Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.10.1959, Qupperneq 4

Mánudagsblaðið - 26.10.1959, Qupperneq 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 26. október 1959 j.~ Blaófyrtr all« BlaBið kemur út á mánudðgum. — Verð Skc.i lausasðlu. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Sími ritstj. 13499. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. l'fF Frestur til að kæra til yfir- pll skattanefndar Reykjavíkur r— r — » - "T út af úrskurðum skattstjórans í iReykjavík og niður- jöfnunarnefndar Reykjavíkur á skatt- og útsvars- kærum, kærum út af iðgjöldum atvinnurekeitda, trygg- ingariðgjöldum og iðgjöldum til atvinnuleysistrygg- ingarsjóðs, rennur út þann 27, okt n.k, Kærur skulu komnar í bréfakassa Skattstofu Reykjavíkur í Alþýðuhúsinu fyrir kl. 24 þann 27. október n.k. Yfirskattanefnd Reykjavíkur. LAUS STAÐA Staða bókara við birgðavörzlu landssímans er laus til umsóknar. Laun sainkvæmt XI. flokki launalaga. Umsóknir skulu hafa borizt Póst- og símamála- stjórninni fyrir 25. nóvember 1959. Póst- og símamálastjórnin, 22. október 1959. 1 Bílasalan 1% Klapparstíg 37 annast kaup og sölu bifreiða Mesta rvalið Hagkvæmustu Öruggasta þjónustan [ Bilasalan Klapparstíg 37 Sími 19032 greiðsluskilmálarnir f \ ? KAKALI skrifar: í HREINSKILNI allur sósíalismi er spurning dagsins — Bezf að gleyma öiium sannleika. SACT Hálfur sósíalismi eða „Jæja lesandi góður. í dag er dagur daganna; þú átt að kjósa hvort þú vilt vera hálf- ur sósíalisti eða alveg sósíal- isti, eða einskonar viðrini milli einræðis og sósíalisma. Mikið helvíti er nú gaman að sjá, hve mikill og víður stefnugri^ndvöllur Idemur fram hjá fimm flokkunum, sem allir fullyrða, að þeir yinni að heill landsin3 og farsæld hinna aumu þegna. Þær eru sko ekki dónalegar „stefnuskrárnar", sean blöðin keppast við að birta, og ef á allt er litið, þá er harla lít- ill munur á leiðtogunum, því samkvæmt upplýsingum hinna ýmsu dagblaða, eru þeir allir meiri- eða minni- háttar, aðallega meiriháttar, glæpamenn, sem ýmist hafa svikist undan útsvari, skött- um eða þá smyglað og rænt á Keflavíkurvelli, jafnvel ógnað smærri spámönmim og skarað þannig eld að eig- in köku. Þó ber að undan- skilja Þjóðvörn, en þar sem Þjóðvörn hefur aldrei haft puttann í þjóðarpottinum, þá er ekki von að þar falli skuggi á skjöld. En hvað er í boði, góðir hálsar. Jú, Sjálfsjtæðisflokkurinn er sá góði flokkur frjálsrar verzlunar, frjálsrar sam- keppni og alls þess frjálsræð- is, sem orð fá lýst. Þetta er trúin vonin og kærleikurinn í hinu íslenzka þjóðfélagi. Vitanlega gleymist það núna, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur staðið framarlega i ýmsum verstu þjóðnýting- armálum sem fundin hafa verið upp hér, og það er líka gleymt í dag, að einstakir áhrifamenn flokksins hafa undanfarin ár ýtt ,sjálfstæðu‘ fyrirtækjunum sínum yfir á bæ eða ríki, heimtað styrbl og stoðir, en ekki veigrað sér við að hirða þann litla (!) gróða, sem fyrirtækin hafa aflað; Þeir hafa snilldarlega gleymt, að upprunalega var ætlazt til að þeir greiddu þessa styrki. Þá er og sjálf- sagt að gleyma því a. m. k. í dag, að leiðtogar flokksins liggja undir grun í útsvars- málum og hafa ennþá á eng- an hátt hreinsað sig af þeim ,,sóma“. Allir, sem óska eft- ir „hægri“ stefnu sósíalism- ans, kjósa Sjálfstæðisflokk- inn. Framsóknarflokkurinn er næstur og er nú þekktastur fyrir áhuga og umhyggju fyrir Reykvíkingum. Hér sjá menn sambland einokunar og sósíalisma — hið ódauð- lega SÍS-veldi útsvarslaust, hlutlaust og að eigin sögn félaust, Auðvitað ber * að gleyma, að þeir lögðu gerv- alla Akureyri undir sig, jafn- vel kirkjuna, og stefna að þvi óðum að leiða helfjötur yfir þá fáu reykvísku kaupa- héðna, sem enn reka sjálf- stæð viðskipti. Nú ekki ber að muna jafn ómerkileg olíu- úthlaup eins og hvarf eins brúsa af frostlegi, né heldur þessa litlu aukalínu, sem lá úr aðalæð olíugeymanna á Keflavíkurvelli. Forráða- menn flokksins eru hver öðrum heiðarlegri, og hafa skyndilega fengið lækkuð útsvör m. a. vegna þess að þeir hafa misst „stöður“ á 8.1. ári og tekjur rýrnað. Gleyma ber líka, að Fram- sókn er eini flokkurinn, sem ekki þarf kosningasjóði, vegna þess að beinn aðgang- ur er úr skrifstofu flokksins i peningaskáp SÍS. Þeir, sem vilja einokun og svindl, skipulagða umhyggju fyrir hagsmunum Reykvíkinga kjósa þennan flokk. Og nú, folessaður Alþýðu- flokkurinn, kapitalistinn á ís- landi 1959 -r- flokkurinn, sem gtal stefnuskrá Sjáiltstæðis- flokksins og hagnýtti sér hana, sem er meira en hægt er að segja um hinn skil- getna föður stefnunnar. í þessum flokki er nú hver maðurinn öðrum heiðarlegri. í Ameríku myndu leiðtogar hans eflaust kallaðir „Honest Emil“ og „Give—’em—hell —Gvöndur“ og væri hvort- tveggja réttnefni. Alþýðu- flokkurinn er hægri armur hægri deildar íslenzks sósíal- isma, yill halda í horfinu og treystir á guð, dómgreind þjóðarinnar og stuðning í- haldsins. Að vísu er lítið að foyggja á þeim tveim fyrr- nefndu, en stuðningur frá íhaldinu er bundinn skilyrð- um. Bezt verður að gleyma því, að þessi flokkur hefur að geyma ýmsa stórtæka menn í „traustataki" og þessi flokkur á fleiri dæmda ó- bótamenn en hinir. En, eins og stendur, virðist alls ekki fjarri lagi fyrir þá, sem trúa á kraftaverk í stjórn- málum og á að gefin lof- orð verði haldin, kjósi þenn- an flokk, einkum og sér í lagi, þegar þess er gætt, að aðeins heiðarleiki og ósér- plægni, án alls alþýðu- skrums, fær bjargað þjóð- arbúinu. Þá kemur að hinni góð- kunnu grátkonu í íslenzkum stjórnmálum — Alþýðu- bandalaginu — þessu bless- aða blandi kommúnistá og vinstri „verkamanna“ — iðn- aðarmanna og öllu því, sem stefnir að því að þjóðnýta landsins auðæfi, iðnað, út- gerð og annað það sem þjóðnýtt verður. Þetta er fríður hópur og einbeittur með kommúnistann Einar Olgeirsson. í fararbroddi. ífetta er sá hinnl sami: Einar, sem gleymdi að „her var í landi“ þegar vinstri stjórnin starfaði; þarna er líka Hannibal, sá sem flest loforðin hefur svikið og þó mest sína eigin stétt. Allur sá hópur, sem þarna situr í' fyrirrúmi er sérfróður í að spila á fínu strengina, hrópa hátt um spillingu og kúgun, en grunntónninn kemur aust- an úr Moskvu, og þangað renna leiðtogarnir eftir fyr- irskipunum. Þessir menn eru þó þeir einu, sem eru veru- lega hættulegir sjálfstæði landsins, og berjast fyrir því að koma því í fjárhagslegar ógöngur. Aðeins glundroði og örbirgð geta stutt þá til úrslitavalds, en velmegun er þeirra versti óvinur. Þennan flokk kjósa þeir, sem vilja íslandi allan óþarfa. Loksins er svo Þjóffvörn, heiðarlegir en áhrifalausir smáborgarar, sem bæði styðja einstaklingsrekstur og þjóðnýtingu samkvæmt stefnuskrá. Flokkurinn er einskonar viðrini, sem berst á móti hernum, en sér enga leið til að bjargast án hans. Þennan flokk kjósa þeir ein- ir sem ekki vita hvað þeir vilja. Þarna er kjarninn úr því, sem velja á úr í dag. Undan- farið hafa leiðtogarnir spunn- ið langt mál um hugsjónir og drauma. Inn á milli leynast eflaust grandvarar sálir, sem trúa á það, sem flokkarnir láta þá segja. En þær eru ekki margar. Það er engin ' undantekning hjá flokkun- um í þeim efnum að hver og einn leiðtoganna og flestir á- Hrifamennirnir hugsa fyrst um sig en síðar um flokk- inn. Öll þau gífuryrði og á- sakanir, sem milli flokkanna hafa flogið, og allar þær á- kærur um glæpi og ofbeldi eru sannar, undantekninga- lítið. Þjóðin er orðin undr- unarefni vegna ósómans á Vellinum og hinar áugljósu yfirhilmingar, sem daglega er ljóstað upp um i blöðum. Útlendingar, sem hér eru Framhald á 6. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.