Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.11.1959, Page 6

Mánudagsblaðið - 09.11.1959, Page 6
s MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 9. nóv. 1959 Flugmenn Loftleiða h.f. fara til {>jálfunar í Ámeríku og verður fyrri flugvéiín forni lega afhent félaginu í Miami á Florida, 9. desember nk. Um það var samið að seljandi vélanna, bandaríska flugfélagið Pan American, annaðist þjálfun 10 flugáhafna Loftleiða, sem ráð- gert er að fljúgi vélum þessum, en áætlað er afj félagið láti þær hefja íerðir á hinum föstu flug- leiðum í nk. acrílmánuði. Áhafnir Loftleiða munu verða þjálfaðar í bækistöðvum Pan American á Miami í Florida. Gert er ráð fyrir að æfinga- tími flugmannanna verði 4 vik- ur. en flugvélstjóra 6. Fyrsti hópur flugliða Loftleiða fcr héðan áleiðis tii Florida, mið- vikudagskvöldið 4 þ. m. Voru það flugvélstjórarnir Baldur Bjarnasen, sem var fararstjóri, Alfreð Olsen, Gerhard Olsen, Gísli Sigurjónsson og Hörður Eiríkisson. 23. þ. m. fara svo héðan fjórir flugstjórar og fjórir aðstoðar- flugmenn og verður Kristinn Ol- sen flugdeildarstjóri, fyrirliði þess hóps. Eftir áramótin munu 9 flug- iiðar fara til Miami undir for- ystu Einars Árnasonar, flug- stjóra, en þriðji og síðasti hóp- urinn fer um miðjan febrúar- mánuð. Eru það S flugliðar og verður Jóhannes Markússon yf- irfiugstjóri foringi þeirra. . ' Gert er ráð fyrir að um 80 farþegar fái þægileg sæti í far- þegasölum hinna nýju flugvéla sem Eins og kunnugt er hafa Loft- leiðir hf. nú fest kaup á tvejm, flugvélum af Cloudn^st.m1 gmfð s^pS^^^FLÍÖ^giál-mjög hátt í þar serti"veður eru oftast góð. Flughraði þeirra er miklu meiri en Skymaster-flugvélanna eða tæplega 500 km. miðað við klukkustund og verður flugtím- inn milli Reykjavíkur og Kaup- mannahafnar því ekki nema 4% klst. og um 9 stundir milli New York og Reykjavíkur. Flugþol þeirra ei mjög mikið. Má í því sambandi geta þess, að þær gætu flogið í einni lotu frá Reykjavík og suður fyrir mið- baug. Að undanförnu hefir verið mjög annríkt hjá Loftleiðum og hafa flugvélarnar oftast verið þéttsetnar. Bendir nú allt til þess að árið 1959 verði hið happadrýgsta í sögu félagsins og standa vonir til þess að kaupin á nýju flugvélunum muni verða Loftleiðum mikill styrkur í auk- inni sókn inn á hina miklu og sívaxandi markaði farþega- straumar.na milli Evrópu og Aia- eríku. (Frá Loftleiðum ) Auglýsið í Mánudags- blaðinu „Músagildran" í Kópavogi Svanhildur Framhald af 2. síðu. unum og svo sýningunum. Við höfum sýnt 18 sinnum ailt- af við húsfylli og mikið klapp. Áhuga á leiklist? Því ekki það — ég ,he^|Áð.j allar ungar stúlkur half áhuga' á leiklistinni, en sumar eru of feimnar að segja frá því. Það getur vel verið að ég fari á leiklistarskóla, en varla þá fyrt en að hausti. Hvað segir þú um æskuna og spillinguna? Hvaða spillingu? Eg veit ekki einu sinni hvað átt er við þegar talað er um alla þessa spillingu æskunnar — þekki hana ekki neitt. Við þessi orð setti alla hljóða svo ég flýtti mér að skipta um umræðuefni. Finnst þér unga fólkið klæða sig vel — svartir sokkar og allt það? Þeir eru nú að fara úr móð — orðnir gamaldags, en sjálfri þyk ir mér bláir sokkar lang-smart- astir. Stutt hár eins og þú hefur, er það ekki úr móð? Hver heldurðu áð nenni að standa í síðu hári — ekki ég. Þú ert yngst af stúlkunum í Rjúkandi ráði? Yngst — ónei elzt — hátt á 19 ári. dvalið ytra? . Já bæði flaug út og svo var ég á skólai í Englandi — tveim skólum, fyrst í heimavistarskóla — agalega leiðinlegt og svo á enskunámskeiði í öcfrum skóla. Og nú á að byrja sýningu. Já auðvitað — annars sæti ég ekki hérna á sundfötum — og nú stóð ungfrúin upp og gekk burtu, sönglandi hið alkunna — Ever since it all began — I’ve been making fool of men — Frammi var fólkið tekið að safnast saman — þjónar lögðu á borð, en við Pétur ókum burtu vísari menn en áður. Hirðing tannanna Sakamálaleikritið „Músagildran“ eftir Agötu Christie er sýnt fyrir fullu húsi í Kópavogsbíói um þessar mundir. Leikurinn verður sýndur í 10. sinn n. k. þriðjudag. — „Músagildran“ er „hörku spennandi“ og ber öll beztu einkenni höfundar.. Agata Christie á marga aðdáendur hér á landi og er óhætt að fullyrða, að þeir verða ekki fyrir vonbrigðum me ð þetta leikrit. — Mynd- in er af Jóhanni Pálssyni og Hugiúnu Gunnarsdóttur, en þau leika aðalhlutverkin. Skrýtlur Hún átti að fara á fyrsta dans- leikinn, og móðir hennar gaf henni það ráð að dansa ekki þegjandi, því að tala við dans- herra sinn,- væri þáttur í sam- kvæmislífinu. Um kvöldið tók móðir hennar eftir, að í hvert skipti sem. mús- ikkin byrjáði, flýtti sami piltur- inn sér alltaf til dóttur hennar og bauð henni upp og þau döns- uðu. Seinna spurði móðir hennar hana, af hverju sami pilturinn hefði dansað við hana hvern dans. ,,0“, svaraði hún, „ég sagði honum morðsögu í framhalds- formi. Til eru í ævafornum indversk- Um ritum lýsing á hirðingu tanna og munns. Þar er skýrt frá notkun tannbursta, . sem pfí?fin geiðu sér úr viðartágum með því að tyggja enda þeirrk þar til trefjarnar losnuðu sund- ur og mynduðu þannig einskon- ar bursta. Við burstun var not- að duft eða krem til að auð- velda' hreinsun. Þessi rit eru frá 4000—3000 f. Kr. Ekki eru samt liðnir nema fáir áratugir frá því að vest- rænar þjóðir hófu að leggja á- herzlu á hirðingu munns og tanna. Og nú er svo komið að mörgum þykir hirðing munns- ins ekki síður mikilvæg en al- mennt hreinlæti. Þó ber svo við að í einum af skólum höf- uðstaðarins, sem valinn var af handahófi, áttu aðeins 4 af hverjum tíu börnum í 7 ára bekk tannbursta og aðeins einn af tíu burstaði tennur sínar \ reglulega. Því eru líkur til þess að enn vanti nokkuð á að þessa sjálfsagða hreinlætis sé gætt sem skyldi hér hjá okkur. Hafi Indverjar hinir fornu fundið hjá sér þörf til þess að halda tönnum sínum hreinum, þá er okkur, sem nú lifum nauðsyn á því, vegna hinnar miklu neyzlu á sykri og fín- mölúðu korni, sem að lang- mestu leyti veldur tannskemmd- um. Sjúkdómar í tönnum og tann- holdi munu nú hrjá að minnsta kosti 99 af hundraði manna á Itvítugsaldri og fara vaxandi. Viðgerðir og viðhald tanna er orðinn stór útgjaldaliður hjá flestum, sem vilja halda þeim; aðrir vanrækja tennur sínar, lýtast við það í andliti og stofna heilsu sinni í hættu. Með réttri hirðingu tanna má að verulegu leyti draga úr tann- skemmdum, tannsteinsmyndun og tannholdssjúkdómum. Það er því ekki úr vegi að lýsa í fáum orðum þessari sjálfsögðu hreinlætisráðstöfun. Tennuir sikal bursta eins fljótt og unnt er að máltíð lokinni. Ein tegund af bakteríum í munni breytir sykri og mjöl- efnum í sýru á nokkrum mínút- um, en sýran leysir upp gler- unginn, sem er yzta varnarlag tannarinnar. Því fyrr sem slík- ar fæðuleifar eru hreinsaðar burt, því minni líkur eru til að tannskemmdir hljótist af. Við burstun ber að gæta þess að hár burstans nái inn milli tannanna í skorur og ójöfnur á öilum flötuim þeirra og fjar- lægi leifar, sem þar kunna að leynast. Ein aðferð er sú að leggja burstann þannig að tönnum þeim, sem hreinsa. gkal, að hár han^ bejnist að rotum þeirra og leggist skáhallt að LeíUÉaöi'9 i "•••' í «i tannholdinu, en dragist síðan niður eftir því og eftir yfirborði tannanna í átt að bitfleti þeirra. Þannig eru tennur efri góms burstaðar niður, en neðri tennur upp á við; bitfleti skal bursta frám og aftur. Þess skal gætt við burstun jaxla að utan að munnurinn sé hálflokaður, þá slaknar á kinn- um og auðvélt er að beita burst- anum rétt; hætt er við að ekki fáist svigrúm fyrir burstann ef munnurinn er galopinn og varir og kinnar þandar. Tannbursti á að vera nægi- lega lítill til þess að auðvelt sé að koma honum að öllum flötum tanna að utan og innan. Burstaílötur hans skal vera beinn og hárin stinn. Bezt er. að eiga tvo bursta, nota þá til skiptis, hreinsa þá og láta þorna vel milli notkunar. í góðu tannkremi er sápa, er auðveldar hreinsun tanna. Enn- fremur eru í því bragðbætandi efni. Varast ber að leggja of mikinn trúnað á ýktar tann- kremsauglýsingar. Verði fundið upp tannkrem með sannanleg- um eiginleikum til vamar tann- skemmdum, mun tannlæknirinn segja sjúklingum símmi frá því. En eigi má gleyma því að burst- unin sjálf er aðalatriði við hirð- ingu tanna, en val tannkrems síður mikilvægt. Gagnlegt er að hafa þessar reglur í huga: að bursta strax að máltíð lok- inni, og umfram allt að sofa með hreinar tennur. að bursta hverja færu, sem burstinn tekur yfir minnst tíu sinnum, að draga hár burstans eftir yf- irborði tannar í átt frá tannholdi til bitflatar. (Frá Tannlæknafélagi íslands). Hún: „Að hugsa sér, að ég skuli hafa þurft að giftast þér, til að komast að, hve vit- laus þú ert.“. Hann: „Þú hefðir átt að gera þér þetta ljóst, þegar ég bað þig að giftast mér“. Kennari tók eftir því að lítill drengur teiknaði allt í svörtum lit. Hann teiknaði svarta hesta og svartar kýr og svarta fugla. Honum þótti þetta undarlegt sál- fræðilegt fyrirbrigði, svo hann kallaði a fund sinn skólastjórann, foreldra drengsins og sálfræðing. Eftir mikla rannsókn fundu þau skýringuna — drengur- inn átti ekki til nema svart- an blýant.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.