Mánudagsblaðið - 21.09.1959, Síða 5
Mánudagur 21. sept. 1959
MANUDAGSBLAÐBD
5
Nokkur ráð til karlmanna
varðandi klœðnað
dagföt — sportföt — kvöldföt
Það eru smáhlutirnir, semj 17. Svarta skó á maður ekki
skipta máli. Ef maður vill
vera Vel klæddur, þá
væri ekki úr vegi að nefna
einhverja af þessum smáhlut-
um, sem skilja á milli vel
klædds manns og þess, sem
klæðir sig hirðuleysislega.
1. Hamborgarhattur tekur
sig bezt út með stífum flippa.
2. Aðeins lítið af skirtuerm-
Jnni á að sjást fram undan
jakkaerminni.
3. Dæmið ekki fötin sérstak-
lega eftir því, hvort hnappa-
götin séu ekta á ermunum,
þó það bendi oft á betri frá-
gang á fötunum.
4. Háir, grannir menn eiga
aldrei að brúka föt úr rönd-
óttu efni.
5. Bursta fötin eftir því,
hvernig liggur í efninu — og
gera það oft.
6. Hanzka ættu menn að hafa
á höndunum, en ekki að bera
þá.
Hafið ekki meira en þrjá
liti í einum fötum.
8. Þegar þér veljið yður
nýjan hatt, þá standið ekki
upp við spegilinn eins og þér
yæruð að raka yður.
9. Peysur, heilar upp í háls-
inn eiga ekki við jakkaföt.
10. Láttu pressa fötin að
minnsta kosti þrisvar á ári.
11. Þurr-hreinsun fer illa
!með efnið og gerir það líf-
laust.
12. Það er ekki góður
smekkur að láta brjóstvasa-
klútinn vera í sama lit og
bindið.
13. Of margir menn nota
götuskó með kjólfötum. Það
iítur hræðilega út.
14. Brúnir skór eiga ekki við
blá föt, nema sérstaklega
Standi á.
15. Hnúturinn á bindinu á
Oldrei að vera á hlið. Rétti
staðurinn fyrir hnútinn á
bindinu er þar, sem flibbaend-
arnir mætast.
16. Skyrtur með áföstum
flibba eru tilvaldar, þegar
menn fara í ferðalög upp í
sveit.
að hafa uppi í sveit nema
við sérstök tækifæri.
18. Það margborgar sig að
kaupa tvennar buxur, þegar
menn kaupa sér föt, sérstak-
lega ef þeir þurfa að sitja
mikið við vinnu sína.
19. Bindi með sérstökum
upphafsstöfum, einkennis-
merkjum, eða einhverju
slíku má nota með sportföt-
um, en alls ekki venjulegum
fötum.
20. Litaðir, emlléráðir
manséttuhnappar eigia ekki
við kjólföt eða smóking.
21. Verið ekki með regnhlíf,
þegar þér erUð í sportfötum.
22. Hugsið yður tvisvar um
áður en þér kaupið grænan
hatt, þeir eiga ekki við alla.
23. Skiptið ekki um klæð-
skera, í hvert sinn sem þér
fáið yður föt. Þér verðið þá
aldrei ánægðir.
Athugasemd frá niðurjöfnunarnefnd
Vegna blaðaskrifa undanfarið
um útsvarsálagningu hér í bæn-
um á yfirstandandi ári, þykir
niðurjöfnunarnefnd rétt að birta
eftirfarandi skýringar:
1. Skattstigar og útsvarsstigar
eru ekki byggðir upp á sama
hátt. Sama gildir um persónu-
frádrátt til skatts og útsvars.
Þannig er tekjuskattur allt frá
1% af kr. 3.500. — og upp í
40% af skattskyldum tekjum yf-
ir kr. 155 þús., en tekjuútsvar áf
kr. 25 þús. eða þar yfir frá 19%
og upp í 30% af tekjum yfir 100
þúsund. Persónufrádráttur til
24. Annaðhvort rautt eða
hvítt blóm á vel við kvöld-
föt, en þó er rautt blóm á-
kjósanlegra fyrir yngri menn.
25. Miðnæturblá föt eiga
betur við á kvöldin heldur en
svört.
26. Gefið yður góðan tíma,
þegar þér kaupið yður föt.
27. Iburðarmikill klæðnaður
er verri en að vera illa klædd-
ur.
M. I. R.
Hljómleikar Sovétlisfamanna í Þjóðleikhús-
inu á sunndag og fimmtudag.
Einleikur á píanó: Mikaii Voskresenskí
Einsöngur: Ljudmila Isaéva, sopran
Einleikur á fiðlu: Igor Polikovskí
Undirleikari: Taisia Merkulova.
rerc im •
Affgöngumiðar að hljómleikunum í Þjóðleikhúsinu
seldir þar frá kl. 13:15 á sunnuðag, mánudag og
þriðjudag. ., 1
Kabarettinn
..gamalt og nýtt
'{Miðnæturskemmtun)
I
•verður í Austurbæjarbíói í kvöld, sunnudags kvöld klukkan 11.15.
:SKEMMTIATRI»I:
:Söngvarar:
Ester Garðarsdóttir, fegurðardrottning Reykjavikur,
Anna María Jóhannsdóttir, ný dægurlagastjarna,
•Guðmundur JónsSón, óperusöngvarl.
Sigurdór Sigurdórsson, kynnir nýtt dægurlag eftir Xstu Sveinsdóttur,
Guðjón Matbh'íasson, syngur frumsamið lag eftir sjálfan sig.
Gamanleikur f 3 þáttum
Gönolu Jhjónin að vestan, eftir Helga S. Jónsson j Keflavík,
Danspar Ranný og Silli sýna noikkra dansa.
HJjómsveit — 12 manna — leikur «ndfr mihi atriða.
Sala aðgöngumiða stendur yfir í Austurbæjarbíói og við innganginn,
í
Eitthvað fyrir klla. —
skatts er sá sami fyrir hvern ó-
maga, en til útsvars fer hann stig-
hækkandi eftir fjölda ómaganna.
Af þessu sést, að hlutfallið milli
tekjuskatts og útsvars er mjög
breytilegt eftir tekjuupphæð og
persónufrádrætti.
2. Skv. 36. gr. skattalaganna
hefur yfirskattanefnd heimild
til að lina eða gefa eftir tekju-
skatt, þegar sérstaklega stendur
á fyrir skattgreiðandanum. Þessa
heimild hefir skattstjóri ekki,
og er því tekjuskattur, sem birt-
ur er í skattskrá, reiknaður án
tillits til þessa frádráttar. Við á-
kvörðun útsvars hefur niðurjöfn-
unarnefnd hins vegar hliðsjón
af öllum aðstæðum gjaldandans.
Er því í hinum birtu útsvörum
tekið tillit til þess frádráttar, sem
veittur kann að verða gjaldand-
anum frá almennum tekjuút-
svarsstiga.
3. Skv. 35. gr. skattalaganna
getur skattstjóri í ýmsum tilfell-
um áætlað skattgreiðendum
tekjuviðbót eða strikað út gjalda-
liði á framtölum þeirra. Er
tekjuskatturinn síðan reiknaður
út skv. framtölunum þannig
breyttum. Niðurjöfnunarnefnd
metur slíkar áætlanir og breyt-
ingar , tekur tillit til þeirra,
stundum aðeins að nokkru leyti.
Verður útsvarið þá reiknað af
öðrum nettó-tekjum en tekju-
skatturinn.
Með hliðsjón af framanrituðum
reglum tók nefndin sérstaklega
til athugunar framtöl 6268 gjald-
enda, og lækkaði útsvör þeirra
eftir mati í hverju einstöku til-
felli. Eftir er að úrskurða kærur,
sem nefndinni höfðu borizt að
kvöldi hins 11. þ.m.
Framanrituð útsvör voru á-
kveðin án nokkurs ágreinings
innan nefndarinnar.
Fundi slitið.
Guttormur Erlendsson.
Björn Kristmundsson.
Haraldur Pétursson.
Sigurbjörn Þorbjörnsson.
15% refsing...
Framhald af 3. síðu.
Og veit almenningur um þetta?
Nú ættu allir þeir, sem ekki eru
100% öruggir um framtal sitt að
skreppa á Skattstofuna og líta á
skattskýrslu sína. Allir eiga full-
an rétt á því, og svo gæti farið
að þeim yrði starsýnt á „mál-
verkið“.
Það er reyndar furðulegt hvað
fólk er gætt miklu langlundar-
geði, að láta hlunnfara sig í
skattamálum eins og árlega er
gert. Hefur engum dottið í hug að
almenningur taki höndum sam-
an og boði til almenns borgara-
fundar til að ræða ósómann?
Eins og allir vita, er Mánudags-
blaðið eina óháða og sjálfstæða
blaðið í borginni og hefur þá
sérstöðu að geta ávallt sagt mein-
ingu sína umbúðalaust í öllum
málum, hver sem í hlut á. Það er
því freistandi að biðja einmitt
það blað — ef það kostar ekki
mikla fyrirhöfn — að fá upplýsfi
hjá réttum aðilum, á hvaða lög-
um 15% refsingin byggist.
Gera má ráð fyrir að margir
skattþegnar geti átt hér hlut að
máli og yrði ugglaust vel þegið
af hinum fj ölmörgu lesendum
Mánudagsblaðsins, ef blaðið gæti
orðið við þessum tilmælum, þótt
slíkt sé kannski ekki að jafnaði (
verkahring þess.
Skattgreiðandi.
(Nafni leynt skv. beiðni).
Krossgóta l
Mánudagsblaðsins f
SKÝRINGAR:
Lárétt: 1 Heldur ræðu 5 Hest 8 Afklædd 9 Grannur 10
Tré 11 Haf 12 Húsdýr 14 Tímabil 15 Sívalningur 18 Upp-
hafsstafir 20 Notuð við sauma 21 Upphafsstafir 22 Gagn
24 Mastur 26 Skógardýr 28 Hringur 29 Hundur 30 Nestis-
poki.
Lóðrétt: 1 Fuglarnir 2 Sleif 3 Fimur 4 Á reikningum 5
Blóm 6 Ritstjóri 7 Drykkjustaður 9 Snjórinn 13 Ræktað
land 16 Á hurðum 17 Hæð 19 Hörfa 21 Kvenmannsnafn 23
,Tak 25 Mont. 27 Upphafsstafir. j
L