Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.12.1960, Síða 4

Mánudagsblaðið - 12.12.1960, Síða 4
MÁNITDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 12. des 1960 Bl&Sfynr alla = Blaðið kenuir út á mánudögum. — Verð 4 kr. I lausasölu. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. = — Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Sími ritstj. 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. .Illllllllllllllllillllllllllllllllllllilllllllillliillllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllií) Jónas Jénsson, frá Hriffu: Bókmenntir suður með sjó: - Útnesiamenn, Marina Sr. Jón Thorarensen er einn Æf kunnustu og vinsælustu prestum í höfuðstaðnum. Hann er þar að auki nafnkenndur og afkastamikill þjóðsagnafræðing- ur og rithöfundur. Meðan hann var á æskualdri í háskólanum var hann byrjaður að safna, rita og gefa út þjóðsögur. Siðan þá hefur Rauðskinna hans komið út ellefu sinnum og tólfta og síðasta bindið er nú í prentvél- inni. Frá þjóðsögunum var stutt leið yfir í skáldalandið. Sr. Jón 'hefur sarnið tvær skáldsögur sunnan með sjó. Útnesjamenn . 3949 og Marinu sem kom út fyrir nokkrum dögum. Báðar sögurnar gerast þar sem Hall- grímur Péiursson var lítt hald- inn sveitaprestur áður en hann flutti á Hvalfjarðarströndina. En þar hefur í tíð núlifandi manna verið • re'st dýrasta og mannkvæmasta fyrirtæki lands- ins, Keflavíkurflugvöllur. Sr. Jón er fæddur og uppalinn á þessum furðuströndum og nú hefur hann í sögum sínum hrugðið yfir byggðina listrænni birtu. Sögur hans tvær auka kynni þjóðarinnar á menningu sem lítt hefur verið ritað um af öðrum höfundum. Sr. Jón Thorarensen er list- rænn maður enda til þess bor- inn. Bjarni Thorarensen er langafi hans og karlleggurinn beinn frá þjóðskáldum. Til hinnar hl'ðar eru nákomnir ætt- ingjar skáldkonurnar Herdís og Ólína. Lítið eitt fjær er sr. Matthías Jochumsson, Theódóra Thoroddsen og MUggur. Elín dóttir sr. Jóns hfefur mynd- skreytt Marinu fagurlega. Sr. Jóni kippir í kyn til listrænna ættmenna sinna frá Vestfjörð- um í öllum athöfnum sínum, til kirkjunnar, í daglegri fram- komu, í þjóðsagnaritun og myndum sem hann dregur upp í bókum sínum af rismiklu lífi sveitunga sinna fyrr á tímum suður með sjó. Á tímum einokunar og ein- veldis var sjórinn við Suðurnes gullkista fátækrar þ'jóðar. Fiskurinn sótti þar að strönd- inni öld eftir öld. Sjósókn var -stunduð með atorku og harð- fylgi. Margir af dugmestu og harðfylgnustu mönnum á þess- ari gullströnd urðu vel efnum búnir, húsuðu bæi sína með myndarskap, lifðu með nokkr- um hætti yfirstéttarlifi, höfðu kröfulítið þjónustulið og íburð í veizkihaldi. Sögur Jóns suður með sjó Ást á rauðu Ijési herma frá æfintýrum, striti, sigrum og ósigrum stórbrotinna ^höfðingja áður en skútur og vélbátar ýttu til hliðar hinum traustu stórbátum Suðurnesja- manna. Sr. Jón styðst i lýsingum sínum við æskukynni við gamalt fólk í átthögum hans og við þjóðsögukemdar minn- ingar í sambandi við báta og byggingar fyrri tíma. Átökin í fjölskyldunum og milli stóru ættanna lifa örugglega geymd í hugum almennings áratugum og öldum saman Hjá þessum stórmennum suður með sjó er mannlífið allt í stórum sniðum, sk-apharka og óbilgirni við þá minni máttar, hreystin i sjósókninni, tryggðin í ástar- málum. Stórfelldast af ytri at- burðum í Suðurnesjasögunum eru veizlurnar þar sem ekkert er til sparað um ríkilætið, Þeir æskumenn sem halda að ætíð hafi ríkt sultur og sefra á heimilum forfeðranna geta lært mikið af því að kynna sér stör- hyggju og rausn öndvegishöld- anna sem frá er sagt í Útnesja- menn og Marinu sr. Jón Thorar- ensen. Söguhetjurnar úr bókum Nes- kirkjuprensts hverfa stundum beint inn í landssöguna og sanna þar yfirburði og ágæti. Árið 1870 gengur Anna Vil- hjálmsdóttir, glæsikona á Suð- urnesjum úr húsi föður og móð- ur í fullu óleyfi og banni stór- bóndans í Kotvogi og stígur í Njarðvíkum upp í bát hjá unn- usta sínum sr. Oddi Gíslasyni sem siglir með tilvonandi brúði beint til Reykjavíkur áður en hinn reiði faðir gtur komið við vörnum foreldravaldsins. Suð- urnesjamaðurinn Vilhjálmur í Kotvogi bognar ekki, heldur brotnar við ósigurinn og var liðið lík eftir nokkra . mánuði. J Sá sem þetta ritar hefur fyrir j 50 árum séð bregða fyrir suður ^ með sjó fögrum og virðulegum \ konum af ætt Vilhjálms í Kot- vogi sem minna á söguhetjur J. Thorarensen frá hinum þjóð- lega stórveldistíma útgerðar- skörunganna suður með sjó. Sr. Jón Thorarensen er síð- asti þjóðsagnahöfundur íslend- inga. Hann hefur ennfremur val ið sér það verkefni að flytja inn i bókmenntir þjóðarinnar minningar um þann heim suð- ur með sjó, sem tilheyrir ekki lengur jarðlífinu heldur minn- ingum og sögu. Þjóðsögur og Reykjavíkurdagbók ungfar stúlku sumarið 1960, — víst er það forvitnileg lesning. Fyrsta skáldsaga Hönnu Kristjánsdótt- ur er dagbók úr Reykjavíkur- lífinu, og mér finnst ekkert þvi til fyrirstöðu að trúa að sagan gerist í sumar. Persónur sögunn ar standa lesendanum flestar ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og er ekki örgrannt um að í svip þeirra sumra megi þekkja andlit kúnnra góðborgara. Þó skal það ekki sagt hinni ungu skáldkonu til lasts, frægari höf- undar hafa notfært sér það hrá- efni sem felst í söguhetjum hins raunverulega lífs. Enda hefur Hanna Kristjánsdóttir. skáldkonunni tekist að gæða persónur sínar lífi sem hefur sjálfstætt gildi á siðum bókar- innar og fólk nýtur Ástar á rauðu ljósi sem góðrar skemmti- sögu jáfnt þótt fyrirmyndir persónanna séu þeim ókunnar. Konur‘hafa jafnan lagt drjúg- an skerf til islenzkra bókmennta en hafa þó að mestu einskorðað sig við að plægja gamlan og þrautpíndan akur þar sem eru sveitalífslýsingar. Það er því fengur að fá hressandi sögu úr Reykjavíkuflífinu, nýja af nál- inni. Það er sýnilegt að Hanna Kristjánsdóttir þekkir sögusvið sitt, hún lýsir þessu unga fólki höfuðborgarinnar sem eldri kynslóðin tæpas't skilur. Það ætti því að vera fengur fyrir fullorðið fólk engu síður en yngri lesendur að kynna sér Ást á rauðu ljósi, ef það á annað borð vill kynnast hugsunar- hætti,, talsmáta og viðhorfi Reykjavikuræskunnar í dag. Svo maður tali nú ekki um ef eldri kynslóðin vill litast um í ,.partíum“ unga fólksins og komast að þvi hvernig ástar- fundir nútímaæskunnar fara fram. Eins og að líkurn Jætur er ó- tal margt sem betur mætti fara í þessari nýju skáldsögu, en hitt vekur þó furðu hversu ör- ugglega hin unga skáldkona heldur á pennanum, hversu lipurlega henni tekst að rekja söguþráðinn og byggja upp skemmtilega og spennandi sögu. Persónulýsingarnar eru skýrar og ljósar, flestar hverjar, hitt er annað mál hversu djúpt er kafað í sálarlíf fólksins. Auk söguhetjunnar sjálfrar, Maríu Sjafnar er Lína einna skemmtilegasta persónan, gerð af næmum skilningi og þekk- ingu, reykvísk nútimastúlka sem dundar við listnám i París í skammdeginu en duflar á skemmtistöðurB' Reykjavíkur langar sumamætur, fjörug og geðþekk stúlka þrátt fyrir mannlega bresti, og ósjálfrátt vaknar samúð lesandans er al- varan grípur í taumana og stöðv ar hina gáskafullu lífsþyrstu mey á skemmtibrautinni. María Sjöfn er að sönnu meiri per- sóna og hugstæðari en þó tel ég að Lína sé forvitnilegri mörgum lesendum, því hún er spáný per- sóna í íslenzkum bókmenntum. Stjúpfaðir Maríu Sjafnar er nokkuð slcýrt mótaður og lýs- ingin á ástleitni hans við stjúp- dótturina ágætlega ,,raffineruð“ þó að kaflinn um nóttina þeirra að hótel Bifröst sé ekki nægilega undirbúinn og ,,púkkaður“. I Málfar bókarinnar (kannski er . ofrausn að tala um stíl) er snið j ið eftir talsmáta Reykjavíkur- æskunnar í dag, laust við alla væmni og tilgerð og í fyllsta máta í takt við ys og þys borg- ! arlífsins. Titill bókarinnar er ' gripinn beint úr götumenningu 1 höfuðborgarinnar, rauða um- ^ ferðarljósið er orðið að skáld- legu tákni engu síður en norð- urljós og leiftrandi stjörnublik nítjándu-aldar skáldanna. Að öllu samanlögðu er gaman að fá skáldsögu eins og Ást á rauðu ljósi upp í hendurnar, þrátt fyrir marga og augljósa galla er hér fullgild heimild um hugsunarhátt og líferni þesss fólks sem nú er að vaxa úr grasi og baráttu þess við vanda- málin. J. BILASALAN Klapparsfig 37 áelur bílana. Mesta úrvalið. Hagkvæmustu greiðsluskilmálarnir, Öruggasta þjónustan. BILASALAN Klapparstlg 37 71 P 'H "1 Framhald á 6. síðu. F Y R I R A L L A Sendið vinum ykkar erlendis hljómplötu með íslenzkum dægurlögum sungnum af H a u k i F Y R I R 4 A L L A F Y R I R A L L A N Ý LÖ G HAUKUR MORTHENS — syngur með hljómsveit J0RN GRAUENGÁRDS einnig tvö lög sungin á ensku Black Angel og Lonesome Sailor Boy. FAST HJÁ ÖLLUM HLJÓM- PLÖTUVERZLUNUM Gústi í hruna . — Sildar- stúlkan — Fyrir átta árum — Með blik í aúga. íslenzk hljómplata er góð gjöf fyrir unga sem gamla. HAUKUR MORTHENS í>::ÓAfí«lÓUí.Ab : VAXArÓH EINNIG HJA UTGEFANDA PÓSTHÓLF 447 REYKJAVÍK

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.