Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.09.1959, Qupperneq 2

Mánudagsblaðið - 21.09.1959, Qupperneq 2
2 Mánudagur 21. sept, 1 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Fyrr á tímum táknuðu lita- heitin stundum nokkuð ann- að en nú á dögum. Þá var orðið rauður oft notað í víð- tækari merkingu en nú er gert. það var þá notað um brúnan lit og gulleitan. Þann- ig var gullið oft nefnt rautt, og enn í dag er stundum tal- að um rauðagull eða gullið rautt. Ýmsir ljósbleikir litir, sem jafnvel gátu nálgast grá- hvítt, voru og stundum nefnd- ir rauðir. Frá fornu fari hefur mönnum þótt rauði liturinn einna fegurstur allra lita. stundum er blátt áfram not- að sama orðið um rautt og fagurt. Svo er t.d. í ýmsum slaíneskum og semítískum málum. Margar frumstæðar þjóðir nota mjög skæra liti 1 kjæðum og þá ekki sízt hinn rauða. Rauði liturinn veldur bæði mönnum og dýrum oft undarlegum æsandi hughrif- urn. Allir vita, hvernig hann vefkar á mannýg naut, og ýmsir fuglar sækja mjög í raUtt. — Rauði liturinn fær einnig snemma allskonar táknræna og trúarlega þýðingu. Hann verður tákn elds, sólar elding- ar og blóðs. Myndastyttur af eld- og sólguðum eru oft mál- aðar rauðar. Samband rauða litsins og eldingarinnar hugsa menn sér með ýmsu móti. Stundum er talið, að rautt dragi að sér eldingar, og að hætta sé á, að þeim slái nið- ur, þar sem mikið er af rauðu. Er þess þá gætt, að hengja ekki rauð klæði til þerris hjá húsum, svo að þau dragi ekki eldingarnar að sér. Rauðar kýr og hestar eru einnig tal- in hættuleg að þessu leyti. Til eru þó í þjóðtrúnni alveg gagnstæðar skoðanir, stund-. um er rauði liturinn -þvert á móti talinn vörn gegn eld- ingum. Eru þa rauð blóm stundum gróðursett við bæi í þessum tilgangi eða húsþök- in máluð rauð. Otft stafar slíkt þó aðeins af ást á skær- um litum. BLÖÐIÐ RAUÐA tákn lífs og frjósemi, því að líf og blóð eru oft talin eitt. Af þessu eru páskaegg og önnur frjósemistákn stundum lituð rauð. Sama er að segja um kynfærin á myndastytt- um af frjósemisguðum. Það er í rauninni furðulegt, að rauði liturinn skuli hafa orð- ið frjósemistákn ffekar en hinn græni, en svona er það. Rauði liturinn getur þó einnig orðið tákn hins úthellta blóðs og farið að merkja dauðann. Hjá Evrópuþjóðum hefur það þó aðallega orðið hinn ljós- bleiki litur, sem táknar feigð og dauða, samanber ótta manna við að drepa bleika hesta. Hér gætir hinnar f ornu merkingar orðsins bleikur, þ.e.a.s. náfölur. En sums staðar er þó einnig hárauður litur látinn boða feigð í draumi. Steinaldarmenn lit- uðu- oft lík rauð, og slíkt hið sama gera sumar frumstæðar þjóðir enn í dag. Bæði stafar þetta af því, að rautt er tal- ið litur d.auðans, en þó halda ýmsir að það eigi einnig að vera eins konar táknræn blóðfórn til hins dauða. Sem litur blóðsins verður rautt einnig tákn styrjalda. Reikistjarnan var kennd kennd við stríðsguðinn, vegna þess hve rauðleit hún er. Halastjörnur eru taldar ískyggilegir fyrirboðar styrj- alda, drepsótta og hallæra, en þó alveg sérstaklega, ef rauð- um blæ slær á þær. Rautt tungl er stundum talið boða ; stríð, en í íslenzkri þjóðtrú er það talið vita á storm. Her- menn frumstæðra þjóða mála sig oftast áður en þeir leggja til bardaga og nota þá rauða litinn mikið. Er hér um að ræða líkinga- og varnargald- ur í senn, rautt á hörundinu fælir hið rauða blóð í burtu. Víðar koma fram þær hug- •myndir, að rauði liturinn geti gert menn ósæranlega. Yfir- leitt kemur rautt mjög við sögu töfra. RAUÐATÖFRAR menn af þessum sökum rauð bönd um háls, úlnliði eða ökla. Rauði liturinn þykir og góður til ásta, t.d. að gefa hinni elskuðu fauðar rólsir eða rauðar flíkur. Þessi skoð- un er gömul, hún kemur t.d. fram hjá forngríska skáldinu Þeókiátoni. Rautt band er og gott til lækninga. En rautt kemur einnig við sögu svarta- galdurs. Þegar menn reyna að drepa óvini sína með myndagaldri, þ.e.a.s. gera af þeim myndir og stinga þær síðan eða brenna vefja þeir stundum rauðum þræði um myndina. Rautt er hér tákn blóðs og elds. Þetta tíðkaðist víða meðal Indíána. KLÆÐIN RAUÐ Aðdáun manna á rauðum klæðum varð til þess, að sumsstaðar fór það að verða foréttindi yfirstétta eða embættismanna að ganga rauðklæddir. Svo er þetta með ýmsum þjóðflokkum í Asíu og Afríku, Hjá menningar- þjóðum fornaldar voru purp- uraklæði mjög eftirsótt, og géngu ríkir spjátrungar oft í þeim. Hjá Rómevrjum urðu rauð klæði stundum embætt- istákn, og svo var þetta einn- ig oft á miðöldum. Konungar báru þá oft rauðar skikkjur. Rauði liturinn kom einnig mjög við sögur í búningi em- bættismanna kirkjunnar t.d. í kardínálabúningnum. •---------- RAUÐI FÁNINN I hugum nútímamanna hef- ur rauði fáninn fengið alveg sérstaka merkingu, hánn táknar róttækar skoðanir, uppreisn, byltingu. Orðið rauðliði er svo aftur myndað út frá þessu. I rauninni eru rauðir fán- ar ævagamalt fyrirbæri. I fornöld voru rauðir stríðs- og sigurfánar algengir. Frjósem- isdýrkendur Vestur-Afríku notuðu í fyrndinni stundum rauða fána sem frjósemis- tákn, og voru þeir bornir fyr- ir myndum af móðurgyðj- unni. I sumum afbrigðum af Þesevssögninni grísku kemur rauði fáninn fyrir. Segir þar, að Þesevs hafi lofað föður sínum að draga rauðan fána að hún, ef hann kæmi heill 'á húfi frá Krít. Algengara er þó í þessum sögnum, að fán- inn hafi átt að vera hvítur eða þá skiþið tjaldað hvítum seglum, og í því formi hefur þessi forna saga komizt inn í sagnabálkinn um Tristan og Isold. Á síðari öldum var stund- um farið að nota rauða fán- ann til þess að tákna, að lýst væri hemaðarástandi. Það var fyrst í stjórnarbylting- unni miklu í Frakklandi, að fáninn varð tákn róttækni og byltingar. Ekki er það alveg ljóst, hvemig þetta hefur skeð. Eru aðallega til tvær Sem litur blóðsins getur rautt fengið margvístega pierkingu. Það getur orðið; Verndargripir þykja oft máttugri en ella, ef þeir eru málaðir.rauðir. Ktundum bera Ólafur Hansson. mennfaskólakennari: skýringar á því. Fyrst í bylt- ingunni notuðu hægrimenn og konungssinnar stundum rauða fánann í hinni fornu merk- ingu, að herlögum væri lýst og þá fyrst og fremst stefnt gegn byltingarmönnum. En byltingarmenn svöruðu þá í sömu mynt og fóru að nota rauða fánann til að kveðja sína menn til vopna. Önnur skýring er sú, að rauði litur- inn sem byltingarlitur sé kominn af hinum rauðu húf- um frönsku galeiðuþrælanna. Byltingarmenn gáfu flestum galeiðuþrælunum frelsi og hin rauða húfa varð bylting- artákn. I kjölfar þessa sigldi svo rauði fáninn í sömu merk- ingu. Menn greinir enn á um það, hvor þessara skýringa sé réttari. Á byltingarárun- um tókst rauða fánanum aldrei að sigra þrílita fán- ann, sem alltaf var aðaltákn byltingarmanna. En eftir febrúarbyltinguna 1848 munaði minnstu, að rauði fáninn yrði þjóðfáni Frakklands. Margir bylting- arm. voru því hlynntir. Sum- ir segja, að mælska Lamart- ines hafi ráðið mestu um það, að Frakkar héldu þrílita fán- anum. Bæði anarkistar og sósíalistar notuðu oft rauða fánann framan af. Er á leið varð rauði fáninn æ meir tákn sósíalismans, en anarkistar fóru þá stundum að nota svarta fána sem tákn stefmi sinnar. RAUÐKOLLUR Svo miklar mætur sem menn yfirleitt hafa haft á rauða litnum nýtur hann þó ekki alltaf vinsælda á einu sviði. Frá fornu fari hafa rautt hár og skegg oft þótt heldur ískyggileg fyrirbæri. Sú skoðun kom fram, að rauðhært fólk væri oft illa innrætt, einkum óhreinlynt. Þegar hjá Forn-Grikkjum varð vart slíkra skoðana. Sums staðar hugsuðu menn sér döfulinn sjálfan rauð- skeggjaðan.. Má vera, að þetta standi í sambandi við fornar hugmyndir um skegg Óðins, Þórs eða Pans. í þýzkri alþýðuvísu segir: Under rotem Bart steckt keine gute Art. Þessir fornu hleypidómar gegn rauðhærða Tólkinu mun nú að mestu leyti eða öllu leyti úr sögunni. Rauða hárið hefur fengið fulla uppreisn, að minnsta kosti rauða kven- hárið. Það er haft fyrir satt, að nú á dögum geri engar konur eins mikla lukku hjá k'arlmönnum og þær rauð- hærðu. Ólafur Hansson. ILLINN Höíum til sölu allar gerðir biíreiða, verð og skilmálar við allra. hæíi. \ Allskonar skipti koma til greina: BILLINN Varðarhúsinu við Kalkoínsveg Sími 18 8 33 ANDVARI tímarit Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Hins ís- lenzka þjóðvinafélags.' Andvari í þessum nýja búningi er kominn út og hef- ur verið sendur umboðsmönnum vorum um land allt. Félagsmenn Bókaútgáfu Menningarsjóðs fá ritið án aukagjalds. Félagsmenn í Reykjavík eru góðfúslega beðnir að vitja tímaritsins í afgreiðsluna, Hverfisgötu 21. Þeir sem hafa hug á að gerast félagsmenn, ættu að kynna sér hin einstæðu kjör, sem vér bjóðum: Stórt tímarit og f jórar bækur að auki, að nokkru eftir eigin vali, fyrir aðeins 150 krónur. Enn- fremur 20—30% afsláttur á öðrum útgáfubókum vorum. Bókaúlgáfa Menningarsjóðsr Hverfisgötu 21, pósthólf 1398, símar 10282 og 13652. ]

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.