Mánudagsblaðið - 07.03.1960, Blaðsíða 6
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 7. marz 1960
BERTA B U C K : - 13. ■ - !
J
— ásfarsaga ungrar sfúlku
FRAMHALDSSAGA
ég varð vör við, að Elísabet
hafði horfið eftri miðdags-
matinn, og ég fann hana á
gamla staðnum. þar sem hún
hafði átt stefnumót við Field
ing ofursta.
Þar sat hún og grét.
Ég var hrædd um, að hún
yrði reið, ef ég kæmi að
henni grátandi, en það ó-
vænta skeði:
,,Ö, Joan. Það er svo hræði
legt. Nú förum við héðan, og
ég sé hann aldrei, aldrei aft-
ur.“
Eg bað ekki um skýringu.
„Þú veizt, hvað ég meina,
Joan.“
„Já, auðvitað.“
„Mér datt það í hug, að
þú mundir vita það. Eg er
alveg eins skotin í honum
eins og þú varst í Harry í
London, og þá bara hló ég
að þér. Þetta hlýtur að vera
það, sem kallað er kald-
hæðni örlaganna.“
„Það hlæja allir að ást-
föngnu fólki til að þþrja
með,“ sagði ég. „Þú ert ekki
verri en aðrir.“
„Jú, ég er miklu verri,
svaraði Elísabet.
„Hvere vegna? Er það af
því að þú gekkst með þá
grílluc, að þú hhtaðir alla
karlmenn, og hefur komizt
, að því, að svo er ekki??“
„Nei,“ sagði hún og hristi
höfuðið, „ég er enn jafnmik-
ið á móti karlmönnum. Eg
blátt áfram hata hugtakið
sjálft! .... Mér finnst karl-
menn ekki skemmtilegir.
Kannski er það af því, að
mig vanti kýmnigáfu. En ef
þær sögur, sem þeir segja
hver öðrum, þegar þeir eru
einir, eiga að kallast skemmti
legar, þá get ég ekki skilið
það. Þeir skemmta sér kon-
unglega við þær. Þeir hlæja
hátt, alveg viðbjóðslega, þeg
ar þeir heyra sögurnar. Þeir
segja konunum sínum þær.
Og konurnar segja svo öðr-
lun þær. Ungar stúlkur, fall-
egar stúlkur, sakleysislegar,
hafa gætt mér á þessum sög-
um, þessum viðbjóðslegu og
heimskulegu sögum. Eg
neyddist til að hlæja að
þeim, því annars hefðu þær
haldið, að ég skildi þær ékki.
En það, sem ég skildi, var,
að í hvert skpti, sem ég
heyrði slíka sögu, varð ég
rneira á móti karlmönnum.
Og svo finnst mér líka'
þeir vera svo þunglamalegir
í öllu. Þeir eru seinir að
skilja, hvað maður segir. Það
þarf að gefa þeim allt í
bamaskeiðum. Og þeir taka
aldrei eftir ýmsu smávegis,
sem skeður í kringum þá.
Þeir eru umvafðir þeirri
þoku, sem blöðin bjóða þeim
upp á. Þeir eru tornæmir.
’Tomæroir!
Og eftir minni meiningu
■exu þeir ljótir. Sjáðu bara,
hvemig þeir líta út í stræt-
isvögnum og járnbrautar-
klefum. Eru þeir kannski að-
laðandi? Ekki i mínum aug-
um. Eg þoli ekki að horfa á
béssa stóru hnúa og hendur
■eða, þessa miklú fætur. Og
svo er húðin á þeim eins og
rifið járn. Hvernig nokkur
stúlka getur haft löngun til
að láta þá kyssa sig, er mér
hreinasta gáta. Uff!
Og svo eru þeir svo grófir.
Geturðu hugsað þér nokkuð
andstyggilegra en að sjá þá
berja sósuna úr pípun-
um sínum? Eða slafra í sig
fullan disk af hálfhráu keti?
Eða hvolfa í sig stóru glasi
af öli í einum teyg?“
„Já, en —“, mótmælti ég,
,,en flest kvenfólk er einmitt
hrífið af svona karlmönnum
eins og þú lýsir þeim. Því
finnst þeir vera karlmann-
legir.“
„Guð, þvílíkur smekkur,"
svaraði Elísabet.
„Já, en þú mundir þó ekki
vilja karlmann, sem minnti
þig á myndirnar utan á
súkkulaðipökkum ?“
„Jú, það er einmitt það,“
svaraði þessi undarlega
stúlka. „Þegar ég var lítil
stúlka, var mér gefinn súkku
laðipakki, og á honum var
mynd, þar sem undir stóð.
Fálkadrengurinn. Hann hafði
fálka á öxlinni og hafði gult
hár og svo falleg augu. Ó, ég
hugsaði þá þegar: Bara að
maður kynntist einhvern
tíma ungum manni, sem liti
svona út! Og nú hef ég séð
hann! Fielding ofursti er al-
veg eins og myndin. Ó, Joan,
mér finnst hann vera það
fallegasta, sem ég hef nokk-
urn tíma séð.“
Mig hefði aldrei dreymt um
að kalla nokkurn mann „það
fallegasta, sem ég hefði
nokkum tíma séð.“ Ekki
Harry, þó að hann væri
mjög fríður, Ekki heldur
kaptein Holliday, sem var
mjög karlmannlegt fyrirbæri
og mjög ólíkur hinum fríða,
kvenlega ofursta Fielding.
Eg hefði ekki getað þolað
að sjá þann mann, sem ég
elskaði, klæða sig í kven-
mannsföt og líta alveg út
eins kvenmaður.
„Að hugsa sér,“ sagði hún
örvæntingarfull, „að loksins
þegar ég hef hitt þann mann,
sem ég gæti orðið hrifin af,
þá getur ekkert meira orðið
úr því.“
„Já, en hvað meinarðu
með því góða? Er það af því,
að við förum í brottu héðan?
Hann verður nú ekki alltaf
efitr hérna í Carey. Hann
kemur til að skrifa þér. Það
að hann er hrifinn af þér.“
„Ó ég vildi óska, að ég
hefði aldrei komið hingað,“
sagði Elísabet kjökrandi.
„Það drepur mig næstum að
fara héðan aftur.“
I sama augnabliki hrökk
hún við og þagnaði. Það haf ði
heyrzt skrjáf í trjánum og
um leið kom maður í ljós.
„Góðan daginn,“ sagði
hann. „Eg er svo fegin að
hitta ykkur. Svo er nefni-
lega mál með vexti, að mig
langar til að spyrja ykkur
um dálítið."
Hvað gat það verið?
„Hm,“ byrjaði hann aftur.
„Eg hef heyrt, að þið séuð
búnar að taka ykkar próf
hér og hafið hugsað ykkur
að fara héðan.“
„Já, við förum á mánu-
daginn,“ sagði Elísabet alveg
rólega.
„Já — Holliday sagði eitt-
hvað í þá áttina. Haldið þið
— að ykkur líki plássið, sem
þið hafið fengið?“
„Það vitum við ekki, sagði
ég glaðlega, „ég vona>,, að
okkur komi til að líka það.“
„Já, sjálfsagt! Holliday
veit ekki — það er að segja
— ég meina — hann gæti
orðið reiður, ef hann frétti,
að ég hefði sagt nokkuð við
ykkur um það,“ sagði þessi
óskiljanlegi, ungi maður, „en
þetta er þó hans hugmynd
og — hm — ég get ekki
hugsað mér, hvernig hann
getur vitað um skoðun ykk-
ar, ef hann spyr ykkur ekki,
eða hvað?“
„Sþyr okkur um hvað?“
sögðum við Elísabet báðar í
einu.
„Jú, Holliday var að spekú
lera í, hvort þið kærið ykk
ur um að vera áfram hérna á
búgarðinum.“
„Hérna?“ át.ég upp eftir
honum. „En við erum búnar
að taka okkar próf.“
„Já, auðvitað, en Price
vantar fólk í staðinn fyrir
tvo af mönnum hans, sem
kallaðir hafa verið í herinn.
Og svo datt Holliday í hug
— að — hm — að fyrst þið
eruð svo ánægðar hérna og
ykkur hefur gengið svo vel
prófið — já — þá væri
kannske hægt að koma þessu
svo fyrir. En það er náttúr-
lega undir því komið, hvort
þið viljið vera héma áfram.
Viljið þið það?“
um daglega hitta kaptein
Holliday. Hvernig átti ég að
gleyma honum og reka hann
á burt úr huga mínum, þeg
ar ég gat átt á hættu að
hitta hann daglega.
En er Fielding nefndi það,
að við yrðum kyrrar, hafði
ég séð, -að birti yfir Elísa-
betu, og ég vissi vel, hvað
hún hugsaði, og þess vegna
flýtti ég mér að ákveða mig.
„Nú, já, ef það er hægt
að koma því þannig fyrir, að
við getum báðar verið hér,
þá vildum við það helzt.“
Eg sá, að Elísabetu létti
við þetta, en Fielding ofursti
— hvað hugsaði hann og
hvað fannst honum? Hafði
hann hug á því, að vinkona
min yrði hér kyrr, eða stóð
honum á sama? Var það
hann eða kaptein Holliday,
sem hafði átt hugmyndina
að þessu? Það var mér mik-
ið umhugsunarefni eftir á.
13. KAPÍTULI
Öllum þessum spumingum
var ósvaraði hálfum mánuði
seinna.
Þá höfðum við Elísabet
haft fasta vinnu hjá vini okk
ar Price, en við bjuggum
samt áfram í bragganum
eins og áður.
Nú rann sá dagur upp, sem
var einn hinn merkilegasti í
annálum búsins. — haust-
hirðingadagurinn.
Eg kem aldrei til að
gleyma, hvað mikið var um
að vera. Það var óskaplegur
hiti. Ekkert ský á himninum,
nautgirpimir leituðu forsæl
unnar undir trjánum eða óðu
út í ána eða tjömina og sóp
uðu flugunum burt með hal-
anum.
Nú um hádegið kom Price
inn. Hann hafði ekki unnt
sér nokkurrar hvíldar frá
því um morguninn. Hin bláu
augu hans voru fjörleg og
athugul.
„Loftvogin fellur," sagði
hann, „rétt áðan heyrðust
þrumur í f jarlægð. Vitið þið,
hvað ég held? Eg held, að
það verði kapphlaup milli
okkar og óveðursins um það,
hvort við komum heyinu inn
á undan því.“
Konan hans leit upp og
sagði virðulega:
„Þá verðum við öll að sam
eina krafta okkar, til þess
að það verði hægt.“
Price og gleypti í sig mið-
dagmatinn. „Eg ætla að
vita, hvort ég fæ ekki ein-
hverja af þessum lítið særðu,
á spítalanum til að hjálpa til.
Og við verður að fá allar
konur vinnumannanna til að
hjálpa til líka. Þú verður að
segja þeirn það kona, að þær
skuli leggja allt annað frá
sér og koma með smábörn-
in með sér, þau geta fengið
eitt hornið af enginu til að
leika sér í, meðan við vinn-
um.“
Frú Price fór út til þess
að ná í þá, sem vildu gefa
sig fram, og við, vinnufólk-
ið, flýttum okkur af stað.
Það leit út fyrir, að helming
urinn af íbúunum í Carey
væri saman kominn á hinu
stóra engi og ynni nú eins
og þrælar.
Meðan við þræluðum þarna,
varð loft æ þyngra og mollu
legrá. Öveðrið færðist hægt
nær.
Eg rakaði og tók varla
eftir tveim mönnum, sem
unnu þarna snöggklæddir
með uppbrettar ermar. Það
voru þeir kaptein Holliday
og Fielding ofursti.
Óveðrið færðist æ nær, en
við héldum áfram.
„Við verðum á undan því,“
sagði frú Price um leið og
hún gekk fram hjá mér og
við höfum jafnvel tíma til að
fá okkur tebolla.“
Fiskveiðideifan
Framh. af 1. síðu
ir hér heima haldi pað, og það
er erfitt að henda í þá „fréttá-
tilkynningu11 og ætlast til að
þeir prenti þær, án þess að sjá
með eigin augum staðreyndir.
Þetta verða íslenzkir aðilar að
gera sér Ijóst og það þegar í
stað.
Þá ber stjórninni líka að kvik
mynda eftir föngum þau tilfelli
þegar herskip Breta trufla starf
landhelgisgæzlunnar okkar. Flug
vélar og lærðir kvikmyndarar
eiga að vera viðbúnir án augna
bliks fyrirvara að fljúga á mið-
in. Þessar myndir á að sýna —
fá fréttamyndaþjónustuna til
að sýna smákafla um baráttu
þjóðarinnar. Það er ekki nóg
að bíða og kvarta eins og
smábörn, haldandi að „mamma“
bjargi málinu, Okkur ber að
rísa upp á afturlappirnar og rífa
kjaft — því við förum með rétt
lætismál og þurfum enga misk-
unn.
Málið verður aldrei unnið án
þess að kynna íslenzka málstað-
inn. Bretar eru engir viðvaning-
ar eins og við en hafa aldalanga
æfingu í að „settla“ mál, sem
óvænlega horfðu í fyrstu fyrir
þá. Þeir fara sér hægt, en
þegja og spara engan skilding.
Ríkisstjómin ætti jáfnvel að
fá lærða áróðursmenn til að
koma okkar málstað á réttan
vettvang. Við höfum g-ert niargt
vitlausara en það, og nú er tit
er ég viss um. Eg er viss úm,
En að vera hérna áfram,
þýddi það, að ég mandi næst
„Já, allir á búgarðinuhi
mikils að vinna ella tapa þvf,
vérða að hjálpa til,“ sagðisem þjóðin lifir eklci án.