Mánudagsblaðið - 14.03.1960, Blaðsíða 3
Mánudagur 14. marz 1960
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
3
MANUDAGSÞANKAR
Jóns Meijkvíkimgs
Um að „rbreima út
í loffið"
Fyrir stuttu kom út
nýtt hefti af „Stefni“.
Þetta er prýðilegasta rit.
Þama kemur t. d. einhver
ungur maður með grein
um sögusiíoðanii' Pirenn-
•ets, en é‘g miimist þess
ckki að liafa séð þessa
merka sagnfræðings og
kenninga liaus getið fyrr
á íslenzku. Sitthvað fleira
er læsilegt í ritinu.
En eitt var þarna, sem
vakti þó sérstaka athygli
af ýmsum ástæðum, en
það var kveðskapur Matt-
híasar Jóhannesen. Eg
vil segja það strax, að
mér sýnast öll sólarmerki
benda til þess, að þetta
skáld hafi sjálfstraust úr
hófi, sem svæfi gagnrýni
hans, og til viðbótar hefur
hann svo verið teygður
með oflofi á eyrunum, en
því miður liefur ekkert
lengzt nema eyrun.
Smekldeysi og óvand-
virkni einkerina þessi
Stefniskvæði Matthíasar.
Kvæðin eru gerð af lítilli
vandvirkni. Líkingarnar
eru víða glannalega smekk
lausar, eins og þegar
skáldið talar um konu,
þar sem hann segir:
— „svo fórstu með æsku
hennar
á fund konunnar með
góma hálli en olía
vaktir í skauti hennar
unz það opnaðist eins og
gin af úlfi.“
Hvaða mynd sér nú les
andinn fyrir sér, þegar
talað er um, að skaut kon
unnar opnist eins og gin
á úlfi? Það er heldur
{íokkaleg líking að tarna!
Og ekki verður séð, hvað
unnið er við að lirúga orð
um saman á þennan hátt.
Þá bregður Matthías
fyrir sig kiljönskum
rassaköstum í smekkleys-
unum eins og í þessum
Ijóðiinum:
„— læðast yfir sinugidt
lauf í garðinum
og breima út í myrkrið,
eins og kötturinn Högni.“
Það fer ekki hjá því, að
sú hugsun Iæðist að
manni, að þessi og þvílík
„skáld“ með gæsalöppum
séu að „breima út í myrkr
ið“. Það má vel vera, að
Freud hefði fimdið ein-
hverja kynlífs-ástæðu fyr-
ir því, að menn væru að
yrkja á svo meiningarlaus
a n,en sóðalegan hátt. Það
j má vel vera, að Matthías
þyrfti að ganga meira til
kvenna en liann gerir, og
að íslenzkar bókmenntir
mundu þá losna við
nokkra dökklita .bletti, því
framlijá því verður ekki
gengið, að þessi og þvílík
iðja er blettur á íslenzk-
um bókmenntum.
Það er næstum þakkar-
vert, þegar „skáld“ eins
og M. J., sem ekkert hirða
um smekli, list eða fegurð
yrkja hreina dellu, eins og
t. d. þetta:
„Hákon kóiigur hét á
menn
að lialda jól að nýjum sið
en liefja ei um hökunótt
liafta beiðis jólafrið.“
í öllum bænum, meira
af þessu, Matthías —
meira af saklausri, alveg
sjónlausri dellu, en lé'ttu
af olckur smekkleysinu,
listleysinu og öllu þessu
miðnæturbreimi.
Misrsikníngur
Það muu vera rétt, sem
Þjóðvijinn sagði á dögun-
um, að sérfræðingar ríltis-
stjórnarinnar úr hagfræð-
ingastétt misreiknuðu sig
all mjög um daginn, þegar
þeir voru að áætla sölu-
skattinn. Þessi misreikn-
ingur var fólginn í því, að
liagfræðingarnir gleymdu
því, að söluskatturinn
reilmast ekki af innflutn-
ingi alls ársins, vegna þess
að lögin taka ekki gildi
fyrr en 2—3 mánuðir eru
liðnir af því. Þar af leið-
andi var þarna um
skekkju að ræða, sem mun
aði um 100 milljónum,
hvað söluskatturinn hlaut
að verða minni, vegna
þeajs að lögin taka svo
seint gildi. Þetta voru
vissulega hin hrapaleg-
ustu nýistök, sem áj að
bæta upp með bráðabirgða
ákvæðinu við söluskatts-
lögin, til þess að vinna
upp þetta tap.
Það mim ekki geta tal-
izt ofsagt, þó þvi sé hald-
ið fram, að hér sé um
nokkuð liroðvirknisleg
vinnubrögð að ræða, og
væri óskandi, að þau
hefðu ekki víðar verið við
höfð. Það fer ekki lijá því,
að slíkt og annað eins hlýt
ur að veiltja nokluið
traust manna á þeim ráð-
stöfunum, sem verið er að
gera, því þær byggjast
allar á útreikningum og
staðhæfingum þeirra sömu
liagfræðinga, sem þarna
hafa misreiloiað sig um
100 milljónir.
Margir hafa sagt, að
það væri ætíð varhugavert
að leggja of mikið vald íj
liendur mönnum, sem ein-
göngu hafa fræðilega
þekkingu á búskap lands-
ins, en liafa aldrci raun-
verulega tekið þátt í lion-
um sjálfir, og þekkja þess
vegna ekki ýmsar aðstæð-
ur og þá sérstaklega
margt, sem viðkemur sál-
rænni afstöðu manna til
eins og annars. Það er til
dæmis eklí iefamál, að
verðhækkanimar nú
munu verka á ýmsa eins
og sjoldí, þannig að þeir
missa alla tilhneigingu til
að kaupa nokkuð, og það
mun sannast, að innflutn-
ingur og umsetning vöru
í landinu mun minnka
miklu stórkostlegar held-
ur en um þau 20%, sem
liagfræðingarnir gera ráð
fyrir. Hér kemur margt
til greina. Fyrst ]>að, að
kaupgetan minnkar stór-
kostlega, og svo í öðru
lagi hitt, að með ýmsum
meðulmn er kreppt svo
mjög að verzluninni, að
liún mun eiga mjög bágt
með að flytja inn suma
vöruflokka vegna þess,
hve hin fyrirskipaða álagn
ing er lág. Segja reyndir
verzlunarmenn, að fyrir-
sjáanlegt tap sé á inn-
flutningi ýmissa vöruteg-
unda og sé' þá ekki um
annað að ræða, en liætta
við að flytja þær inn. Er
hér um ýmsar nauðsynjar
að ræða, Sagt er, að farið
sé að bóla á þessu nú þeg-
ar og hafi til dæmis um
daginn einn innflytjandi
hætt við að kaupa til
landsins all-stóra send-
ingu af gúmmískófatnaði,
sem var að fara af stað,
af þeim ástæðum, að fyr-
irsjáanlegt tap var á þess
um kaupum vegna opin-
berra aðgerða.
Vafalaust gera liagfræð
ingar of lítið úr ýmsu, sem
álirif hefur í sambandi við
svona víðtækar ráðstafan-
ir, eins og hér er um að
ræða og það má ótrúlegt
lieita, ef ekki verður ein-
hver misreikningur þar,
þó ekki sé í tölum heldur
í því, að gért er ráð fyrir
annarri útkomu, öðrum á-
hrifum af ráðstöfununum
heldur en þau runverulega
verða, þegar út í lífið kem
ur.
Sameining
Því miður verður ekki
sagt það sama um okkur,
eins og sagt var um Breta
forðum, að „þegar bíður
þjóðarsómi, þá á Bretland
eina sál.“ Þetta sannast á-
þreifanlega í átökiuulm,
sem nú eru um efnahags-
málin, þar sem í rauninni
allir verða að viðurkenna
þann voða, sem var fram-
undan, en flokkarnir
ganga þó hver á móti öðr-
um til leiks á hinn harð-
vítugasta liátt. Það hefði
Framhald á 8. síðu.
Vorfrakki.
Þingmenn frá Suðurríkjum Bandaríkjanna hafa nú talað
látlaust í hálfan mánuð, dag og nótt, til að koma í veg fyrir
samþykkt frumvarps um aukin réttindi svertingja. — Mynd-
in er frá Bandaríkjaþngi.
Bandaríkjamenn og Rússar halda áfram eldflaugakapp-
hlaupi sínu og ný og ný gervitungl eru send út í geiminn.
Bandaríkjamenn skutu því síðasta á loft á föstudaginn.
Þessu fylgir jafnan ógurlegur gauragangur og áróður af
beggja hálfu. Myndin hér að ofan var tekin í Moskvu þegar
Rússar skutu síðustu geimflaug sinni á loft og sýnir borgar-
búa þar kaupa blöðin með lýsingu af furðuverkinu.