Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 29

Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 29
Lifun 30 Dugleg að kaupa inn muni til heimilisins, hvað skemmtilegast að kaupa og hvar er skemmtilegast að kaupa? Það er auðvitað skemmtilegast að versla í Heima, og svo finnst mér skemmtilegt að kaupa blóm, bækur og ýmislegt fleira til að punta heimilið. Ef þú veltir síðasta ári fyrir þér – hvað var það sem þú keyptir helst til heimilisins? Ég held að ég hafi skipt út nánast öllu á síðasta ári og ég er enn að. Hefur þú augastað á einhverju nýju? Já, blaðagrind sem ég er að bíða eftir. Eða einhverju sem þú hefur ekki fundið? Ég er búin að leita lengi að fallegu rúmteppi. Uppáhaldsheimilistækið? Eldavélin mín. Þarfasta heimilistækið? Blandarinn fyrir ávaxtahristinginn okkar á morgnana. Hvar vildir þú búa ef ekki á Íslandi? Á Ítalíu. Uppáhaldslistamenn? Egill Eðvarðsson er í sérstöku uppáhaldi og get ég gleymt mér í landslagsmyndinni sem við eigum eftir hann heima. Svo er á dagskrá að eignast myndir eftir Húbert Nóa og ýmsa aðra listamenn. Uppáhaldshönnuður? Enginn einn sem kemur upp í hugann, þeir eru svo margir góðir. Besti tími dagsins? Þegar það er dimmt úti og hægt er að vera inni með kertaljós. innlit 30 lifun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.