Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.09.1959, Side 8

Mánudagsblaðið - 21.09.1959, Side 8
Að dæmi Frakka BlaÁfynr alla Mánudagur 21. sept. 1959 OR EINU I ANNAD Jón Pálma og sigurvegarinn - Umferðarnefnd og sföðumælar - Lullað effir „kindum" - Hijómskála- garðurinn - Að skila affur Skömmu eftir að úrslit í síðustu alþingiskosningum urðu kunn, kom Jón Pálmason á Akri til Reykjavíkur, en hann hafði þá fallið í kjördæmi sínu. Margir ræddu um úrslitin við Jón, vottuðu honum samúð sína en Jón tók öllu vel. Kvöld eitt sat Jón í vinahópi og ræddu allir um kosningarnar en Jón lagði ekkert til málanna, unz hann seint um kvöldið mælti: „Það er undarlegt með úrslitin í þessum kosningum; forsætisráðherra féll fyrir óreyndum ungling en for- seti Sameinaðs þings fyrir hreinu fífli“. Þið skulið ekki halda að nefndin hans Briems, um- ferðarnefndin, sé atvinnulaus, þegar dag hvern berast tíðindi um árekstra, slys og dauðaslys, sum hver, sem rekja má til aðgerðarleysis ábyrgra umferðaryfirvalda. 1 síðustu viku samþykkti nefndin, til að auðvelda um- ferð, að stöðumælar skyldu settir upp á eyjunni milli akreinanna á Snorrabraut, milli Laugavegar og Grett- isgötu. Að vísu vita fáir hvaða samgöngubót verður að þessu .... íbúðarhús beggja vegna götunnar .... en hitt er öllu líklegra, að hér sé um venjulega heimsku- lega samþykkt að ræða, sem þó hefur það til að bera, að hun eykur það „racket“, sem stöðumælahneykslið er þegar orðið. Umferðarnefndin ætti fremur að reyna að draga úr slysahættunni, en brugga upp einhver ráð til að komast að pyngju borgarans. r í > (L I tíð Agnars Kofoed Hansens lögreglustjóra, var lög- reglunni kennt að bera sig karlmannlega á göfu þ.e. al- mennilegt, hressilegt göngulag. Nú horfir öðruvísi við, margir nýir lögregluþjónar hreyfa sig heldur silalega um göturnar, minna á allt annað en mennt sem eiga að hafa einhvern snefil af „regimentasjón“ til að bera. Yngri lögregluþjónar verða að gera sér ljóst, að þegar þeir koma á götur höfuðstaðarins, er röltið um hagana að baki, og öll einkennisföt kref jast að menn séu bein- ir í baki og hafi léttan limaburð. Ef lögregluyfirvöld- ir í baki og hafi léttan limaburð. Flestir þarna bera sig eins og menn, en undantekningunum er ekki alveg nog að hafa vöðva og brosa til kvenna. Þótt ungmenna- félögin hafi lengi verið útungunarvél fyrir tilvonandi lögregluþjóna, þá má hugsjónin þaðan ekki elta þá inn í ábyrga gæzlustöðu. * ★----------------------------- Bærinn vinnur ötullega að því að skreyta og prýða Hljómskálagarðinn. En hvernig stendur á því, að ekk- ert er gert fyrir Hljómskálann sjálfan, sem þarna stendur ómálaður, gluggakistur að rotna burtu og allt útlit hússins hið hraklegasta? Það er sannarlega tími til að hér sé úr bætt. 1.1 Bílstjóri skrifar: „Mig vantaði háspennukefli — að því er haldið var — í bifreið mína. Þetta var rétt fyrir lokun svo ég fór í búð Halldórs Ólafssonar við Rauðar árstíg og keypti mér kefli, og bað um leið um leyfi til að skila því aftur, ef mitt kefli reyndizt í lagi. Búðar- maður Halldórs þverneitaði, sagði að keflinu yrði ekki veitt móttaka. Eg keypti keflið, mitt reyndist heilt, og ómögulegt að losa sig við hið nýja. Eru svona verzl- unarhættir leyfilegir?“ Eflaust leyfilegir, en vart til sóma fyrir verzlunina og Halldór — en þetta eru leyfar stríðsáranna. — RITST. Framhald iaf 3. síðu. skáld í blöðum og útvarpi. Eitt þeirra Þorsteinn Valdimarsson, hefur ort nokkur fögur ljóð en þar eð hann er haldinn ofbeldis- manna trú, hafa gáfur hans ekki þroskazt sem skyldi. Svar al- mennings við hinum einhliða og innantóma áróðri atómmanna er mjög einfalt: það lesa engir kvæði nú á dögum.' Á meðán atómmennirnir voru að koma ár sinni fyrir borð á rit- stjórnarskrifstofum lýðræðis- sinná, var þeim mjög tíðrætt um að framleiðsla þeirra nyti ekki viðurkenningar hjá Rússum. Það bæri með öðrum orðum vott um andkommúnisma og frjálslyndi að vera hlyntur abstraktmál- verkum og stefnu Steins Stein- ars í ljóðagerð. En þessum sömu mönnum láðist að geta þess áð á sama hátt og atómkvæði eru bönnuð í Rússlandi eins eru verk- föll þar ekki leyfileg. Verkvöll og gervilist eru tæki, sem hinn alþjóðlegi kommúnismi notar til að lama þjóðlega menningu vest- rænna ríkja. Ennþá koma hér út læsilegar skáldsögur en þeim fækkar ár frá ári. í fyrra kom t.d. út mjög góð bók eftir Guð- mund Friðfinnsson, sem atóm- unnendum tókst ekki að þegja algerlega í hel. En lang harðfengust er sókn stjórnmálaflokkánna gegn þeim einstaklingum, sem skrifa á sjálfstæðan hátt um þjóðfélags- og menningarmál. Enda liggur það í hlutarins eðli að þeir eru útbreiðslu- og áróðursstarfsemi þeirra hættulegastir. Gegn slík- um mönnum er venjulegast not- uð tvennskonar vopn: Þögn eða herópið: maðurinn er ekki með öllum mjalla. Árangurinn er sá að hér eru engin tímarit gefin út um þjóðfélagsmál, sem boða fagurt mannlíf. Tveir aldurhnign- ir menn, Jónas Guðmundsson og Jónas Jónsson gáfu út tímarit, Dagrenningu og Ófeig, en þau eru nú bæði dauð. Báðir eru þeir mjög vel ritfærir menn. Jónas Guðmiundsson fbeitti sér, fyrir merkri umbótahreyfingu, sem vildi aðskilja löggjaíar- og fram- kvæmdavaldið í lanjiinu enti- fremur leitaðist hann við að efla kristilega menningu. Með störf- um sínum fyrir Bláa Bandið hef- ur Jónas sýnt vilja sinn í verki. Jónas Jónsson hélt uppi í riti sínu sjálfstæðri þjóðfélagsgagn- rýni um leið og hann studdi flest framfaramái sem komið hafa fram með þjóðinni. Eitt dæmi sýnir á áþreifanlegan hátt, hversu stjórnmálaflokkarn- ir og málgögn þeirra hylma yfir spillinguna: Blöndalsmálið. Þá var það Jónas frá Hriflu sem rauf þögnina. — En sú kemur t.íð að gerð verð- ur uppreisn gegn flokksvaldinu. í Frakklandi hefur flestum gömlu fauskunum verið vikið til hliðar. Hinir æfðu stjórnmála- skörungar frá niðurlægingar- tímabili frönsku þjóðarinnar hafa fengið að hvíla sig. Svipuð saga gæti gerzt hér og það fyrr en verndara ómenningarinnar órar. Hilmar Jónsson. Effirlekfarverð mynd í Hafnarbíói Undir vor 1944 var flestum auð- sætt hversu stefndi um endalok síðustu heimsstyr j aldar. Sigur bandamanna var viss, undanhald Þjóðverja í Rússlandi var í full- um gangi, heimaborgir Þjóðverja undir stöðugum loftárásum. Þetta er bakhjarl kvikmyndar- innar „A3 elska og deyja“ (vill- andi titill), sem fjallar um þýzk- an hermann, Graeber, orlof hans frá vígstöðvunum í Rússlandi, ást og vikuhjónaband í úthverfi Berl- innar og endanlegt fall hans í Rússlandi, en banamönn- um sínum hafði hann þá borgið með því að vega her- deildarfélaga sinn. Erich Maria Remarque — All quiet on the western front — hefur hér tek- izt að segja látlaust frá persónu- lífi óbreytts þýzks hermanns á þeim dögum þegar allt blæs í móti, þjóð hans að tapa en landar hans lifa við verstu hugsanleg kjör, undir stöðugum árásum. Höfundi er lagið, eins og í frá- sögn sinni úr fyrri styrjöld, að draga fram flest það mannlega, sem á daga drífur meðal her- manna, jafnvel þegar „dauði og djöfull“ dansar meðal þeirra all- an sólarhringinn. Hann gætir þess að spenna aldrei bogann hátt, sneyða hjá pólitík og yfir- leitt, hvar orsökin liggi til hildarleiksins, en lýsir einkar ná- kvæmlega og undurþýtt tilfinn- ingum eins manns og konu, jafn- framt því, sem hann bregður upp skyndimyndum af fólinu, húm- oristanum og kuldalegu afskipta- leysi um örlögin; hann lætur sem betur fer, hugsjónaöflin leika lít- inn þátt og ómerkilegan (höf. leikur sjálfur hlutverkið) í þess- ari oft ágætu lýsingu á þrem vikum úr lífi óbreytts hermanns. Handrit O. Jannings er oft skín andi vel unnið, samtölin auðveld, fara vel og án alls íburðar, en honum hættir til, ein's og höf- undi, að verða langtum of lang- dreginn, einkum í ástaratriðum og endurteknum „senum“ af sömu viðburðunum. Má þar kann- ske um kenna Shirk leikstjóra og Metty kvikmyndara, sem báðir eru dálítið meira hrifnir af íburði en látiausri einfeldni, sem er að- aðalkrafa efnisins. Leikurinn í myndinni byggist mikið á aðal- persónunni Graeber, sem John Gavin gerir yfirleitt ágæt og hóg- vær skil, þótt blíðlyndið sé stund- um úr hlutfalli við þau verk, sem hann játar sig hafa framið. Lilo Pulver í hlutverki Kruse, minnir um of á þýzka „sakleysið og skír- lífið“, eins og grát- og ekkahöf- undar Þjóðverja vilja fullyrða áð þýzka kvenþjóðin hafi haft til að bera öll stríðsárin, en annars er leikur hennar mjög góður. Don de Fore og Keenan Wynn, bregða upp góðum myndum, svo og ýms- ir herdeildarmenn á vígstöðvun- um, sem ég ekki kann að nefna. Mynd þessi er, yfirleitt, langt yf- ir það meðallag, sem við höfum átt að venjast í þessum efnum. Einstakir kaflar hennar eru bæði listrænir í leik og efni, gefa skín- andi innsýn í líf hins auma her- manns, en líf allra hermanna er að jafnaði aumt, er á vígstöðvar er komið. Eg vil eindregið ráða öllum að sjá þessa mynd. A. B. Ágæf glæpamynd í f <■■■ B r r n Sfjornubioi „Nylonsokkamorðið“ í Stjörnu- bíói er ein af þessum fágætu leynilögreglumyndum, sem eru í senn góðar, spennandi og „gætu verið sannar“, enda tók það brezk-ameríska samvinnu til að hrinda henni í framkvæmd. Myndin fjallar í stuttu máli um morð á ungri, léttlyndri stúlku — svakakroppi —, sem allir vilja gista næturlangt, en fáir sjást með opinberlega, sízt á hinum betri stöðum. En það er ekki morð stúlkunnar, né heldur morð beztu vinkonu hennar, sem athygli vek- ur, heldur hin skemmtilega inn- sýn, sem rannsókn þessara morða veitir manni í líf einstaklinga og hjóna, sem búa í hinu smáa þorpi, sem verknaðurinn er fram« inn. Við sjáum allt frá framhjá- haldi til hins særða stolts smá-* bæjarpólitíkusarins, vaggandi tungur, sem óneitanlega minna á illkvittinn róg ýmissa fremstu kvenna höfuðstaðarins okkar, og að lokum sigur réttvísinnar, sem þó er veikasti punktur myndar- innar. Þótt stundum bregði fyrir held- ur lél. orðaskiptum bæta góð- ir leikarar upp mikið, sem aflaga myndi fara ef klaufar ættu í hlut. John Mills í hlutverki London Framhald á 7. síðu ... FASHION BREEZE Hausthattarnir eru mjög einfald- ir í ár, eins og myndin sýnir. Báðir eru íburðarlausir, sitja vel og eru barðalitlir, enda fara þeir vel við látlaus en smekkleg götu- föt.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.