Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.08.1959, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 10.08.1959, Blaðsíða 5
Mánudagur 10. ágúst 1959 MÁNUDAGSBLAÐIÐ C RADDIR LESENDA Lögreglu Sigluf jarðar kennt um óspekktir á dansleik Siglufirði 29. 7. ’59. Herra ritstjóri! Þriðjudagskvöldið þ. 28. júlí fengu þeir, sem á Siglufirði dvelj ast, að lesa í dagblöðunum fréttir af dansleik þeim, sem hér var haldinn síðastl. laugardagskvöld. „Hvað skyldu blöðin segja/‘ sögðu menn, og var efablandinn hreimur í rödd margra. Og blöðin komu með fréttirnar, svo og hið ,hlutlausa‘ útvarp okkar. Kjarni fréttanna er þessi: Mikil ölvun og slagsmál almenn, margir meidd- ir, skemmdarverk unnin o. s. frv., én síðast kemur inn í fréttirnar, þegar allt ér upptalið: „Lögregl- an neyddist til að beita táragasi." „Er ekki hægt að vinna mál á móti lögreglunni?“ segja marg- ir. — Hér á Siglufirði efast menn um iþað eftir þennan, vægast sagt, furðulega fréttaflutning blaða og Útvarps. Eg var einn þeirra 6—- 1700 manna, sem dansleiknum yoru. Bragða ég aldrei áfengi, svo dómgreind mín var óskert, hvað því viðkemur. Mig langar í fáum orðum til að segja frá mínu sjónarmiði, sem ég hygg jafn- framt vera sjónarmið vel flestra þeirra, sem aðstöðu hafa til að dæma hér um. 1. Lögreglan var á verði við dyrnar, þegar húsið var opnað og mun því hafa haft fullt eftirlit með því, hversu margir fóru inn. Hleypt var. inn „slatta“ og ,slatta“ í einu, svo dyraverðir áttu með góðu móti að geta íekið miða af hverjum þeim, er inn fór (sbr. andstæða frétt í Þjóðv.). 2. Þjóðv. segir, að 2—3 rúður ínuni hafa .verið brotnar, þeg'ar lögreglan var aftur kvödd á vett- vang. Það er ekki rétt. Ein rúða hafði verið brotin, og inn um hana setti lögreglan táragas- sprengju sína, ÁN þess aS láta nokkurn vita, af þeim sem inni voru (6—700 manns). Táragas- sprengjunni var skotið að sak- lausum pilti, sem mun hafa feng- ið innihaldið illilega í andlitið). (Er það út af fyrir sig lögbrot?). Rétt er því vissulega, að gasið barst inn í húsið og það heldur duglega. Eg hélt eins og fleiri, að kviknað hefði í húsinu, enda lykt in og áhrif gassins ekki ósvipuð kolsýru og reyk eldsins. Fylgdi ég þá mannhafinu eftir út, en þegar það fréttist, að það væri hin værukæra Siglufjarðarlög- regla, sem hefði staðið bak við þennan óþokkaskap, umhverfðist mannfjöldinn. Óafsakanlegur ruddaskapur Ásmundar lögreglu þjóns mun og hafa hitað mörg- um andlega heilbrigðum í hamsi. Þegar hér er komið sögu, hefjast „mestu óspektir, sem hér hafa orðið um fjölda ára.“ Mönnum rann í skap vegna hrottalegra vinnubragða lögreglunnar. Þeim gramdist Öll óþægindin, sem hlut ust af því, hversu mörgum var seldur aðgangur. Þeirn gramdist að vera rekinn seins og óbóta- menn út af, annars stórtíðinda- lausum, dansleik kl. tæplega 1 e. m. eftir að hafa beðið í IV2 til 2 klst. eftir að fá miða. Niður- staða mín og annarra sjónarvotta er því vægðarlaust sú, að þetta sé að langmestu leyti lögreglunni að kenna. Þessa dansleiks hefði ekki verið getið neins staðar, í blöðum eða útvarpi, ef lögreglan hefði hreinlega ekki látið sjá sig á Siglufirði þetta kvöld. Það er og auðsannað með vitnum og sjónarvottum að lögreglan skaut fleiri en einu táragasskoti inn í illa loftræst samkomuhúsið. Or- sökin er því, sagt í annað sinn: „Værukært lögreglulið lét tára- gasið vinna fyrir sig.“ Dansgdstur. Freymóður, gleði- konur og Helga- fell Reykjavík, 28. júlí 1959. Herra ritstjóri. í Mánudagsblaðinu 27. s. 1. stendur í gamanklausu um Frey- móð Jóhannesson listmálara, að hann hafi á sínum tíma flutt inn gleðikonur handa Templurum. Hér mun átt við komu Charon Bruce hingað til lands fyrir nokkrum árum, en hún skemmti þá að Jaðri og átti Freymóður Jóhannsson þar engan hlut að máli. Mér er kunnugt um, að vegna mjög ósvífinnar greinar, sem nokkru síðar birtist í tímaritinu Helgafelli, um Freymóð Jóhanns son vegna komu fyrrnefndrar Charon Bruce, var ritsitjórum tímaritsins, þeim Ragnari Jóns- syni forstjóra og Tómasi Guð- mundssyni Reykjavíkurskáldi stefnt fyrir ærumeiðingar tíma* ritsins og þeir dæmdir í undir- rétti hér í Reykjavík. En til þess að þurfa ekki að birta dóminn í tímariti sínu, sáu þeir sér þann ko'St vænstan að hætta útgáfu þess og stofna í staðinn „Nýtt Helgafell“. Svona fór um sjóferð þá, og er ekkert á móti því að rifja þetta upp öðrum til viðvörunar. ' Virðingarfyllst. Páll Jónsson. I t f Pólsk viðskipti Plasfvörur frá Prodimex Pappírsvörur frá Paged Sfriga- og gummískófaínaður frá Skórimpex Leikföng frá Coopexim íþróffavörur frá Yarimex Leöurvörur frá Skórimpex Gólffeppi frá Cefebe Vefnaöarvörur frá Cefebe ísienzk erlenda verzlunarfélagið h.f. Garöasfræfi 2. Símar 15333 og 19698 r ! ..s HÝK SÍMI 24466 Vinsamlega klippið auglýsinguna úr, því síminn er ekki 'í skránni Sælgætisgerðin Opal h.f. Skipholti 29 "V -.1 B e z t OTSALAN heldur áfram ■ i Það er ómaksins vert — að koma í Kápur Sumarkjólar Morgunkjólar Sloppar Peysur Blússur Piis Síðbuxur Eyrnalokkar Hanzkar Treflar Slæður Sokkar Undirkjólar Skjört Naglalakk Varalitir Festar o fl. i m- xf sooocccococoécccosoJccococcocoaoaoccN

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.