Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.03.1960, Side 3

Mánudagsblaðið - 07.03.1960, Side 3
Mánudagur 7. marz 1960 mAnudagsblaðið 3 Jón s ileyhríkings Uaraldur Björnsson, Vandeng elder, Herdís Þorvaldsdóttir, frú Levy, Valur Gústafsson, Ágúst þjónn. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Hjónnspi l Höf.: Tliornton Wilder — Leikstjóri: Benedikt Árnason. Óvenjulega góð leiksfjórn — Vönduð sýning Andli! Tímans Dagblaðið Tíminn er orðinn myndarlegasta blað, liann hefur stæklcað að mun og flytur talsvert fjölbrejit efni. Blaðið hef ur fengið nýja stóra prent vél, sjálfsagt miklu stærri cn það liefur þörf fyrir, en Jtað á nú einu sinni allt að vera svo flott hérna hjá oklcur, og blöð- in leggja sé'r hvert á fæt- ur öðru til prentvélar, sem eru gerðar fyrir miklu stærri upplög lield- ur en þessi smáupplög, sem dagblöðin hérna koma út í. En látum það nú vera, ef prentunin á blöðunum væri þá eftir því, og það verður að segja, að það er eins og prenturunum hjá Tíman- um hafi ekki ennþá tekizt að meðhöndla Jæssa góðu nýju vél, því mjög er á- fátt oft og tíðum um það, að letur sé nógu skýrt í dálkuin blaðsins. En þó letrið sé' oft og tíðimi ekki vel skýrt, er þó nokkuð greinilegt, hvert Tíminn stefnir, þeg ar hann skrifar um lands- málin núna. Það er raim- ar hálf spaugilegt sumt af |)ví, sem þar kemur fram. Nú vita allir, að meðan \instri stjórnin var, þá vildu Framsóknar- menn ekkert frekar held- ur en fara út í gengis- lækkun og flestar þær ráð stafanir aðrar, sem núver andi ríkisstjóm hefur fitj að upp á. En Jætta var elcki gert af þeim ein- földu ástæðu, að kommún istar voru gersamlega ófá anlegir til þess að gera hreint í efnahagsmálum landsins. Þeir vildu fara „fram af brúniimi“, eins og það er kallað, og voru gersamlega ófáanlegir til þess að gera nokkrar breytingar til þess að draga úr þeim ósköpiun, sem voru orðin liér í fjármálum og efnahags- máluni. Alþýðuflokkur- inn var hins vegar vel við mælandi, en komm- únistar voni hinir sterk- ari og vinstri stjómin beygði sig fyrir þeim. Það er raunar upplýst, að Framsóknarmenn gerðu um þetta eindregnar tillög ur, meðan vinstri stjómin sat, en komu þeim ekki frarn. Þetta varð svo aft- ur til þess, að vinstri stjórain sagði af sér, þeg- ar ekkert var eftir annað en fara „fram af brún- iimi“, eins og það var orð- ■' að í þá daga. En nú snúa [ þeir Tíinamenn álveg við blaðinu. Þegar ríkisstjórn in er búin að gera sínar ráðstafanir, segja Tíma- menn, að ]>etta sé allt ann an en J>eir hafi viljað og þetta vilji þeir ekki, Jietta sé vont og óhollt og leiði ekki til neins annars en glötunar. Nú fást þeir ekki með nokkru móti til þess að mæla gengislækk un bót, sem var það ein- asta bjargráð, sem þeir liöfðu J)ó sjálfir til þess að benda á, meðan vinstri stjórnin sat. Svona víkur þessu \ið líka um aðrar ráðstafanir, sem ríkis- stjórnin gerir. Þær e.ru injög svipaðar því, sem Framsólcnarmennimir vildu syálfir, þegar þeir vom í ríkisstjórn, en nú kannast Tíminn ekki neitt við neitt, nú er allt ófært, sem áður var fært, af því að það era aðrir, sem framkvæma það heldur en Framsóknarmeim sjálfir. En svo er eftirtektar- vert, að Tíminn gerir hé'r dálitla hliðarprédikun. Það er ekki linnt látum að hamra á því í blaðinu, að það þurfi sem sterk- asta samstöðu til þess að framkvæma nauðsynlegar breytingar á efnahagslíf- inu. Það þurfi samstarf sem flestra flokka, sem víðtækasta sameiningu, til þess að koma þeim breyt- ingum á, sem þurfti. Ef þessu er snúið á mælt mál og venjulegt, þýðir þetta eingöngu það, að Tíminn á við, að til þess, að hægt sé að koma þessum efna- hagsráðstöfimum, sem nauðsynlegar era, sem hávaðalausast fram, þurfi Framsóknamienn að vera í ríkisstjóm. Án þeirra geti og megi slíkt alls ekki gerast. Það er líka sagt, að Eysteini korni það mjög imdarlega fyrir sjón ir, að hægt skul vera að ráðast í annað eins stór- fyrirtæki og gerbreytingu á efnahagsmálum Iandsins öðravísi en að hann komi þar sjálfur við. Hann er eins og heimaríkur bóndi eða ráðríkur atvinnurek- andi, sem ekki skilur í, að neitt geti gengið, nema hann sé sjálfur uppistand- andi og til þess að vaka yfir öllu. En Eysteinn er nú einu sinni ekki eins ó- msisandi eins og liann heldur sjálfur, og raunar þarflegt, að hann er utan- gátta, því vafalaust hefði ekki verið hægt að koma fram eða gera neinar rót- tækar ráðsfafanir í efna- hagslifi landsmanna, ef Framsóknarmenn hefðu verið í stjórn. Þetta staf- ar einfaldlega af því, að þeir eru svo sérdrægur flókkur, að söniu lög liefðu aldrei mátt ganga yfir alla I landinu. Við ef nahagsr áðstaf anirn ar hefði til dæmis allt Sam- bandsbáknið verið látið lúta alveg sérstökum lög- um, og af því, hve það er orðið stórt í landinu, liefðu efnahagsráðstafan- irnar raimverulega verið gerðar að engu með því að láta einn svo stóran aðila leika lausiun hala. Með því að hafa Framsóknar- menn fyrir utan, er þó lielzt mögideiki á að koma fram einhverjum ráðstöf- unum í efnahagsmálum landsmanna, sem sóma- samlegt vit er í. Hvað á þingið að sfanda lengi! Farið er nú að spyrja um það, hvað Alþingi eigi að standa lengi, en vafa- laust munu stjórnarflokk- amir ekki kæra sig um að láta það standa deginmn lengur en J)örf er á. Fjár- lagafrmnvarpið er ekki enn komið fram, þegar þetta er skrifað, en von á því bráðlega. Eftir er að afgreiða ýmis mikilsverð mál, til dæmis þætti úr liinum svokölluðu við- reisnarlögum stjómarinn- ar og svo framvegis. Vafa laust situr þingið allan márz og trúlega fram um páska, en sennilega verð- ur að því miðað að geta haft þinglausnir fyrir páskana, jiannig að þá geti alþingismenn farið til sins heima. Verða verkföll! Alltáf velta menn því meir og meir fyrir sér, hvort verkföll muni verða með vorinu. Við kosningamar um daginn héldu hinir svokölluðu lýð ræðissinar Iðju góðum meirihluta, en töpuðu Tré smiðafélaginu á nokkrum atkvæðum. Iðja er mjög stórt verlcalýðsfé'lag og liefur því nokkra þýðingu í þessu sámbandi. Það má geta þess, að í áróðrinum fyrir þær kosn., sögðu lýð- ræðissinnarnir, að ef kommúnistalistinn yrði kosinn, væri það sama og að félagsmeim væru að kjósa yfir sig verkfall. Það var sem sagt gert að atriði í kosningabarátt- unni, að frekar væri hægt að komast fram hjá verk- föllum, ef lýðræðissinnar yrðu kosnir. Það er ekkert \"afamál, að það verður erfitt að lirinda nú af stað verkföll. Almennhigur hef ur svo sára og bitra reynslu af verkföllum, að það verður vafalaust mjög Sl. fimmtudagskvöld frumsýndi Þjóðleikhúsið Hjónaspil Thorn- tons Wilders, gamanleik, sem eflaust á eftir að ná nokkrum vinsældum hér í borg. Efni leiksins fjallar um ung- ar og gamlar ástir, hjónabands- vonir eldri kvenna, og hinn ei- lífa sannleika, að það er ekki síður fé en útlit, sem freistar konu í hjónabandið. Wilder vinnur þetta verk í einskonar Moliere-stíl, það kennir víða öfga í persónulýsingum, en efn- ið er ósköp hversdagslegt í sjálfu sér, og hvergi frumlegt. Höfundur byggir mikið á því, að leikendur komi hinum hröðu og oft þreytandi orðaskiptum yfir til hlustenda án þess að þar gef- ist nokkur tími til umhugsunar. Mörg atriði — eins og stundum hjá Moliére — eru svo fjar- stæðulcennd, að engin fyndni, engin hártogun, engin undan- brögð, hvers fjarstæð sem þau kynnu að vera, myndu falla undir snilld eða hugkvæmni. Það, sem Hjónaspil byggir mest á, er að leikendum takist að bæta upp þar sem höfundi mistekst. Sum atriðin bókstaf- lega hrópa til leikenda, heimt- andi leik og viðbrögð langt fram yfir upprunalegar kröfur og hugmyndir höfundar. Fyrsti þáttur — mjög lélega samið for spil — er í senn stirður og leiðinlegur. Þar vottar sjaldan fyrir fýndni, en þó skilur hann eftir þá eftirvænting, að menn bíða þess, sem koma skal. Að- eins snjöll leikstjóm og h'æfi- þessum þætti, og þar er það leiksnilld en ekki ýkt, molier- istisk leikbrögð, sem bjarga því sem bjargað verður. Strax í öðr um þætti nær höfundur sér á strik og 3. og 4. þáttur eru ofl snilldarlegir, þó þar séu ýrn'áar gloppur. Ýmsir halda að í leikriti þessu gæti boðskapar eða háðs á vissar venjur hins daglega lífs. Langt er frá því — og enn síður, eins og sagt er í leikskrá er hér um að ræða „nýja leið“ eða undanfara „nýrra leiða“. Hér er ekki einu sinni um að ræða mjög gott skop að „eldri leikháttum" eins og höfundur sjálfur segir að þörf sé á; hann játar sig jafnframt ófæran til þess að finna „nýjar leiðir“, sem sé nauðsynlegt, telur sig þó hafa rutt veginn og hreinsað lil fyrir því, sem koma skal. Orðaskipti eru víða góð og lipur, fara þokkalega í munni, oft fyndin og hnyttin. Þó gætir mjög sjaldan frumlegra setn- inga og hugsana, en fremur má segja, að Wilder, í þessu verki, vinni oft vel úr því, sem óður var heldur klaufalega sagt. Eins og að ofan er sagt, þá byggist mjög mikið á flutningnum sjálf- ur og alveg í hendi leikstjóra, hvort þar tekst eða ei. Sum leilc rit þola lélegan leik, en Hjóna- spil byggist alveg á því, að hlut verkum sé yfirleitt gerð mjög góð skil. Það er mikil ánægja að geta sagt, að leikstjórn Benedikts Árnasonar er í heild mjög at- Framhald á 5. sSðu* erfitt að hrinda nú á stað Frdmhald á 8, síðu. leikafólk á sviði fær bjargað

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.