Mánudagsblaðið - 22.02.1960, Side 4
MÁNT m AGSBLAÐIÐ
Mánudagur 22. febn'iar 1960
BLa-Sið kemur út á mánudögum. — Verð 3 kr. 1 lausasðlu
Ritstjóri og ébyrgðarmaður: Agnar Bogason.
Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Sími ritstj. 13496.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.í.
íónas Jónsson, frá Hriflu:
Er Islenzka kirkjan voldug?
Sumir menn halda að kirkja
landsins sé komin að hruni og
bera við slælegri kirkjusókn og
fleiri deyfðarmerkjum. Hér mun
þó gæta mikils misskilnjngs. ís-
lenzka þjóðin hefur verið og er
enn fús til að færa miklar fórn-
ir til að auka veg og gengi elztu
menningarstofnunarinnar í land-
inu. Þegar þúsundir manna
fluttu vestur um h?«f frá ís-
landi á síðasta þriðjungi 19. ald-
ar var fyrsta verk landnemanna
að reisa sér bjálkahús, næsta at-
riðið að mynda söfnuði, reisa
kirkjur og kalla presta til starfa.
Landar vestan hafs reistu á ein-
Um mannsaldri 70 fríkirkjur án
nokkurs stuðnings frá ríkisvald-
inu vestra eða frá íslandi. Stund
um kostuðu þessir fátæku söfn-
uðir unga menn til prestnáms pg
þeir báru fyrr og bera enn allan
kostnað við sitt kirkjulega starf
með frjálsum samskotum. Frí-
kirkjan vestanhafs er undirstaða
þjóðernissamtaka landa í Vest-
urheimi.
Ekki hallar á landnám íslend-
inga sér í höfuðstaðnum. Ný-
byggð Reykjavíkur hefur á síð-
ustu áratugum en einkum síðan
1940 verið stærsta landnámsátak
þjóðarinnar síðan vesturfarir
hættu. Menn sem halda að kirkj-
an sé 'að kólna og visna hér á
Jandi rhunu gera ráð fyrir að ný-
l^ggjendur höfuðborgarinnar
"~Míí Sér nægja að reisa þúsund
ny heimili á grágrýtisklöppum
Reykjávíkur, kvikmyndahús,
danssáli, skóla og sjúkrahús og
gleyma þörf kirkjunnar. En
þessu er ekki svo varið. Hér
myndast fjölmennir og athafna-
samir söfnuðir og allir byrja að
' reisa lcirkjur oftast með félags-
heimilum, eins og landar gerðu
vestanhafs. Þessar húsasmíðar
sýna að söfnuðirnir láta sér ekki
nægja að syngja tíðir í eigin hús-
um heldur vilja þeir tengja við
kirkjuna margskonar félagsstarf.
Einhvér þýðingarmesti þáttur í
landnámi þjóðkirkjunnar er hið [
frjálsa fórnarstarf kvenna bæði
í nýjúm og gömlum söfnuðum.
Það er furðuleg viila þegar sum
ir fornir og nýir kirkjuleiðtogar
útiloka konur frá föstum störf-
um við kristnihaldið því að öll-
um lcarlmönnum ólöstuðum, er
hlutur konunnar miklu meiri en
þeirra við flest meirháttar átök
við frjáJsa samvinnu til efling-
ár kirkjulifi landsmanna. Ef ekki
ksjpai tii alhliða sókn kvenfélaga
í landinu mundi lítið verða úr
bj’gátngarframkvæmdum á veg-
um þjóðkirkjunnar. Ár eftir ár
gerist samæ sagan um allt land
að kvenfélög safna miklum sjóð-
um til kirkna og samkomu-
húsa safnaðanna. Fyrir þá sjóði
eru oft keypt orgel, altaristöflur
og margháttaður búnaður sem
með þarf til að breyta köldu
fundarhúsi i hlýjan og listrænan
samkopausal kirkjugestanna. I
Þeir.sem kynna sér hina fjöl-
þættu. starfserai áhugafólks kirkj
unnar í- sveitúm, kauptúnum,
kauþstöðum og ekki sízt í höfuð-
borgmni munu skjótt sannfærast
um að þrátt fyrir marga erfið-
leika er mikil gróska í íslenzku
kirkjunni. Þess er líka full þörf
því að breyttum þjóðhögum
fylgja mörg ný andleg vandamál
þar sem kirkjan hlýtur jafnan að
vera þýðingarmikill aðili. í öll-
um löndum er sama reynslan, að
þegar mest blæs á móti leita
þjóðirnar stuðnings í boðun krist
indómsins án allra óþarfa um-
búða. Þessi reynsla er svo ótví-
ræð og óumdeilanleg að allir
sem meta andleg verðmæti eins
og vera ber styðja af alhug sókn-
arlið kirjunnar, því að þeir við
urkenna að. kjarni kristindóms-
ins hefur ætíð reynzt lífsteinn
þjóðanna þegar mest á reyndi.
Mikið verkefni býður sóknar-
liðs þjóðkirkjunnar þegar byrjað
verður að sækja mál kirkjunnar
á þeirri leið sem Gísli heitinn
Sveinsson markaði, þegar hann
var skilnaðarforseti. Hann lagði
til á Alþingi og síðar á kirkju-
fundum að ríjsið bætti fyrir glæpi
'}'44
kirkjuræningjans Kristjáns III.
með því að leggja fram til bygg
inga kirkjunnar hlutfallslega
jafnmikinn stuðning eins og nú
er veittur úr ríkissjóði til ung-
mennaskóla og sjúkrahúsa.
Þingið hefur ekki enn fallizt á
þessa stefnu en það viðhorf mun
breytast innan tíðar þegar hið
fórnfúsa áhugalið kirkjunnar
beitir á vettvangi þjóðmála jafn
eindreginni festu og stórhug eins
og stöðugt kemur fram í sjálf-
boðavinnu og gjöfum þessara
manna til stuðnings kirkjufram
kvæmdum. Kirkjan er og hefur
verið mikil valdastöð í þjóðfé-
laginu en það má enn umbæta
með aukinni tækni bæði í jafn-
réttisátökum við aðrar menning-
arstofanir sem fyrr er að vikið
og með því að sveigja mátt kirkj
unnar nokkuð frá formsbaf’áttu
kirkjufeðra fyrri alda að upp‘
sprettunni sjálfri, kenningu tré-
smiðsins frá Nazaret. ' ,
KAKALI ikrifar:
í HREINSKILNI SAGT
Hin mörgu bréf, sem blöðunum berasf - Ýmisiegf efni - Mbf og bjarg
ráðin - Hermenn og slúlkur - Leiffrandi illgirni -
Það er eins og öll þau bréf,
sem þessu blaði berast, lendi
í höndunum á mér. Það er
að segja öll þau bréf, sem
ritstjórnin telur sig ekki geta
haft neitt gott af, og vill
helzt ekki eiga við að neinu
leyti. Eg hefi því undanfarið
blaðað í öllu þessu nafnlausa
bréfadóti, en í þeim er drep-
ið á fleiri málefni en yfir
kaffibolla hjá örgustu kjafta-
• kerlingum.
Tökum til dæmis: „Hr. rit-
stjóri-------Akureyri er ekki
þorp — þér getið sjálfur
verið þorpari — Innfæddur."
Ekki dónalegt að tarna, og
á eflaust við einhverja at-
hugasemd, sem gerð hefur
verið við Akureyri, og' þá
innfæddu þar. Annað bréf,
sem hér liggur er öllu þrifa-
legra. Það er sýnilega kopía
af bréfi sem sent hefur verið
Vikunni eða Fálkanum og
hefst svona: „Konan mín hef-
ur þann sið, að geyma tenn-
urnar sínar í vatnsglasi á
nóttunni." .... o. s. frv. o. s.
frv. og endar á því hvort
ráð séu til við ósiði þessum.
Þá er hér langt skammarbréf
um þjón, sem nappaði gler'-
augum af gesti, sem ekki gat
greitt reikning sinn, og ein
tvö eða þrjú um lögregluna,
og svo auðvitað um það, hve
illa bíóin svara í símann.
Út yfir taka þó bréfin frá
húsmæðrunum eins og t.d.
„Stúlkan, sem afgreiðir í
mjólkurbúðinni við (Lauga-
veg 300) afgreiðir aldrei eftir
röð. Hún er með hárið niður
í augun, enda hefur hún oft
sézt úti með hermönnum“.
etc. etc. og síðan upptalning
á siðum stúlkunnar. Vel má
gefa þessum ónefndu bréf-
riturum háa einkunn fyrir sér
stæða ritleikni, og sumar lýs-
ingar þeirra leiftra af ill-
girni og stundum hreinni
mannvonsku.
Flest bréfanna eru annað-
hvort frá „alvarlega hugsandi
einstaklingum", sem bera áll
ar syndir jarðarinnar á herð-
um sér: frá idealistum, sem
telja meðferð á blökkumönn-
um, „svartan11 blett á Banda-
ríkjamönnum, og endanlega
frá íslenzkum ' Sjálfstæðis-
mönnum, sem telja þetta blað
einskonar sérútgáfu of hug-
myndum forustumanna Sjálf-
stæðisflokksins. Þessir síðast
nefndu eru í stórum meiri-
hluta bréfritara, ncma' ef und
an má telja íslenzka business
menn, sem þurfa að rægja
kollega sína, án þess að
kollegarnir viti hvérjir eru
að verki — etjda pft kaffi:
eg, dr^kkjufélagar á yfirborð
■: '
En til þess að fyrirbyggja
allan misskilning, þá hefur
mér verið tilkynnt, að Mánu
dagsblaðið sé hvergi í flokki,
og fylgi ekki einni einustu
stjórnmálahugmynd, sem rík-
ir á landinu, enda mótfallið
öllu því, sem lyktar af sós-
íalisma. En samt vil ég ræða
þessi efni nokkuð og þá fyrst
bréfin frá Sjálfstæðiskempun-
um. Þetta hefur tekið tals-
verða vinnu, því ég hefi orð
ið að lesa-dagblöðin í þrjár
vikur til að geta rætt aðal
efni hinna mörgu kvartana:
„Morgunblaðið og Vísir,“
segja bréfritarar, „halda ekki
uppi nógu sterkri baráttu fyr
ir tillögum ríkisstjórnarinnar
í bjargráðunum, en. láta
Tímann og Þjóðviljann alltaf
kveða sig í kútinn."
Þetta eru þau mestu sann-
mæli, sem sögð hafa verið
um forystumenn svonefndra
Sjálfstæðismanna þjóðarinn-
ar og þá ekki sízt um blöðin
þeirra, sem halda eiga uppi
hinni daglegu baráttu. Hvað
veldur því; að Morgunblaðið
gerir dag eftir dag aðeins
kákkennda tilraun til að
skýra sjónarmið og tilgang
stjórnarinnar í bjargráðun-
um, birtir aðeins flatar og oft
strákslegar athugasemdir
Ólafs Thors um ástandið í
fjármálunum, hleypir inn á
forsíðuna alþjóðarugli með-
an hin blöðin ræða og rakka
niður möguleikana að verða
sjálfstæð þjóð fjármálalega,
er öllum ráðgáta. Sannleikur
inn er, að maður skyldi
halda, eftir að hafa lesið
MBL gaumgæfilega, að blað-
ið sjálft sé algjörlega á móti
bjargráðunum, en nauðbeygt
að birta hrafl úr ræðum for-
ingjanna og svo þær mátt-
lausu athugasemdir við skrif
andstöðublaðanna, sem birt-
ast í leiðara, Reykjavíkurbréf
inu og Staksteinum. í málum
eins og þeim, sem nú eru á
döfinni, þykir sumum Sjálf-
stæðismönnum hart, að búa
við mestan blaðakostinn en
vera þó lakast settir 'í deil-
um um framtíð íslenzkra
fjármála.
Jæja svo mikið um það.
•
Eit't af bréfunum fjallar
um það hvort alifuglarækt
hafi nokkurn rétt á sér á
íslandi. Bréfritari segir:
má véra að Þoi'Valdur í Síld
og Fis.ki sé hæfur til að
rækta 200 krónu andir, en
hænsnarækt hér á landi er
alveg út í bláinn. Hænsná-
kjöt, eins og það fæst í búð-
um hér er seigt, bragðlitið og
oftast af gömlum fúglum.
Þaú eru illa alin ög á éinhæf-
um mat enda fussa allir við
þessum óþverra þegar hann
er á borð borinn. Þessi mat-
ur gæti verið mesta hnoss-
gæti, og telja sumir að fugla-
kjöt sé nauðsynlegt þjóð, sem
yfirleitt hefur ekki úr Öðru
að velja en þungum mat.
Hitt ber að benda á“ segir í
bréfinu, „að hænsnakjöt hér
er til skammar og væri mátu
legt að framleiðendum yrði
gert að éta alifugla sína sjálf-
'ir.“
•
Það eru auðvitað nokkur
bréf um Ameríkumenn og ís-
lenzkar stúlkur. Þau eru
fremur, að manni finnst, rituð
af öfund og öðrum viðlíka
kenndum, en af raunsæi. Ef
hermenn, hverjir, sem þeir
væru, myndu ekki sækjast
eftir kven'fólki, þá fyrst væri
ástæða til að senda þá brottu.
Hitt er eins og víst, að ung-.
lingar ættu ekki að hafa að-
gang að veitingastöðum, sem
hermenn sækja, en úr því er
það ekki á valdi neinnar rík
isstjórnar að sporna við sam
drætti hermanna, sjómanna,
ferðamanna né annarra og ís-
lenskra stúlkna, sem náð
hafa lögaldri.
Hvað myndu blessaðir
Búkarestfararnir og aðrir
æskulýðsfrömuðir komma
segja, ef þeim væri neitað um
konugaman — oft það eina,
sem þeir hafa upp úr öllum
túrnum.
•
Já, svo mörg eru þau bréf
og svo mörg þau sjónarmið.
íslendingar munu yfirleitt
rita bréf til blaða til þess að
koma skömm yfir á náung-
ann, án þess að þykjast koma
þar nærri. Ef bréfið ef rétt-
mætt og efni þess snertir al-
menning, almenningseign eða
þjóðarhag að einhverju leyti,
ög ádeilan rétt, er það oft
birt einnig' saklaus gaman-
bréf eða sögur. Þá er nafninu
oft haldið leyndu, og ritstjór-
arnir taka á sig ábyrgðina,
hverjar sem afleiðingarnar
kunna að vera. Það má telja
fullvíst, að enginn blaðamað-
ur á íslandi brýtur loforð úm
að halda nafni leyndu óski
bréfritari þess. Hann vill
heldur þola sektir og refs-
ingu áður og engin 'lög fá
hann til þess að brjóta lof-
orðið.
Það væri betur ef bréfrit-
ararnir létu sér þetta skilj-
ast. Þau bréf sem ég hefi
skoðað þessar síðustu vikur
bera méiri vott um illgirni,
en ástina á því áð opinberar
misfellur komi í ljós og
verði lagfærðar. . ..