Mánudagsblaðið - 21.09.1959, Síða 4
r
MÁNUD AG SBLAÐIÐ
Mánudagur 21. sept. 1959
Blaá fynr alla
BlaCið kemur út á mánudögum. — Verð 3 kr. I lausasölu.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason.
Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Sími ritstj. 13498.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Jónas Jónsson, írá Hriílui
: Rockefeller, Hermann og
bolsévikinn
Fyrir nokkrum árum var verk-
laginn Borgfirðingur nýkominn
til Bandaríkjanna og vann í bíla-
stöð. Einn dag var hann sendur
með viðgerðan bíl heim til auð-
ugs manns, sem bjó ! tilhaldshúsi.
Pilturinn var í vinnufötum. Hann
ætlaði að hverfa beint heim í
verkstæðið þegar hann hafði skil-
að eigandanum bílnum en riki
maðurinn bauð honum inn í hús-
ið og í tilhaldsstofu. íslendingur-
inn þóttist vanbúinn að koma í
samfesting i viðhafnárherbergi
en nú var ekki annar kostur. Ríki
maðurinn bauð sæti í fínum stól.
Landinn var eðliskurteis og tyllti
sér á stólhornið. Ríki maðurinn
stóð framan við piltinn, beygði
knén framan við feiminn landa
á stólnum og lét sín hné snerta
hnjákolla íslendingsins til að ýta
honum til fulls upp á stólinn og
sagði: í Ameríku er enginn stóll
of íínn fyrir þá ,sem villna vel.
Eftir vinsamlegt samtal skildu
leiðir en Borgfirðingurinn þóttist
nú skilja betur en áður að auð-
ur og gengi margra manna x
Ameríku stæði í sambandi við
kjörorðið að heiðra þá sem vinna
vel.
XJm sama leyti og þetta gerðist
vestanhafs var Hermann Jónas-
son staddur á trúnaðarfundi með
200 velmenntum og velstarfsfær-
um sveitamönnum. Hermann
hafði beðið þá menn um stuðning
til að komast í og öðlast góð
kvnni og samstarf við Stalín og
lið hans. Fundarmenn játuðu tíl-
mælunum og hugðu gott til þess-
arr.r nýbreytni. Þá þakkaði Her-
mann auðsýndan trúnað og pers-
ónrlegt traust og kallaði umbjóð-
enclur sína „almúga“ þrem sinn-
um í sömu ræðunni.Bændur voru
ek'.d beinlíniá hrifnir af nafngift-
inni þrítekinni en létu þar við
sitja uin sinn. Margir leiddu hug
að því hver mundi vera réttar-
staða „almúgans.“
Arin liðu. Þau stórtíðindi gerð-
ust, úti í löndum að rúmlega tví-
tugur piltur vestanhafs að nafni
Stefan Rockefeller trúlofaðist
norskri jafnöldru sinni Önnu
Maríu. Hún var dóttir smákaup-
manns í Noregi, hraust og falleg,
vel upp alin og komin af dugandi
forfeðrum. í Ameríku vann hún
fyrir sér um leið oð hún lærði
málið bæði á skrifstofu og í
vist hjá Rockefeller sem nú er
rikisstjóri í-New York og verður
ef til vill forseti Bandaríkjanna
við næstu kosningar. Heldur var
allt stórt í skörðunum hjá Rocke-
feller. Hann er einn af auðugustu
mönnum heimsins með 28 herb.
íbúð, og þar mun hún hafa
heitbundizt Stefáni hinum auð-
uga: Hjónaefnin fengu blessun
foreldra í ættlöndum sínum og
ákváðu að hafa brúðkaup í kyrr-
þey í sóknarkirkju brúðarinnar í
litlu þorpi nærri Kristjánssandi.
Þegar Hermann frétti þetta
þótti honum Stefán Rockefeller
grunnhygginn í ástamálum og
gleyma í skiptum við Önnu
Maríu þeiri-i reisn sem fylgir
peningaeign. Lét hann blað sitt
leggja áherzlu á að brúðurin væri
„almúga“-stúlka. Síðan vaii mál-
ið enn betur skýrt hjá vinúm
Hermanris bolsivikunum og bein-
línis tekið fram að Anna hefði
verið vinnukona. Síðan lét Her-
ma.n tala um þessa varasömu
giftingu með heitum „pússum“ til
að einkenna betur en fyrr hvílíkt
hneyksli hefði hér átt sér stað.
Ekki nægði umhyggja Hermárins
og bolsivika til að bjarga heiðri
Rockefellerættarinnar, Stefán
sinnti ekki neinum viðvörunum,
vann hátíðlega hjónabandseiðinn
og kyssti Önnu í kirkjunni upp í
opið geðið á öllum þeim sem
vildu bjarga ríkustu fjölskyldu
veraldarinnar frá blóðblöndun
við norrænan „almúga“.
Hér kemur fram glögg marka-
lína milli Ameríku og kynbor-
inna Evrópumanna. Vestra er
enginn stóll of góður vel vinnandi
manni. Stefán og Ánna eru þar
jafningjar um allt sem máli skipt-
ir og trúa því sjálf. Auður Stef-
áns skiptir engu máli á þeim bæ.
Hermann og bolsivikinn segja að
Anna hafi unnið venjuleg hús-
störf og sé þess vegna „almúga-
kona“. Óhæfur lífsförunautur
fyrir pilt sem erfir mikla pen-
inga. Vinnan er þar talinn myllu-
steinn um háls Önnu. Sá blettur
gerir hana að botnfalli. Sama var
raun Hermanns u msveitamenn-
ina 200 sem hann þrískírði „al-
múga“. Samkvæmt skoðun Her-
manns og bolsivikans eru vinnu-
konur og allir sem vinna að fram-
leiðslustörfum á sjó og landi „al-
múgi“ eða „alþýða" sem er önnur
útgáfa af vinnandi stétt. And-
stætt „almúga“ eru „höfðingj-
ar“. Aðaleinkenni þeirra er fast
márkað af „yfirstétt1 Breta. Sá
er þar höfðingi, sem hefur ósýni-
legar tekjur: Arf eða misfengnar
leynitekjur. Hermann var einu
sinni smali, vegavinnumaður etc.
en hefur síðar eiganst ýmiskonar
hégóma, skinvöld og leiðinlegar
tekjur, eins og 70 þúsund króna
hlunnindi í Búnaðarbankanum
fyrir ekki neitt.
Framhald á 7. síðu. .
KAKALI skrifar:
í HREINSKILNI SACT
Þörf aigerra endurbófa á skipulagi lögreglunnar — aukin ábyrgð lög-
reglumanna fyrir svæðum sínum — Hýjar foringjastöður og möguleikar
fil f rama.
Ég er að velta því fyrir mér
hvort skipulag íslenzku lög-
reglunnar sé ekki mjög ófull-
komið og fyrir löngu úrelt.
Það sem fyrir mér vakir er
hvort verkaskipting og virð-
ingarstigi innan sjálfrar lög-
reglunnar sé kominn á það
stig, að kalla megi liðið allt
æfðan hóp, þar sem ýmsir
lögregluþjónar eru sérmennt-
aðir í hinum fjölbreyttu verk-
efnum, sem hljóta að falla inn-
an við verkahring lögreglunn-
ar í heild. Af því myndi svo
leiða stigbreytingar á stöðu
lögregluþjóna innan heildar-
innar og aukin ábyrgð með
hverri vegtyllu.
Svo er að sjá, sem Htill ef
nokkur vegtyllumunur sé nú
hjá lögregluþjónum. Að vísu
höfum við lögreglustjóra, en
ég efa það stórlega, að tign-
arstöður, eins og þær tíðkast
ytra séu fleiri en þessar ef
frá eru skildir fulltrúar, sem
vart fylgja daglegum störfum,
sem koma fyrir hið einkenn-
isbúna lið. í löndum eins og
t.d. Bretlandi og Bandaríkjun-
um er mikill munur á óbreytt-
um lögreglumanni og þeim,
sem komast í foringjastöður.
Milli háttsettra foringja t.d.
yfirlögregluþjóna og hins ó-
breytta er mikið bil, sem
smærri vegtyllur brúa að
mestu, en öll þó undir sjálf-
um lögreglustjóranum. Fyrir-
komulagið hér í Reykjavik
er hinsvegar það, að nær ó-
mögulegt er að greina stöðu
eldri manna og nýliða í sund-
ur, enda gefur einkennisbún-
ingurinn lítil, ef nokkur,
kynni um það. Það sem þetta
svönefnda „lýðræðisskipulag“
leiðir af sér er agaleysi og
skortur á beinu yfirvaldi ef
í harðbakka slær. Lögreglu-
lið verður aldrei rekið að
gagni á lýðræðishátt, heldut
dreifir það skipulag ábyrgð-
inni á heildina, en skýtur hin-
um seka venjulega undan
refsingu og áminningu.. Ein-
stakir lögreglumenn eru, ef
til vill, gerðir ábyrgir fyrir
gæzlu viss svæðis eða vissra
gatna á tilteknum tímum, en
íslenzkur borgari hefur aldrei
orðið þess var, að vanrækslu
lögregluþjóns hafi verið
kennt þegar innbrot eða há-
reisti og truflun hefur átt sér
stað á tiíteknu svæði ábyrgs
logregluþjóns. Heildin fær
skömmina, óorðið liggur á-
fram á öllu liðinu, en yfir-
Iögregluþjónarnir — hlægileg
vegtylla eins og málin standa
nú — eru víðsfjarri og nær
aldrei á vakt um nætur, svo
til ábyrgðar verður ekki seilzt
til þeirra.
Ef við hefðum ábyrga menn
sem t. d. samsvöruðu liðþjálfa
í ensku eða bandarísku lög-
reglunni, vissar götur í umsjá
tiltekinna manna, mætti
benda á þá ef illa færi og van-
ræksla væri auðsæ, en allt
liðið lægi ekki undir ákæru.
Þetta myndi líka skapa á-
byrgð hjá einstökum starfs-
mönnum, en sannast bezt sagt,
skortir. víða á að svo sé nú.
Það er löngum kvartað yfir
að ekki fáist nógir menn í
lögreglustörf, og þess vegna
veljist stundum siðri menn en
skyldi. Þetta er að vissu leyti
rétt, en sökina er að finna hjá
valdhöfum, sem gera sér ekki
Ijóst hve mikil nauðsyn er á
góðu, sterku og ábyggilegu
lögregluliði. Starf lögreglu-
mannsins er ekki fólgið í að
handsama drukkna menn eða
spila yfirvald á dans- og öðr-
um samkomum. Þetta er oft
nauðsynjaverk, en ekki aðal-
störf. Fyrir nokkrum árum
var það siður að teyma hvern
sveitapilt, sem afrekaði í í-
þróttum í lögregluna. Þessum
ungu mönnum þótti gaman að
einkennisfötum og því valdi
sem þeim fylgdi — en þeim
var og er meinilla við ábyrgð-
ina. Smátt og smátt skapaðist
andúð á ósvífni einstakra lög-
regluþjóna, bolahætti þeirra
og fautaskap. Var svo komið
um tíma, að lögregluþjónar
skipuðu sér næstum í hóp
gegn borgurunum, sem þeir
aldrei sótu á sáttshöfði við.
Þótt þessi tilfinning hafi dvín-
að seinni árin, eymir enn mik-
ið af henni, og það eru oftast
yngri og óreyndari mennirnir,
sem fyllast mikilmennsku um
leið og Erlingur skrifar þá út.
Ef þessir menn væru ábyrgir
fyrir svæði og síðan ábyrgir
til deildarstjóra eða flokks-
stjóra, skapaðist sá hemill á
þessa pilta og sú vissa og á-
byrgð um gæzlu á tilsettum
stöðum, að hverskyns afbrot
á svæðunum, sem sköpuðust
af vanrækslu, yrðu skýrð á
kostnað ábyrgs manns. Það,
að ekki veljist menn í lögregl-
una, byggist þó einmitt á því,
að lögregluþjónum eru ekki
greidd nógu mikil laun í sam-
bandi við þá ábyrgð, sem þeir
eiga og ættu að bera. Þjóðfé-
lagið getur aldrei afsakað sig
með því, að það hafi ekki efni
á að greiða lögregluþjónum
góð laun og veita þeim tæki-
færi til embættisframa. Það
er of dýru verði keypt, að reka
2. flokks lögreglulið vegna
þess að mennirnir fá ekki góð
laun — en miklum launum
skal svo fylgja mikil ábyrgð,
og verði þeirri reglu fylgt mun
almenningur brátt sjá, að upp
skal rísa ágætt lögreglulið í
Reykjavík.
Það sem nú er mest ábóta-
vant er skipulag lögreglunn-
ar. Mannaflið er lítið, en það
er líka illa nýtt. Lögregluna
skortir „patrol“-bíla, mótor-
hjól, talstöðvarkerfi og verka-
skiptingu. Sjálf höfuðborgin
logar hvert kvöld í ólátum,
slagsmálum og fylliríi ungl-
inga og allt bendir til að slíkt
aukizt með hausti og skamm-
degi. Því miður virðist lítið
hafa verið um framfarir síð-
ari árin og má mörgu um
kenna. Það er komin inn hjá
lögregluþjónum einhver hug-
mynd um að liðið verði rekið
á blöndu úr lýðræði og regi-
mentasjón. Þetta er barnaleg
reginvilla. Lögreglulið er
sama og herlið — menn, sem
eiga að starfa undir ströng-
um aga. Til þess að sá agi fá-
ist, og góð vinna hvers ein-
staks lögregluþjóns, verður að
launa mennina vel og gefa
von um að góð vinna skapi
frama.
Flestir lögregluþjónar eru
mennskir, þrátt fyrir þrálátan
orðróm til hins gagnstæða.
Eins og allur skipulagður liðs-
afli þurfa þeir stjórn og aga,
skilning á eðli starfs síns og
þeirri ábyrgð sem það skap-
ar. Að heilsast að hermanna-
sið og klæðast einkennisfötum
er gott og sjálfsagt, en framar
öllu er þó að skilja einkunar-
orð liðsins og vita að starfið er
þjónusta við almenning innan
ramma alls velsæmis. Það er
þess vegna, sem margir þykj-
ast vissir um, að þótt lögreglu-
stjóri sé ágætur maður, þá sé
honum ekki alveg ljóst — hve
mikla bölvaða bjána hann hef-
ur sem milliliði milli sín og
mannanna,