Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.11.1959, Qupperneq 5

Mánudagsblaðið - 09.11.1959, Qupperneq 5
Mánudagur 9. nóv. 1959 manudagsblaðið 5 TAUGAVEIKUR ? Ef maður vill lifa í góðri sam- búð við taugar sínar, þá verð- ur hann að kynnast þeifn og hvernig þær geta gert honum glettur. Oft verð ég áð segja við hug- sjúkan sjúkling: „Það er ekkert alvarlegt að þér. Þessi sjúk- dómseinkenni, sem þú hefur, stafa öll frá órólegum taugum. Og sjúklingurinn spyr þá: En af hverju fara þær þá svona með mig. Oft koma verstu köstin eftir að menn hafa orðið fyrir óþægi- legri reynslu, t. d. haft svefn- lausa nótt, áhyggjusaman dag. Til dæmis þekki ég kaupsýslu- mann, sem byrjaði að fá óþæg- indi fyrir hjartað, þegar hann þurfti að segja upp gömlum starfsmanni. Kona, sem vakn- aði um nótt og fannst hún vera að kafna, hafði kvöldið áð- ur verið að rífast við skyld- menni sín út af peningum. Það er auðvelt að sjá, hvers vegna taugarnar í þessu fólki eru í uppnámi og á mörkum þess að bila. En oft er það sem ekki er hægt, í fljótu bragði að greina neinn aðdragandi að sjúkdómrtum. Akaflega tauga- veikluð kona sagði mér, að hún lifði áhyggjulausu lífi •— hún á elskulegan eiginmann, indælt heimili, góð börn og engar á- hyggjur. .-v.i4 Hversvegna skyldi hún þá vera sífellt eins og á iði, ákaf- lega þreytt, kvíðafull og þung- lynd? í slíkum tilfellum hef ég oft- ast fundið greinilega taugaveikl- un hjá ættingjunum. Hugsum okkur, að maður hafi skapbræði frá föður sínum eða tilhnéigingu til að hafa áhyggjur af smá- munum frá móður sinni. Nú getur hann ekki alveg losnað við þessa skapbresti, en hann getur lært að hafa stjórn á þeim og það .auðvelöar honum lífið. Þegar ég var ungur maður - bér komtt um efnum eru ekki til a. m. k. ekki innan vébanda hins opinbera. Hvorki Rússar né Amerikanar þurfa að kaupa- vinsemd okkar, aðeins við . sjálfir getum keypt vélamar og síðan tekniskt -menntaða menn frá einkafyrirtækjum, - sem hafa með höndum vega- -' gerð hvort sem það er í S.- Ameríku — Afríku, Asíu eða Evróþu., Þetta eru akkorðs- menn, sem skila verkinu og öll framtíð þeirra og fyrir- tækjanna byggist á því að þeim takist vel — því afsak- anir eru ekki teknar gildar — nógir aðrir um boðið. Hjá slikum fyrirtækjum gilda engar íslenzkar arki- tekta Jeikreglur með undan þágum og afsökunum. Þar tala verkin enda er árangurinn. mikill. Það er þetta, sem hlutaðeigandi yfir ) völd arttu a® geía sér Ijóst. tÍÍHiHHuimiHniilMiinHnnniaitnuiik sá ég ekkert framundan nema heilsuleysi og örrturleika vegna þess að ég hafði erft slæmar taugar frá móður minni. Eg á- kvað því með sjálfum mér, að ég skyldi gera marga vitur- lega hluti, sem hún gerði, en að ég skyldi reyna að gera ekki þá kjánalegu hluti,, sem hún gerði, svo sem að gera Eér áhyggjur og eilíft jag og koma aldrei auga á annað en erfið- leikana í lífinu. Eg ákvað að byggja mig upp af lífsorku, og ég gerði það. Með þessu móti gat ég unnið tvöfalt verk, annars vegar það sem nægði mér til lífsviðurvær- is og svo hinsvegar við rann- sóknir, skriftir, kennslu og fyr- irlestrahald. Meira að segja hafði ég þá nógan tíma afgangs til að gera mér ýmislegt tii skemmtunar. Lærið að hafa taugakerfið í sem beztu lagi með góðum and- legum iteitbrigðisreglum. Með þessu á ég við að lifa skynsam- lega — hafa nægan svefn og hvíld og tilbreytni. Fólk gleym- ir því, að heilinn er viðkvæmt og flókið tæki, sem fara verður vel með og með umhyggju. Nú á dögum vinna margir of leng’i og fara of ssint í rúmið. Við værum miklu hraustari, ef við færum ávallt í rúmið kl. 10 á kvöldin. Fríunum verjum við í of mikið erfiði, svo við íáum raunverulega enga hvíld og get- um því ekki byrgt okkur upp af lifsorku. Margt. fólk eyðilegg- ur taugarnar með því að reykja og drekka of mikið. Margt taugaveiklað fólk of- þreytir sig á einskisverðum hlutum. Það eyðir of miklum lífskrafti og hugsunum í að gera hluti, sem aðrir gera næstum vélrænt. Eg spurði konu eina, hvers vegna hún, sem væri svo rík og hefði svo lítið að hugsa um, væri svona taugaveikluð. Hún svaraði: „Eg eyðilegg taugarn- ar í mér sjálf með áhyggjum út af smámunum.“ Oft finnst mér fólkið eyða orku sinni í tilgangslausa á- relístra — sérstaklega við sjálft sig. Það er fullt af gremju og gengur með fjandsamlegt hugar- far, hatur, afbrýðissemi og öf- undsýki. Sæll er sá, sem hefur fengið létta lund í vöggugjöf — er ekki skapstirður, fyrtinn eða óþolinmóður og reiðigjarn. Það er dásamlegt, hvað slikur hugs- unaíháttur hefur góð áhrif á taugakerfið, og það er ' dásam legt, hvað þáð veitir ttianni jmiklu; meirI' kraft til að vinna •nytsamt verk. - LÖG OG RÉTTUR - Lögfræðileg handbók eftir 01. Jóhannesson próf. Eg dáist að hinni skynsam- legu afstöðu dóttur minnar, því hún lætur ekki tvo fyrir- ferðarmiklu syni sína koma sér úr jafnvægi. Hún segir: „Eg vil miklu héldur, að þeir séu óþekkir og fjöi'miklir, heldur en þeir væru daufir og aðgerðarlausir." Einn dag hafði hún skilið eftir opna fulla dós af málningu svo ná- lægt barninu sínu, að hann gat náð í hana og fleygt henni á gólfið, en í staðinn fyrir að reið- ast barninu eins og mörg móðir hefði gert, sagði hún aðeins, að sér hefði verið nær að setja dósina ekki á þann stað sem barnið næði í hana. Vegna þessa jafnlyndis hefur hún nógan kraft í sér til að stjórna heimilinu, spila tennis, synda og taka þátt í félagsmálum. Ef við viljum hafa taugarnar í lagi, megum við eklti ala í brjósti okkar gremju og afbrýð- issemi eða stjórnast af öfund. Eitt mesta böl í lífi okkar í dag og ein aðalorsök taugaveiklun- ar er sú mikla spenna, sem margir verða að vinna við. Eg er félagi í Sierraklúbbnum í Kaliforníu, og á hverju ári fara um tvö hundruð okkar í fjallgöngur. Þýðingarmesta boð- orð félagsmanna, sem reyndar er óskrifað, er eitthvað á þessa leið: „Þú skalt ekki kvarta með einu orði, þó það rigni dag og nótt eða þó að lestin með matinn okkar komi ekki fýrr en tíu að kvölfii.“ Oft höfum við verið blautir, kaldir og hungraðir og skjól- lausir, en við höfum alltaf verið gamansamir og í góðu skapi og aldrei nöldrað því á meðal þessa fólks er nöldur ófyrirgef ' anleg synd. Vitur maður sagði: „Við meg- um ekki láta smáhlutina koma okkur úr jafnvægi — og jafnvel ekki hina stærri. Okkur verður að lærast að taka því, sem að höndum ber. (Lauslega þýtt.) —SKRÝTLUR — Maður nolckur hringdi til jarðarfarastjóra. „Eg ætla að biðja yður að gera svö vel að koma hingað strax og sjá um útför konunnar minnar." „Konunnar yðar,“ hrópaði jarðarfararstjórinn. „Jarðaði ég hana ekki fyrir rúmu ári.“ „Skiljið þér það ekki maður, að ég gifti mig aftur?“ „Er • það satt? Eg vissi það ekki,“ svaraði jarðarfararstjór- inn, „ég óska yður til ham- ingju.“ Fyrirlesarinn var að tala um tækifæri ungra kvenna til menntunar. „Vegna þess, kæru vinkonur, megum við ekki missa sjónar af því, - að unga kpnan í dag er móðirin á morgun." Ung stúlka grípur fram i: „Gengur það 'svoná fljótt fyrir SÍg>“ "'•ú:- - Árið .1952 kom út hjá Bóka- útgáfu' Menningarsjóðs hand- bókin Lög og réttur eftir Ólaf Jóhannesson prófessor í lögum við Háskóla íslands. Hafði ver- ið tilfinnanlegur skortur á slíkri bók, enda hlaut hún þær við- tökur, að hún seldist upp á skömmum tíma. Hefur bók þessi verið með öllu ófáanleg nú um fimm ára skeið, en mikið eftir henni spurt. Nú hefur höfundur endur- skoðað bókina og gert á henni breytingar þær, sem leiða af nýjum lögum og breyttri laga- setningu á því tímabili, sem lið- ið er frá fyrstu útgáfu hennar. Er í hinni nýju útgáfu, sem nú er komin í bókaverzlanir, mið- að við löggjöfina eins og hún var í ágústmánuði síðástliðnum, þ.e.a.s. tekið er tillit til stjórn- arskrárbreytingarinnar og hinna nýju kosningalaga. Efni ritsins Bók þessi fjallar um helztu atriði íslenzkrar réttarskipunar og er mjög læsilegt fræðslurit I þeim efnum. Jafnframt er bókin hin þægilegasta handbók fyrir almenning. Öllum þjóðfé- lagsþegnum er nauðsynlegt að kunna nokkur skil á þeim fræð- um sém bókin fjallar um. Rétt- arreglurnar snerta hvern mann, allt frá vöggu til grafar. „Lög og réttur“ skiptist í sjö meginþætti. í fyrsta þættinum er rætt um stjórnskipun og stjórnsýslu. Þar er m.a. gerð grein fyrir skipun alþingis, kosningum til alþingis, lagasetn- ingu, lögkjörum og réttarstöðu forseta og ráðherra, stjórnsýslu ríkisins, sveitarstjórn og mörgu fleiru. Annar þáttur fjallar um rétthæfi, lögræði, svipting lög- ræðis o.fl. Þriðji þáttur er um sifjarétt- indi. Þar er t.d. lýsing á réttar- reglum um stofnun hjúskapar, fjármál hjóna, ógildingu hjú- skapar, hjónaskilnað, afstöðu foreldra til þarna og margt fleira. Fjórði þáttur geymir greinar- gerð um erfðir og búskipti, svo sem lögerfðir, erfðaskrár afsal arfs, erfðafjárskatt, skipti dán- arbúa o.s.frv. Fimmti þáttur fjallar um fjár- munaréttindi almennt, t.d. samningsgerð, ógilda löggern- inga, umboð, hlutarréttindi og kröfuréttindi. Enn fremur er lýst þar ýmsum gerðum lög- gerninga svo sem kaupsamn- inga, leigusamninga, ábyrgðar- samninga, veðsamninga, verk- samninga, víxla, tékka, o.s.frv. Þar eru og sérstakir kaflar um skaðabætur og félög, svo sem hlutafélög og samvinnufélög. Sjötti þáttur bókarinnar fjallar um afbrot og refsingar, aðallega um almennu hegning- arlögin. Sjöundi þáttur er um dóm- gæzlu og réttarfar. Er þar m.a. gerð grein fyrir dómstólum og Framh. á 7. síðu. Krossgáta Mánudagsblaðsins SKÝRINGAR: Láré'tt: 1 ílát 5 Guðshús 8 Kraftur 9 Fiskúrgangur 30 Ösamstæðir .11 Keyra 12 Heiti 14 Skel 15 Spil 18 Upp- háfsstafir 20 Rödd 21 Eins 22 Óhljóð 24 Ljósker 26 Söng- lag 28 Skemmtun 29 Vatnsfall á Suðurlandi 30 Lágspil. Lárétt: 1 Vál 2 Ganga 3 Shjófönn 4 Upphafsst.. 5. Forðabúr 6 Eins 7 Fljót 9 Úthlutar 13 Ósamstæðir £$ Hár 17 Fiskur 19 Drauga 21 Áyextir 23 Tau 25 Nestís* poka 27 Upphafsatafír.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.