Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 39

Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 39
Lifun 40 matur 40 lifun sneidd steik á salati með grillaðri papriku og parmesan Þunnt sneitt nautakjöt, í ætt við carpaccio, en grillað eða steikt sem þýðir að fleiri geta borðað! Borið fram í ferskasta salatinu og með grilluðum paprikum sem eru ótrúlegar. Góður réttur á hlaðborð eða þegar margir koma saman. 750 g nautakjöt að eigin vali, penslað með ólífuolíu salt og pipar 3 msk ólífuolía 2-3 msk sítrónusafi 3 rauðar paprikur, skornar í báta 3 hvítlauksrif, fínt sneidd 75 g rifinn parmesanostur 2 msk balsamedik 60 g brauðteningar eða 3-4 sneiðar af skorpulausu brauði, skornar í teninga klettasalat, blandað salat Setjið papriku og hvítlauk í ofnfast mót, hellið smá olíu yfir og grillið í 180 gráða heitum ofni í 30-40 mín. Takið úr ofninum og dreypið balsamedikinu yfir. Steikið eða grillið kjötið, í heilum bita, um 5-6 mín. á hvorri hlið er medium-rare, saltið og piprið. Takið af pönnunni og látið standa í um 30 mín. áður en kjötið er skorið í þunnar sneiðar. Hrærið saman olíu, sítrónusafa, smá salt og pipar, hellið yfir salatið og blandið vel. Ristið brauðteninga í heitri olíu þar til gullnir. Setjið nú salatið á disk, raðið kjötsneiðunum yfir, þá paprikunni. Hellið safanum af henni yfir kjötið og dreifið brauðteningum og parmesan yfir. (fyrir 4 sem aðalréttur, 6-8 með fleiri réttum). ferskt sítrónupenne með porcini- sveppum og furuhnetum Það verður alltaf að vera a.m.k. einn pastaréttur í ítalskri veislu sem þessari. Hráefnið hér er eins og púslað saman og myndar heild að lokinni eldamennsku. 300-400 g penne 2 msk smjör 2 hvítlauksrif, fínt sneidd 30 g porcini-sveppir 1 dl hvítvín 2 msk saxaðar, ferskar kryddjurtir að eigin vali 1/2 sítróna, safi og fínrifinn börkur 2 dl rjómi, einnig gott að nota sýrðan rjóma 50 g ristaðar furuhnetur 50 g parmesanostur salt, svartur pipar eða þurrkaður chilli-belgur Hellið 1 dl af vatni og hvítvíni í pott og látið sveppina malla á vægum hita í 20 mín. Takið þá úr pottinum, kreistið vökvann úr og geymið. Mýkið hvítlauk í smjöri. Setjið sveppina á pönnuna með hvítlauknum, látið mýkjast í 5 mín. Setjið kryddjurtir saman við, salvía og ítölsk stein- selja eru mjög góðar í þetta. Hellið 1 dl af sveppavökvanum á pönn- una og látið sjóða upp. Hellið sítrónusafa yfir ásamt berkinum, þá rjóma eða sýrðum rjóma. Smakkið til með salti og pipar. Mörgum gæti þótt gott að nota smá þurrkaðan chilli-pipar en þá er best að hræra hann saman við sveppablönduna á pönnunni áður en vökvinn er settur saman við. Hellið yfir soðið pastað, hrærið vel, blandið furuhnetum saman við ásamt parmesan og berið fram. (fyrir 4).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.