Mánudagsblaðið - 07.03.1960, Síða 8
OR EINU I ANNAD
Bjargráðin - Vinsæll söngvari - Misrélti skálda -
Bruðlað með skaulasvell - Úr blaðaheiminum -
Danspar í Lido - Forsetakosningarnar
Jæja, nú eru viðreisnarráðstafanir stjómarinnar
farnar að segja til sín og sparnaður „flæðir“ yfir
j landið. Sjoppueigendur og turnastjórar eni farnir að
segja upp stúlkum og farnir að vinna sjálfir áfeamt
fjölskyldum sínum við afgreiðslu. Ýmsir kaupmenn
hyggja á að taka upp sömu háttu og er þetta allt
j til batnaðar.
j
j
■<
rk';
í
\
\
Í
I '*
|
1
i
- »■
Leikhúskjallarinn hefur ekki aðeins fengið fallega
söngkonu heldur nýjan söngvara, sem gerir stormandi
lukku einkum meðal kvenna. Sá hinn ungi maður
heitir Hrafn (Mel Ferrer) Pálsson prýðissöngvari og
mímikker, sem hlýtur klapp og augnaskot hvert
kvöld. Allir meðlimir Leiktríósins eru ágætir, vel
æfðir og skemmtilegir, ekki sízt ungfrú Svanhildur
Jakobsdóttir, sem keppir stíft við Hrafn í vinsæld-
um. Það er kominn tími til að söngvarar okkar og
hljómsveitarmenn tapi líkfylgdarsvipnum.
Gaman væri að fá skýringu á því hversvegna rithöf-
undar sem skrifa skáldsögur fá 75 þús. krónur í
verðlaun, en leikritahöfundar aðeins kr. 30 þúsund.
— Vissulega er hér um yfirsjón að ræða, eða halda
þeir að það sé minna erfiði og snilld að rita leikrit
en sögu? Ef svo er þá ætti Menningarsjóður og aðrir
viðkomandi aðilar að skoða hug sinn aftur. Þetta
fyrirkomulag er mjög óréttlátt, einkum þar sem
ríkissjóður, en ekki einkastofnun á í hlut.
Gæti Geir Hallgrímsson borgarstjóri upplýst hve
mikið Reykjavíkurbær sparar á því að láta Melavöll-
inn reka skautasvell 600 metrum frá Tjörninni í
Reykjavík? Þarna vinna ca. 10 menn við að halda
við svelli á vellinum með ærnum kostnaði bæjarins
þegar 2 gætu auðveldlega haldið við enn betra svelli
á Tjörninni. Svona helvítis bruðl á að banna og Bitur
það næst Geir að binda endi á þennan ósóma
.•-----------------------------
Dagbláðið Vísir er 50 ára á þessu ári og sagt að
miklar breytingar séu í vændum. Gunnar Schram á
að verða einn af ritstjórum blaðsins og Blaðaútgáfan
Vísir h.f. hefur fest kaup á lóð neðst vife Suðurgötu
þar sem byggja á yfir blaðið .... Frjáls þjóð skipti
um ritstjóra um helgina. Jón Helgason hætti en Gils
Guðmundsson og Jón úr Vör tóku við a. m. k. fyrst
um sinn. Blaðið fékk í sama mund nýtt baráttumál
— ,gjaldeyrisyfirfærslu námsmanna“, sem ríkisstjórn-
in hefur réttilega skorið niður. Ef vel væri ætti nð
endurskoða allt skólakerfi landsins og stöðva það
bruðl, sem þar er að finna.
Lido fær nýja skemmtikrafta n. k. fimmtudag, cn
það er dansparið Jean and Aurel, sem nýlega lauk
6 mán. sýningu á Brooadway New York, en hefur
líka sýnt í Brasilíu, París og víðar .... Þá hefur Lido
framlengt samningi við ungfrú Valerie Shane um 14
daga vegna mikilla vinsælda.
•----------------------------
Fjör ætlar að verða í næstu forsetakosningum.
Pétur Hoffmann Salomonsson hefur nú gefið út bækl-
ing — Og nú vinna smádjöflar á mér — þar sem
hann lýsir baráttuaðferð andstæðinga sinna er hann
j hugði á framboð í síðustu kosningum. Er þetta hressi-
lega ritaður bæklingur og ekki talað utan að hlutun-
um .... Þá upplýsir Alþýðublaðið að Eggert Stef-
ánsson sé albúinn að taka við forsetaembættinu, sg
jafnframt að Thor Thors, ambassador og Gunnar
Thoroddsen, fjármálaráðherra séu ekki fráhverfir
hnossinu.
Væntanlega gefa allir þessir aðilar út bæklinga cins
og Pétur svo að þjóðin viti hvern kjörgripinn hún á
að kjósa þegar til kemur.
Mánudagur 7. marz 1960.
Á að Ieggja verzlunarstéttina niður?
Mónudags-
þankar
Framhald af 3. síðu.
svipaðri verkfallsöldu og
þeirri, sem reið jiir 1955.
Vafalaust hafa kommún-
istar í Dagsbrún hug á
því að koma af stað verk-
föllum, en spurningin er,
hvort það tekst. Vafalaust
verður beðið þangað til
verðhækkanirnar, sem von
er á, eru komnar áð veru-
legu leyti í ljós og óá-
nægjan með ýmislegt far-
in að magnast, og fer það
þá eftir því, hvernig kaup-
in gerast á eyrinni, hvort
unnt verður að Íí)'a fólki
út í stórkostleg verkföll.
Þetta er óráðin gáta, sem
framtíðin verður að Ieysa
en ]jví er vafalaust
hægt að slá föstu, að jarð
vegur fyrir verkföll er
eltki samsvarandi nú eins
og hann var 1955.
Rannsóknar-
lögreglan
Framhald af 1. síðu
rétt til að vita. Það sýnir ó-
venjulega hlutdrægni i garð
þeirra, sem þar eru kallaðir fyr-
ir. Smáþjól'ar fá engin grið, en
þeir stóru eru jafnvel verndaðir
frá umtali og fréttum.
Dómsmálaráðherra núverandi
ætti nú þegar að hefjast handa
um endurskipulagningu sakadóm
araembættisins. Núverandi skipu
lagsleysi og menntunarleysi inn-
an stofnunarinnar er að verða
hættulegt. Þegar innan stofnún-
arinnar sitja menn í stórum
embættum, sem voga sér að
fullyrða að þeir standi jafnfætis
Scotland Yard og láta svona
rembing, fáfræði og heimsku
eftir sér í blöðunum, þá er eitt-
hvað meira en litið að í stofn-
uninni.
Nýju verðlagsákvæðin vekja
undrún og umtal, en kaupmenn
og innflytjendur standa furðu
losnir og vita ekki sitt rjúkandi
ráð. Meðan vinstri stjórnin sál-
uga fór með völd, voru gildandi
hámarka(álagningarákvæði, sem
vænta mátti úr þeirri átt mjög
skorin við nögl, og var því
stöðug barátta af hálfu verzlun
arstéttarinnar að fá þau leið-
rétt. Sú barátta leiddi til þess,
að á árinu 1958 fékkst örlítil
hækkun á hámarksálagningu í
smásölu og heildsölu. (Tilkynn
ing innfl. skrifst. nr. 20, 1958).
Fóru þó kommarnir (Lúðvík
Jósepsson) með viðskiptamálin
þá.
Þegar kratastjórnin var mynd
uð og Gylfi Gíslason vai’ð við-
skiptamálaráðherra, voru tekin
5% af. hinni naumu álagningu
frá kommatíðinni, bæði í heiid-
sölu og smásölu. Hélzt svo út
það árið (1959) og þar til 23.
febrúar s.l., að hámarksálagning
var að meðaltali skoxún niður
um 20% til 25% i lxeildsölu og
lækkuð um sömu prósent tölur
í smásölu, með tilskipun innfl.
skrifst. No. 2, 1960. Rétt til að
gefa dæmi um, hvernig þessi
álagningarlækun lítur út í
praxís hjá heilverzlun, má
nefna „Heildverzl. Gylfi Gísla-
son & Co.“ (sem raunar er ekki
til) en hefði hún starfað 1959
og selt fyrir 10 milljónir, þá
hefði brúttó ágóði orðið um 1
milljón, en eftir árið 1960 verður
brúttó ágóði með sömu sölu um
kr. 775.000.00. Almennt er við-
urkennt af Öllum, sem nokkurn
snefil hafa af þekkingu á innfl.
verzlun ,að kostnaðuxlnn sé í al-
minnsta lagi 10% af umsetningu
enda mun jafnvel Lúðvík Jós-
epsson hafa áttað sig á því, og
þess vegna leyft eins og fyrr
greinir örlitla leiðréttingu á há-
marksálagningu í sinni ráð-
herratíð. Ef við tökum smá-
söluvei-zlun, sem seldi árið 1959
fyrir 2 milljónir, hefði brúttó-
ágóði oi-ðuð um 400 þús. kr., en
árið 1960 verður brúttóágóði af
sömu umsetningu um kr. 310
þúsund. |
Ái'in 1953 og 1959 voru síður
en svo hagstæð fyrir verzlunar-
stéttina, enda vart við því að
búast undir þeim stjórnarherr-
unum Hermanni (1958) og Emil
(1959). Hins vegar hefðu xnenn
ekki ætlað að óreyndu, að það
yrði þrengt að kosti vei'zlunar-
stéttai'innar er við stjórnartaum
unum tæki Ölafur Thors. Nú
hefur þó það skeð, að með éinni
lílilli tilskipun dags. 23. febrúar
1960 er af verzlunarfyrirtækjum
tekinn nálega fjórði partur af
þeirra brúttó tekjum, og er þá
þó miðað við sömu umsetningu
og fyrr, en hún hlýtur að
minnka að krónutali vegna mink
andi kaupgetu. Mér vérður á að
spyi-ja: Er það til þess verks,
sem rnikill hluti vei’zlunarstéttar
innar hefur fylgt Sjálfstæðis fl.
í gegnum þykkt og þunnt und-
farna ái'atugi?
Margt má um þetta segja
fleira, en þeir, sem við frjálsa
verzlun hafa fengizt, fá ekki
þetur séð, en að hér séu stjórn-
arvöldin vívsitandi að drepa nið
ur allt einkaframtak í verzlun
,og viðskiptum. • * :
Kaupsýslumaður.
Ræningjarnir Kasper - Jesper og Jónalan
Þessi teiknimynd er eftir Halldór Pétursson o°' er af hinum vinsælu ræningjum Kasper
— Jesper og Jónatan úr leikritinu „Kardemommubærinn,“ sem Þjóðleikhúsið sýnir
við mikla hrifningu hjá ungu kynslóðinni. Leikritið hefur nú verið sýnt 24 sinnum á
röskum mánuði og ávallt fyrir fullu húsi. Ræningjarnir eru leiknir af Ævari R. Kvar-
an, Baldvini Halldórssyni og Bessa Bjarnasyni.