Mánudagsblaðið - 14.03.1960, Blaðsíða 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 14. marz - 1960
Bl&Ó fynr edU
BiaSiS kemur út á mánudögum. — VerC 3 kr. 1 lausasðlu.
Ritstjórl og ébyrgðarmaður: Agnar Bogason.
Aígreiðsla: Tjarnarg. 39. — Sími ritstj. 1349«.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.í.
Jónas Jónsson, frá Hriflu;
„í veldi Danakonungs“
Sumarið 1939 kom Stauning
forsætisráðherra Dana í heinv
sókn til íslands og dvaldi hér
hálfan mánuð. A þeim tíma hafði
hann tal af flestum ráðamönn-
um íslenzkra stjórnmála og spurð
ist fyrir um vilja þeirra og áform
varðandi sambúð íslendinga og
Dana, Honum lék mestur hugur
á að vita hvort ekki væri hægt
að framlengja sambandssáttmál-
ann litið eða ekki breyttan en
ef það tækist ekki vildi hann
bjarga konungssambandinu. Þá
var metnaði Dana og konungsætt
arinnar borgið.
Þegar Stauning kom' heim
hittu blaðamenn hann brátt að
' máli og spurðu tíðinda. Hann lét
vel yfir horfunum, varðandi sam
búð íslandinga og Dana. Hann
bjóst við litlum breytingum á
sambandinu enda vissi hann ekki
um nema einn íslending sem
vildi skilnað eða „den fulde fri-
hed.“ Stauning bjóst ekki við
neinni hættu fyrir samband land
anna af sérstöðu ems manns allra
sízt af því að samherjar skilnað-
armannsins höfðu sagt gestinum
að maður þessi nyti litils fylgis
í flokki sínum og þá að likindum
enn minna hjá andstæðingum.
Stauning var hagsýnn og glögg
ur maður. Honum var fullljóst
að ef Danir gátu viðhaldið kon-
úngssambandinu væri ísland enn
sem fyrr dönsk hjálenda. Skiln-
aður landanna og annað ekki gat
veitt íslendingum hið fulla og
lengi þráða frelsi.
Málið horfði allt öðru vísi við
heldur en Stauning og veizluvin-
ir hans töldu rétt vera. Sumarið
1908 hafði íslenzka þjóðin fellt
naeð miklum atkvæðamun tillögu
Hannesar Hafsteins og skoðana-
bræðra hans um að ísland skyldi
talið frjálst land í veldi Dana-
konungs. Fjórir þjóðfrægir menn
stóðu fremstir í þeirri fylkingu
sem barðist móti þessari lausn
málsins 1908 og 1915. Skúli Thor-
oddsen, Bjarni Jónsson, Bene-
dikt Sveinsson og- Sigurður Egg-
erz. Æska landsins var einhuga
i stuðningi við málsvörn þessara
foringja. Skilnaður og lýðveldis-
myndum var lokatakmark þess-
ara manna. Enginn þessara fjór-
menninga hvikaði síðar á ævinni
frá fylgi við skilnaðarhugsjón-
ina.
Bók Jóns Krabbe um sam-
skipti íslendinga og Dana í hans
löngu starfsmannstíð er þýðing-
armikið verk. Gildi bókarinnar
ei sérstaklega fólgið í þvi að
h ifundurinn sannar svo að ekki
verður tun deilt að íslendingum
var engin framavon að búa í
veldi þjóðhöfðingja sem hafði
óbeit á landi þeirra og allri ís-
lenzku þjóðinni. Síðar hefir kom-
ið í ljós að dönskum stjórnmála-
mönnum var lítjð gefið um að
vitneskja um viðhorf Danakon-
ungs verði heyrum.kunn í Dan
mörku. Birtist nýverið í Politiken
hófleg og sannorð grein um bók
Krabbes og rétt sagt frá efni
hennar. Var blaðið þá kallað inn,
greinin tekin burt og marklaust
efni sett í staðinn. Kom þar enn
ný sönnún fyrir nauðsyn lýðveld
ismyndunar á íslandi.
Bók Krabbes verður aldrei full
þökkuð en ekki má gleyma því;
að hún lýsir aðallega skilnaðar
viðhorfinu eins og höfundur
kynntist því utanlands. Hann
rómar mjög ýmsa kunnustu
stjórnmálamenn þjóðarinnar fyr-
ir framkomu þeirra einkum er-
lendis. Sú lýsing á vel við um
feril þeirra allra, nema skipti
þeirra við danska konungsvaldið.
Þeir voru góðir íslendingar en
þeir vildu sætta sig við að þjóðin
væri staðsett í „veldi Danakon-
ungs“. Þetta kom fram í fylgi
þeirra við uppkastið 1908 bg
nokkrum árum síðar við ,grút-
inn“ og „bræðinginn". Einn af
þessum mönnum taldi konungs-
sáttmálann bindandi fyrir ís-
lendinga. Nokkrir þessara góðu
manna trúðu fjarstæðunni um að
hvítbláinn væri grískt flagg.
Þessvegna var hugsjónafáinn
lagður í grofina og fáni landsins
á ekki fánaljóð.
Jón Krabbe hefir ekki nægi-
lega samúð með þeim fjórmenn-
ingum, sem biluðu aldrei í frels-
isbaráttunni við Dani. Þeir stóðu
að baki fullveldiskröfunni sem
varð undirstaða sáttmálans 1918.
Ef þeir hefðu svignað og sætt
sig. við að gera þjóðina persónu-
legt handbendi Kristjáns X. og
hans eftirkomenda hefði Island
fengið að vera dönsk hjálenda
um ókomin ár. Vafasöm er skýr-
ing höfundar á aðstci5u Jóms
Sveinbjörnssonar. Hann var vit-
anlega konunghollur mjög en ís-
lendingar höfðu sett hann í skot
gröf þar sem hann varð að haf-
ast við fyrir þjóð sína. Væntan-
lega verður dagbók konungsrit-
ara birt síðar. Þar munu koma
fram enn gleggri myndir heldur
en í riti Jóns Krabbe um lífs-
möguleika íslendinga í skugga
danska konungsvaldsins.
Jón Krabbe lætur glögglega
koma í ljós að margir þeir skör-
ungar sem komu til Danmerkur
Framhald á 7. síðu.
Kvartettinn: Kristján
Elly — Óðinn og Jón Sig'.
(Photo: P. Thomsen kgl. ljósm.).
Hefur sérstakan áhuga á S.- Amerísk-
um söngvum — og lærir spönsku
Ræff við Elly Vilhjálms og KK — Sungið í Morokko
Það var lengi vel skoðun hér
á landi, að islenzkar söngkonur
myndu seint eða aldrei standa
jafnfætis stallsystrum sínum
ytra, og enn má muna er erlendir
hljómlistarmenn stjórnuðu ís-
lenzkum danshljómsveitum hér
í Reykjavík.
Sú staðreynd að íslendingar
hlusta hundraðfalt meira á létt
dægur- og danslög, en hina á-
gætu klassisku músík, hefur kom
ið mörgum síðhærðum músík-
frömuðum í óeðlilegan skapofsa,
'og enn eru þeir, þó þeim fækki
árlega, er berjast vonlausu stríði
gegn vinsældum léttari tegundar
hljómlistar — þótt aðalmenn í
jafn-göfugu fyrirtæki og sinfoníu
hljómsveitinni, séu þeir sömu
sem hafa arðbæra atvinnu af að
leika dans- og dægurlög.
Ein af ungu söngkonunum sem
hér hefur náð miklum vinsæld-
um er Elly Vilhjálms, söngkona
hjá KK-sextettinum undir stjórn
Kristjáns Kristjánssonar. Fimm
kvöld vikunnar syngul' Elly með
sextettinum í Þórscafé, en hún
hefur sungið víða annarsstaðar
bæði í Reykjavík og sveitinni —
jú ytra líka, í tveim heimsálfum.
Þegar vér komum í Þórscafé
um 4-leytið s.l. fimmtudag stóð
einmitt yfir skemmtilegasti þátt-
ur sérhverrar atvinnugreinar.
Það var verið að borga út og all-
ir í sólskinsskapi, en æfingar
höfðu staðið yfir frá hádegi.
Elly er dóttir Hólmfríðar
Oddsdóttur úr Höfnum syðra og
og Vilhjálms Hinriks Jónssonar,
alin upp „innan um þorskhausa"
eins og flestar íslenzkar stúlkur
úr fiskiþorpum.
Sungið lengi Elly?
Já, um það bil 4 ár, síðastliðin
tvö ár með KK, en svo var ég
rúmlega ár með Orion-kvintett-
inum, en auk þess fórum við í
sex mánaða ferðalag til Þýzka-
lands og frönsku M'arocco, þar
sem við skemmtum á skemmti-
stöðum hersins.
Erfið vinna?
Já og nei, ég hefi gaman að
því að syngja, get ekki hugsað
mér annað, ennþá að minnsta
kosti, dásamlegt að vinna með
hljómsveitinni og gestir ágætii’.
Mikil aðsókn?
Já mjög mikil, yngra fólk að-
allega, en þó skiptist það eftir
dögum, að hingað kemur fólk á
öllum aldri.
Gestir ágengir?
Nei, alls ekki. Það kemur fyr-
ir að þeir bjóða manni til sin að
borði, eða út, en það er svo
algengt hér eins og annarsstaar,
að maður tekur lítið eftir því.
Syngurðu nokkur sérstök lög?
Sérstök lög — nei — KK og
gestirnir ráða. — Kristján, sem
setið hefur hjá okkur — leit nú
til okkar og sagði: Þú mættir
minnast á Suður-Ameríkulögin.
Eg hef mikinn áhuga á suður-
amerískri músik, segir Elly, hálf
feimin, hefi alltaf haft áhuga
I á henni síðan ég fyrst heyrði
hana. —
Það kom nú uppúr kafihu að
það' var einmitt KK, sem Uþp-
götvaði Elly löngu áður en hún
gerðist atvinnusöngvari, svo ég
spurði hann hreinlega um S.-
Ameríku áhuga Ellyar.
Hún hefur, segir KK sérlega
mikla hæfileika til að syngja
suður-ameríska söngva, sem eru
mjög sérstæðir. Hún hefur lengi
haft áhuga á þeim, æft þá og
náð ágætum árangri. Eg vildi
gjarna, að hægt 'væri. að koma
því fyrir að hún kæmist þangað
um stundarsakir — og sjálf hef-
ur hún, upp á eigin spýtur, geng-
ið lengi í spönskutíma.
Spánskar bækur sem Elly hef
ur hjá sér á borðinu, sýna að svo
er, enda tími þetta kvöld í mála-
skólanum.
Sungið á plötur?
Nei, ekki ennþá. Eg hefi .fengið
mörg tilboð, en ennþá ekki haft
mig í það, fyrr en.nú er ég að
hugsa um það, velja lögin o. s.
frv. enda hafa upptökuskilyrðl
batnað.
Nokkuð á útleið?
Ekkert ákveðið — mig langar
til að skreppa til Spánar, þar
sem ég hefi verið áður. Eg kann
vel við fólkið og landið, músíkk-
ina og það allt saman, syo ekki
sé nefnt blessað sólskinið.
Varstu ekki í Ameríku?
Það getur varla heitið —
skrapp þangað í mánuð til vina
hjóna — en söng þó í tvö kvöld
í Cadillac-klúbbnum í Platts-
burgh, New York, bara að gamni
eins og gerist.
Elly Vilhjálmsdóttir er frið
stúlka sýnum, fallega vaxin, 24
ára itð aldri og „hlreyfir sig
prýðilega á sviði“ eins og snill-
ingurinn Pétur Thomsen, kgl.
ljósmyndari, orðar það, enda
klappa piltar — og stúlkur —
henni oftast lof í lófa, er hún
syngur á kvöldin.
Þórscafé er hinn vistlegasti
veitingastaður, bjartúr og rúm-
góður ,dansgólfið stórt og litaval
allt hið smekklegasta.
Eftir að hafa hlustað á lag ók-
um við Kristjár. og Elly í bæinn;
hún að lesa, hann niður í miðbæ,
en blaðamaðurinn að ritvélinni.
A. B.
K.K.-sextettinn og söngvarar. Frá v.: Jón Páll Bjarnason, guitar,
Jón Sigurðss., kontrabassa og útsetjari, Elly l ilhjálms, Óðinn ValdL.
marsson, söngvari, ICristján Kristjánsson, hljómsveitarstjóri og
Árni Sclreving vibraphone, obó og liarmonika.
(Photo: P. Thomsen kgl, Jjómi.).