálið mun ekki vera jafn biturt vopn í Suð- ur-Múlasýslu og í litlum kjör- dæmum. Eysteinn Jónsson verður auð- vitað fyrsti þingmaður Sunnmýl inga, og hann ber auðvitað hita og þunga kosningabaráttunnar þar eystra. Eysteinn er langmesti bardaga maður Framsóknarflokksins, harðskeyttur og viðbragðsfljótur. Og aldrei er annað á honum að heyra í kappræðum en að honum sé blóðug alvara, allt er gott hjá Framsókn, allt ómögulegt hjá hin um. Eg hef oft verið að velta því fyrir mér, að hve miklu leyti þetta er leikaraskapur og taktik eða hvort Eysteini tekst að sefja sjálfan sig til að trúa þessu, að minnsta kosti í bili. En það er erfitt að trúa þvi, að þessi flug- gáfaði maður sjái aldrei spaugi- legu hliðarnar við islenzka flokks mennsku. Vilhjálmur Hjálmarsson, þessi meinhægi og skikkanlegi heið- ursbúndi, á allt sitt undir Eysteini í kosningabaráttunni. Eg er hræddui' um, að lítið yrði úr hon- um, ef hann ætti að mæta Lúðvík berskjaldaður og Eysteinslaus. Lúóvík Jósepsson er eflaus hinn mikilhæfasti af leiðtogum Alþýðubandalagsins. Hann hefur flesta þá eiginleika, sem stjórnmálaleiðtogi þarf á að halda. Hann er harður baráttu- maður og vel máli farinn, þó að hann sé ekki freyðandi mælskur. Og hann kann að semja, slá und- an og gera kompromis, ef á þarf að halda. Mesti styrkur Lúðvíks er þó það, að hann hefur örugga tilfinningu fyrir því, sem bærist meðal fólksins, hann lagar slag- orð sín eftir því, en reynir ekki að þvinga fyrirfram gerðum klisjum upp á lýðinn. Lúðvik hefur aldrei haft neinn verulegan áhuga á sósíalistiskri teóríu, þeir, sem hafa verið á námskeiðum Æskulýðsfylkingar- innar, vita sennilega eins mikið um marxisma og hann. Eg hugsa, að Lúðvík langi ekkert í bylt- ingu, enda vandséð, hver örlög hans mundu þá verða. En hann er þaulkunnugur hinni praktisku pólitík og atvinnumál- um þjóðarinnar. Hann nýtur vinsæla út fyrir rætur flokks síns, enda er hér eng inn meðalmaður á ferð. Framboð Sjálfstæðisflokksins ei' alveg vonlaust, en vera má, að Einar Sigurösson geri sér von ir um þingsæti eftir kjördæmar breytinguna. Einar er bráðduglegur athafna maður, en í pólitíkinni hefur hann ekki verið við eina fjölina felldur og daðrað til hægfi og vinstri eins og léttlynd mærr Á lista Alþýðuflokksins er efst ur Oddur Sigurjónsson skóla- stjóri í Neskaupstað. Oddur er að eðlisfari vel greind ur maður, en sérvitur í meira lagi. Þó að hann sé að skamma ungu atómskáldin, horfir hann ;reiður um öxl rétt eins og þau. Aldrei mun það hvarfla að Oddi, að hans skoðanir séu ekki þær einu réttu, en allar aðrar fyrirlitleg vitleysa. AJAX. SKÝRINGAR: Lárétt: 1 Knöttur 5 1 tafli 8 Fjötrar 9 Gera brauð 10 Stjómarnefnd 11 Eldur 12 Drifin áfram 14 Nýgræðingur 15 Flakkar 18 Upphafsstafir 20 Fljót í Frakklandi 21 Verkfæri (þf.) 22 Greinir 24 Ljóstæki 26 Ferskir 28 Friðað 29 Not- aðar við sauma 30 Drykkjustofa. Lóðré'tt: 1 Seglskipið 2 Skaði 3 Froða 4 Upphafsstafir- 5 Það sem kötturinn gerir þegár hann er ánægður 6 Ösanr stæðir 7 Skákmeistari 9 Ávextir 13 Spé 16 Heimsenda 17 Góðviðri 19 Þvinga’ 21 Skógar^ýr 23 Fljót í Afríku 25^íiki$1 fiskirí 27 í fiskhjalli. : ' í:^:-

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.