Mánudagsblaðið - 22.02.1960, Side 6
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagnr 22. febrúar 1960
fvÉ' Sf .$f| • ‘ -''.w
BÉRTA BUCK: 11.
JOAN
— ástarsaga ungrar sfúlku
FRAMHALDSSAGA
okkur með þessum orðum.
Hann., hafði borið fitu
íj liárið, svö það gljáM eins
Qg tigíagóíf. Og hann hafði
stóra rós í hnappagatinu.
,,Eg átti að taka frá sæti
handa ykkur, auðvitað þau
beztu í salnum,“ sagði hann
glaðlega.
,,Gjörið svo vel, komi'ð
þið hérna. Peggy, þú átt að
setjast utast, svo þú verðir
fljót að komast út í hléun-
um.“
I hinum enda stofunnar
var pallur, sem hljóðfærið
stóð á, og það voru dregin
tjöld fyrir. Og fyrir framan
tjöldin stóð gjestgjafi vor,
kaptein Holliday. Hann tal-
aði við einn af hermönnun-
um sínum, ungan, rauðhærð-
an mann, með fallegt leik-
araandlit, og ég heyrði, að
kaptein Holliday sagði: ,,Eg
skal segja offurstanum, að
þér ætlið að hjálpa honum.“
.,Já, herra,“ sagði ungi
maðurinn.
Kapteinninn leit í kringum
sig og kom auga á okkur. Eg
heyrði, að hann sagði:
..A-há.**
8vo brosti hann og kink-
aði kolli og hreyfði sig eins
og hann ætlaði að koma til
mín — ég var alveg viss um,
að hann ætlaði það.
En í sama augnabliki var
hrópað til hans glaðlega:
„Dick!“
Og Muriel Elvey og móðir
hennar komu inn um dyrnar,
sem næsetar voru upphækk-
aða pallinum. Frú Elvey var
ein af þeim mæðrum, sem
eru lítið meira en bakgrunn-
ur fyrir dætur sínar. Hún
leit út fyrir að vera vin-
gjamleg og elskuleg kona og
var í svörtum, fallegum kjól
með demanta.
Muriel sjálf var hreint og
beint yndisleg! Hún var í.
kjól frá París, sem var ljós-
rauður, fleginn og ermalaus,
en sem hlýrar voru marg-
faldar raðir af ljósrauðum
kórölum. Það var ekki að
furða, þó að hermennirnir
störðu! Ekki að furða, þó
stúlkurnar í einkennisbún-
ingnum andvörpuðu af öf-
und. Ekki að furða, þó á
hæla hennar kæmi ungur
gjlannur maður í kjól og
hvítu, Fielding ofursti.
Hann líka! Það var ekki
að furða, þó að frændi henn-
ar kapteinn Holliday, væri á
stundinni kominn til hennar.
Þó undarlegt megi virðast,
eyðilagði þetta fyrir mér
fyrsta hlutann af konsertin-
m
Eg horfði á hana, þar sem
hún sat við píanóið — og þá
skildi ég, hvað Harry hlaut
að vera hrifinn af henni.
Hann hafði ekki litið við
mér, eftir að ég hafði kynnt
hann fyrir henni.
Og nú endurtók sagan sig.
Nú var það kaptein Holli-
day, sem hafði ekki auga
fyrir annarri. Mér verkjaði
í hjartað.
Eg sat á meðal stúlkn-
anna, sem skemmtu sér
prýðilega. Eg hló og klapp-
aði eins og aðrir, þegar tjald
ið var dregið fyrir — fyrsti
þáttur var búinn.
Kaptein Holliday, sem
hafði staðið við píanóið, með
an Muriel spilaði, kallaði nú
yfir hópinn:
„Fimmtán mínútna hlé!
Hressingar getið þið fengið
í borðstofunni.“
Eg barst með straumnum
inn 1 borðstofuna. Allar vin-
konur mínar höfðu náð sér
í særðan hermann. Vic, sem
hafði tekið Elísabetu undir
sinn verndarvæng, var mið-
punkturinn í hópi ungra
manna. 1 þessu augnabliki
kom rauðhærði, ungi her-
maðurinn, sem ég áður hafði
séð tala við kaptein Holli-
ady. Hann rétti mér stól og
glas af ávaxtasafa. Hann var
dálítið hás, og hann sagði
mér, að hann hefði fengið
kúlu gegnum lungun.
„Það versta er, að þeir
hafa eyðilagt framtíð mína
eftir stríðið, eyðilagt söng-
rödd mína,“ og svo sagði
hann mér, að hann hefði
unnið við leikhús frá 10 ára
aldri.
Nú kom Syd liðþjálfi og
leiddi Peggy við hlið sér og
tók þátt í samræðunum.
„Já, þú hefðir getað slopp-
ið óskaddaður heimskinginn
þinn, ef þú hefðir verið kyrr,
þar sem við vildum hafa þig
á heilsuhælinu og sungið þar
fyrir drengina, En sei, sei,
nei — hann þurfti ólmur að
komast í sjálfa eldlínuna,
ungfrú.“
„Já, auðvitað,“ sagði unga
stríðsherjan.
„Góða kvöldið, Joan,“
sagði Muriel og kom til okk-
ar 1 þessu. „Hvernig fannst
þér ég standa mig? Hendurn
ar á mér eru alveg að slitna
af mér af þessu hamri á slag
brettið.“
Hún leit í kringum sig.
Svo settist hún á stólbríkina
hjá mér eins og hún ætlaði
að fara að trúa mér fyrir
einhverju.
„Heyrðu," sagði hún og
horfði íbyggin á mig, „finnst
þér þetta ekki hlægilegt með
Harry Markham?“
„Hlægilegt?“ endurtók ég
undrandi. „Hvað er hlægi-
legt?“
Muriel lagaði á sér herða
hlírann, áður en hún svar-
aði.
„Jú, að hann er kominn
aftur, þó hann sé ekki búinn
að vera nema þrjár vikur í
Saloniki. Hershöfðinginn hef
ur auðvitað ekki getað verið
án hans. Eg hugsa, að Harry
sé feginn að vera kominn
aftur til London. Eg fékk
bréf frá honum í London.
Auðvitað flýtti hann sér að
leita mig uppi, strax og hann
kom í bæinn,“
„Já, auðvitað,“ sagði ég
og hló næstum eðlilega.
Muriel horfði athugul á
mig.
„Þú veizt víst, að ég var
heilmikið með honum, eftir
að þú kynntir mig fyrir hon
um.“
„Já, það veit ég.“
Hún hélt áfram í trúnaðar
róm.
„Hann — okkar í milli
sagt — þá var hann alveg
brjálaður í mér, bað mín og
bað.“
„Er það satt?“ sagði ég
rólega.
Hann er þokkalegur mað-
ur,“ sagði Muriel. „Laglegur
og gaman að skemmta sér
með honum, en að giftast
honum — það er allt annað;
því að —“
Klukkan hringdi til merk-
is um það, að hléið væri bú-
ið, og fólkið flýtti sér í sæt-
in.
„Bíddu augnablik, Muríel“
sagði ég. „Hvað hefurðu
hugsað þér að gera?“
Hún hló. Hún naut þess
að geta kvalið mig svolítið.
„Nú, svo þig langar til að
vita, hvort ég ætla að trú-
lofast Harry eða ekki?“
„Þú sagðir, að það vild-
irðu ekki.“
„Nei, ég sagði aðeins, að
það væri allt annað að gift-
ast honum eða að fara út að
skemmta sér með honum.“
„Jæja þá — en hvers
vegna?“
Svar Muriel var annað en
ég hafði búizt við.
„Fyrst þú vilt endilega
vita það: Það er vegna þess,
að þegar á allt er litið, þá er
hann engin séntilmaður.“
Harry Markham — ekki
séntilmaður! Og að heyra
Muriel lýsa því yfir!
Aðeins vegna þess, að fað
ir Harrys hafði ekki verið
nógu ríkur, þegar Harry var
ungur, til þess að senda hann
til Oxford eða Cambridge.
Þetta var viðbjóðslegt
snobberí.
Og þessi unga átúlka lét
hann bjóða sér í leikhús og
óperu — lét hann borga bíl-
túra og miðdaga — og svo
talar hún um hann við aðra
stúlku eins og hann væri eng
inn séntilmaður. Mundi nokk
ur vel uppalin stúlka gera
slíkt.
Og mig furðaði því meira
á þessu sem ég vissi, að
Muriel hafði fengið gott upp
eldi. Eg gekk aftur til sætis
míns við hliðina á Sybil.
Annað atriði var í því fólg
ið, að einhentur fótgönguliðs
maður dansáði tréskóadans.
Það var víst nokkuð skemmti
legt, en ég gat ekki fest hug
ann við það, því hugurinn var
allur við það, hverum iaf
ungu mönnunum tveim, Muri
el mundi giftast.
XI. KAPÍTULI
Og nú kom næsta atriði.
Fram á sviðið sveif há og
falleg vera klædd í spansk-
an búning í hvítum og svört
um og rauðum litum. Svört
var mantilla, sem var lögð
yfir þétt, svart hárið. Svart-
ur var kjóllinn, sem var al-
settur palliettum. Hvítt var
fallegt andlitið, og ennþá
hvítari voru herðarnar. Há-
rauð var nellikan, sem fest
var í hár hennar, og varirn-
ar voru málaðar brennandi
rauðar.
„Hver skyldi þetta vera?“
sagði Peggy hálfhátt, og allt
í kringum okkur heyrðist
hvíslað æ hærra:
„Hver er þetta? Vitið þið
það ekki?“
„Nei, en hvað hún er ynd-
isleg!“
,Hvílíkur vöxtur!“
„Hún er fín, finnst ykkur
ekki?“
„Hafið þið ekki svona
hátt. Kapteinninn ætlar að
sekja eitthvað.“
Kapteinn Holliday gekk að
píanóinu og hneigði sig bros-
andi fyrir þessari yndislegu
veru:
„Heiðruðu boðsgestir,“
sagði hann. „Nú fylgir auka-
atriði. Vinkona mín, Signora
Doleres, ætlar að vera svo
vinsamleg að syngja fyrir
okkur gamlan söng, sem
heitir „Carissima“.“
Hann gekk aftur til sætis
síns, og Muriel hóf að spila
undir. Svo komu fyrstu tón-
arnir með djúpri contraalto-
rödd:
„Carrissima! Nóttin er
björt —“
Þvílík rödd! Mér fannst
söngkonan ekki nota rödd
sína til fulls. en hún hafði
einhvern þann hreim, sem
sjaldgæfur er meðal Englend
inga. Söngurinn fer beint til
hjartans og kallar fram tár-
in.
Undrandi yfir sjálfri mér,
fapn ég, að ég hafði tárazt.
Eg leit í kringum mig. Á-
horfendur voru sem heillað-
ir. Svo sá ég, að varirhenn-
ar skulfu, meðan hún söng,
og nú horfði hún á „hann“,
meðan hún söng.
, ,Carissima! Carissima!
Eg kem á bátnum mínum
og sæki þig.“
Nú skil ég það. Þessi
spanska söngkona — ef hún
þá var spönsk — þessi
granna, framandlega kona,
sem horfði þannig, að enginn
gat staðizt hana, hlaut að
vera „hún,“ sem kaptein
Holliday hafði talað við mig
um.
En samtímis því, að ég
gerði þessa uppgötvun, upp-
götvaði ég líka annað — að
ég var afbrýðisöm — af-
brýðisamari en ég hafði
nokrru sinni veríð áður. Það
þýddi ekkert að neita því eða
reyna að dylja það fyrir
sjálfri mér.
Mér leið hræðilega illa við
að sjá þessa konu daðra svo
opinberlega við Dick Holli-
day. Þetta var sannleikur-
inn. Loksins rann það upp
fyrir mér, að ég var ákaf-
lega ástfangin í honum.