Mánudagsblaðið - 10.08.1959, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 10. ágúst 1959
Flestir kannast við söguna
um það, þegar Bakkabræður
voni á ferðalagi í tunglsljósi
á vetrarkvöldi. Einn þeirra
reið merinni Brúnku, en við
hlið hans sáu þeir annan
mann ríðandi, en sá var fá-
málugur, og höfðu þeir litla
skemmtan af honum á leið-
inni. Þegar heim kom, hvarf
fer í burtu. Það hefur eflaust
ýtt undir þessa trú, að þegar
maðurinn liggur dauður á
jörðinni, hverfur skugginn.
Skugginn stendur einnig
oft í nánu sambandi við trúna
ái fylgjur. Stundum virðist
hann vera aðalundirrót
fylgjutrúarinnar, en hún hef-
þó einnijg oft bíandazt
Ólafur Hansson, mennfaskólakennari:
dýradýrkun og tótemtrú.
Skugginn hefur yfirleitt haft
• margvísleg áhrif á anda- og
draugatrú-frumstæðra þjóða.
hami þeim með öllu. Þessi
skopsaga á að sýna, hvílíkir
fádæma fáráðlingar Bakka-
bræður voru, að þekkja ekki
einu sinni skuggann sinn. En
því fer mjög fjarri, að þeir
hafi verið einir um slíka fá-
vizku. Allt frá bernsku mann
kynsins og langt fram eftir
öldum þótti skugginn oft hin
mesta ráðgáta, og óteljandi
skýringar hafa verið til á
honum, flestar meira eða
minna dulrænar. Þetta gildir
jafnt um skugga manna,
dýra, trjáa og dauðra hluta.
Skugginn sem klukka
Skugginn getur líka feng-
ið hagnýta þýðingu hjá sum-
um þjóðum. Hann getur orð-
ið tímamælir. Menn reikna út,
hve langt sé liðið á dag eftir
því, hvar skuggi fellur af
klettum, trjám eða jafnvel af
lifandi mönnum. Slíkar
skuggaklukkur þekkjast hjá
mörgum frumstæðum þjóð-
umj og dinnig hjá! hinum
fornu menningarþjóðum Aust
urlanda. Ýmsir halda, að
óbelískarnir, hinar miklu
steinstrýtur, sem Forn-Egypt
ar reistu, hafi fyrst og
fremst átt að vera tímamæl-
ar, menn hafi getað séð nokk
uð svo nákvæmlega, hve
langt var liðið á dag, eftir því,
hvar skugginn af þeim féll.
Að visu eru til fleiri skýring-
ar á því, í hvaða tilgangi ó-
belískarnir hafi verið reistir.
Skugginn sem sál
Flestar frumstæðar þjóðir
telja, að eitthvert leyndar-
dómsfullt samband sé milli
mannsins og skugga hans.
Oft haida menn, að skugg.
inn sé í rauninni sál manns-
ins og öllu raunverulegri. en,
maðurinn sjálfur. Þegar mað
urinu deyr, yfirgefur skugg-
jnn hann, það er sálin, sem
Skugginn sem læknis-
dómur
í brennheitum sólarlönd-
um hafa menn oftast miklar
mætur á skugga og forsælu,
jafnvel svo að menn berjist
til að fá að vera í forsælunni.
Skugganum er líka stund-
um það til lista lagt að geta
læknað ýmis mannanna mein.
Skuggar sumra trjátegunda
geta læknað, en skuggar
manna eru hættulegir og geta
valdið sjúkdómum. Skuggar
af kirkjum geta oft læknað,
einkum skuggar fornhelgra
kirkna. Og á miðöldum urðu
menn stundum alheilir, ef
skuggar góðra manna og guð
hræddra féllu á þá.
Hællulegir skuggar
En það er margs að gæta
í sambandi við skuggann, Það
verður að umgangast hann
með varúð, því að stundum
getur hann orðið hættulegur.
'I Indlandi, þar sem skipting
in í rígskorðaðar erfðastéttir
er enn í fullum blóma, reyna
menn af hinum æðri stéttum
að gæta þess vandlega, að
skuggar lægri stéttar manna
fáíli ekki á þá. En í umferð-
inni í indyersku stórborgun-
um er ekki alltaf svo auðvelt
að koma í veg fyrir þetta.
Og ef þessi ósköp henda ind-
verska hástéttarmenn, verða
þeir að hreinsa sig með alls
konar seremoníum.
En skugginn getur líka
hreinlega valdið veikindum
og dauða. Sá, sem verður fyr-
ir skugga flogaveiks manns,
verður flogaveikur sjálfur.
Skuggar galdramanna eru
lika oft' óholjir, þeir geta jafn
vel orðið eigandanum sjálfum
að bana, ef ekki er öll gát
höfð á. Ekki má mæla skugga
manna, það getur valdið þeim
bráðum bana.
Skugginn gerir uppreisn
í einu af ævintýrum H. C.
Andersen er það svo, að
skugginn gerir uppreisn gegn
eiganda sínum og lætur taka
hann af lífi. Hjá skáldinu er
þessi saga táknræn, skugg-
jnn táknar hér hið ytra glys
og glingur, sem drepur allt
manngildi í manninum sjálf-
um. En annars er uppreisn
skuggans alþekkt mótiv í
þjóðsögum. Stundum ræðst
hann á eiganda sinn án nokk-
urrar ástæðu, hann gerir sér
lítið fyrir og kyrkir hann í
greip sinni eða togar hann
með sér í jörð niður. Þetta
er skylt sögunum um það,
þegar spegilmyndir manna
koma út úr speglinum og
ráðast á þá.. Stundum ræðst
skugginn á menn, ef þeir
stríða honum, t. d. gefa hon-
um langt nef. Og honum er
meinilla við það, ef eigandi
hans fer að búa til skugga-
myndir á vegg með fingrun-
um. Þá getur hann orðið svo
reiður, að hann ræðst á eig-
anda sinn. Reyndar er slík
skuggamyndagerð ekki nærri
alltaf talin haéttuleg. Skugga
leikir, þar sem skuggar af
fólki eða leikbrúðum eru
látnir falla á tjald, eru algeng
ir frá fornu fari í Austurlönd-
um, einkum í Kína, og hafa
einnig borizt til Evrópu. En
allur er varinn góður og það
er eins gott að vera ekki að
stríða skugganum sínum.
Okkur yrði sennilega anzi
bylt við, ef hann tæki einn
góðan veðurdag upp á því að
ráðast á okkur eða jafnvel
bara, ef hann færi að fara
sinna eigin ferða.
SkuggaSausi maðurinn
Til er aragrúi af sögum um
menn, sem hafa misst skugg-
ann sinn, en þessar sögur eru
mjög sundurleitar. Sumir
helgir menn í Austurlöndum
voru svo góðir, að skugginn
yfirgaf þá. Slíkar helgisagn-
ir eru til um Múhameð og
þekkjast einr.ig með kristn-
um þjóðum. Um ýmis há-
heilög hof í Austurlöndum
ganga þær sögur, að þar inni
varpi engir hlutir skugga,
hvorki lifandi né dauðir. Og
þessar sögur hafa færzt yfir
á sumar kristnar kirkjur,
einkum í grísk-kaþólskum
löndum.
Draugar varpa engum
skugga, en menn, sem eru
bráðfeigir, gera það ekki held
ur.Og dins qg mjög góðir
menn geta misst skuggann
sinn, geta mjög vondir menn
það einnig. Glæpamenn og
meinsærismenn missa stund-
um skuggann. Og margar
sögur eru til um það, að f jand
inn hafi krækt í skugga
manna. Hann greip skugga
Sæmundar fróða, þegar Sæ-
mundur smaug úr greipum
Hans’í Svartásköía. Var Sæ-
mundur skuggalaus upp frá
því. Stundum selja menn
fjandanum skuggann sinn.
Framhald á 8. síðu
Tilkynning
til síldarsaltenda suiinan-
lands og vestan
Þeir síldarsaltendur, sem ætla að salta síld
sunnanlands og vestan á komandi vertíð,
þuría samkv. 8. gr. laga nr. 74 írá 1934 að
sækja um leyfi til Síldarútvegsnefndar.
Umsækjendur þurfa að upplýsa eftirfarandi:
1. Hvaða söltunarstöð þeir hafa til umráða.
2. Hvaða eftirlitsmaður verður á stöðinni.
3. Eigi umsækjendur tunnur og salt, þá
hve mikið.
Umsóknir burfa að berast skrifstofu nefnd-
arinnar í Reykjavík sem allra fyrst og eigi
•síðar en 10. þ.m.
Óski saltendur eftir að kaupa tunnur og salt
af nefndinni, er nauðsynlegt að ákveðnar
pantanir berist sem allra fyrst eða í síðasta
lagi 10. þ.m.
Tunnurnar og saltið verður að greiða áður
en afhending fer fram.
Síldarútvegsnefnó
GRÆNLANDSFLUG
Sökum mikillar eftirspurnar er ákveðið að efna
til fimmtu skemmtiferðarinnar til Grænlands,
laugardaginn 15. ágúst.
Þar sem færri en vildu komust í fyrri ferðirnar,
skal væntanlegum þátttakendum bent á að
tryggja sér far í tíma. 1
Flugfélag íslands
ICELANDAIR
LOKAÐ
vegna sumarleyfa til 1. september.
Pétur Thomsen
kgX j hirðljósmyndari.
Ingólfsstræti